Tíminn - 09.12.1975, Blaðsíða 21

Tíminn - 09.12.1975, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 9. desember 1975. TÍMINN 21 I mi LEIKFELAG GRINDAVÍKUR ENDURVAKIÐ Um þessar myndir standa yfir sýningar á gamanleiknum „Karólina snýr sér aö leiklist- inni” hjá Leikfélagi Grindavik- ur, sem er nýstofnað — eða endurvakið — félag áhugaleik- ara og fl. i Grindavik. Liðið mun nú á annan áratug siöan seinast var leikið i Grindavík, tólf eða þrettán ár, en á fyrstu áratugum aldarinn- ar mun leiklist hafa verið i há- vegum höfð þar syðra, eins og segir i leikskrá: ,,Hér náði leiklistin sinu há- marki um 1930 meö byggingu Kvenfélagshússins, sem var þá eitt glæsilegasta samkomuhús á Suðurnesjum. Aður var leikið i Templaranum (Mánaborg) og jafnvel i pakk- eða fiskhúsi. Svo aö mikill hefur áhuginn verið. Grindvikingar sýndu mörg stór og mikil stykki eins og t.d. Skugga Svein sem sumir segja aö hvergi hafi verið leikinn bet- ur. Einnig Ævintýri á gönguferö og Málarakonuna fögru, svo eitthvað sé nefnt, einnig mörg smærri styrkki..... Æfingar fóru mest fram á haustin. Þá var sjór aldrei stundaður og atvinna litil. En með tilkomu stærri skipa og fiskiðjuvera féll leiklist alveg niöur, þá hætti ab vera timi til nokkurra hluta. Einnig fóru samgöngur að batna og fólk fór að sækja leikhús i borginni. En aðdáunarvert var hvað allt þetta fólk lagði mikib á sig. t hinu nýstofnaða leikfélagi munu vera um 70 manns og for- maður þess er Tómas A. Tómassen. Gamanleikurinn „Karólina sýr sér að leiklistinni” er i þrem þáttum og hlutverkin eru átta. Með þau fara Gunnar Tómas- son, Valgerður Þorvaldsdóttir. Jóna Ingvadóttir, Ester Gisla- dóttir, Alexander Eðvarðsson, Friðbjörn Gunnlaugsson, Þóra Júliusdóttir og Kolbrún Svein- björnsdóttir. Sýningar eru i Félagsheimil- inu Festi, en aðstaða til leik- flutnings er fremur vond, enda gert ráð fyrir sérstöku leikhúsi i nýrri álmu félagsheimilisins, sem nú hefur verið grafið fyrir. Þar verður einnig kvikmynda- hús framtiðarinnar i Grindavik. Æfingar á leikritinu hófust 2. október siðastliðinn og stjórnaði þeim fyrst Edda Þórarinsdóttir, leikkona, en varð frá að hverfa vegná skyndilegra forfalla. Tók þá við leikstjórninni Kristján Jónsson, leikari og leikstjóri, sem hefur mikla reynslu i leik- stjórn, bæði hjá hinum ýmsu leikfélögum Bandalags isl. leik- félaga og eins hjá útvarpinu. Kristján Jónsson, leikstjóri Kristján er rúmlega fertugur að aldri og útskrifaðist úr leik- listarskóla Þjóðleikhússins árið 1960, og auk þess að hafa leikið ýms hlutverk i leikhúsinu, hefur hann ferðazt um landið og sett upp fjölda leikrita með áhuga- mönnum. Má segja, að hann sé eini leikstjóri okkar, sem starf- ar stöðugt á þessum vettvangi. Leikfélögin út á landi greiða sjálf leikstjórum sinum, og þeir eru skiljanlega aðeins ráðnir i mjög skamman tima, 2-3 mán- uði i senn. Að sögn Kristjáns er þetta þvi heldur brokkgengt starf, eða stopul atvinna, þvi að inn á milli leiklistarstarfsins verður hann að stunda ihlaupa- vinnu sér til framfæris. Frá þessu er sagt, þar eð þær hug- myndir hafa komið fram, að framlag rikisins til áhugaleik- starfs gæti t.d. verið það, að leggja til fastráðna leikstjóra, sem ferðuðust milli héraða. Virðist það ekki ósanngjarnt, þar sem t.d. Þjóðleikhúsið, sem kostar þjóðina offjár, virðist nú ekki komast af með minna en tvoleikstjóra.ihverjuverki þ.e. leikstjóra — og aðstoðarleik- stjóra, jafnvel i fámennum styrkkjum. Nóg um það. Grindvikingar tóku leiknum forkunnar vel. Hefur leikurinn verið sýndur þrisvar og munu um 600 manns hafa séð þær sýn- ingar, en það verður að teljast góður árangur i 1600 manna bæjarfélagi. Leikfélag Grindavikur mun sýna leikinn i siðasta sinn á þriðjudag, og ráðgert mun að hefja æfingar á nýju leikriti strax eftir áramótin. „Karólina snýr sér að leiklist- inni” er eftir Harald A Sigurðs- son, en auk þess fengu Grind- vikingar einhvern til þess að yrkja söngvisur sem fluttar eru i leiknum. Þar stendur m.a. þetta: Af monti og grobbi og menningarsnobbi var þrotlaust æft i leik og sópranveini. En núna ég hætti. 1 siðasta þætti má sjá hvar liggur fiskur undir steini... Jónas Guðmundsson Kristján Jónsson, er fæddur á Patreksfirði 8. 3. 1933. Hann út- skrifaðist úr leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1960. Síðan hefur hann leikiö ýmis hlutverk hjá leikhúsinu, einnig stjórnað leikrit- um hjá BtL og hjá útvarpi. Kristján hefur sótt leikstjórnarnám- skeið I Noregi og Danmörku, svo eitthvað sé nefnt. Leikendur og hvislari Sitjandi frá vinstri: Þóra Júlfusdóttir, Friðbjörn Gunnlaugsson, Valgeröur Þorvaldsdóttir. Standandi frá vinstri: Birna Bjarnadóttir, Gunnar Tómasson, Jóna Ingva- dóttir, Ester Gisladóttir og Alexander Eðvarðsson. nordITIende Plötuspilari, kasettu-segulband, magnari og útvarpsstillir Verö á allri samstæöunni ca. 132.850,- Þessi framleiösla NORDMENDE verksmiðjanna gefur yöur kost á margri ánægjustund. I einu og sama tækinu er sameinað: magn ari kasettu-segulband og útvarpsplötuspilari, auk þess fylgja 2 hátalarar og 2 hljóðnemar. Stereo 6005 SCP — 30 watta hifi hljómburður í stereo Tveir hátalarar fylgja Hvort sem þér viljið hlusta á uppáhaldsplötuna eöa útvarpið, og kannske taka þáttinn upp á segulband um leið.... allt þetta og margt fleira býðst yöur i einni samstæðu. Fallegt útlit og hannað til að taka sem minnst pláss. Skipholti 19 - símar 23800 & 23500 Klapparstíg 26. — Sími 19800.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.