Tíminn - 09.12.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.12.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Þriöjudagur 9. desember 1975. Unga kynslóðin er bæði þakklót og hreinskilin ISLENDINGAR hafa ekki eign- azt marga höfunda, sem hafa helgaö sig þvi aö skrifa bækur handa börnum og unglingum. Meöal látinna höfunda, sem þá braut hafa gengið og getiö sér frægðarorö fyrir, koma fyrst i hugann nöfn Jóns Sveinssonar, Sigurbjarnar Sveinssonar og Stefáns Jónssonar. Af þeim barnabókarhöfundum islenzk- um, sem nú kveður mest að, er Armann Kr. Einarsson einn hinn kunnasti og mikilvirkasti. Unga kynslóöin i landinu þekkir Arnabækur hans harla vel. Hér á dögunum áttum við tal við Ar- mann, og barnabækur, þar á meðal nýju bókina hans, Afa- strák, og fer það viðtal hér á eftir. — Hvað getur þú sagt mér um nýju bókina þina? — Nafniö, sem ég hef valið henni, er „Afastrákur”, og það er ekki alveg út i bláinn. Þegar ég skrifaði bókina, hafði ég i huga litinn dótturson minn. Hann er gæddur óseðjandi forvitni, eins og börnum er titt á unga aldri, og vissulega er veröldin undur og ævintýri i augum smáfólks- ins, Því miður gefa foreldrar og aðrir fullorðnir, sem umgangast börnin, sér alltof litinn tima I dagsins önn, til að tala við þau og svara spurningum þeirra. Oröaforöi barnanna verður fá- tæklegri, og fullorðna fólkið gerir sér oft á tiðum ekki grein fyrir þvi, fyrr en of seint, hve mikla uppsprettu gleði og hamingju það fer sjálft á mis við. Þegar ég lit yfir það, sem ég hef skrifaö um dagana, stendur þessi nýja bók hjarta minu næst. — Kemur ekki út núna nýtt bindi f ritsafni þínu? — Jú, það er nýlega komin Ut endurútgáfa á einni Arnabók- anna. Hún heitir „Leitarflugiö” og er 8. bindiö I ritsafninu. — Þú hefur samið útvarps- leikrit eftir Árnabókunum. — Ég tók mig til fyrir 10 árum og breytti fyrstu tveimur Árna- bókunum i leikgerð fyrir Ut- varp. Það var frumraun min á þvi sviði, og naut ég þá ágætra leiöbeininga og aðstoðar leik- stjórans, Klemensar Jónssonar. — Þessi útvarpsleikrit þin hafa oröið vinsæl? — Já, þaö held ég, að sé óhætt aö segja. Fyrstu þættirnir hafa til dæmis verið þýddir á sænsku og fluttir i útvarpinu f Stokk- hólmi. Nú er ég að ljúka viö að breyta siðustu Arnabókunum I leikrit, og verður það væntan- lega flutt I útvarpinu núna upp úr áramótunum. — Halda bækur þinar ekki áfram að koma út á erlendum tungumálum? — Jú, á siðasta ári komu út tvær bóka minna á færeysku. Það voru „Falinn fjársjöðúr og „Tvö ævintýri”. Og núna eru i undirbúningi þýöingar á fleiri bókum. — Þú minntist áðan á oröa- foröa barna: Helduröu, að hann sé fátæklegri nú, þrátt fyrir aukna skólagöngu? — Um þaö skal ég ekki segja, en tungutak yngri kynslóðarinn- ar hefur breytzt. Börnin læra aðallega málið hvert af öðru á götunni. Foreldrarnir vinna kannski báðir úti, og hafa tak- markaöan tima til að sinna börnunum. Gamla ættarfjölskyldan er horfin, afinn og amman eru ekki lengur á heimilunum til aö segja börnunum sögur. Þjóöfélagið einangrast i hópa. Það er hættu- legt. — Eru ekki hinar svonefndu barnabækur tiltölulega nýtt fyrirbrigði? — Þaö er rétt. Fyrir siöustu aldamót áttum við nær ekkert af slikum bókum, nema þá helzt stafrófskver. Sögurnar I Gamla testamentinu voru börnunum hér áður fyrr skemmtileg lesn- ing. Ég legg þá merkingu i oröið barnabækur, að það séu aöal- lega bækur fyrir yngstu börnin, sem eru að læra að lesa. Ég er andvigur þvi að flokka bækur fyrir vissa aldursflokka eða fyrir hvort kyn. Ef barnabækur eru góðar, eiga þær einnig erindi við fullorðna. Og margar bækur fullorðinna eru ágæt lesning fyrir börn. — Hvert er álit þitt á Islenzk- um barnabókum? — Sem betur fer eigum viö nokkuð af góðum barnabókum, þótt mikill hluti sé miðlungs- bækur. Það er nefnilega mesti misskilningur, aö gera' þurfi minni listrænar kröfur til þess, sem skrifað er fyrir börn, en hins, sem skrifaö er fyrir fullorðna. En þvi er ekki aö leyna, aö barnabókarhöfundum er þrengri stakkur skorinn en öðrum. Þeir verða t.d. aö sneiöa hjá grófyrðum og hrottafengn- um lýsingum. — Stundum er islenzkum barnabókum fundiö það til for- áttu, að þar séu mest sveitalifs- sögur? — Það held ég, aö sé ástæðu- laus gagnrýni. Það hlýtur aö vera hollt aö vekja áhuga hinna ungu á dýrum, náttúru landsins og óbrengluðu, heilbrigðu. mannlifi. Ég hugsa stundum til þess með hryllingi, er ég viröi fyrir mér saklaus og lifsglöö böm, að þegar þau stækka, eiga þau eftir að sogast inn I spillta og tryllta veröld hinna fullorðnu. Sem betur fer erum við tslendingar ennþá aö mestu lausir við öfga og ofbeldi, sem eru daglegir við- buröir úti I hinum stóra heimi. En hve lengi veröur það? — Viltu, að barnabækur lýsi aöeins hinum björtu hliöum lifs- ins? — Nei, það væri ekki rétt mynd. Að sjálfsögðu hljóta góðar barnabækur að spegla ljós og skugga, sorg og gleöi. Þaö, sem við þörfnumst mest, er félagslegt réttlæti, vinátta og skilningur milli einstaklinga, þjóða og kynflokka. — Þú álitur, aö rithöfundar hafi mikilvægu hlutverki aö gegna? — Já, ábyrgð þeirra, sem við fjölmiðlun fást, er vissulega mikil. Þaö á að draga sem mest úr fréttum og frásögnum af of- beldi og hryllingsverkum, en láta hið góða og jákvæða koma fram, sem allt of oft er látið liggja i láginni, þótt það eigi brýnna erindi viö mennina en myrkraverkin. — Hvað telur þú höfuðkost góðrar barnabókar? — Þvi er fljótsvarað: Að bók- in sé vel skrifuð og skemmtileg. Barnabækur mega ekki vera leiöinlegar. Þær eiga aö laða hina ungu til lestrar, en ekki fæla þá frá bókum. Lesefni æskuáranna ræöur oft úrslitum, hvort viökomandi verður bóka- vinur eða eigi. — Hvaö um framtlö bók- arinnar? — Satt að segja er ég mjög uggandi um framtið bókanna, og þá sérstaklega barnabóka. Á undanförnum árum og áratug- um hefur þaö sifellt færzt i vöxt aö tilreiða sem mest lesefni ungu kynslóðarinnar i myndir, bæöi Iblööum ogsjónvarpi. Með aukinni tækni hefur þessi fram- leiösla færzt Iskyggilega I vöxt. Æsiblöðin eru oft fljótfærnislega ogilla þýdd, og margar myndir, sem börn horfa á I sjónvarpi, höföa til lægstu hvata og ýta undir árásarhneigð og ofbeldi. Hér verður að spyrna viö fótum, áður en við leiöum börnin okkar lengra út I þetta kviksyndi. — Hver er skýringin á þvi, aö tiltölulega fáir islenzkir höfund- ar skrifa fyrir börn og unglinga? — Skýringin er einföld og nærtæk. Margir, sem fjalla um menningarmál, telja barnabæk- ur ekki til bókmennta. í öllum fjölmiðlum er þessi bókmennta- grein algjör hornreka. Það eru aðeins fá ár siðan tvö eða þrjú dagblöö byrjuðu að sýna lit á að ritdjema barnabækur. Og I hin- um fjölmörgu umræðuþáttum I útvarpi og sjónvarpi virðast barnabókmenntir vera bannorð. Þá er reynt eftir megni að halda barnabókahöfundum utan við laun og aöra opinbera viður- kenningu til listamanna. Af jiessum sökum hafa ágæt- ir höfundar beinlinis gefizt upp og hætt að skrifa 'fyrir ungu kynslóðina, og láir þeim vist enginn, þótt þeir verði þrey ttir á að vera stimplaðir sem annars flokks rithöfundar. Ungir höf- undar hugsa sig áreiðanlega tvisvar um, áöur en þeir leggja út á þessa braut. — Þú heldur samt alltaf áfram að skrifa fyrir börn og unglinga? — Já, skrápurinn á mér er oröinn svo harður, að ekkert vinnur lengur á honum. Þvi er ekki heldur að neita, að dálitið hefur rofað til i þessum efnum á siöustu árum. Ég ætla mér að halda áfram að skrifa fyrir æskulýöinn meöan mér endist lif og heilsa. Hann hefur tekið bókum mlnum framúrskarandi vel, og dóm lesendanna virði ég og met mest. Ekkert er ánægjulegra en skrifa fyrir unga fólkiö. Það er þakklátt og hreinskiliö. GB. Rætt við Ármann Kr. Einarsson HVAÐ ER BETRA I SK HALENDIÐ HEILLAR SAGAN AF Dúdúdú Loftur Guómundsson hefur skróó œvintýralegar frósagnir U þekktra Islendinga. Þeir voru brautryójendur sem örœfabílstjórar og opnuóu, öórum fremur, fyrir almenningi hina stórkostlegu hólendisparodís. Fjöldi mynda prýóa bókina. Hin gamansama bók ef: Orn Snorrason heitir Sagonaf Dúdúdú. Bókina myndskreytir Halldqr Pétursson. “nnuR'S»wu"0550N BOKAUTGAFA ÞÓRHALLS BJARNARSONAR Hljómleikar í Hóskólabíói d miðvikudagskvöld: Spilaverkið, Þokkabót og Einar Vilberg og Co Gsal-Reykjavik — Næst- komandi miðvikudag ki. 23.30 efnir hljómplötuút- gáfan STEINAR hf. til hljómleika i Háskóla- biói, en þar mun koma fram hljómlistarfólk, sem vinnur á vegum hljómplötuútgáfunnar SPILVERK ; ÞJÖÐ- ANNA, ÞOKKABÓT og EINAR VILBERG og CO. Að sögn Steinars Berg, fram- kvæmdastjóra Steinars hf., mun Einar Vilberg flytja á hljóm- leikunum lög af plötu sem hann er nú að vinna að, ásamt valin- kunnu liði úr islenzka poppheiminum. Þokkabót mun flytja lög af nýju plötunni sinni, Bætiflákum og lika lög af fyrstu plötu sinni, Upphafið. Þá mun Þokkabót leika nokkur ný, frum- samin lög en þær breytingar hafa nú oröiö á Þokkabót, að Gylfi Gunnarsson er ekki lengur i hljómsveitinni. í hans stað er kominn Leifur Hauksson, og kemur hann i fyrsta skipti fram opinberlega með Þokkabót á þessum hljómleikum. Að sögn Steinars mun Spilverkið frum flytja nokkur lög með íslenzkum textum á hljómleikunum (!) en einnig mun þaö flytja lög af nýút- kominni hljómplötu sinni og önnur lög, sem það hefur sungið og leikið að undanförnu. Steinar Berg sagði, að hljóm- leikarnir yröu hljóöritaðir, en þó væriekkimeininginaðgefa þá út i heilu lagi — siðar meir má vera, að einhverjar upptökur af hljóm- leikunum veröi notaðar, sagði hann. Aðgöngumiðinn kostar kr 700.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.