Tíminn - 09.12.1975, Blaðsíða 12
12
TÍMINN
Þriðjudagur 9. desember 1975.
KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR —
^TmtoTurrmrnTramTán^g^
horfum hreykin um öxl. Tækn-
inni fleygir fram og við þykj-
umst þroskast með hverjum
degi.
S imt sem áður fleytir okkur
ekki hraðar en svo, að sex alda
gandtr bókmenntir eiga jafnt
erirdi sem ádeila á samfélag
nútimans og þær áttu sem
ádeila á samtið sina.
Við höfum skreytt ytra borð
tilveru okkar mikið og getum
glatt augað og eyrað, en sú
spurning hlýtur að vakna
hvoit sálin er nokkuð betur
stödd, ef innviðirnir eru jafn
rotnir og fyrr.__________
KVIKAAYNDA-
HORNIÐ
Umsjónarmaður
Halldór
Valdimarsson
Afbrýðisemin situr enn við
völd, ásamt eigingirninni,
hrokanum og hræsninni.
Við erum á engan hátt orðin
heiðarlegri, hvorki við sjálf
okkur né aðra. við lifum enn
og hrærumst i sömu lygunum,
sama falsinu.
Við erum enn jafn gráðug og
jafn fús til að notfæra okkur
sakleysi og einfaldleik, þegar
þeir eiginleikar verða á vegi
okkar.
Við erum meir að segja
haldnir sömu kreddum og var
fyrir sex öldum, og hlýðum
sömu boðum og bönnum.
KAÞÓLSKAR KREDDUR
KVEÐNAR í KÚTINN
HEIAASKAN SÝND HELBLA OG BÖNN HENNAR BORN
Tónabió
Decameron
leikstjórn: Pier Paolo Pasolini
Aðalhlutverk: Franco Citti, Nin-
etto Davoli, Angela Luce, Patriza
Capparelli, Jovan Jovanovic,
Pier Paolo Pasolini
Mannlegt lif og mannleg nátt-
úra. Mannleg sköpun, mannleg
eyðilegging, mannleg gleði og
mannleg sorg.
Það er létt að lesa meiningu,
ábendingar og boðskap úr þessu
verki Pasolini. Einfaldleiki þess,
skýrir drættir og allt að þvi yfir-
þyrmandi raunsæi beina spjótum
sinum að ákveðnum þáttum
mannlegs lifs og svifta þá klæð-
um. Einfaldleikinn einn, sem þó
er næsta flókinn þegar að er gáð,
hindrar feluleik að mestu. Efnis-
atriði eru rakin og sett fram, án
þess að i þau séu blandan óvið-
komandi flúri, hvergi óþörf at-
höfn, setning eða orð. Komið er
beint að kjarna málsins og hann
dreginn látlausum, en sterkum
dráttum, þeim sem hæfa hverjum
kjarna ,og hverjum sannleik bezt.
Þrátt fyrir það er ekki laust við
að grunur um takmarkaðan
skilning erti nokkuð.
Ef til vill á eðlislæg takmörkun
nokkurn þátt i, ef til vill skoðana-
munur og ef til vill er meginor-
sökin ólikur bakgrunnur erföa og
umhverfis.
Hver sem orsökin er, gat undir-
ritaður ekki varizt þeirri tilhugs-
un, eftir aö hafa séð Decameron
og — að eigin mati — skilið efni
hennar til nokkurrar hlitar á
ákveðinn veg, að ekki væru öll
kurl komin til grafar enn.
Sú óþægilega tilfinning gerir
vart við sig, að bak við þann boð-
skap sem úr myndinni var lesinn,
búi annar og ef til vill meiri.
Ef til vill orsakast tilfinning
þessi af þvi hversu sérkennileg
mynd þessi er — miðað við þær
myndir, sem hér eru alla jafna á
boðstólunum — en ef til vill hefur
lika auga eða eyra brugðizt ein-
hvers staðar og þannig komið i
veg fyrir skilning.
I öllu falli eru andvökur fyrir-
sjáanlegar, þvi allt of mörg ,,ef til
vill” hafa þegar skotið upp kollin-
um.
ómenguö frásagnarlist
Decameron er samsafn stuttra
frásagna, sem eru frábrugðnar
hver annarri i einstökum atrið-
um, en stefna þó að einu og sama
marki, enda vaxnar upp af sömu
rót. Efniviður frásagnanna er
sóttur að mestu i tvo þætti
mannlegs lifs, likamlega ást og
trúarlif. Tilgangur þeirra er að
svifta hulunni af þvi sem dulið er,
að sýna manninum sjálfan sig
þannig að þekkist.
Frásagnarmátinn er fábrotinn
og vafningalaus — svipar um
margt til bókmennta þeirra sem
gengu i munnmælum öldum sam-
an, áður en þær voru færðar i let-
ur — og hvergi vikið frá þeirri
meginreglu að stikla á staöreynd-
um.
Formið hlýtur þvi að teljast
ómenguð frásagnarlist, óháð öllu
nema atburðum þeim sem frá er
skýrt. Skoðanir og þekking
sagnaþulsins á ekki að hafa nein
áhrif og boðskapur sögunnar á að
teljast orðinn óumbreytanlegur.
Sagnir þær, sem Decameron
rekur eiga fátt sameiginlegt með
Mjallhviti, öskubusku, eða Syngi,
syngi, svanir minir. Engu að
siður hafa þær mörg einkenni
ævintýranna, ef að ér gáð, þeirra
ævintýra, sem enda i bezta falli
með réttlæti, þar sem ljóti andar-
unginn verður ekki að fögrum
svan, heldur vex upp til þess
að eyða ævinni sem grámuskuleg
önd.
Þarsem myndin er byggð á sex
alda gömlum bókmenntum, mega
eiginleikar þessir teljast eðlileg-
ir. Það er aðdáunarverða er, að
Pasolini skuli standast þá freist-
ingu, sem alla jafnan viröist fella
kvikmyndagerðarmenn, að hann
ekki hróflar við frásögnunum aö
neinu leyti, heldur rekur þær
hráar. Þar sjáum við i verki virð-
ingu listamannsins fyrir sköpun
annarra listamanna, hann gerir
sér grein fyrir að hann getur ekki
bætt um betur.
Þvi miður er það orðið sjald-
gæft að kvikmyndir tjái eldri
sköpunarverk ómenguð. Til þess
er manneskjan of sjálfumglöð.
Hér höfum við þó eitt dæmi um
listamann, sem setur fram list
fyrir listarinnar sakir, án þess að
blanda sjálfsmynd sinni i á
óviðurkvæmilegan máta.
Hin leiðin
Engu að siður gefur Pasolini
myndinni boðskap frá eigin
hjarta. Hann gerir það þó fremur
með vali sagnanna en meö þvi að
hræra upp i einhverri einstakri
þeirra. Það á sér hver sinn djöful
að draga og sem búast má viö
verða ákveðnih þættir mannlifs-
sins skotmörk Pasolinis, öðrum
fremur.
Hæst virðist þar vera Kaþólsk
trúarbrögð þeirra sem lifa lifinu i
pápiskum þrældómi. Kennisetn-
ingar kirkjunnar, stofnanir
hennar og þá ekki siður áhrif
hennar á þegna hennar, fara á
óskipulögðum flótta undan árás-
um hans og verða honum
sagnirnar úr Decameron ærin
skotfæri.
Einkum er það þó sköpun dýrð-
linga úr mannlegum og oft næsta
breyskum holdverum, sem spjót-
unum er beint að, en þó einnig
önnur áhrif trúarbragðanna, svo
sem hefting á mannlegu eðli og
hjátrúarrækt.
Dýpra/ en dekkra
En þótt svo Kaþólskan sýnist
berskjölduðust I meðhöndlun
Pasolinis, þá verður honum ýmis-
legt annað úr mannlegri tilveru
að skotspæni.
Allar frásagnirnar fela i sér
likamlega ást, ýmist sem hugtak,
MÁNUDAGSAAYNDIN:
SUNDAY, BLOODY
SUNDAY
BLÓÐUGUR
SUNNUDAGUR
Tvær mannverur, karlmaður
og kvenmaöur, sem hvort um sig
lifir eigin lífi og eigin leit, án þess
að þekkjast og án þess að mætast,
geta samt sem áður átt margt
sameiginlegt.
Umfram allt geta þau átt sam-
eiginieg sár, sameiginlcg von-
brigði og sameiginlegar tilfinn-
ingar.
Kvikmyndin „Sunday, bloody
Sunday”, sem Háskólabíó hefur
til mánudagssýninga nú, fjallar
um lif og tilvist tveggja mann-
vera, sem þannig er ástatt um.
Sitt á hvorum
básnum
Hvaö getur verið sameiginlegt ■
með miðaldra lækni og ungri
konu, sem starfar á skrifstofu?
Þau lifa hvort á sinum bás,
ganga hvort sinn veg og leiðir
þeirra liggja hvergi saman.
Hann er búinn að vinna sig upp
efnahagslega, lifir góðu lifi.
Húsakynni hans eru mörkuö þvi
aö tilheyra efnuðum lækni, sem
kann að meta þau gæði sem efnin
fá veitt. Hann hefur ekki látið vel-
gengnina stiga sér til höfuðs og
hefur ekki fallið i skrumgildru
þeirra, sem skyndilega verða
„rikir”. Hann einfaldlega nýtur
þess sem notið veröur.
Hún er ekki illa stæð, en verður
þó að láta sér nægja litla ibúð,
sem ekki tekur þvi að hólfa niður.
Hún reynir ekki að skapa sér það
efnahagsumhverfi, sem hann
þegar býr við.
Hjá honum er allt fágað, hreint
og afþurrkað.
Hjá henni aftur ótiltekið, á tjá
og tundri og greinilega notað.
Hann gengur inn i stofu að af-
loknu dagsverki og nýtur góðrar
tónlistar af plötum. Hún er á ferð-
inni allar sinar vökustundir og er
alltaf of sein.
Hann drekkur rétt lagað te.
Hún hrærir neskaffi i heita vatnið
úr eldhúskrananum og grettir sig
viö.
Þó svo tengd
Þó eru þessar tvær mannverur
svo tengdar.
Þau eiga sameiginlega vini, þar
sem þau hittast þó aldrei.
Þau eiga sameiginlega fortið,
sem ekki er þó minnzt á.
Og þau eiga sameiginlegan
elskhuga, sem hvorugt þeirra þó
á.
Hann er ungur, glæsilegur, at-
hafnasamur listamaður, sem þau
bæði leita hamingju hjá. Þeim er
vel kunnugt um hvort annað og
þola bæði ástandið með sömu
grátklökku afbrýðiseminni.
Bæði vilja þau eiga hann, en
geta þó hvorugt haldið honum hjá
sér. Hann kemur og fer, kemur
svo aftur og fer á ný. Hann sveim-
ar á milli þeirra, likt og býfluga
milli tveggja blóma.
Endirinn er fyrirsjáanlegur og
kuldalegur.
í leit að þvi sama
Bæði tvö leita hins sama. Þau
spyrjá sömu spurninganna og fá
sömu svörin.
Bæði eru þau leið á tilveru sinni
og allt að þvi fyrirlita umhverfi
sitt. Þau leika bæði sama leikinn
og hljóta bæði að tapa.
Þau eiga i raun fleira sameigin-
legt en flestar tvær mannverur
aðrar. Þó er það svo, að þegar
þau hittast fyrir utan hús sameig-
inlegra vina, verður þessi sam-
eign að engu.
Sambandið milli þeirra sem
mannvera er einfaldlega rofið og
það getur ekkert náð þeim sam-
an. Hversu mikið sem þau óskuðu
þess að geta rætt hvort við annað
og jafnvel að geta orðið hvort
ööru einhvér stoð, þá geta þau
það ekki, vegna staðlaös sam-
bandsleysis.
Ekki bara þau
Sambandsleysi þeirra nær þó
viðar en þetta, þvi þau eru bæði
einangruð að miklum hluta frá
öðru fólki. Hvorugt þeirra nær
sambandi við vinina sameigin-
legu, sem reyna þó að mæta báð-
um af skilningi. Hún nær ekki
sambandi við foreldra sina og
hann nær ekki sambandi við vini
sina og kunningja — ekki einu
sinni við fyrrverandi elskhuga
sina.
Og hvorugt þeirra nær I raun
sambandi við listamanninn unga.
Máltækið „enginn er eyland”
fær á sig háðsblæ.
Ógnvekjandi
Það sem gerir kvikmyndina
sterka og áhrifamikla er i raun
þaö hversu venjuleg þau bæði
eru.
Hann er kynvilltur, en að öðru
leyti ekki að neinu frábrugðinn
öðrum miðaldra læknum, sem
vegnað hefur vel. Hún er að öllu
leyti venjuleg kona, nema að þvi
að hún skuli þola elskhuga sinum
samneyti við karlmann.
Bæöi eru þau heiðarlegir, virkir
og þarfir þjóðfélagsþegnar.
Þegar leitað er ofurlitið út fyrir
þrenninguna kemur lika i ljós, að
vandamálin leynast viðar. Það á
hver sinar sorgir, sem hann ber i
hljóöi og einangrar sig úti i horni
með. Um leið og einhver lætur á
sinum bera, þöggum við niður i
honum og rekum hann siðan
heim.
Myndin leitar nokkuð að hugs-
anlegum uppruna sambandsslit-
anna, en af veikum mætti.
Hvað með það, hér er á ferðinni
verulega góð mynd, sem fær hin
beztu meðmæli.