Tíminn - 09.12.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 09.12.1975, Blaðsíða 17
„TRUKKURINN HLUTVERKIÐ " LÉK ADAL- — þegar hið unga lið KR sigraði Islandsmeistara IR 90:76 Stúdentar voru sigursælastir um helgina — þeir sigruðu nýliða Fram 78:66 á laugardaginn, en siðan voru Njarðvikingar fórnar- lömb þeirra á sunnudaginn i Njarðvikum, þar sem stúdentar sigruðu óvænt 78:72, Steinn Sveinsson skoraði flest stig fyrir stúdenta gegn Fram 22, en þeir Bjarni, Gunnar og Ingi Stefánsson skoruðu sin 12 stigin hver. Þorkell Sigurðsson skoraði fiest stig fyrir Fram, eða 22. Elns og fyrr segir, þá komu stúdentar á óvart i Njarðvik — en þar náðu þeir góðum endaspretti og tryggðu sér sigur á lokaminút- unum. Staðan var 72:70 fyrir Njarðvikinga, þegar Stúdentar komust á skrið — þeir skoruðu siðustu 8 stig leiksins og tryggðu sér sigur, 78:72. Bjarni Gunnar var stigahæstur hjá stúdentum, með 32 stig. „Tvöfalt" gegn Færeyjum Blaklandsliðið vann tvo góöa sigra f leik gegn Færeyingum um helgina — fyrstu blaksigra ts- lendinga. Þjóðirnar léku tvo landsleiki i Laugardalshöllinni, sem lauk báðum með sigri íslend- inga — 3:1. i föstudagskvöldið voru leiknar fjórar hrinur, og sigruðu Færeyingar í fyrstu hrin- unni—15:13, en siðan komu þrjár sigur-hrinur tslendinga: — 15:5 — 15:2 og 15:11. Á laugardaginn sigruðu tslend- ingar i tveimur fyrstu hrinunum — 15:12 óg 15:5, en siðan sigruðu Færeyingar i þeirri þriðju (15:12), áður en islenzka liðið tryggði sér sigur (3:1) með sigri i siðustu hrinunni — 15:9. Leikirnir voru liður i 10 leikja keppni þjóð- ánna, sem stendur yfir næstu 5 árin. Næstu tveir landsleikirnir munu fara fram i Færeyjum. CURTISS Carter — „Trukkurinn" — var hetja KR-liðs- ins, sem vann góðan sigur (90:76) í leik gegn (slands- meisturum ÍR í 1. deildar keppninni í körfuknattleik. ,,Trukkurinn" lék aðalhlutverkið hjá hinu unga KR-liði — skoraði 34 stig. IR-ingar, sem léku án Agnars Friðriks- sonar og Þorsteins Hallgrímssonar, þoldu ekki hina miklu taugaspennu, sem var í leiknum — þeir hittu oft á tíðum ekki ofan í körf una í dauðafærum. Það var greini- legt, að þá vantaði Þorstein til að róa niður spilið og byggja upp sóknarlotur. BIRGIR GUÐBJÖRNSSON.... fær hér aðstoð frá Carter, þeg- ar hann skorar körfu gegn 1R- liðinu. Þorsteinn Guðnason fær engri vörn við komið. (Timamynd Róbert). Leikurinn var mjög jafn og spennandi — staðan var 42:40 fyrir KR-inga i hálfleik, en þegar staðan var 62:60 fyrir Vesturbæj- arliðið, brotnaði IR-liðið niður og KR-ingar sigldu örugglega framúr og sigruðu 90:76 á góðum lokaspretti. Curtiss Carter var drýgstur við að skora — 34 stig, en Gunnar Jóakimsson skoraði 12 stig, Kolbeinn Pálsson 11 stig og Bjarni Jóhannesson 10 stig. Krist- inn Jörundssonskoraði mest fyrir IR-liðið, eða 20 stig. Bróðir hans — Jón — skoraði 19 stig, Þor- steinn Guðnason 14 stig og Kol- bcinn Kristinsson 12 stig. Ármenningar áttu ekki i vand- ræðum með Valsmenn og sigruðu örugglega, 113:82. Jimmy Rogers og Jón Sigurðsson léku aðalhlut- verkin hjá Ármanns-liðinu, sem skorar ekki færrien lOOstig i leik. Jimmy skoraði 37 stig, en Jón Sigurðsson 27 stig. Torfi Magnús- son var bezti maður Valsliðsins, sem byrjaði vel — komst i 10:2 i byrjun. Torfi skoraði 28 stig i leiknum. Færeyingar sækja, en tslendingar verjast vel. (Tímaniynd Róbert) Alfreð Þorsteinsson: Peningagreiðslur til formanns KSÍ eru ekki „prívatmál" hans IIINGAD til hafa þeir, sem kjörnir hafa verið til forystu- starfa fyrir iþróttahreyfing- una, starfaö sem áhugantenn ög ekki tckiö laun fyrir störf sln. Það er þess vegna ný- lunda, sem upplýst var á KSl- þinginu um helgina, að for- maöur KSt, Ellert B. Schram, hefði þcgið 200 þús. kr. laun fyrir auglýsingasöfnun. Ekki kom það þó frarn i reikningum samhandsins né heldur vitað til þess, að stjórninni hafi ver- ið kunnugt um þessa ,,auka- vinnu” formannsins. Sú hlið málsins verður ekki rædd hér, en óneitanlega hefði það litið betur út, ef þessi þóknun hefði komið fram i ársreikningum KSt. Ef sú vinna. sem lögð er fram i iþróttahreyfingunni af þúsundum karla og kvenna um land allt, væri reiknuð til fjár, yrði um mjög háa upp- hæð að ræða. Og þó að hver um sig fengi aðeins 10% af vinnuframlagi sinu greitt — cins og formaður KSt fékk — þá skipti upphæöin milljónum króna. Þegar það gerist, að for- maður i stærsta sérsamband- inu innan ISt gengur á undan með fordæmi sinu, er ekki óeðlilegt, aö sú spurning vakni, hvort eðlilegt sé, að all- ir þeir, sem hingað til hafa unnið störf I sjálfboðavinnu geri slikt hið sama. Hvers vegna ekki þeir, eins og for- maöur KSt? Ilér er komiö að kjarna málsins. Viljum við, og treystum við okkur til að starfrækja iþróttahreyfinguna ineð þeim hætti, að við greið- urn fólki, scm kjörið er til trúnaðarstarfa, laun fyrir ómak sitt? Sá, sem þetta ritar, telur útilokað að það sé mögulegt, og allar tilraunir i þá átt séu til þess fallnar að grafa undan iþróttahreyfingunni, eins og nú er ástatt. iþróttahreyfingin er og hefur verið fjárvana. A siðustu árum og áratugum hefur sú þróun oröið, að greiöa hefur orðið kennslulaun i æ rikari mæli. Þær greiðslu cru hreyfingunni ofviða í mörgum tilfellum, þó að það bættist ekki við, að teknar yröu upp greiðslurtil þeirra, sem gegna stjórnarstörfum i félögum og heildarsamtökum iþrótta- hreyfingarinnar. Að visu hef- ur það færzt i vöxt, að ráðnir hafa vcrið starfsmenn til að annast daglegan rekstur iþróttasamtaka, en það á ekk- crt skylt við störf kjörinna fulltrúa. Það er mikill misskilningur hjá forinanni KSt, Ellert B. Schram, cf hann tekur gagn- rýni þá, sem fram konj á KSt- þinginu til sfn persónulega hvað þetta mál áhrærir. Þetta mál varðar ekki hann einan heldur alla iþróttahreyfinguna og snýr að hverjum einasta iiianni, sem hefur með hönd- um trúnaðarstarf hjá iþróttahreyfingunni. Sumir þessara inanna hafa fyrir fjöl- mennari fjölskyldum að sjá en formaður KSt, cn hafa hingað til ekki talið eftir sér vinnu og fyrirhöfn i sambandi við iþróttastarfið, og liafa flcstir þó fórnaö miklum fjármunum fyrir þetta hugðarefni sitt. Formaður KSt varð ekki við þeirri sjálfsögöu bciöni að skila þeim fjármunum, er hann hafði fengið með sam- þykki gjaldkcra sins, fyrir auglýsingasöfnunina. Það cr hans mál. En haldi hann upp- tekuum hætti, þá cr óhjá- kvæmilegt að hefja lcit að nýj- um forystumanni fyrir heild- arsamtök knattspyrnumanna, á borð við tvo siðustu formenn sambandsins, þá Albcrt Guð- rnundsson og Björgvin Schram, er töldu sig geta unniö að inálurn knattspyrnu- manna, án þess aö fá greitt fyrir það. Nema þá, að inenn vilji fara inn á peningabraut Ellerts B. Schram. Ellert B. Schram, formaður KSÍ. Ryöur hann peninga- hrautina innan iþróttahreyf- ingarinnar?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.