Tíminn - 09.12.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 09.12.1975, Blaðsíða 15
Þriðjudagur !). desember 1975. TÍMINN 15 Tilmæli til Dýra- verndunarféla gsins 1 Timanum var nýlega sagt frá tveim piltum, sem ákærðir hafa verið fyrir að drepa kött á ómannúðlegan hátt. Ég veit ekki hvort fólk gerir sér grein fyrir hvað þarna er að gerast i þessu tilfelli. Piltarnir — af gæzku sinni — taka að sér flækingskött en er bannað að halda hann af for- eldrum sinum. Hvað taka þeir til bragðs? Jú, þeir leita til lög- reglu og dýralæknis til þess að fá þá aðila til að svæfa skepn- una. Hvaða svör fengu þeir? — Þvert NEI. Ekki virðist þessum aðilum hafa þótt taka þvi, að hjálpa þessum drengjum i vanda þeirra, né visa á þann, er verknaðinn gæti framið, t.d. meindýra eyði. Nú eru góð ráð dýr. Ekki mega drengirnir halda köttinn, enginn vill lóga kvikindinu yrir þá, og ekki geta þeir hugsað sér að setja hann á gaddinn. Eina úrræðið er, að þeir verða að lóga skepnunni sjálfir. Þá er að finna aðferð, til að framkvæma þann verknað, sem þeim er greinilega mjög á móti skapi, þar sem þeir hafa hirt skepnuna til að veita henni skjól og yl. Ekki geta þeir skotið kött- inn, til þess hafa þeir hvorki byssu né leyfi til að fá slikan grip lánaðan. Hægt er að setja köttinn i poka og drekkja hon- um. Þær eru ófáar sögurnar og ævintýrin, þar sem vondu mennirnir gera þetta og eru fordæmdir fyrir. Þessir drengir hafa vafalaust lesið slikar sög- ur, sem allflest önnur börn, og jafnvel grátið yfir vonzku mannanna. Hægt var að beita eggvopni en finnst lesanda það mannúðleg aðferð? Ég held ekki. Þá er aðeins eftir að dauð- rota dýrið. Til þess að gera það á sem árangursrikastan hátt og til þess að kvalir dýrsins verði helzt engar, þarf að koma dýr- inu þannig fyrir, að það hreyfi sig ekki meðan höggið riður af. — Þess vegna er kötturinn bundinn og hengdur upp á snaga, þar sem hann liggur bezt við höggi. Hvort kötturinn dó við fyrsta högg eða ekki, getur greinin ekkert um, enda auka- atriði þessa máls. Aðalatriðið er, að þessir drengir voru þvingaðir til verknaðarins af þrem aðilum sem allir hefðu getað framkvæmt hann á mannúð- legri hátt, þ.e.a.s., foreldrum, lögreglu og siðast en ekki sizt dýralækni, sem með einni litilli sprautu hefði getað svæft dýrið, og gefið þvi hægan og góðan dauðdaga, ef hægt er að segja, að dauðinn geti verið góður. Hinir seku eru þvi ekki dreng- irnir, heldur lögreglan og sá dýralæknir, semleitað var til og neitaði drengjunum. Ég skora þvi' á Dýravernd- unarfélag Reykjavikur, að draga til baka kæruna á hendur drengjunum, sem voru þvingað- ir af fullorðnu fólki til að fremja verknað, sem þeir munu ætið minnast með hryllingi. Hins vegar skora ég einnig á Dýra- verndunarfélag Reykjavikur, að halda áfram rannsólöi þessa máls, og finna þá lögregluþjóna og þann dýralækni, sem neituðu að taka við kettinum, og kæra þá fyrir embættisafglöp og fylgjamálinu þaðeftir, að þeim verði refsað fyrir, sem lög segja til um. Hvað viðvikur drengjunum tveim, sem neyddir voru til að fremja verknað, sem ef til vill mun rista ólæknandi sár i sálar- lif þeirra þá skora ég á Dýra- verndunarfélagið, að senda þeim bréf, þar sem þeim verði þakkað sýnt vinarþel i garð flækingskattar, er þeir vildu sýna hlýju og búa gott heimili, og jafnframt harmað, að þeir skyldu neyddir til þess verknað- ar, að farga kettinum, og þvi heitið, aðþeir,sem neyddu þá til verknaðarins verði látnir sæta ábyrgð. Tómas H. Svcinsson Vandaðar gjafavörur Ryksugan vinsæla Kr. 26.300 EHrakud Brauðrist Kr. 5.875 Sjáifvirk kaffivél — 1 til 8 bolla Kr. 8.930 FÁLKIN N Nuddtæki með ýmsum fylgihlutum Kr. 4.725 Suðurlandsbraut 8 — Reykjavík — Sími 8-46-70

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.