Tíminn - 09.12.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 09.12.1975, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Þriðjudagur 9. desember 1975. Réttarvernd: Samtök sem gæta hags- muna einstaklingsins Þrír af stofnfélögum Réttarverndar á fundi með blaðamönnum nýlega: Frá vinstri Inga Birna Jónsdóttir, Gunnlaugur Stefánsson og Vilborg Harðardóttir. Timamynd: Gunnar. gébé— Rvik — ótalmörg dæmi eru til um einstakiinga hér á landi, sem komizt hafa I kast við iögin i einhvérri mynd, en vita ekki hvert þeir eiga að snúa sér tii aö fá aðstoð, siðferðilega, fjár- hagslega eða lögfræðilega fyrir- greiðslu, sem oftast er rándýr. Á aiþjóðamannréttindadaginn, sem er á rnorgun, 10. desember, hefur hópur áhugafólks boðað til stofn- fundar Réttarverndar, sem eru samtök um réttarstöðu einstaki- inga. Markmiðið með félags- stofnuninni er að berjast fyrir mannréttindum og veita þeim réttarvernd, sem órétti eru beittir eða eiga i einhverjum lagalegum erfiðleikum og þarfnast aðstoöar. Nokkur timi er liðinn siðan und- irbúningur hófst að stofnun þessa félagsskapar, en i nágrannalönd- um okkar, Danmörku, Sviþjóð og Noregi, eru samsvarandi félaga- samtök starfandi. Aætlað er að hafa samband við þau, og þá einnig skyld félagasamtök hér á landi. Þá mun jafnframt verða leitað samstöðu við lögfræðinga, sem vilja vinna að réttarbótum, og hafa þegar f jölmargir iögfræð- ingar sýnt áhuga á samtökum þessum. Mark-ið félagssamtakanna verður að veita einstaklingum, sem til þess leita, siðferðilega og fjárhagslega aðstoð til þess að ná rétti sinum, en samtökin verða fjármögnuð með félagsgjöldum og fjárframlögum áhugafólks. Þá 'munu samtökm beita sér fyrir endurbótum á lögum, reglugerð- um og starfsháttum réttarkerfis- ins og vinna að þvi að afgreiðslu dómsmála verði hraðað, en seinagangurlnn i dómskerfinu hefur oft orðið þess valdandi, eins og dæmi eru til um, að menn hafa beðið i mörg ár eftir að dómur félli i máli þeirra. Einnig munu samtökin berjast fyrir þvi að koma á fullnægjandi upplýsinga- skyldu stjórnvalda. Tekið skal fram, að samtökin verða ekki bundin neinum póli- tisknm flokkum, en félagar i Réttarvernd geta allir orðið, sem náð hafa 16 ára aldri og vilja vinna að markmiðum félagsins. Stofnfundurinn verður haldinn að Hótel Esju kl. 20:30 miðvikudag- inn 10. desember. Framsögu á fundinum hafa þeir Thor Vil- hjálmsson rithöfundur og séra Sigurður Haukur Guðjónsson, en fundarstjóri er Inga Birna Jóns- dóttir. Allir vildu Stjörnur vorsins kveðið hafa — viðhafnarútgáfa í tilefni afmælis Tómasar Guðmundssonar í TILEFNI af 75 ára afmæli Tóm- asar Guömundssonar hinn 6. janúar nk., gefur Almenna bóka- félagið út viðhafnarútgáfu af Stjörnum vorsins. Verður þessi útgáfa myndskreytt af Steinunni Marteinsdóttur, sem sér um allt útlit bókarinnar, en Kristján Karlsson annast útgáfuna og rit- ar formála fyrir ljóðunum. Bókin verður gefin út I mjög takmörk- uðu upplagi, eða 1495 tölusettum eintökum. Stjörnur vorsins komu út árið 1940 og hafa ekki sfðan verið gefnár út sem séstök bók. Bókin er af mörgum talin einhver ljóð- Kýrnyt eykst um 20 kg. á ári I upphafi árs 1974 var fjöldi nautgripa i landinu 66.530 þar af voru mjólkurkýr 37.087. Siðastliðin 5 ár hefur kúnum fjölgað um 212, en innvegin mjólk i mjólkurbú- in aukizt á sama tima um tæp 15 millj. kg. Á fyrstu ár- um þessarar aldar var meðalnyt fullmjólka kúa i nautgriparæktarfélögunum 2200 kg. Þá voru aðeins 880 kýr á skýrslum. Á sl. ári voru 12.945 fullmjólka kýr á skýrslum. Meðalnyt þeirra var 3.728 kg. Að meðaltali hefur nyt kúnna aukizt um rúm 20 kg. á ári á þessari öld. Fita i mjólkinni hefur einnig auk- izt. Hún var um aldamótin 3,60% en er nú 4,10%. Veru- legar breytingar hafa orðið á islenzku kúnum frá þvi að fyrstu nautgriparæktarfé- lögin voru stofnuð. Þá voru hyrndar kýr i meirihluta, en nú eru innan við 10% af kún- um hyrndar. Fyrir 50 árum var meðalvigt kúnna 338 kg, en nú 410 kg. rænasta ljóðabókin, sem til er á islenzku, og er þar að finna nokkrar af fegurstu ljóðaperlum tungunnar, svo sem I klaustur- garðinum, Þjóðvisu, Garðljóð og fleira. I Stjörnum vorsins nýtur sin til fullnustu samspil mikilla stiltöfra, djúprar alvöru og glitr- andi kimni, enda var um það taláð, þegar bókin kom út, að allir vildu Stjörnur vorsins kveðið hafa. Kristján Karlsson endar for- mála sinn fyrir bókinni á þessa leið: „Hinn djarfi leikur að and- stæðum tilfinningum, sem ein- kennir Stjörnur vorsins, heppnast fyrir öryggi stllsins. Sem heimild um skáldskap er þessi bók til þess fallin að minna oss á þann sam- leik, að efni og búningur ljóðs verða ekki sundurgreind, og að viðfangsefni kvæðis nær aldrei hærra, né fellur það lægra en stillinn ákveður. Með þvi er auðvitað ekki sagt, að tvö jafngóð kvæði hljóti að hafa jafnmikla þýðingu. Ef mér væri gert að velja eitt kvæði i Stjörnum vorsins, sem mér þætti mest um vert, myndi ég vafalaust kjósa I klausturgarðinum. Það er meira kvæði en til dæmis Þjóð- JG—Reykjavlk. Eyjólfur Einars- son listmálari opnaði á föstudag- inn sýningu á vatnslitamyndum á vinnustofu Guðmundar Árnason- ar að Bergstaðastræti 15 Eyjólfur stundaði nám i mynd- listum, bæði hér heima og við listaakademíuna i Kaupmanna- höfn, Hann hefur haldið margar sýningar og tekið þátt i samsýningum, þar á meðal i sið- ustu haustsýningu FtM. Þá hafði Eyjólfur verk sin á einkasýningu i Galleri Súm fyrir tveim árum eða svo. Eyjólfur Einarsson kveðst hafa Tómas Guðmundsson. visa, Garðljóð eða Vixilkvæði, af þvi að það tekur yfir stærra vit- undarsvið. En hitt væri mark- laust að kalla það betra kvæði. Still skáldsins birtist jafnskýrt i öllum þessum kvæðum, sem ég nefndi, og þar með afstaða hans, hin ástúðlega virðing fyrir lif- inu.” stundað togarasjómennsku með málningunni, eða málun með togarasjómennsku, undanfarin ár, en er nú hættur á sjónum i bili. Hann var á togurum Bæjarút- gerðar Reykjavikur. — í þessum myndum má sjá eitt og annað, er ég hef upplifað á hafinu, sagði hann er við litum inn á sýningu hans á Bergstaða- strætinu. Þetta mun vera önnur vatns- litasýningin, sem Eyjólfur heldur, en hann sýndi vatnslita- myndir úti i Vestmannaeyjum fyrir gos. Eyjólfur Einarsson opnar mólverkasýningu Nýja hótelið. Hótel og félagsheimili í byggingu í Stykkishólmi MÓ-Reykjavik. — Áætlað er, að i veturverði nýtt félagsheimili tek- ið i notkun i Stykkishólmi. i þvi sama húsi á einnig að vera hótel, og ennfremur verður þessi bygg- ing notuð fyrir skólann I Stykkis- hólmi. Aætlaður kostnaður er 171 milljón króna, en i ár hefur verið unnið fyrir 75 milljónir. Húsið er búið að vera nokkur ár í byggingu og um siðustu áramót hafði verið unnið fyrir 43 milljónir króna. 1 hótelinu verða 32 herbergi, auk þess ráðstefnusalur, matsal- ur, kaffiteria og salur fyrir fólk, sem er i föstu fæði á hótelinu. Þegar mikið er um að vera er hægtað nota sal félagsheimilisins fyrir hótelið. Búið er að steypa alla bygging- una upp og salirnir i hótelinu eru tilbúnir. Þeir eru i vetur notaðir sem kennslustofur. Unnið er af fullum krafti að frágangi á félagsheimilinu og verður það væntanlega tilbúið á þorra i vet- ur. Aætlað er að innrétta hótel- herbergin næsta vetur og verður þvi hægt að opna það vorið 1977. Fullvist er, að þetta stóra hús kemur til með að bæta mjög alla aðstöðu fyrir félagsstarfssemi i Stykkishólmi. Einnig er talið,' að reksturinn verði mun auðveldari með þvi að tengja svona saman rekstur hótels og félagsheimilis. Einnig er ætlunin að nota gistiað- stöðuna og sali i hótelinu fyrir nemendur skólanna i Stykkis- hólmi á veturna. t Stykkishólmi er i undirbúningi bygging nýs skóla, og eru teikn- © íþróttir Peter Osgood var i miklum ham, þegar Southampton vann yfirburða- sigur (4:0), yfir Sunderland á The Dell. ös- goodskoraði 2 mörk fyrir Dýrlingana frá Southampton og lék eins og hann var beztur. — H a n n v a r óstöðvandi og annað mark hans var stórglæsi- legt. Það minnti menn á gömlu góðu dagana þegar Osgoodvar á skotskónum hjá Chelsea-liðinu. Nicholas Holmes og Mel Biyth — skalla, skoruðu hin mörk liðsins. Mick Channon misnotaði vita- spyrnu i leiknum — Jim Montgomery markvörður Sunderland^varði. Stuttu eftir það átti Channon þrumuskot, sem skall i þverslá Sunderlands- marksins. Þeir voru óstöðvandi Dýrlingarnir i siðari hálfleik, hreinlega yfirspiluðu leikmenn Sunderl., sem héldu jöfnu (0:0) i fyrri hálfleiknum. — SOS. Enska knatt- spyrnan ingar að húsinu tilbúnar. Áætlað var að hefja framkvæmdir á liðnu vori, og var búið að veita fé af fjárlögum til framkvæmdanna. Leyfi fékkst þó ekki til að hefja framkvæmdir þá, en nú er vonazt til að leyfi fáist til að hefja bygg- inguna næsta vor. © Alþingi ingar ökutækja, þ.e. brúttóið- gjöldum að frádregnum bónus, renni til Umferðarráðs i þessu skyni. Ollum ætti að vera augljós fjár- þörfin til umferðarslysavarna, nú þegar við ihugum,'að á þessu ári hafa 29 manns látizt i umferðar- slysum og 595 manns hafa slasazt á fyrstu 10 mánuðum ársins, þar af 324 svo mikið, að þeir hafa ver- ið lagðir inn á sjúkrahús vegna meiðsla, er þeir hafa hlotið i um- ferðarslysum, og er þá ekki getið þess fjárhagstjóns, sem af um- ferðarslysum verður. Heildariðgjöld ábyrgðartrygg- inga á árinu 1974, en það er sið- asta árið, sem reikningar liggja fyrir um, námu 583 millj. kr., og hefðu þvi skv. þessum reglum um 87 millj. kr. gengið til umferöar- slysavarna á yfirstandandi ári, auk fjárframlagsins 7 millj. 417 þús. kr. Ætti þvi með tekjustofni þessum að vera skapaður grund- völlur fyrir mjög aukinni starf- semi Umferðarráðs, enda er þá að sjálfsögðu gert ráð fyrir þvi, að framlag rikissjóðs falli ekki niður, þótt þessi tekjustofn verði lögfestur. Það er að sjálfsögðu svo, að þótt nauðsynlegt sé að halda uppi umfeíðarfræðslu, má ekki ein- blina á þann þátt einan, þegar rætt er um bætta umferðarmenn- ingu. Ýmis önnur atriði koma þar og til, svo sem aukin löggæzla, og hert viðurlög, bæði i formi refs- ingar og tiðari ökuleyfissvipting- ar, greiðari meðferð dómsmála, endurskoðun umferðarreglna til samræmis við endurskoðun, sem nú fer fram á Norðurlöndunum i kjölfar nýlegrar alþjóðasam- þykktar, endurskoðun öku- kennslu og ökuprófa, bættur bún- aður ökutækja, skipulagsmál um- ferðarinnar, ásigkomulag gatna- kerfisins o.fl. Þessi atriði öll og ýmis fleiri hafa að sjálfsögðu stöðugt verið til athugunar og unnið að endurbótum. Hef ég ný- lega óskað þess að Umferðarráð láti i té ábendingar um atriði, sem til úrbóta geta orðið, einkum ef þar væri um að ræða atriði, sem framkvæma mætti með skömmum fyrirvara og án laga- breytinga eða verulegs kostnað- ar. Er von á þeim ábendingum á næstunni, og verða þær þá teknar til athugunar i dómsmálaráðu- neytinu. Að lokum sagði ráðherra: „Þetta frumvarp er i sjálfu sér einfalt i sniðum, en ég hef talið rétt að fara nokkrum almennum orðum um þau mikilvægu mál, sem hér er um að ræða, umferð: armálin og ráðstafanir til þess að reyna að tryggja umferðarör- yggi, eftir þvi sem hægt er. Það er sannfæring min, að einn þáttur- inn i þvi sé að styrkja Umferðar- ráð til þess að geta sinnt þvi hlut- verki á sómasamlegan hátt, sem þvi er ætlað I lögum. Með þessu frv., ef að lögum verður, mundi nokkuð verða bætt úr fjárþörf þess.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.