Tíminn - 09.12.1975, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 9. desember 1975.
TtMINN
n
tJtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri:
Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gisla-
son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargöty,
rsimar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöaistræti 7, slmi 26500
— afgreiösluslmi 12323 — auglýsingaslmi 19523. VerðJ
lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuöi.
Blaöaþrent JT.fJ
Framkvæmdaáætlun
um flugmálin
Nýlega mælti Guðmundur G. Þórarinsson á Al-
þingi fyrir þingsályktunartillögu um áætlunargerð i
flugmálum. Samkvæmt tillögunni ályktar Alþingi
að fela samgöngumálaráðherra að láta gera fjög-
urra ára framkvæmda- og fjármögnunaráætlun um
flugmál. Auk Guðmundar eru þeir Jón Skaftason,
Steingrimur Hermannsson og Halldór Ásgrimsson
flutningsmenn.
í upphafi ræðu sinnar sagði Guðmundur G.
Þórarinsson, að hugmyndin með flutningi tillögunn-
ar væri sú, að gera langtimaáætlun um uppbygg-
ingu i flugmálum, svipað og gert er i vega- og haf n-
armálum. Stöðugt væru flugsamgöngur að aukast,
og þvi mikil nauðsyn áætlanagerðar. Hins vegar
yrði að hafa það i huga, að áætlanir væru ekki ein-
hlitar. Framkvæmdir yrðu að fylgja á eftir.
Flutningsmaður taldi áætlanagerð öruggustu
leiðina til skipulegra og markvissra vinnubragða,
jafnframt stefnumörkun i flugmálum. Margt væri
óleyst á þessu sviði, og væri þvi mikill fengur i að
raða verkefnum i forgangsröð. Með þvi væri tryggt,
að það fé, sem veitt væri til flugmála, nýttist sem
bezt.
Meðal þeirra fjölmörgu verkefna, sem blasa við,
mætti nefna flugvöllinn i Reykjavik. Framtið hans
væri i mikilli óvissu. Þar vantaði nauðsynlegar ör-
yggisráðstafanir, og mikið væri talað um það, að
nauðsyn bæri til þess að breyta brautum. Væri þar
um verulegar framkvæmdir að ræða. Einnig þyrfti
að taka upp samvinnu við Reykjavikurborg, svo
ekki verðiþrengt meir að vellinum en nú þegar er
orðið. Þá væru flugskýlin bæði gömul og léleg, og
hefðu fengið takmarkað viðhald. Einnig væri við-
gerðaraðstaða á flugvélum algerlega ófullnægj-
andi, eftir að flugskýlið hefði brunnið i fyrra.
Þá væri ekki siður mikilla aðgerða þörf á Kefla-
vikurflugvelli, og mætti nefna, að aðskilja þyrfti
farþegaflug og flug á vegum varnarliðsins. Þar
þyrfti að reisa nýja flugstöðvarbyggingu, og stór-
bæta viðhaldsaðstöðu.
Auk þessa mætti að sjálfsögðu nefna fjölmargar
nauðsynlegar framkvæmdir á flestum flugvöllum
út um allt land. Þar væri yfirleitt um malarvelli að
ræða og viðhald flugvéla þvi mjög mikið. Einnig
vantaði öryggistæki við flesta flugvelli úti á landi.
Vantaði þar bæði öryggissvæði meðfram og við
enda flugvalla, og einnig ljósabúnað. Aðflugstækja-
búnaður er viðast af frumstæðustu gerð.
í þessu sambandi vakti Guðmundur athygli á
skýrslu öryggisnefndar Félags islenzkra atvinnu-
flugmanna. Þar er bent á fjölmörg atriði, sem flug-
menn telja nauðsynlegt að bætt verði úr.
Þá sagði flutningsmaður, að sjálfsögðu ætti áætl-
unin einnig að ná til fjármögnunar. Nefndi hann i
þvi sambandi farþegagjaldið, sem i ár væri ætlað að
skilaði rikissjóði 230 til 240 milljónum króna. Taldi
framsögumaður, að það gjald ætti að renna beint til
framkvæmda i flugmálum, en þvi væri ekki varið til
þeirra hluta nú. Heildarfjárframlög til fram-
kvæmda i flugmálum næmu nú aðeins 252 millj.
króna. Ef farþegagjaldið rynni beint til fram-
kvæmda i flugmálum þýddi það tvöföldun á fram-
kvæmdafénu.
Að lokum sagði framsögumaður, að þróun flug-
mála hefði verið mjög ör á siðustu árum og sitthvað
áunnizt. Hins vegar væri þvi ekki að leyna, að litlu
fé hafi verið varið til þessara mála, og þvi litið fé til
skipta. En áætlanagerð, eins og sú sem hér væri
fyrirhuguð.ætti að tryggja það, að sem bezt nýting
næðist úr þvi litla fé, sem til flugmála er varið. Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Árangurslítil för
Ford til Pekings
Spáð árangursríkri för Kissingers til AAoskvu
Ford og Teng
Ferðalag Ford forseta til
Kina hefur ekki orðiö eins
sögulegt og för Nixons þangað
fyrir rúmum þremur árum.
Sýnilegur árangur þess varð
svo litill, að samkomulag varð
um, að birta ekki neina yfir-
lýsingu um viðræður Fords við
kinverska ráðamenn, eins og
þó er venja eftir svipaðar við-
ræður. Þrátt fyrir þetta er
ekki rétt að segja.að Kinaför
Fords hafi orðið árangurslaus.
Forráðamenn Bandarikjanna
og Kina eru fróðari um viðhorf
hvorra annarra eftir en áður
og hafa sýnt, að þeir vilja hafa
viss stjórnmálaleg samskipti,
þótt fullt stjórnmálasamband
komist ekki á milli landanna
meðan Bandarikin viðurkenna
stjórnina á Taiwan.
Fréttaritarar, sem fylgdust
með viðræðunum og hafa
reynt að draga ályktanir af
þvi, sem hefur kvisazt út af
þeim, segja, að raunverulega
hafi ekki verið samkomulag
um nema þrennt: I fyrsta lagi
voru þeir sammála um að
nauðsynlegt væri að viðhalda
Atlantshafsbandalaginu og
efla það.Iöðru lagi hafi þeir
verið sammála um að hamla
gegn auknum áhrifum Rússa
viö Kyrrahaf. Og i þriðja lagi
hafi þeir orðið sammála um að
spornað væri gegn ihlutun
Rússa í Angola.Um annað hafi
þeir ekki náð fullri samstöðu.
Astæðan er m.a. sú, að ráða-
menn Kinverja vildu helzt
ekki um annað tala en and-
stöðu gegn Rússum. Þeir byrj-
uðu og enduðu allar viðræður
á þvi, að vara Bandarikja-
menn við Rússum. Friðartal
Rússa væri ekkert að marka.
Það væri aðeins yfirskyn til að
leyna áætlun þeirra um yfir-
drottnun i Vestur-Evrópu.
Friönum stafar mest hætta,
sögðu þeir, af rikinu, sem tal-
ar með mestum fagurgala um
frið.
Bandarikjamenn hlustuðu á
þennan áróður Kinverja, en
létu þó ekki sannfærast. Þeir
sögðust gera sér ljóst, að ekki
mætti flana að neinu, og nauð-
synlegt væri að efla samstöðu
vestrænna þjóða, en þeir
myndu þó eigi að siöur halda
áfram öllum tilraunum til að
bæta sambúð þjóðanna og
treysta heimsfriðinn á þann
hátt.
HINN takmarkaði árangur,
sem varð af viðræðum Fords
og kinversku forustumann-
anna, mun sennilega verða til
þess, að andstæðingar Fords
heima fyrir munu reyna að
gera litið úr ferð hans. Reagan
sagði um það leyti, sem Ford
hóf ferðalagið, að eðlilegra
hefði verið að kinverskur for-
ustumaður hefði komið til
Washington og endurgreiddi
þannig Kinaför Nixons 1973.
Það væri tæpast viðkunnan-
legt, að forseti Bandarikjanna
færi tvisvar til Kina, án þess
að nokkur heimsókn til
Bandarikjanna kæmi á móti.
Reagan fór þó gætilegum orð-
um um þetta, enda mun það
sennilega mat flestra Banda-
rikjamanna, að forseti verði
ekki sakfelldur fyrir þaö, þótt
hann reyni að koma á betri
sambúð við önnur stórveldi,
og það verði þá ekki sök hans,
heldur annarra, ef hann hefur
ekki erindi sem erfiði. Hitt má
telja vist, að bandariskur for-
seti mun ekkki fara til Kina i
þriðja sinn, án þess að ferðir
þeirra Nixons og Fords verði
endurgoldnar áður. En ekki
virðist hafa verið rætt um það
i Peking að þessu sinni.
Astæðan getur verið sú, að
þeir Maó og Chou eru ekki
ferðafærir og Teng hefur enn
ekki öðlazt þá opinberu stöðu,
að hann geti heimsótt Banda-
rikin sem helzti eða annar
helzti valdamaður Kina, þótt
hann sé sennilega orðinn það i
reynd. Nokkur bið getur þvi
oröið á því, að helztu valda-
menn Bandarikjanna og Kina
hittist að nýju.
VAFALAUST hafa ráða-
menn Sovétrikjanna andað
léttar eftir að Ford hélt heim
frá Peking eftir litið erindi
þangað. Viöræður Bandarikj-
anna og Sovétrikjanna um
samdrátt kjarnorkuvopna,
eru nýlega hafnar i Genf að
nýju eftir nokkurt hlé og þykir
nú horfa nokkuð betur en áður
um samkomulag. Þær eru þó
mjög erfiðar og flóknar og
valda þvi mest tæknilegar á-
stæður. Mesti erfiðleikinn er
sá, að tæknin stendur ekki i
stað og mikilvæg uppgötvun
annars aðilans, gæti alveg
raskað samningsgrundvellin-
um. Þess vegna er erfitt að
ganga frá slikum samningum
svo vel, að ekki vanti alltaf
einhvern varnagla. En vilji til
samkomulags virðist vera
fyrir hendi hjá báðum aðilum,
enda ráða þeir orðið yfir næg-
um gereyðingarvopnum til aö
eyðileggja hvorn annan, ef til
striðs kæmi. Báðir vilja kom-
ast hjá þvi að eyða meiri fjár-
munum i þetta brjálaða kapp-
hlaup, en hvorugur telur sig þó
geta hætt einhliða. Þess vegna
hefur verið setzt að samninga-
borði, en vafalitið er hér um
örðugri og flóknari samninga-
gerð að ræða en menn gera sér
yfirleitt grein fyrir. Þess
vegna þarf ekki að koma á ó-
vart, þótt hægt gangi. Auk
hinna örðugu aðstæðna, sem
stafa af tæknilegum ástæðum,
bætast svo við stjórnmálaleg-
ar ástæður. Andstæðingar
Fords biða eftir að gagnrýna
hann, ef eitthvert samningsat-
riðið þykir varhugavert, og
Bréznjev hefur einnig sina
gagnrýnendur innan Kreml-
armúra.
EF DÆMA á eftir áróðri
Kinverja gegn Rússum, gætu
Bandarikin nú sennilega valið
um það, að taka upp samvinnu
við annaðhvort kommúnist-
iska stói veldið, Sovétrikin eða
Kina, er beindist gegn hinu
þeirra. Ýmsir eru þeir, sem
hvetja Bandarikin til að gera
þetta, einkum þó þeir, sem eru
andvigir Sovétrikjunum. Nú-
verandi ráðamenn Bandarikj-
anna virðast réttilega gera sér
ljóst, að heppilegast sé fyrir
Bandarikin að ástunda góða
sambúð við bæði þessi riki,
en dragast ekki inn i sam-
starf með öðru hvoru gegn
hinu. Þess vegna verður að
telja för Fords til Peking
hyggilega, þótt árangur ýrði
ekki mikill að sinni.A sama
hátt er það hyggilegt aö halda
áfram viðræðum við Sovétrik-
in um kjarnorkumálin og önn-
ur vandamál. Talið er, að
Kissinger faritil Moskvu, eftir
að hann hef ur setið utanrikis-
ráðherrafund Atlantshafs-
bandalagsins. Ýmsir spá þvi,
að honum kunni að verða
nokkuð ágengt i þeirri ferð.
En það væri góður árangur, ef
Rússar og Bandarikjamenn
gætu náð samkomulagi um
frekari samdrátt kjarnorku-
vopna. Með þvi væri spor stig-
ið i friðarátt.
Þ.Þ.
Maó og Kissinger