Tíminn - 09.12.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.12.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Þriöjudagur 9. desember 1975. ist hafa verið með konu sina á sjúkrahúsinu og hann fer alltaf með henni, þegar hún þarf að fara til læknis. Á næstunni er ráðgert að hann fari með hana til Madrid, þar sem mjög frægir læknar eiga að athuga, hvaö gera skuli, en fram til þessa hefur hún ekki verið látin gang- ast undir uppskurð. Margit er nú 35 ára gömul, og hin glæsi- legasta i útliti, eins og hún var lika fyrir tólf árum, þegar þau don Jaime og hún gengu i hjóna- band. Þau hjón eiga engin börn. I upphafi vildi Margit ekki eign- ast börn, þar sem segja mátti, að þau hjón væru landlaus, en nú er útséð um það að hún geti eignazt börn, þar sem hún hefur þurft að gangast undir móður- lifsaðgerð. — Ég elska börn, segir Jaime, — en ég verö að láta mér nægja að elska annarra manna börn úr þvi sem komið er. Sam- bandið milli Fabiolu og Jaime hefur ekki verið sérlega gott þar til nú siðustu mánuðina, og staf- ar þessi bætta sambúð ef til vill af þvi, að bæði eru þau óhamingjusöm. Nú segist Jaime fara að minnsta kosti tvisvar sinnum á ári til systur sinnar, og þeim kemur oröið mjög vel saman. Hins vegar var ástandiö svo slæmt, þegar þau Fabiola og Baudouin konungur giftu sig árið 1961, að Jaime fékk ekki einu sinni að koma i brúðkaups- veizluna, vegna þess að hann var svo illa séður af kóngafólk- inu i Evrópu fyrir glaumgosalif sitt og galgopahátt. En nú er allt slikt liðin tið, hann hefur verið tekinn i sátt. Myndin er af þeim hjónum don Jaime og Margit. Stöðugt fallegri og horaðri A sjötta áratugnum var Audrey Hepburn eiginlega nokkurs kon- ar fyrirmvnd allra kvenna, rétt_ eins og Twiggy varð nokkrum árum siðar. Þá var hún aðeins 49 kiló aö þyngd, og 170 cm á hæö. Mittismál Audrey var þá 50 cm. Sagt var, að hún færi alltaf á hjóli á hverjum morgni i kvikmyndaverið, og hún reykti hvorki né drykki áfengi. Og að meöaltali æti hún ekki meira en eitt salatblað á dag. Nú er Audrey aftur að komast i fréttirnar. Niu ár eru liðin frá þvi hún lék siðast i kvikmynd, en hún er i þann veg- inn að hefja kvikmyndaleik á ný, og það á móti leikaranum Sean Connery i myndinni Dauði Hróa hattar. Það hefur mikið verið talað um það að undan- förnu, að Audrey væri i þann veginn að skilja við lækninn Andrea Dotti, sem hún hefur verið gift i allmörg ár. Dotti hef- ur að sérgrein þunglyndisköst kvenna, en hann hefur vist ekki náð langt i þvi að lækna konu sina. Heilsa Audrey hefur veriö heldur bágborin. Hún hefur þrisvar veriö skorin keisara- skurð, og auk þess hefur hún nokkrum sinnum misst fóstur. A striðsárunum fékk hún lika berkla. Fyrir skömmu var gerð- ur á henni erfiður uppskuröur á háskólasjúkrahúsinu I Laus-w anne. 1 dag er Audrey samt fegurri en nokkru sinni, aö þvi er kunnugir segja. Dadýrsaugu' hennar sýna reynslu og reyndar um leið þjáningu, en þetta gerir hana bara ennþá fallegri. Sögu- sagnir um skilnað eru aftur komnar á kreik, en hver veit nema læknirinn Dotti sé nú loks- ins farinn að skilja konuna sina, og þá gæti sambandið milli þeirra átt eftir að batna á ný, og skilnaðurinn verið úr sögunni. Kæri læknir Enn eru sagðar sögur af Marilyn Monroe, þótt langt sé um liðið frá þvi hún dó. Ein slik saga er frá þeim tima, þegar Marilyn var skorin upp vegna botnlangabólgu, en það var i Los Angeles árið 1956. Þegar læknarnir voru komnir með Marilyn upp á skurðarborðið rákust þeir á miða, sem limdur hafði verið á magann á henni. A miðanum stað: „Kæri læknir, viltu hafa skurðinn eins litinn og frekast er hægt. Ekki skaða móðurlifið eða magann. Ekki taka burtu eggjastokkana. Og viltu svo vera svo vænn að gera það sem hægt er til þess að skurðurinn grói vel og örið veröi ekki stórt. Þakka þér fyrir. Marilyn.” ★ ★ Gerviklak laxaseiða Sovézkir og japanskir fiskilif- fræðingar vinna nú að tilraun- um á Sakjalin við austurströnd Sovétrikjanna aö gerviklaki laxaseiða. Starfa þeir eftir aö- ferðum, sem sérfræðingar landanna tveggja hafa þróað i félagi. Takmarkið er að vinna gegn samdrætti laxastofnsins i Kyrrahafi, sem vart hefur orðiö hin siöari ár. ★ ★ Glaumgosa lífinu lokið A hverju kvöldi kemur hann og tekur sér stöðu við barinn á næt- urklúbbnum Kiss I Marbella. Engum gestanna dytti nokkru sinni i hug að taka stæðið hans við barinn, þvi að hann á það eiginlega rétt eins og ætti hann hús eða bil, þar sem hann hefur verið þarna fastur gestur á hverju kvöldi I mörg, mörg ár. Sá, sem hér um ræðir er glaum- gosinn don Jaime de Mora y Aragón, bróðir Fabiolu drottn- ingar. Fyrir tólf árum giftist hann sænskri stúlku, Margit frá Bollnas i Sviþjóð. 1 fljótu bragði viröist Jon Jaime vera áhyggjulaus og kátur, en þegar nánar er að gáð, kemur i ljós, aö þaö er áhyggjusvipur á andlit- inu, og ekki að ástæðulausu. Konan hans, konan, sem hann leskar framar öllu ööru, er fjár-^ sjúk, hún er meö brjóstakrabþa,' og allt bendir til þess, að hún eigiekki eftir að hljóta nokkra lækningu þar á. Don Jaime seg- ★ ★

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.