Tíminn - 09.12.1975, Blaðsíða 10
10
TÍMINN
Þriðjudagur 9. deseniber 1975.
EÐLILEGT AÐ HLUTI AF REKSTRI ÖKUTÆKJA
GANGI TIL BÆTTRAR UMFERÐARMENNINGAR
í GÆR mælti Ólafur Jóhannesson
dómsmálaráðherra fyrir frum-
varpi til laga um breytingar á
umferðarlögum. Hér á eftir fara
kaflar úr ræðu dómsmálaráð-
herra.
— Efni fruiyivarps þess, sem
hér liggur fyrir og fjallar um
breytingu á umferðarlögum, er
það, að inn i þau lög verði fellt á-
kvæði um sérstaka fjáröflun til
umferðarslysavarna, þ.e. að af
iðgjaldatekjum vátryggingafé-
laga vegna lögboðinna ábyrgðar
trygginga ökutækja renni 1 1/2%
til þessa verkefnis, og renni
framlagið til Umferðarráðs.
Þá ræddi dómsmálaráðherra
um Umferðarráð, en starfsemi
þess var ákveðin með lögum frá
1969. Umferðarráð er skipað 16
mönnum, tilnefndum af ýmsum
aðilum. Dómsmálaráðherra skip-
ar formann Umferðarráðs, án til-
nefningar, en varaformann skip-
ar hann úr hópi ráðsmanna.
Hlutverk Umferðarráðs er skil-
greint i 84. gr. umferðarlaganna,
og skal það vera sem hér segir:
1) Að beita sér fyrir þvi, að
haldið sé uppi umferðarfræðslu i
landinu.
2) Að vera fræðsluyfirvöldum,
umferðarnefndum sveitarfélaga
og samtökum, er vinna að bættri
umferðarmenningu, til hjálpar og
ráðuneytis, eftir þvi sem óskað er
og aðstæður leyfa.
3) Að standa fyrir útgáfu
fræðslurita og bæklinga um um-
ferðarmál og hafa milligöngu um
útvegun kennslutækja og annarra
gagna til nota við fræðslustarf-
semi.
4) Að hafa milligöngu um um-
ferðarfræðslu i Rikisútvarpi,
hljóðvarpi og sjónvarpi, og öðrum
fjölmiölum.
5) Að beita sér fyrir bættum
umferðarháttum.
6) Að sjá um, að á hverjum
tima sé til vitneskja um fjölda,
tegund og orsakir umferðarslysa
i landinu.
7) Að vera stjórnvöldum og öðr-
um til ráðuneytis um umferðar-
mál.
8) Að fylgjast með þróun um-
ferðarmála erlendis og hagnýta
reynslu og þekkingu annarra
þjóða á þvi sviði.
9) Að leitast við að sameina
sem flesta aðila til samstilltra og
samræmdra átaka i umferðar-
slysavörnum og bættri umferðar-
menningu.
Þessu næst gat ráðherra þess,
að Umferðarráði bæri að hafa
samvinnu við ýmsa
aðila, sem fjalla um umferðar-
mál, og láta sig umferðaröryggi
skipta.
Væri þvi hlutverk umferðar-
ráðs æði margþætt, og þvi mikið
undir þvi komið að það hefði við-
unandi fjárráð. Annars gæti það
ekki sinnt hlutverki sinu. Fjár-
skorturhefði ætið sett mark sitt á
umferðarráð, en óumdeilanlegt
29hafa látizt i umferðarslysum á fyrstu 10 mánuðum þessa árs og 595
slasazt i umferðarslysum. Ætla má, að aukin starfsemi umferðarráðs
dragi. úr slysaöldunni, og þvi er sjálfsagt að auka tekjur þess.
væri, að það verkefni, sem um-
ferðarráð hefði getað sinnt til
þessa, hefði stuðlað að bættri um-
ferðarmenningu.
Þessu næst drap ráðherra á
nokkur verkefni Umferðarráðs.
Arlega hafa verið gerðar
skýrslur um umferðarslys i land-
inu samkvæmt lögregluskýrslum,
þar sem fram kemur fjöldi um-
ferðarslysa, skipt eftir mánuðum
og eftir afleiðingum, þar sem
fram kemur fjöldi slysa með
dauða og fjöldi slysa með meiðsl-
um, svo og fjöldi dáinna og slas-
aðra, skipting slysa eftir um-
dæmum milli þéttbýlis og strjál-
býlis og ýmsar aðrar tölulegar
lýsingar um umferðarslys. Upp á
siðkastið hafa verið tekin saman
mánaðarleg bráðabirgðayfirlit
um fjölda umferðarslysa með
meiðslum. Þá hefur verið gerð at-
hugun á slysum á börnum i
Reykjavik og tekin saman heild-
aryfirlityfirkærur vegna ölvunar
við akstur. Sérstök skýrsla hefur
og verið gerð um umferðarslys á
Reykjanesbraut á árunum
1968—1970.
Þá hefur Umferðarráð starf-
rækt Umferðarskólann ungir veg-
farendur. útsend verkefni hans
hefðu verið yfir 90 þúsund á þessu
ári og þátttakendur i umferðar-
skólanum rúmlega 17 þúsund
börn. Sveitarfélögin standa að
verulegu leyti undir kostnaði við
skólann.
Umferðarráð hefur frá upphafi
lagt á það rika áherzlu, að efld
verði umferðarfræðsla innan
skólakerfisins, en hún hefur að á-
liti ráðsins verið i algeru lág-
marki.ogerþessaðvænta, að bót
fáist á þvi með nýrri skólalöggjöf
og endurskoðun námsskráa.
A þessu ári hefur sérstökum
kennara á vegum menntamála-
ráðuneytisins verið falið þetta
verkefni, og standa vonir til þess
að umferðarfræðsla skipi fastari
sess i skólafræðslunni framvegis.
Á vegum umferðarráðs, og i
samvinnu við menntamálaráðu-
neytið, hefur verið staðið fyrir
spurningakeppni með þátttöku
allra 12 ára skólanemenda og
dreift hefur verið bréfi til foreldra
skólabarna, sem hefja skóla-
göngu i fyrsta sinn, sem ber nafn-
ið „Leiðin i skólann”.
Ýmsa fleiri þætti i starfi Um-
ferðarráðs nefndi dómsmálaráð-
herra einnig i ræðu sinni, eins og
almenna upplýsingastarfsemi,
sem unnin hefur verið i góðri
samvinnu við útvarp og aðra fjöl-
miðla.
Hér hafa i stórum dráttum ver-
ið rakin nokkur atriði úr starf-
semi Umferðarráðs. Fjölmörg
atriði önnur hafa að sjálfsögðu
komið til kasta ráðsins, en eigi
hefur veriðhægtað sinna þviöllu,
þar sem fjárskortur hefur staðið
ráðinu fyrir þrifúm. Starfsemi
ráðsins hefur að mestu hvilt á
framkvæmdastjóranum, upplýs-
ingafulltrúa, ritara og forskóla-
ráðgjafa i hálfu starfi. Er starfs-
liðið allt, nema framkvæmda-
stjórinn, lausráðið. Innan Um-
ferðarráðs starfar sérstök
þriggja manna framkvæmda-
nefnd, skipuð af dómsmálaráð-
herra.
Á fjárlögum yfirstandandi árs
eru veittar úr rikissjóði 7 millj.
417 þús. kr. til starfsemi Umferð-
arráðs, en að auki er gert ráð
fyrir tekjum að fjárhæð 2 millj.
Lagt er til að fasteigna-
matið verði 2,7-faldað
.\ló-Reykjavik. Lagt hefur verið
fram á Álþingi stjórnarfrumvarp
um að við eignarskattsálagningu
fyrir árið 1975 skuli verðmæti
fasteigna og eignarskatts reiknað
á 2,7-fö^du gildandi fasteigna-
matsverði.
Frumvarp þetta er lagt fram
vegna þess, að i tekjuáætlun fjár-
laga fyrir árið 1976 var gert ráð
fyrir verulegri hækkun tekna
rikissjóðs af eignarskatti einstak-
linga og félaga frá fjárlögum
1975. Þá voru tekjurnar 443
milljónir króna, en 1976 er gert
ráð fyrir að þær verði 952 millj.
kr.
1 athugasemdum með frum-
varpinu segir, að allt frá þvi að
aðalmat fasteigna tók gildi 1970
hefur matsverðmæti fasteigna til
eignarskattsálagningar verið ó-
breytt. Þó hafa á þessum tima
orðið verulegar hækkanir á gang-
verði fastéigna i landinu.
Þá er i athugasemdunum bent
á, að sveitarfélög hafi með bráða-
birgðaákvæði i lögum um hækkun
fasteignamats fengið auknar
tekjur i samræmi við verðlags-
þróun i landinu og tekjuþörf
sveitarfélaganna.
Jafnframt þessari hækkun
fasteignamats er lagt til að þrep-
in i eignarskattsstiga 1. mgr. 26.
gr. laga nr. 68/1971, sbr. 12. gr.
IIIHBV
jJMHlmllllfWllTfflfffffTWllTfflll
■
kr. Það eru framiög sveitarfélaga
vegna Umferðarskólans „Ungir
vegfarendur”, þannig að til ráð-
stöfunar eru 9 millj. 417 þús. kr.
Rétt er að taka fram, að Um-
ferðarráð hefur farið nokkuð
fram úr heimild fjárlaga nú i ár
og undanfarin ár.
Fjárlagatillögur Umferðarráðs
vegna næsta árs námu alls 21
millj. 697 þús. kr„ auk tekna að
fjárhæð 7 millj. 894 þús. kr., en i
fjárlagafrumvarpinu eru hins
vegar einungis ætlaðar 10 millj.
626 þús. kr. auk teknanna. Er
ljóst, að miðað við það framlag,
sem i fjárlagafrumvarpi er,
verður um samdrátt að ræða á
næsta ári I starfsemi ráðsins. Er
rétt að vekja hér athygli á þvi, að
tekjuáætlun tillagna Umferðar-
ráðs er tekin óbreytt i fjárlaga-
frumvarpið, en hins vegar ekki
gert ráð fyrir óhjákvæmilegum
útgjöldum, vegna þeirra þátta,
sem skapa tekjurnar, svo sem
launakostnaðar vegna útgáfu
umferðarskólans eða sölu endur-
skinsmerkja.
Þá ræddi ráðherrann um áætl-
un um starfsemi Umferðarráðs,
og væri þar gert ráð fyrir aukinni
starfsemi á ýmsum sviðum.
M.a. er lagt til, að á næsta ári
verði haldið uppi sérstakri
fræðsluherferð undir einkunnar-
orðunum Ár umferðarinnar.
Með þessu frumvarpi er lagt til,
að 1,5% af iðgjaldatekjum vegna
hinnar lögboðnu ábyrgðartrygg-
Framhald á 20. siðu.
Ný lög
Mó-Reykjavik. I gær var
samþykkt sem lög frá Al-
þingi breyting á lögurn um
tekjustofna sveitarfélaga.
Efni laganna er það, að
framlag Jöfnunarsjóðs til
sveitarfélaganna verði greitt
mánaðarlega, en áður hafði
framlagið aðeins verið greitt
á þriggja mánaða fresti.
Lögin öðlast gildi 1. jan.
nk.
NYIR KAUP-
STAÐIR
1 GÆR var frumvarp til laga
um kaupstaðarréttindi til
handa Garðahreppi til ann-
arrar umræðu i neðri deild
Alþingis. Mælti félagsinála-
nefnd með samþykkt frum-
varpsins, og var máiinu vis-
að til þriðju umræðu.
Þá hefur verið lagt fram i
efri deild frumvarp til laga
um kaupstaðarréttindi til
handa Njarðvíkurhreppi. Er
málið flutt að beiðni hrepps-
nefndar Njarðvikurhrepps,
og er lagt til að kaupstaður-
inn nái yfir allan núverandi
Njarðvikurhrepp og sýslu-
maður Gullbringusýsiu verði
bæjarfógeti kaupstaðarins.
Ástæður hreppsnefndar
eru þær sömu og annarra
hreppa, sem nýlega hafa
fengið kaupstaðarréttindi.
M.a. má nefna aukið sjálf-
stæði, einfaldari stjórnsýslu
og bætta þjónustu hins opin-
bera.
Sótt um heimild
til meiri
erlendra lána
Mó-Reykjavik. Lagt hefur
verið fram á Alþingi frum-
varp til laga um heimild
fyrir fjármálaráðherra fyrir
hönd rikissjóðs að taka er-
lent lán að fjárhæð allt að
3.580 millj. kr., og' skal þvi
varið til framkvæmda i sam-
ræmi við ákvæði fjárlaga
fyrir árið 1976.
Frumvarpi þessu er ætlað
að tryggja nægar laga-
heimildir vegna þeirra opin-
beru framkvæmda á f járlög-
um, sem ráðgert er að fjár-
magna með lánum. Siðar
verður lögð fyrir þingið láns-
fjáráætlun, þar sem nánari
grein verður gerð fyrir ein-
stökum framkvæmdum, sem
fjármagna á með lántökum,
og verður þannig ljóst fyrir
afgreiðslu fjárlaga, hver
þessi viðbótarlánsheimiid til
erlendrar lántöku þarf að
vera.
Sigurðar Guðnasonar
minnzt á Alþingi
laga nr. 7/1972 verði hækkuð.
Þannig greiðist enginn skattur af
fyrstu 2.000.000 kr. skattgjalds-
eign i stað 1.000.000 kr. áður. Af
skattgjaldseign á bilinu 2.000.000
kr. til 3.500.000 kr. greiðist 0,6%,
en samkvæmt giidandi lögum er
þetta hlutfall heimt af skatt-
gjaldseign á bilinu milli 1.000.000
kr. og 2.000.000 kr. Af skattgjalds-
eign umfram 3.500.000 kr. greiðist
1% en nú greiðist þetta hlutfall af
skattgjaldseign umfram 2.000.000
kr. Er áætlað að samanlögð áhrif
af hækkun fasteignamatsins og
hækkun skattstigans veiti rikis-
sjóði þann tekjuauka sem fjárlög
gera ráð fyrir.
SIGURÐUR Guðnason, fyrrver-
andi þingmaður Sósialista-
flokksins, lézt i Reykjavik
sunnudagsmorguninn 7. des. t
gær var boðaður fundur i sam-
einuðu þingi, þar sem forseti
sameinaðs þings, Ásgeir
Bjarnason minntist Sigurðar
með þessum orðum:
Sigurður Guðnason fæddist 21.
júni 1888 i Holtakoti i Biskups-
tungum. Foreldrar hans voru
Guðni bóndi þar og viðar Þór-
arinsson bónda i Asakoti og
Bryggju i Biskupstungum Þór-
arinssonar og kona hans
Sunneva Bjarnadóttir bónda i
Tungufelli i Hrunamannahreppi
Jónssonar.
Hann stundaði búfræðinám á
Hólum og lauk þaðan prófi 1909.
Bóndi I Borgarholti i Biskups-
tungum var hann 1917-1922. Arið
1922 fluttist hann til Reykjavik-
ur og stundaði verkamanna-
vinnu tvo áratugi. Hann var for-
maður Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar 1942-1954 og i stjórn
Alþýðusambands Islands 1942-
1948. Hann var kjörinn alþingis-
maður haustið 1942, var lands-
kjörinn alþingismaður 1942-1946
og þingmaður Reykvikinga
1946-1956, sat á 15 þingum alls.
Sigurður Guðnason var alinn
upp i sveit, nam búfræði og var
bóndiámiklum umbrotatimum i
verðlagsmálum eftir lok heims-
styrjaldarinnar fyrri. Á verka-
mannsárum sinum i Reykjavík
liföi hann tima kreppu og at-
vinnuleysis á fjórða tug þessar-
ar aldar. A löngum æviferli
hans urðu mikil umskipti á
baráttu islenzks verkalýðs fyrir
auknum réttindum og bættum
kjörum. Hann var stéttvis félagi
i hópi verkamanna og eignaðist
traust stéttarbræðra sinna, sem
völdu hánn til forystu i fé-
lagsmálum sinum. A Alþingi
vann hann af skyldurækni að af-
greiðslu mála, en tók ekki mik-
inn þátt i umræðum. Þó gat
hann h£r sem annars staðar
lagzt þungt á sveif með verka-
lýðsstéttinni, ef honum þótti
sem á hana skyldi hallað.
Sigurður Guðnason var dag-
farsprúður maður og vann ævi-
starf sitt af látleysi og sam-
vizkusemi, bjartsýni og heil-
indum. 1 góðu samstarfi við
stéttarfélaga sina lagði hann
fram alla krafta i sókn til bættra
lífskjara. A næðissömu elliárum
gat hann þvi litið sáttur yfir
ævistarfið, þó að hann hefði
gjarna kosið að meira hefði
áunnizt.
Ég vil biðja háttvirta
alþingismenn að minnast
Sigurðar Guðnasonar með þvi
að risa úr sætum.