Tíminn - 09.12.1975, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 9. desember 1975.
TtMINN
ÁGRIP AF SÖGU
MEYVANTS Á EIÐI
Meyvant á Eiði er löngu landskunnur maður
fyrir dugnað og atorku. Hann á sér marga eðlis-
þætti; getur verið allra manna mildastur en einnig
snöggur upp á lagið og hvatskeyttur, eins og
frám kemur í kaflanum HALDIÐ ÞÉR KJAFTI
FRÚ SIGRÍÐUR. Þótt ungur sé í útliti og anda
þá er hann samt svo gamall að hann man alda-
mótakvöldið og hefur lifað tímana tvo. Saga hans
er samofin þróunarsögu bíla á íslandi, enda var
hann einn af þeim fyrstu sem fékk ökuskírteini.
Hann kann frá mörgu að segja, allt frá þeim
dögum er hann var kúskur og keyrði olíu í tré-
tunnum á hestvögnum um bæinn og var kærður
fyrir að aka slíkum vagni of hratt niður Suður-
götuna, skylda var að flauta fyrir horn eftir að
bílöldin hófst og sjálfsagt þótti að bílstjórinn
„afmeyjaði" brennivínsflöskuna.
Meyvant var einn af fyrstu vörubifreiðastjórum
á íslandi og rak um skeið sína eigin vörubílastöð
þar til forystumenn verkalýðsins knésettu þar
einkaframtakið. Á bernskuárum bílanna ruddi
hann nokkfar ökuleiðir, sem ekki höfðu verið
farnaráður. Hann ók Magga Júl. lækni um borgina
milli sjúklinganna þegar Spánskaveikin geisaði og
stóð við gaflinn á Laugarnesspítalanum og horfði
á þann sorglega atburð þegar kútter Ingvar fórst
við Viðey. Meyvant hefur verið mikilvirkur félags-
málamaður og lengi þótt einn af ötulustu „kosn-
ingasmölum íhaldsins", eins og hann sjálfur
segir. ( bók Meyvants eru fjölmargar gamlar Ijós-
myndir úr Reykjavík af mönnum, mannvirkjum og
farartækjum.
:
9 7 •
/
r/nn
MEYVANT ABÐI
Jón Birgir Pétursson skráði
Meyvant á Eiði á til marga eðiisþætti. Hann getur verið allra manna mildastur
en einnig snöggur upp á lagið og hvatskeyttur. eins og fram kemur i katlanum
HALDIÐ ÞÉR KJAFTI
FRÚ SIGRÍÐUR
STIKLAÐ Á STÓRU UM MEYVANT
Meyvant á Eiði er fæddur Árnesingur en fluttist til
Reykjavíkur fyrir aldamótin og ólst upp í Austurbænum,
meðan Reykjavík var ekki stærri en svo að hún „hófst
í Bráðræði og endaði í Ráðleysu".
Meyvant var á Austurvelli aldamótakvöldið og fagnaði
komu nýrrar aldar. Hann stóð undir gaflinum á Laugarnes-
spítala 1906 og horfði á kútter Ingvar farast við Viðey.
Meyvant veiddi ála í Læknum, sem þá var auðvitað opinn,
og seldi dönskum kaupmönnum. Hann tók þátt í gull-
æðinu í Vatnsmýrinni, gerðist kúskur og ók olíu um bæinn
á hestvögnum meðan bílar voru enn ekki til á íslandi,
en hann varð jafnframt einn af þeim fyrstu sem fékk bíl-
próf og alla tíð síðan hafa búskapur og bílstjórn verið
tveir samofnir meginþættir í lífi hans og starfi.
Meyvant á Eiði er maðurinn sem stofnaði sína eigin
vörubílastöð og var orðinn slíkt stórveldi, að Verkamanna-
félagið Dagsbrún, undir forystu Héðins Valdimarssonar,
ákvað að leggja hann fjárhagslega að velli, en Meyvant
reis upp aftur og er dæmigerður fulltrúi þeirra sem aldrei
gefast upp, hvernig sem á móti blæs, og trúir því að Guð
hjálpi þeim sem hjálpa sér sjálfir.
Meyvant á Eiði hefir oft verið kallaður kosningasmali
íhaldsins, en á þó marga af sínum bestu vinum í öðrum
flokkum.
MEYVANTÁ EIÐI ER BÓKIN SEM ALLIR LESA SÉR TIL FRÓÐLEIKS OG ÁNÆGJU.
GÓD BÓK ER GULLIBETRI
Öm og Örlygur, Vesturgötu 42, Sími: 25722