Tíminn - 09.12.1975, Blaðsíða 23
Þri&judagur 9. desember 1975.
TÍMINN
23
iiiiiiwiii
Jólapappírssala Njarðarfélaga að hefjast
Félagar i Lionsklúbbnum Nirði
undirbúa nú hina árlegu jóla-
papplrssölu sina. Jólapappirs-
salan hefur verið ein aðaltekju-
lind klúbbsins og er salan að hefj-
ast þessa dagana. Njarðarfélagar
munu ganga i hús og selja jóla-
pappir, en auk þess rnunu klúbb-
félagar selja pappirinn i anddyri
Borgarspitalans á heimsóknar-
timum og við bila Flugbjörgunar-
sveitarinnar, sem verða i Austur-
stræti næstu tvo laugardaga.
Undanfarin ár, hefur Lions-
klúbburinn Njörður varið ágóða
af jólapappirssölunni m.a. til
kaupa á tækum til háls-, nef- og
eyrnadeildar Borgarspitalans og
keypt tvo fjallabila til afnota og
eignar fyrir Flugbjörgunarsveit-
ina. Fleiri liknarverkefnum hefur
klúbburinn lagt liö á undanförn-
um tiu árum.
Um leið og Njarðarfélagar
þakka ágætar undirtektir borgar-
búa á undanförnum jólum, vona
þeir að nú sem fyrr verði þeim
tekið vinsamlega og að borgarbú-
ar kaupi jólapappir þeirra,þvi
með þvi hjálpa þeir klúbbfélögum
við að hjálpa öðrum.
Unnið ötullega við að undirbúa jólapappirssöluna.
Metveiði í Selá í Vopnafi
gébé Rvik — Nýlega var sagt frá
veiði i nokkrum laxveiðiám á
landinu s.I. sumar, en þar uröu
þau mistök, að ekki var rétt farið
með tölur úr Selá I Vopnafirði.
Var sagt, að þar hefðu komið 553
laxar á land, en það er ekki rétt,
þeir urðu miklu fleiri, eöa 711 að
tölu. Orsök mistaka þessara er
sú, að ein veiðibókin fyrirfórst og
kom ekki i leitirnar fyrr en eftir
að fyrrnefnda talan hafði verið
birt. Þetta er mun betri veiði en
verið hefur i Selá undanfarin ár,
árið 1973 veiddust þar 440 laxar,
en 589 s.I. sumar.
Þá fékk blaðið þær upplýsingar
hjá Veiðimálastofnunfnni, að
veiði i Láxá i Kjós hefði verið
mjög góð I sumar, þar komu rétt
rúmlega 2200 laxar á land, en 1973
fengust þar 2015 laxar og 1428 lax-
ar 1974.
Er hún önnur eða þriðja hæsta
laxveiðiáin s.l. sumar, en Laxá i
Aðaldal er hæst, með 2297 laxa.
Úr Langá eru ekki enn komnar
allar skýrslur, þannig að ekki er
hægt að gefa upp nákvæma tölu
þaðan, en búizt er viö að þar hafi
komið rúmlega tvö þúsund laxar
á land. Fast á eftir fylgja svo
eftirtaldar ár: Norðurá, Grimsá,
Tunguá og Elliðaár.
Viðtalstímar
alþingismanna
og
borgarfulltrúa
Framsóknarflokksins
Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi verður til viðtals á skrifstofu
Framsóknarflokksins að Rauðarárstig 18, laugardaginn 13. des.
kl. 10-12 fyrir hádegi.
Félag framsóknarkvenna
í Reykjavík
Jólafundur félagsins verður i Atthagasal Hótel Sögu fimmtu-
daginn 11. des. nk. kl. 20.30.
Fjölbreytt dagskrá.
Fjölmennið og takið meö ykkur gesti. Tilkynnið þátttöku i
sima 24480 til 9. des.
Stjórnin.
Jólabingó
Jólabingó Framsóknarfélags Reykjavikur verður haldið I Sig-
túni sunnudaginn 14. des. kl. 20.30.
Fjöldi stórglæsilegra vinninga.
Nánar auglýst siðar.
Nútímaleg samnings-
réttarlöggjöf
Ályktun fró hernómsandstæðingum
TIMANUM hefur bonzt ályktun
frá starfshópi herstöðvaandstæð-
inga um utanrikismál, þar sem i
fyrsta lagi er mótmælt ofbeldi
Bretlands og sú ályktun af þvi
dregin að „grundvallarhagsmun-
irislenzku þjóðarinnar liggi ráða-
mönnum þess i léttu rúmi”. Þá
segir i ályktuninni, að Islendingar
eigi einnig að mæta óbilgirni
Vestur-Þjóðverja og „sterk öfl i
Bandarikjunum ” séu sama
sinnis, og er þar vitnað til harðra
orða James Halloways, „yfir-
manns aðgerða bandariska flot-
ans”, um útfærslu Islendinga i
tvö hundruð sjómilur.
t framhaldi af þessu segir i
ályktuninni, að „i langmesta lffs-
hagsmunamáli Islands rekast
hagsmunir þess fyrst og fremst á
hagsmuni stórra rikja, sem þaf
er i hernaðarbandalagi viö”, og
er að siðustu skorað á alþingi og
rikisstjórn „að gera rafarlaust
ráðstafanir til að ganga frá úr-
sögn tslands úr Nató og brottför
herliðs Bandarikjanna af ts-
landi.”
Kanarí-
eyjar
Þeirsem áhuga hafa á ferðum fil
Kanarieyja (Teneriffe) í febrú-
ar, gefst kostur á ferð hjá o|<kur
19. febrúar (24 dagar).
Góðar íbúðir, góð hótel. Sérstak-
ur afsláttur fyrir flokksbundið
framsóknarfólk.
Hafið samband við skrifstofuna
sem fyrst, að Rauðarárstíg 18.
Sími: 24480.
200 AAÍLURNAR KOMNAR
Á PLÖTU
Gsal-Reykjavik. — Samið hefur
veriö sérstakt lag i tilefni af út-
færslu landhelginnar i 200 sjó-
mllur og er Björn „Bassi”
Þórarinsson, höfundur lags og
texta. Plata með þessu land-
helgislagi kemur i verzlanir
innan skamms, en hér er um að
ræða tveggja laga plötu frá þeim
bræðrum Birni og Ólafi
(„Labba”) Þórarinssonum.
Lag Ólafs nefnist ,,Ég sé þig i
draumi” og hann hefur ennfrem-
ur samið texta við lagið.
Þeir bræður sjá um mestallan
hljóðfæraleik, en til aðstoðar eru
Smári Kristjánsson á bassa, Sig-
urjón Skúlason á trommur og
Þórður Hafliðason á bongó-
trommur. Þá radda félagar úr
hljómsveitinni Kaktus og stúlkur
úr tónlistarskólanum i Reykja-
vik.
Umslag er unnið af Herði
Guðjónssyni.
ÞIG I DRAUMI
200 MILURNAR E
tcxti: Olafur P?>í&rin$son
Lag ogtexti: Björn l>órarinjívpn
mm » -v' |
Ujörn
- Smári K.U«ÍÍM*oh.
I'**m**>rc
ti . Þ<Vður Hafiið«v<nv
F«t. ór
Kak«»<* ov lUÁJVar ó»
éU»ngj*5ivcH ú» íHnfónhjtrtjónwvrtt
Ojþpfkk*; StHUrSm
llöréw QaQfimtfOtu
Oifjnf. n<l.u: Björn og OUtfar Þör«rin»*y«!r.
,,A framkvæmdaráðsfundi
Sambands borgarstarfsmanna á
1975
Magnús E.
Baldvinsson
Laugaveg 8, Reykjavik
Sími22804
Norðurlöndum, sem haldinn var i
Helsingfors 7.—8. nóvember, voru
m.a. lagðar fram skýrslur um
efnahagsmál, kjarasamninga og
stöðuna á vinnumarkáðinum i
einstökum rikjum Norðurlanda.
Ráöinu var gerö sérstök grein
fyrir högum opinberra starfs-
manna á tslandi og kröfum þeirra
um, aö komið veröi á nútimalegri
samningsréttarlöggjöf, sem m.a.
feli i sér verkfallsrétt. Slikur rétt-
ur hefur verið veittur starfs-
mannasamtökunum viðast hvar á
Norðurlöndum.
A fundinum voru fulltrúar frá
öllum rikjum Norðurlanda, og
lýstu þeir allir fullum stuðningi
við fulltrúa opinberra starfs-
manna á tslandi i kröfum þeirra
um samningsrétt með verkfalls-
rétti.”
Þannig segir i yfirlýsingu, sem
BSRB hefur borizt frá fundi
framkvæmdaráðs sambands
borgarstarfsmanna á Norður-
löndum, sem haldinn var 7.-8.
nóvember i Helsinki. Fundinn
sótti Þórhallur Halldórsson af ts-
lands hálfu.