Tíminn - 09.12.1975, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 9. desember 1975.
TÍMINN
13
KVIKMYNDIR
framkvæmd eða fyrirbæri. Þær
virðast og valdar með það i huga
— að einhverju leyti — að efni
þeirra geri ástinni sem itarlegust
skil.
Byrjað er á notkun upploginnar
ástar i auðgunarskyni, siðan
haldiðáfram og fjallað um líkam-
lega ást sem hvatafróun, komið
nokkuö illilega við afbýði-
semina og þá kenningu að mey-
dómur konu geti verið eign ann-
arra en hennar sjálfrar, sýnt
fram á óheilbrigð áhrif krikju-
legra kennisetninga á ástina og
fetað þaðan upp að stalli —■ eða
svölum — ungmenna sem elskast
og mæta furðulegt nokk — skiln-
ingi að vissu marki.
Úr ástarumfjöllun myndarinn-
ar má lesa margt, ef viljinn er
fyrir hendi. Margt af þvi vafa-
laust runnið undan rifjum leik-
stjórans, en margt af því lika úr
huga þess er á horfir.
Þó er ýmislegt, sem virðist öðru
skýrara. Til dæmis virðist einhlitt
að hinn heimski hljóti að eta
ávexti heimsku sinnar, og að þau
brögð, sem hann er beittur, feli i
sér réttlæti. Greinilegt virðist og
að boð og bönn virðist Pasolini
Óréttlætanleg, hvort sem þau eru
runnin frá kirkjunni eða öðru. Allt
það sem heftir manneskjuna i að
njóta likama sins, virðist þannig
næsta heimskulegt, ef ekki hrein-
Tega illmannlegt.
Erfðasyndin er þvi ekki synd,
og að lita á hana sem slika er
hlægilegt.
t lcit að ljótleika
Decameron er ákaflega raunsæ
mynd, jafnvel svo að yfirþyrm-
andi kann að virðast.
Við, sem hingað til höfum varla
séð skemmda tönn á hvitu tjaldi,
hvað þá heldur verulega mörkuð
andlit eða likami, eigum allt i
einu að sætta okkur við heimsku-
leg grisaaugu og djúpar rúnir á
mannlegum ásjónum.
Viðbrigðin verða slik, að átund-
um virðist sem Decameron hafi á
lofti merki einskonar krossferðar
i leit aö ljótleika.
Svo er þó ekki, þegar nánar er
að gætt, þvi myndin ber okkur
aðeins niður úr skýjum glans-
myndanna, til þess sem mannlegt
er og raunverulegt.
Móðirin ber merki barna sinna
ævilangt á kviði og brjóstum.
Nunnan getur jú sloppið við þau
mörk, ef hún vinnur eið sinn nógu
ung og heldur hann, en abbadis-
inni hlýtur þó að vera jafnhætt við
æðahnútum og öðrum.
Karlmaður getur ekki heldur
lifað lifi sinu i fátækt og við strit,
án þess að láta á sjá — án þess að
verða kinnfiskasoginn og sinaber.
Við berum öll merki lifsins að
einhverju leyti, og þvi skyldum
við leyna þeim, jafnvel við kvik-
myndagerð.
Satt skal satt vera.
Hverjum sinn skilning.
En nóg um það, þvi likt og við
berum hvert okkar eigin mörk,
leggjum við og hvert okkar eigin
skilning i það, sem fyrir augu og
eyru ber.
Decameron felur undir einföldu
yfirborði hafsjó af athugasemd-
um og ábendingum, sem hver um
sig væri efni i heila bók. Hún felur
i sér nokkur bindi af al-
fræðiorðabók mannlegrar tilveru.
Um gerð myndarinnar þarf
ekki að fara ýkja mörgum orðum,
þar sem hún er einfaldlega frá-
bær.
Eitt er það þó, sem ef til vill
mætti fara fleiri orðum um og
sem ef til vill er lykillinn að raun-
verulegum skilningi á myndinni,
en það er þáttur málarans Giotto,
sem leikinn er af leikstjóranum
sjálfum.
Hlutverk þetta er viðamikið og
að nokkru frábrugðið öðrum hlut-
verkum, einkum þar sem það er
ekki tengt neinni einstakri
frásögn. Einnig ber það meir ein-
kenni þess að vera leikiö en önnur
hlutverk, sem oft virðast jafnvel
tekin að mestu óæfð og ómótuð.
1 þessu efni fer þó sem áður var
skýrt frá: um það verður vart
fjallað af neinu öryggi, þvi það
vekur allt of mörg ,,ef til vill”.
Væntalegum áhorfendum skal
þó bent á að taka vel eftir loka-
orðum málarans, sem jafnframt
eru lokaorð myndarinnar. — HV
tuíaasa
JAKOBINA SIGURÐARDOTTIR OG
ÓLAFUR JÓH. SIGURÐSSON EIGA BÆKUR
í NORÐURLANDARÁÐSSAMKEPPNINNI
FB-Reykjavik. Bókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs 1976 verða
að þessu sinni afhent 29. febrúar
næstkomandi á 24. þingi Norður-
landaráðs i Kaupmannahöfn.
Valin hafa verið rit til úrskurðar
um bókmenntaverðlaunin og af
tslands hálfu verða það Lifandi
vatnið eftir Jakobinu Sigurðar-
dóttur og Að brunnum eftir Ólaf
Jóhann Sigurðsson, en báðar
þessar bækur komu út árið 1974.
Af Danmerkur hálfu'eru það
ritin Delfinen, umhverfisljóð
1970-’75 (1975) eftir Thorkild
Björnvig og Dinosaurens sene
eftirmiddag (1974) eftir Peter
SJ-Reykjavik. Móttaka á
jólapósti á póststofunum i
Reykjavik stendur til kl. 22
miðvikudaginn 17. desember.
Þeir sem ætla að senda flugpóst
til annarra landa, þurfa þó að
vera fyrr á ferðinni en flugpósti
til Norðurlanda þarf að skila
fyrir 16. desember en fyrir 15. til
annarra landa.
Útburður jólapósts hefst
fimmtudaginn 18. desember.
Allar innlendar póstsendingar,
sem ekki bera áritunina „jól” eru
hins vegar bornar út jafnóðum og
þær berast.
Burðargjöld innanlands eru 27
kr. fyrir 20 gr, bréf, 54 kr. fyrir
100 gr bréf, bréfspjöld og prent 20
gr, 23 kr, bögglar 1 kg. 80 kr, 3 kg.
140kr, 5kg. 210 kg.og; 7kg.240kg.
Sérstö? athygli er vakin á að
ekki mega vera fleiri en fimm
handskrifuð orð, auk undir-
skriftar, I jólakveðju, sem á að
sendast sem prent (opið 23 kr.)
Séu handskrifuðu orðin fleiri, ber
að borga sendinguna sem bréf (27
kr.)
Flugburðargjöld tilútlanda eru
undir 20 gr. bréf 27 kr. til
Norðurlanda 35 kr. til annarra
Evrópulanda, 50 kr. til landa utan
Evrópu. 23 kr. kostar undir bréf-
spjöld til Norðurlanda og annarra
Evrópulanda en 30 kr. til
landa utan Evrópu. Undir 250 gr.
Fiskvega-
framkvæmdir
— einn laxastigi á
ári síðan 1945
gébé-Rvik. — Ein áhrifarfkasta
framkvæmd til aukningar á laxi
og göngusilungi i ánum er að
stækka göngusvæði fisksins, þ.e.
ryðja hindrun úr vegi og opna
fiski göngu inn á ný ársvæði.Hér á
landi hafa verið byggðir eftir
heimsstyjöidin siðari sem svarar
einn laxastigi á ári samkvæmt
upplýsingum Veiðimálastofnun-
ar.
Þá hefur einnig verið um það að
ræða að létta fiski göngu um
erfiða fossa, sem hann hefur
stöðvazt neðan við á göngu sinni
um árnar, og flýta þar með för
hans. Slikur laxastigi var einmitt
byggður i Laxfoss i Laxá i Kjós
fyrir tveimur árum. Er ljóst,
segja þeir, sem vit hafa á, að
þessi framkvæmd þó kostnaðar-
söm sé, mun borga sig.er timar
liða i verðmætari veiðiaðstöðu,
þ.e. veiðin dreifist fyrr og betur
en áður um allt vatnasvæðið.
Snemma á veiðitímanum i sumar
skýrði veiðivörðurinn við Laxá
frá þvi að laxastiginn væri
kominn i gagnið, þvi að laxinn
væri þá strax kominn upp á efri
svæðin i Laxá. — Formaður i
Veiðifélagi Kjósarhrepps er
Gisli Ellertsson, bóndi á Meðal-
felli.
Seeberg, sem dómnefndin mun
fjalla um. Finnsku ritin eru Dyre
prins (1975) eftir Christer Kihl-
man og Kotimaa (Ættlandið)
(1974) eftir Alpo Ruuth. Frá
Noregi berast Puste övelse — ljóð
(1975) eftir Rolf Jacobsen og For-
tellinger om frihet eftir Björg
Vik. Frá Sviþjóð verða það Blá-
valen (1975) eftir Werner Aspen-
ström og Haxringarna (1974) eftir
Kerstin Ekman.
Verðlaunahafinn verður valinn
á fundi dómnefndarinnar i
Reykjavik 13. janúar næstkom-
andi. Dómnefndina skipa tveir
fulltrúar frá hverju Norðurland-
anna, og fulltrúar Islands i henni
af prentuðu máli kostar 65 kr. til
Norðurlanda og annarra Evrópu-
landa og 120 kr. til landa utan
Evrópu. Burðargjald i sjópósti til
Norðurlanda er hið sama fyrir
bréfasendingar og innanlands. Til
annarra landa kostar 35 kr. undir
20 gr. bréf, 80 kr fyrir 100 gr. og 23
og 27 kr. fyrir sama magn af
prentuðu máli.
Bögglapóststofan er i Hafnar-
hvoli, simi 26160. Bréfapóst-
stofan, Pósthússtræti, simi 26000.
eru þeir Ólafur Jónsson fil. kand.
og Vésteinn Ólason lektor.
Bókmenntaverðlaunum
Norðurlandaráðs hefur verið út-
hlutað ár hvert frá þvi árið 1962.
Sviar hafa hlotið þau fimm sinn-
um, Norðmenn tvisvar, Danir
þrisvar, Finnar þrisvar og einu
sinni Færeyingur. Verðlaunin
nema 50 þúsund krónum dönsk-
um.
Fáein orð um höfundana, sem
nú eiga bækur sem teknar verða
til dómsins
Peter Seeberg (f. 1925)
hóf rithöfundaferil sinn árið 1956.
Hann hefur samið skáldsögur og
smásögur. „Dinosaurens sene
eftermiddag” er safn frásagna:
raunsærra smásagna og ævin-
týra.
Thorkild Björnvig (f. 1918)
sendi frá sér fyrstu bók sina árið
1947. Eftir hann hafa birzt rit-
gerðasöfn og ljóðabækur. „Del-
finen” er Ijóðasafn og fjallar um
hið vistfræðilega umhverfi og
þann háska, sem þvi er búinn.
Christer Kihlman (f. 1930)
kom fram sem ljóðskáld árið
1951. Siðan hafa birzt eftir hann
skáldsögur, leikrit og greinar um
stjórnmál og menningarmál.
Skáldsagan „Dyre prins” er upp-
haf að ættarsögu.
Alpo Ruuth (f. 1943)
hefur samið skáldsögur og kom
hin fyrsta út árið 1967. Skáldsögur
hans hafa verið búnar til flutnings
og fluttar i sjónvarpi og leikrit
eftir hann verið leikin i útvarpi.
Skáldsagan „Kotimaa” fjallar
um örðuga lifsbaráttu ungra
finnskra hjóna i upphafi sjöunda
áratugs tuttugustu aldarinnar.
Jakobina Sigurðardóttir (f. 1918)
sendi frá sér fyrstu bók sina,
„Kvæði”, árið 1960. Siðan hafa
verið gefnar út eftir hana skáld-
sögur og smásögur.
Ólafur Jóhann Sigurðsson (f.
1918)
hóf rithöfundarferil sinn með
barnabókinni „Við Álftavatn” ár-
ið 1934. Siðan hafa birzt eftir hann
skáldsögur, smásögur og ljóð.
Sænsk þýðing eftir Inge Knutson
á ljóðabókunum „Að laufferjum”
og „Að brunnum” ber nafnið „Du
minns en brunn”.
Rolf Jacobsen (f. 1907)
er ljóðskáld og gaf út fyrstu bók
sina árið 1933. Hann er talinn einn
af brautryðjendum norskrar
ljóðagerðar i nýtizkustil. í siðustu
ljóðabókunum kemur fram böl-
sýni og ótti við vélmenninguna.
Björg Vik (f. 1935)
hóf ritstörf sem smásagna-
höfundur árið 1963. Siðan hefur
hún birt nokkur smásagnasöfn og
samið leikrit. Hún hlaut Aschen-
houg-verðlaunin 1974.
Werner Aspenström (f. 1918)
hóf skáldferil sinn með ljóðabók
árið 1943. Siðan hafa birzt eftir
hann ljóðabækur, leikrit og rit i
óbundnu máli. „Blávalen” fjallar
um vald imyndunarinnar i hvers-
dagsleikanum.
Kerstin Ekman (f. 1933)
er skáldsagnahöfundur,
„Haxringarna” er stærsta skáld-
saga hennar, sögulegt skáldrit,
sem gerist undir lok 19. aldar.
JOLAGJOFIN ER _L KENWOOD
'i \
• i f
í'f, H ■' /
TH0RH
>, ‘W< V ♦. * ’■ * . i. ,
„• V . \ í JL. \ ■ fe'
,) \: j'V. , • • J -
HEKLAhf
Laugavegi 1 70—1 72 — Sími 21240
Jólapóstinum þarf að skila
um miðjan mónuð