Tíminn - 09.12.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.12.1975, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Þriöjudagur 9. desember 1975. LÖGREGLUHA TARINN 87 Ed McBain Þýðandi Haraidur Blöndal bílanna æki honum heim í Riverhead. Hins vegar var á það að lita, að ýmsir litu það illu auga ef borgarbílar voru notaðir til að aka borgarstarfsmönnum heim, ekki hvað sízt á þessum streitutímum, þegar heyrnardauf ir menn voru á þönum um alla borgina að myrða æðstu embættismenn þessarar sömu borgar. Carella leit á armbandsúr sitt. Klukkan var tuttugu mínútur yfir sjö. Ef þeir La Bresca og Calucci réðust til atlögu á fyrir- fram ákveðnum tíma var aðeins rúmur hálftími til Pete Calucci hafði á leigu herbergi á sextándu götu í norðurhverfi borgarinnar. Þeir Calucci og La Bresca tóku til við að yf irfara vopn sín og koma þeim f yrir inni á sér. Jói gamli skraddari var sjötíu ára gamall, boginn i baki, hárið tekið að grána og sjónin mjög farin að bila. En þetta kvöld ætluðu þeir ekki að taka neina áhættu með gamla manninn. Byssa Caluccis var Colt Governmental 45 kaliber og nærri þrjú pund á þyngd. Sjö skota byssa plús skotið í sprengihólf inu. La Bresca var með Walther P-38, sem hann hafði keypt af ólöglegum vopnasala í Draumastræti. Átta skota byssa plús eitt í sprengihólf- inu. Báðar voru byssurnar sjálfvirkar. Walther-byssan taldist vara meðalbyssa að krafti til. Coltinn var hins vegar auðvitað þung byssa og mjög kraftmikil. Hvor býssan um sig nægði fyllilega til að margdrepa Jóa gamla skraddara ef hann tæki upp á að valda einhverj- um vandræðum. Hvorugur þeirra félaganna var með byssuhulstur. Calucci lét sína byssu í hægri frakkavas- ann, en La Brasca tróð sinni í buxnastrenginn. Þeim hafði samizt um að nota ekki byssurnar sínar nema skraddarinn gamli tæki upp á þvi að æpa og öskra. Þeir ætluðu sér að vera komnir að búðinni tíu mínútur í átta og koma gamla manninum i opna skjöldu — skilja hann eftir bundinn og keflaðan í bakherberginu og fara svo sem skjótast aftur í hernergi Caluccis. Skraddarabúðin var aðeins fimm minútna gang frá herbergi hans, en vegna hinna gífurlegu snjóþyngsla og þeirrár staðreynd- ar að hvorugur mannanna átti bifreið, þá lögðu þeir af stað tuttugu og fimm mínútur yfir sjö. Báðir litu þeir fúlmannlega út og litu stórt á sig og fundu mikið til af Is síns og krafta með stóru byssurnar sinar. Það var bæði synd og skömm að enginn var á ferli i nágrenninu til að berja augum f úlmannlegt útlit þeirra og kraftalegt fas þeirra. í lögreglueftirlitsbílnum var hlýtt og notalegt. í bíln- um var auðvitað talstöð. Richard Genero lögreglumaður virti f yrir sér hráslagalegar vindbarðar göturnar. Hann hlustaði á skröltið í keðjunum á afturdekkjunum og sí- fellt masið í talstöðinni. Maðurinn sem ók eftirlitsbílnum hétPhillips. Þetta var loðhært lubbamenni, sem barmaði sér og kvartaði yfir hlutskipti sínu frá því vakt þeirra byrjaði klukkan 3.45 siðdegis. Klukkan var nú hálf átta ogennsuðaði barlómur Phillipsí eyrum Generos. Phitips þessi sagðist hafa unnið við skýrslugerð alla síðustu viku og ekki hefði gefizt tími til hvíldar eina einustu mínútu. Sá maður sem gerðist lögregluþjónn hlaut að vera eitt hvað undarlegur í höfðinu. Bílatalstöðin rumdi og suðaði: Bíll tuttugu og eitt, merki þrettán. Þetta er bíll tuttugu og eitt, Wilco, bíll tuttugu og átta, merki. — Þetta minnir mig á jólin, sagði Genero. — Já, hvilík jól, stundi Philips....— Ég VANN á jóla- dag, vissir þú það? — Ég átti nú við snjóinn. — Ojú. Allt er hvítt, svaraði Phillips. — Hver kærir sig um það? Genero krosslagði hendurnar á brjóstinu og stakk hanzkaklæddum höndum sínum i handarkrikana Phillips lét móðan mása. Talstöðin suðaði stöðugt. Keðjurnar skröltu og ómuðu eins og gamlar klukkur. Genero var syfjaður. xxx Eitthvað angraði heyrnardaufa manninn. Nei, það var ekki fannfergið, sem hlaut að hafa kaf- fært götubrunn númer M3860, sem var eitt hundrað og 20 fet suður af suðurbeygjunni við Harrisgötu. Það angraði hann ekki. Heyrnardauf i maðurinn hafði tekið með í reikninginn ófyrirsjáanleg veðraskipti. Snjóskófl- ur voru í skottinu á svarta Sedan-bílnum, sem beið tilbú- inn á götunni. Snjórinn var engin hindrun. Að vísu yrði að moka honum frá til að komast að götubrunninum. Hann gerði ráð fyrir einum klukkutúma aukreitis fyrir það verk. Það var þess vegna ekki snjórinn. — Nei —snjórinn var það ekki. — Hvað er að, spurði Buck. Hann var kominn í hinn leigða lögregluvarðstjórabúning sinn og var ekki laust við að hann fyndi til einkennilegs óróa í þessum bláa klæðnaði. .. — Ég veit það ekki, svaraði Ahmad.... — Sjáðu hvernig hann æðir um? IBiiiill Þriðjudagur 9. desember 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45. Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttirkl. 9.45. Létt lög milli atriða. Fiskispjall kl. 10.05 Asgeir Jakobsson flytur þáttinn. Hin gömlu kynnikl. 10. 25. Valborg Bentsdóttir sér um þáttinn. Hljómplötu- safnið kl. 11.00. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Við vinnuna. Tónleikar. 14.30 „Skrumskæling konunnar” eftir Barbro Bachberger. Guðrún Birna Hannesdóttir byrjar að lesa þyðingu sina. 15.00 Miðdegistónleikar: ts- lenzk tónlist. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir) Tón- leikar. 16.40 Litli barnatiminn. Finnborg Scheving sér um timann. 17.00 Lagið mitt 17.30 Framburðarkennsla i spænsku ogjiýsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Daskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Eftirmæli eftirstriðs- áranna. Björn Stefánsson búnaðarhagfræðingur flytur annaö erindi sitt um efna- hagsmál, stjórnmál og félagsmál á tslandi eftir strið. 20.00 Lög unga fólksins. Ragn- heiður Drifa Steinþörs- dóttir kynnir. 20.50 Frá ýmsum hliðum. Guðmundur Arni Stefáns- son sér um þátt fyrir unglinga. Þorvaldur Jón Viktorsson aðstoðar. 21.30 „Wesendonksöngvar” eftir Richard Wagner. Hanna Schwarts syngur, Homero Francesch leikur á pianó. 21.50 „Ræninginn” ljóö eftir Alfreð Noyes. Bragi Sigur- jónsson þýddi. Gisli Hall- dórsson leikari les. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: „Kjarval” • eftir Thor Vilhjálmsson. Höfund- ur les (23) 22.40 Harmonikulög. Stanley og Anthony Darrow leika. 23.00 A hljóðbergi. — A hundrað ára afmæli Rainer Maria Rilke. Flutt verður stutt hugleiðing um skáldið og lesið Ur ljóðum þess, bæði á frummálinu sem I is- lenzkri þýðingu. 23.35 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. llliiliili Þriðjudagur 9. desember 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.40 Hagur þjóðarbúsins. Umræðuþáttur. Umsjón Eiður Guðnason. 21.30 Axelford og engillinn. Breskt gamanleikrit. Axel- ford forstjóri hefur helgað fyrirtæki sinu lif sitt, en nýr einkaritari umhverfir lifs- skoðun hans. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.25 Leyniþjónusta Banda- rikjanna. Bresk heimilda- mynd. 1 myndinni er rakin saga bandarisku leyniþjón- ustunnar, CIA, I ljósi þeirr- ar gagnrýni, sem hún hefur sætt á undanförnum mánuð- um. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 23.40 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.