Tíminn - 09.12.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.12.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriðjudagur 9. desember 1975. Ég skal vaka... — Ný hljómplata Árna Johnsen Gsal-Reykjavik — Arni Johnsen blaðatnaöur hefur gefið úl nýja LP-hljómplötu með þrettán ljóð- um eftir Iialldór Laxness. Platan heitir ÉG SKAL VAKA.... og er nafniö valiö af Halldóri Laxness. Það er milljónaútgáfan Kinidrangur, sem gefur plötuna út. A þessari plötu eru sjö ný lög við ljóð Halldórs, en önnur eru gamalkunn og minna kunn f nýj- um búningi. Fimm af nýju lögun- um eru eftir Arna Johnsen og tvö eru eftir Arna G. Jörgensen. Onnur lög á plötunni eru eftir Jón Þórarinsson, Sigvalda Kaldalóns og Þránd Thoroddsen. Eitt lag- anna er islenzkt þjóðlag, og annað brezkt þjóðlag. 011 ljóð skáldsins eru prentuð á innsiður plötukápunnar, Halldór Laxness les upp tvö ljóðanna á plötunni. LOFTPRESSVR GROFUR w LEIGJUM ÚT TRAKTORSPRESSUR, TRAKTORSGRÖFU, OG BR0YTGRÖFU. TÖKUM AÐ OKKUR HVERSKONAR MURBROT FLEYGAt borvinnu og sprengingar. KAPPKOSTUM AÐ VEITA GOÐA ÞJONUSTU, MEÐ GOÐUM TÆKJUM OG VÖNUM MÖNNUM. UERKFRM11IHF SÍMAR 86030-21366 \mv\xi AFL FRAM- FARA MANNHEIM ORÐSTÍR DEYR ALDREGI Hinn 25. nóvember 1975 fórst mótorbáturinn Hauka- ver SU-50 i hafi. Mannbjörg varð. Við eftirlit yfir viðskipti bátsins við okkur kom i ljós, að siðustu 16 mánuði hérvistarveru hans höfðu engir varahlutir verið teknir út i 17 ára gamla aðal- vél hans. Þetta er ekki aðeins stórkostlegur vitnisburður um aðalvél bátsins. Maðurinn, sem gætti hennar og kelaði við hana til hinzta dags var starfi sinu vaxinn. Það hefur úrslitaáhrií á gengi allra hluta að farið sé vel með þá. Þetta gildir jafnt fyrir menn sem málleysingja, hús og hafnir, vegi og veiðarfæri, konur og krónur, vélar og vasahnifa. Engin vél er betri en maðurinn sem gætir hennar. 1975 -s- 1925 = 50 ór JmJ. SöyirOaituiDyir cJl<§)(ni®®@ira ©@ reykjavik, icéland VESTURQOTU 16-SfMAR 14680 - 21480-POB 605 —TEIEX. 2057 STURIA IS Hið nýja húsnæði Skeifunnar i Kópavogi. Skeifan í nýjum húsakynnum BH-Reykjavík. —Skeifan opnaði i gærmorgun i nýju verzlunarhús- næði að Smiðjuvegi 6 i Kópavogi, og að þvi er Magnús Jóhannsson framkvæmdastjóri tjáði Tlman- um i gær, eykur hið nýja húsrými mjög framleiðsiumöguleika fyrirtækisins, Húsið er tvær hæðir og tæplega 950 fermetra góifflötur á hvorri hæð. Kvaðst Magnús reikna með þvi, að þegar hús- rýmið yrði fullnýtt, mætti fram- leiða þar húsgögn fyrir um 70 til 80 miiljónir á ári, og væri hér um að ræða mikinn gjaldeyrissparn- að, auk þess atvinnuskapandi iðn- aðar, sem af starfseminni leiddi. Kvað Magnús aðeins rúmt ár síðan Kópavogskaupstaður heimilaði Skeifunni að hefja byggingaframkvæmdir að Smiðjuvegi 6, og nú er húsið risið. Gat Magnús ýmissa þeirra, sem lagt hefðu hönd á plóginn, svo sem Vifils Oddssonar verkfræð- ings. Gunnars Sv. Jónssonar múrarameistara, Magnúsar Baldvinssonar rafvirkjameist- ara, Sigurðar Böðvarssonar pipu- lagningameistara, Magnúsar Siguroddssonar, er sá um raf- teikningar, verkfræðistofuna Magnús Jóhannsson framkvæmdastjóri lætur fara vel um sig i sýningarsal Skeifunnar. önn, sem hannaði hitakerfið, en Blikk og Stál önnuðust þær fram- kvæmdir. Þá gat Magnús þess mikla hlut- ar er Stálhýsi hefðu átt í byggingu efri hæðar hýssins á undra- skömmum tima, auk þess sem hagkvæmustu aðferðum var beitt við bygginguna. Skeifan hefur á þessum tima- mótum starfað um 18 ára skeið við gerð húsgagna og bólstrun, en fyrirtækið hefur starfað sem verzlun nokkru lengur, eða i 23 ár. Aðalfundur Stangveiðifélags Reykjavíkur: Veltan 50.6 millj BH-Reykjavik. — Stangaveiðifé- lag Reykjavikur hefur á leigu 9 ár og vatnasvæði, og eru sum þeirra til ræktunar á vegum félagsins, svo sem Lagarfljótssvæðið, en þar hefur félagið sleppt 912.000 sumaröldum seiðum sl. 6 ár, Tungufljót og þverár þess, þar sem sleppt hefur verið 183.000 seiðum, og Vatnasvæði Breiðdalsár, þar sem látin hafa verið 127.000 seiði. Á siðastliðnu sumri veiddust um 7000 laxar á veiðisvæðum félagsins. Þetta kom meðal annars fram á aðalfundi Stangaveiðifélags Reykjavikur, hinum 36. i röðinni, en hann var haldinn sunnudaginn 7. desember sl. að Hótel Loftleið- um. Starfsemi félagsins hefur farið vaxandi ár frá ári, og er velta þess á starfsárinu kr. 50,6 milljónir. Nokkur hagnaður varð á rekstrinum sl. ár. A vegum félagsins starfa 16 nefndir, og hafa þær yfirumsjón með vatnasvæðum félagsins og veiðihúsum, útgáfu Veiðimanns- ins, kennslu i meöferð veiðitækja, klak- og fiskirækt armálum og annarri félagsstarfsemi. Á árinu voru teknir i notkun tveir nýir laxastigar, sem byggð- ir hafa verið á veiðisvæðum fé- lagsins, i Lagarfossi i Lagarfljóti og i Faxa i Tungufljóti. Vitað er, að lax gekk upp báða stigana i haust og að lax hefur veiðzt ofan þeirra. A fundinum voru gerðar ýmsar ályktanir um hagsmunamál fé- lagsins og laxveiðimanna yfir- leitt, svo sem um útgáfu á tima- riti félagsins, Veiðimanninum, i samvinnu við Landssamband stangaveiðifélaga, áskorun til stangaveiðimanna að skipta að- eins við aðildarfélög Landssam- bands stangaveiðifélaga við kaup á veiðileyfum, svo og tillaga, þar sem varað var eindregið við þvi að skilja veiðirétt frá eign á landi, en færi svo væri lokið þeirri varð- stöðu, sem islenzkir bændur og aðrir hafa haft til viðhalds og aukningar veiðihlunninda i land- inu. Félagsmenn SVFR eru nú 1390, og fjölgaði um 144 á árinu, sem er mesta f jölgun félagsmanna á einu ári i sögu félagsins. Stjórn félagsins var öll endur- kjörin, en hún er þannig skipuð: Barði Friðriksson, formaður, Magnús Ólafsson, varaformaður, Karl Guðmundsson ritari, Þórður Jasonarson, gjaldkeri, Eyþór Sigmundsson, meðstjórnandi, og Karl Ómár Jónsson, Runólfur Heydal og Sverrir Þorsteinsson varastjórnarmenn. Fram- kvæmdastjóri félagsins er Frið- rik D. Stefánsson, viðskiptafræð- ingur. morgun veróur dregió í 12. floklci 1.500 vinningar aófjárhæð 397.800.000 króna er síöasti endurnýjunardagur 12. flokkur: 9 á 2.000.000 kr. 18.000.000 kr. 9 - 500.000 — 4.500.000 — 9 - 200.000 — 1.800.000 — 2.430 - 50.000 — 121.500.000 — 21.015 - 10.000 — 210.150.000 —- 8.010 - 5.000 — 40.050.000 — 31.482 396.000.000 — Aukavinningar: 18 á 100.000 kr. 1.800.000 —- 31.500 397.800.000 —-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.