Tíminn - 09.12.1975, Blaðsíða 2
2
TÍMINN
Þriöjudagur 9. desember 1975.
Fjárhagsstaða og viðskipti
Air Viking við Alþýðu-
bankann í dómsrannsókn
Gsal-Reykjavik — Bankaráö
Alþýöubankans hefur óskaö
eftir dómsrannsókn á fjárhags-
stööu og viöskiptum Air Viking
h.f., jafnframt þvi sem öll viö-
skipti viö fyrirtækiö hafa veriö
stöövuö. Þá hefur bankaráö Al-
þýöubankans leyst bankastjór-
ana Jón Hallsson og Öskar IIa 11-
grimsson frá störfum, meöan sú
rannsókn stendur yfir, en komiö
hefur ■ Ijós, aö verulegar láns-
fjárhæöir til Air Viking hf, eru
án trygginga. Bankastjórn
Seölabankans hefur hlaupiö
undir bagga meö Alþýöubank-
anum vegna erfiörar greiðslu-
stööu hans og veitt bankanum
lán aö fjárhæö kr. 125 milljónir.
Sérstakur fulltrúi Seölabankans
mun hafa eftirlit meö rekstri
bankans um sinn.
Hermann Guömundsson er
formaður bankaráðs Alþýðu-
bankans, en aðrir i ráðinu eru:
Ginar ögmundsson, Björn Þor-
steinsson, Markús Stefánsson
og Jóna Guðjónsdóttir.
Timanum bárust i gær frétta-
tilkynningar vegna þessa máls,
frá bankaráði Alþýðubankans,
frá Seðlabankanum og frá
Alþýðusambandi Islands.
Fréttatilkynningarnar fara hér
á eftir:
„Við nýlega úttekt á fjárhags-
stöðu Alþýðubankans hf. hefur
komið i ljós, að útlán til nokk-
urra aðila hafa þrengt mjög
greiðslustöðu bankans, og enn-
fremur að verulegar lánafjár-
hæðir eru án trygginga. Til þess
að leysa timabundna erfiöleika
bankans af þessum völdum
hefúr bankaráð Alþýðubankans
hf. i dag undirritað samning við
Seðlabankann um tiltekna að-
stoð, sem hvort tveggja i senn
tryBg>r hagsmuni innlánsaðila
bankans og skapar bankanum
möguleika á eðlilegri útlána-
starfsemi. Jafnframt leitaði
bankaráðið eftir stuðningi Al-
þýðusambands Islands varð-
andi eiginfjárstööu bankans, og
studdi sambandið mjög að
samningunum viö Seðlabank-
ann, og miðstjórn þess hvatti
með einróma ályktun til öflugs
stuðnings verkalýðshreyfingar-
innar við Alþýðubankann hf.
Bankaráðið samþykkti á
fundi sinum 7. desember 1975 að
óska eftir opinberri rannsókn á
viðskiptum eins stærsta við-
skiptaaðila bankans og leysti
jafnframt bankastjórana frá
störfum meðan sú rannsókn
stendur yfir. Fyrst um sinn mun
bankinn vera undir beinni stjórn
bankaráðsins.”
Reykjavík 8. des. 1975
Bankaráð Alþýðubankans hf.
„Við reglubundna könnun,
sem bankaeftirlit Seðlabankans
framkvæmdi nýlega hjá Al-
þýðubankanum hf., kom i ljós,
að misbrestur hafði orðið á töku
trygginga fyrir verulegum Ut-
lánafjárhæðum. Frekari könn-
un þessara mála hefur leitt i ljós
mjög alvarlega fjárhagsstöðu
eins helzta viðskiptaaðila bank-
ans. Hefur bankaráð Alþýðu-
bankans nú stöðvað öll viðskipti
við hann og óskað dómsrann-
sóknar á fjárhagsstöðu hans og
viðskiptum, svo sem fram
kemur i frétt, er Alþýðubankinn
hefur sent frá sér.
Bankaráð Alþýðubankans
hefur vegna þeirra greiðslu-
erfiðleika, sem þetta mál kann
að hafa i för með sér, leitað til
Seðlabankans um fyrirgreiðslu
til að tryggja greiðslustöðu
bankans og gera honum kleift
að sinna viðskiptum sinum á
eðlilegan hátt. Hefur mið-
stjórn Alþýðusambands
Islands lýsti eindregnum stuðn-
ingi við þessa beiöni bankans.
Einnig hefur hún heitið stuðn-
ingi sinum við ráðstafanir til
þess að koma bankanum yfir
hugsanlega erfiðleika, m.a. með
þvi að beita sér fyrir hlutafjár-
aukningu i samræmi viö heim-
ildir veittar á siðasta aðalfundi
bankans.
Bankastjórn Seðlabankans
hefur I framhaldi af þessu gert
samkomulag við Alþýðu-
bankánn um 125 millj. kr. láns-
fyrirgreiðslu. Tilgangur láns
þessa er að tryggja það, að Al-
þýðubankinn geti staðið við
skuldbindingar sinar gagnvart
innstæðueigendum og veitt við-
skiptaaðilum sinum eðlilega
þjónustu. Mun sérstakur full-
trúi’ Seðlabankans hafa eftirlit
með öllum rekstri bankans, á
meöan greitt er úr þeim vanda-
málum, sem upp hafa komið.”
(frá Seðlabankanum)
A fundi sinum 7. des. 1975
samþykkti miðstjórn Alþýðu-
sambands tsiands einróma
eftirfarandi:
„Bankaráð Alþýðubankans
hf. hefur skýrt miðstjórn Al-
þýðusambands Islands frá þvi,
að nýleg úttekt á fjárhagsstöðu
bankans hafi leitt i ljós, að m jög
verulega vanti á tryggingar
fyrir skuldum Guðna Þórðar-
sonar og Air Viking hf. við
bankann. Telji bankaráðiö
hættu á, að bankinn verði fyrir
útlánatöpum af þessum sökum.
Einnig liggi fyrir, að verulegur
hluti af ráðstöfunarfé bankans
sé bundinn i útlánum til fárra
aðila, sem valda muni bankan-
um erfiðri lausafjárstöðu fyrst
um sinn.
Alþýðubankinn hefur nú leitað
til Seðlabanka Islands um láns-
fyrirgreiðslu til að tryggja
greiðslustöðu bankans og gera
honum mögulegt að starfa á
eðlilegan hátt.
Miðstjórn Alþýðusambands
Islands lýsir yfir eindregnum
stuðningi við þessa fyrir-
greiðslubeiðni bankans. Mun
miðstjórnin gera það sem i
hennar valdi stendur til stuðn-
ings bankanum, þannig að hann
komizt yfir þessa erfiðleika og
geti áfram gegnt þvi hlutverki,
sem honum er ákveðið i lögum.
Jafnframt lýsir miðstjórnin yfir
þvi, að hún muni beita sér af al-
efli fyrir því meðal aðildarfé-
laga sambandsins, að sú aukn-
ing hlutafjár um 60 milljónir
króna, sem heimiluð var á sið-
asta aðalfundi Alþýðubankans,
komi til framkvæmda eins fljótt
og framast er unnt.”
Alþýðubankinn við Laugaveg.
gébé—Rvik — Söluhorfur á rækju
eru vægast sagt slæmar, og hing-
að til hcfur ekkert verið flutt út þá
tvo mánuði, sem rækjuvertiðin
hefur staðið, að sögn Ólafs Jóns-
sonar hjá sjávarútflutningsdeild
SfS. Ólafur sagði i samtali við
Timann, að þessa dagana væri
fyrsta rækjusendingin að fara til
Sviþjóðar og Noregs, en það væri
nánast út úr neyö, að selt væri nú,
þar sem stórhættulegt væri að
liggja með rækjubirgöir, þvi
markaðurinn gæti breytzt hvenær
sem væri.
Engir samningar, utan þessa
eina, hafa veruð gerðir, en rækju-
bátar hafa yfirleitt aflað vel að
undanförnu og rækjan hleðst upp i
frystihúsum á rækjuvinnslustöð-
unum úti á landi.
I upphafi rækjuvertiðarinnar
var verð á rækjum m jög lágt, eöa
um 560.- kr. pr. kg, en Ólafur
sagði að það hefði lltillega hækk-
að siðan, þótt hann heföi ekki
handbærar tölur. Þessi fyrsta
sending af rækju, sem nú er ver-
ið að flytja út, er aðeins um
fimmtíu tonn. Engir aðrir samn-
ingar hafa verið gerðir við er-
lenda kaupendur. — Verðið á
rækjunni nú þýðir bullandi tap
fyrir framleiðendur, sagði Ólaf-
ur, en ef þeir eru tilbúnir að sætta
sig við þetta láta verð, selja þeir.
Það er þó mjög óarðbær áhætta,
sem þeir taka.
EKKERT HEFUR
VERIÐ FLUTT
ÚT AF RÆKJU
í TVO MÁNUÐI
Gránufélagsgötu 4 • Ráðhústorgi 3
Ferðaskrifstofuleyfi
Sunnu afturkallað
frá og með 15. jan.
— en flugrekstrarleyfi hefur Air Viking áfram til
óreglubundins flugs
HÉR fer á eftir tilkynning sam-
gönguráðuneytisins um afturköll-
un ferðaskrifstofuleyfis Ferða-
skrifstofunnar Sunnu h.f.
„Samgönguráöuneytið hefur
fylgzt með athugun bankaeftirlits
Seölabanka tslands á viðskiptum
Alþýðubankans h.f. við Ferða-
skrifstofuna Sunnu h.f. og tengd
fyrirtæki og aðila, en niðurstöður
þeirrar athugunar hafa leitt til
þess, að Alþýðubankinn h.f. mun
ekki eiga frekari viöskipti við
umrædd fyrirtæki og hefur
Alþýðubankinn h.f. óskað eftir
opinberri rannsókn á bókhaldi,
fjárreiðum og öðru, er varðar
rekstur og viðskipti umræddra
aðila.
Upplýst er, að einstaklingar,
sem hyggja á þátttöku i hópferð-
um til Kanarieyja á vegum
Ferðaskrifstofunnar Sunnu h.f.
fram til 10. jan. 1976, hafa sam-
tals greitt um 10.2 millj. kr. til
fyrirtækisins upp I væntanlegan
ferða- og dvalarkostnað.
1 lögum um ferðamál, nr.
4/1969, er gert ráð fyrir heimild
ráðuneytisins til afturköllunar
ferðaskrifstofuleyfis, ef fjárhags-
staða ferðaskrifstofu er komin i
óefni.
Þó telur ráðuneytið rétt aö
reyna i lengstu lög að forða um-
ræddu fólki frá þvi tjóni, sem það
yrði fyrir, ef starfsemi Ferða-
skrifstofunnar Sunnu h.f. yrði af
framangreindum ástæðum stöðv-
uð nú þegar.
Þvi þykir ráðuneytinu rétt, eins
og sakir standa, að afturkalla
ferðaskrifstofuleyfi Ferðaskrif-
stofunnar Sunnu hf„ nr. 5, útg. 29.
des. 1969 frá og með 15. jan. 1976,
þó þannig að heimilt sé að ljúka
ferð þeirri til . Kanarieyja, sem
hefjast á 10. jan. 1976, en óheimilt
að ferðaskrifstofan geri ráöstaf-
anir varðandi ferðir eða aðrar
slikar ráðstafanir I sambandi við
ferðaskrifstofurekstur, sem upp-
fylla þarf eftir 15. jan. 1976.
Frestun ráðuneytisins til 15.
jan. 1976 á afturköllun ferðaskrif-
stofuleyfisins er þó háð þvi, að
Ferðaskrifstofan Sunna h.f. geri
ráðuneytinu fullnaðargrein fyrir
þvi, eigi siðar en 10. þ.m., að full-
tryggt sé, að hún geti séð um um-
ræddar ferðir til Kanaríeyja báð-
ar leiðir, auk dvalarkostnaðar
Framangreind ákvörðun
ráðuneytisins er að sjálfsögðu
háð þvi, að ekki komi til afturköll-
unarástæður samkvæmt a.-c.-
liðum 9. gr. laga um ferðamál, nr
4/1969, á þessu tímabili, m.a
vegna gjaldþrots eða sviptingar
fjárráða fyrirtækisins.
Vegna fyrirspurna fjölmiöla
um málefni Air Viking h.f vill
ráðuneytið taka fram, að féíagið
hefur flugrekstrarleyfi, útg. 19.
júli 1974, til óreglubundins fiugs
Um þá starfsemi gilda lög um
loftferðir, nr. 34/1964, og ákvæði
og reglur á þeim byggðar. Ekki
liggur á þessu stigi neitt það fyrir
varðandi rekstur Air Viking, sem
gefi tilefni til umræðna um áftur-
köllun flugrekstrarleyfis Air Vik-
ing h.f.”