Tíminn - 09.12.1975, Blaðsíða 7
Þriftjudagur 9. desember 1975.
TÍMINN
7
Axel Thorsteinsson:
„Mitt er að yrkja —
ykkar að skilja",
sagði Gröndal forðum
Rifjuð upp gömul minning
Fyrir nokkrum dögum varö
gömul, dýrmæt minning um-
hugsunarefni mitt, af sérstöku
tilefni, minning, sem ég hefi
varðveitt á langri ævi, og oft
rifjað upp, en hiin er frá þeim
degi, laugardeginum 6. október
1906, er Reykvikingar, ungir
sem gamlir, sameinuðust um að
votta virðingu sina þjóöskáldinu
Benedikt Gröndal, sem varð
áttræður á þessum degi.
íblaðinu tsafold.blaöi Björns
Jónssonar, var frá þessu sagt
siðar i sérstakri grein, og var
upphaf hennar á þessa leið:
„Veifa var á hverri stöng og
um kveldið var gerö til hans
blysför (að heimili hans,
Vesturgötu 16a),er i voru mest-
allur skótagenginn lýður höfuð-
staðarins, með forgöngu
Stúdentafélagsins, og söng
kvæði það eftir Þorstein Gisla-
son, er hér er prentað á öðrum
staö.
Margir helztu menn hinnar
elztu kynslóðar heimsóttu hann
hins vegar, og fluttu honum
heillaóskir.
Daginn sama gerði Sigurður
bóksali Kristjánsson skáldinu
það til sæmdar og sjálfum sér
um leiö — með þvi slikt er hér
fátitt mjög, að birta á prenti
mjög snoturt minningarrit, er
nefnist Benedikt Gröndal átt-
ræður. 1826-1906, 6. október.”
Ritið hefst á kvæði, sem
Sigurður orti til skáldsins, en
þar næst eru nokkrar greinar
eftir þjóökunna menn, þá Jón
Jónsson (Aðils), sagnfræðing,
Guömund Finnbogason, siðar
landsbókavörö, Finn Jónsson
prófessor, Helga Jónsson
náttúrufræðing, og Þorstein
Erlingsson skáld.
Ég var drengur á 12. ári þegar
Gröndal var svo heiðraöur, sem
greint var i Isafold og þaö fór
ekki fram hjá neinum I bænum,
hvað til stóð, og ekki heldur
okkur börnunum, og við vorum
ófá, sem biðum eftir blysförinni
um kvöldið, gengum meö þeim,
sem blysin báru, og komust
mörg alveg aö rimlagiröingunni
um garðinn fyrir framan húsið,
og sum næstum að inngöngu-
dyrum.
Ég þekkti auðv. Gröndal i
sjón, haföi oft séð hann á götum
úti, eða á stjákli um fjörurnar
með grænu tinuna sina, þegar
fjarað var út. Nógu nálægt var
ég til þess að geta virt skáldið
gamla fyrir mér þar sem hann
stóð i dyragættinni, og heyra
hann segja eitthvað klökkum
rómi, en ég heyröi einhvern
segja á heimleiðinni, að tárin
Axel Thorsteinsson
login, þvi að orðin eru eins og
Gröndal hefði sagt þau og ein-
kenna hann betur en langt
mál.”
Ég vil þvi við bæta, að ég hefi
aldrei á langri ævi heyrt þetta
svár eignað öðrum en Gröndal.
Ljóðelsk þjóð mundi hið hnyttna
svar hans. Það varö þjóðkunn-
ugt. Þjóðin varðveitti það svo
vel, að það hefir lifað I huga
hennar til þessa dags, a.m.k. I
hugum ljóðelskra manna, aödá-
enda skáldsins, — þetta svar,
hnyttið, stutt, laggott og sér-
kennandi, og þaö mun vekja
furðu þeirra, að þessi orö hans
skuli nú eignuð öðru skáldi. Það
leiddi svo til bollalegginga, aö
þvi er ég hefi heyrt, manna, sem
töldu rangt með farið, en vissu
ekki hiö rétta, og þegar menn
voru að velta þessu fyrir sér,
hefðu runniö niöur kinnar hans
og hann sagt klökkum rómi:
„Mér finnst ég ekki eiga þetta
skiliö”.
Ekki man ég hvort ég var þá
búinn að læra utan aö hiö fagra
kvæði hans „Hret” (Fölnuð er
liljan —), en erindið „Uppi á
himins bíáum boga” kunni ég,
en það var uppáhaldserindi
móöur minnar, og oft hafði hún
er ég var smáhnokki, hallaö
mér að barmi sér og sungið þaö.
Grein Guðmundar Finnboga-
sonar fjallaði um skáldskap
Gröndals.
Hún hófst á þessum oröum:
„Sú saga gengur um Gröndal,
að hann var einhvern tima
spurður hvað eitthvaö þýddi I
ljóðum hans, og hann hefði
svaraö: „Mitt er aö yrkja —
ykkar aö skilja”. — Sama er
mér hvort sagan er sönn eöa
Olíukynditæki
Til sölu er 4,5 fermetra ketill, dæla, frysti-
kútur og annað tilheyrandi.
Upplýsingar i simum 91-40126 og 38555.
komu upp tilgátur um, að lik-
lega hefibi nú Einar Benedikts-
son sa gt þetta við einhvern, sem
taldi ljóö hans torskilin.
Það þarf vitanlega ekki að
gegna neinni furðu, þótt
nútlmamönnum sé ókunnugt
um margt frá gamalli tið, er
áður var alkunnugt, þvi að yfir
margt fyrnist, en bollalegging-
arnar sýna þó, að til eru menn;
sem vilja fá vitneskju um hið
rétta, telji þeir rangt með farið.
Hér er svo aðeins við að bæta,
að hiö sérstaka tilefni, sem ég
vik að i upphafi greinarkorns
þessa, var þetta:
Góðkunningi minn einn,
greindur maður og gegn, sem
kann þvi ávallt illa, sé eitthvað
ranghermt i fjölmiðlum, blöð-
um eða útvarpi — þvi að oft sé
gleypt við öllu, svo að innan
tiðar verður reyndin oft sú, að
almennt er það talið rétt, sem
alrangt er. Hann leiddi athygli
mina að staðhæfingu i grein,
sem birt var i einu dagblaði
borgarinnar, en hún var svona:
Daviö oröaöi þetta svona — mitt
er aö yrkja — ykkar aö skiija.
Kunningi minn mæltist til
þess, að ég leiörétti þetta, er
ég hafði sagt honum, að Bene-
dikt Gröndal væri örugglega
höfundur svarsins, og það hefi
ég nú gert, þar sem enginn ann-
ar hefir oröið til þess, mér
vitanlega — og þar sem
minningunni gömlu skaut enn
einu sinni upp i huga mér, lét ég
hana fljóta með. (Letur-
breytingar minar).
MOKKAJAKKAR
MOKKAKÁPUR
Hlýlegar jólagjafir
Verð frá kr. 27.000.00
RAMMACERÐIN
Austurstræti 3, Hafnarstræti 19
Hótel Loftleiðir
NYJA
fótboltaspilið
Komiö er á markaöinn nýtt fótbolta-
spil hannaðaf Ragnari Lár, teiknara.
Spilið er i senn einfalt og bráösnjallt,
svo snjallt aö erlendur sérfræöingur i
spilum hefur gefiö þvi bestu meðmæli
og lýst yfir að hugmyndina hafi hann
ekki áöur séö i neinni mynd.
Við vonumst til að spiliö fari sigurför
um landið, og vonandi síðar meir út
um hinn stóra heim.
Spilið er tilvalin gjöf til barna á
aldrinum 5 til 15 ára, en það hefur sýnt
sig að fullorðnir hafa ekki síður gam-
an af þessu spili.
Heildsöludreifingu annast
Frimerkjastöðin h.f. Skólavörðustíg 21A, sími 21170
Snjöll nýjung!