Tíminn - 31.12.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.12.1975, Blaðsíða 2
TÍMINN Sovétmenn kaupa 8000 tonn af hraðfrystum fiski að verð- mæti rúmlega milljarður Miðvikudagur 31. desember 1975. gébé Rvik — A aðfangadag voru undirritaðir í Moskvu samningar um sölu á átta þúsund smálestum af hraðfrystum fiski til afgreiðslu á árinu 1976. Hér er þó aðeins um að ræða hluta af því magni freð- fisks, sem gert er ráð fyrir i við- skiptasamningi milli rfkjanna, svokölluðum rammasamningi, sem undirritaður var í Reykjavik 31. oktöber sl. og tekur til fimm næstu ára, en í þeim samningier gert ráð fyrir árlegum af- greiöslum er nemi tólf til sautján þúsund smálestum af flökum og fjögur til sjö þúsund lestum af heilfrystum fiski. Sovétmenn treystu sér ekki til að semja um meira magn að sinni, en fastlega er búizt við, að þegar kemur fram á árið 1976 verði gengið frá samn- ingum um viðbótarmagn. Húsvíkingar vilja láta jafna afla á milli útgerðarstaða ÞJ-Húsavík — „Bæjarstjórn Húsavikur vill i framhaldi af neikvæðum undirtektum stjórn- valda við beiöni Húsvikinga um kaup á togskipi frá Noregi krefjast þess, að stjórnvöld skipuleggi þegar í byrjun næsta árslönduná afla þeirra togskipa, sem fyrir eru i landinu, á milli út- gerðarstaða, sem taki gildi ekki seinna en á miðju næsta ári, enda er það viðurkennd staðreynd, að þjóðin stendur i raun sameigin- lega ábyrg fyrir fjárfestíngum i skuttogaraflotanum." Svohljóðandi samþykkt var gerð á fundi bæjarstjórnar Húsa- víkur þann 19. desember 1975 og i greinargerð með tillögunni er getið helztu ástæðnanna fyrir kröfunum, sem eru þær, að á Húsavik er enginnn skuttogari, afli Húsavikurbáta hefur dregizt saman um 30%, stefnt var að stofnun almenningshlutafélags um útgerð togarans, auk þess sem Fiskiiðjufélagið hafi eflt verulega framleiðslugetu sina, og framtið þess fyrirtækis er i hættu, fái það ekki öruggt hrá- efni. Þá megi geta þess, að höfnin i Hiísavik hafi verið löguð m.a. með tilliti til slíkrar útgerðar. llok greinargerðarinnar segir svo: Húsvikingar trúa þvi ekki, aö stjórnvöld láti bæinn gjalda fyrirhyggjunnar í þessum efnum, i stað þess að njóta hennar. Bæjarstjórn Húsavikur felur undirbUningsnefnd fyrir togara- útgerö að vinna ötullega áfram að framgangi þessa mikla hags- munamáls bæjarbUa. Flug liggur niðri bébé-Rvfk. — Flug lá að mestu leyti niðri innanlands i gærdag, aðeinstókstaðfljUga tvær ferðir til Vestmannaeyja. Til Akureyrar hefurengin flugferð verið síðan á sunnudagskvöld, og mun nokkur fjöldi farþega biða eftir flugi, bæði þar og i Reykjavfk, og auk þess á mörgum fleiri stöðum á landinu. Þó mun ösin ekki vera eins mikil og oft áður að sögn Sverris Jónssonar, stöðvarstjóra á Reykjavikurflugvelli, heldur færist mikið yfir á 3. og 4. janúar. Seinni hluta dags i gær voru 8-10 vindstig og snjókoma um mestallt landið, en ákveðið er að reyna flug undir eins og styttir eitthvað upp, og verður t.d. flogið fram eftir degi i dag ef veður leyfir. Venjan er þó, að siðasta vél komi ekki seinna en klukkan fimm til Reykjavikur á gamlárs- dag. Landsliðio gegn num riðason, Ingimar HaraldEson, Olafur Einarsson, Bjarni Jónsson og Hörður Sigmarsson. Tfminn ræddi við Viðar Simonarson, landsliðsþjálfara i gær,en hanh valdi þetta lið ásamt ÁgUsti Ogmundssyni. Kvað hann Rússana koma hér við á keppnis- ferðalagi, og lægi leið þeirra héð- an til Sviþjóðar. Ekki bjóst Viðar við þvi, að verulegar breytingar yrðu gerðar á íslenzka liðinu fyrir leikinn á sunnudag, en hugsan- lega gætu þær þó orðið einhverj- ar. BH-Reykjavik. — Islenzka lands- liðið i handknattleik heyr tvo Ieiki við rússneska landsliðið i Laugar- dalshöllinni um helgina. Fyrri leikurinnferfram á laugardag og hefst kl. 15, og verður Islenzka landsliðið þannig skipað I þeim leik: Markverðir: Ólafur Benedikts- son og Guðjón Erlendsson. Aðrir leikmenn: Ólafur H. Jónsson, fyrirliði, Stefán Gunnarsson, Jón Karlsson, Sigurbergur Sigsteins- son, Páll Björgvinsson, Arni Ind- Kaupandi aðhinum átta þiisund smálestum af hraðfrystum fiski, er V/O Prodintorg, en seljendur eru Sölumiðstöð Hraðfrystihús- anna og Sjávarafurðadeild Sam- bands isl. samvinnufélaga. Samningagerðina önnuðust af Is- lands hálfu Sigurður MarkUsson, framkvæmdastjóri Sjávaraf- urðardeildar SIS og Arni Finn- björnsson, sölustjóri Sölumið- stöðvar Hraðfrystihúsanna, en af hálfu V/O Prodintorg, hr. Petrjenko forstjóri og fleiri. Heildarverðmæti samningsins er um 1064 milljón króna, miðað við nUverandi gengi og greindist magnið i fimm þUsund tonn af flökum og þrjU þUsund tonn af heilfrystum fiskí. Nokkrar smá- vægilegar breytingar urðu á milli fisktegunda. Eins og áður segir treystu Sovétmenn sér ekki til að semj'a um meira magn að sinni, en bUizt er við að gengið verði frá samn- ingum um viðbótarmagn, þegar fram kemur á árið 1976, þannig að heildarviðskiptin á árinu verði i samræmi við ákvæði hins nýund- irritaða rammasamnings. Tíu fengu fálkaorðu FORSETI Islands hefir sæmt eft- irtalda islenzka rikisborgara heiðursmerki hinnar islenzku fálkaorðu: Ttímas Guðmundsson, skáld, stórriddarakrossi með stjörnu. MagnUs Torfason, forséta Hæstaréttar, stórriddarakrossi, fyrir embættisstörf. Asgeir MagnUsson, ræðismann, riddarakrossi, fyrir störf að at- vinnu- og viðskiptamálum. Erling Þorsteinsson, yfirlækni, riddarakrossi, fyrir læknisstörf. Gísla Þorsteinsson, oddvita, Þorgeirsstaðahllð, Miðdölum, Dalasýslu, riddarakrossi, fyrir búnaðar- og félagsmálastörf. Höllu Snæbjörnsdóttur, yfir- hjUkrunarkonu, riddarakrossi, fyrir störf að heilbrigðismálum. Séra Jakob Jónsson, dr. theol, riddarakrossi, fyrir störf aö kirkjumálum. JUliönu Sigrlði Eiriksdóttur, fv. skölastjór.a, Kjarláksvöllum, Saurbæ, riddarakrossi, fyrir störf að fræðslu- og félagsmálum. Kristján Sigurjónsson, fv. yfir- vélstjóra, riddarakrossi, fyrir störf I þágu landhelgisgæslu. Pál S. Pálsson, hrl. formann Lögmannafélags tslands, ridd- arakrossi, fyrir félagsmálastörf. Nýr forseti Hæstaréttar MAGNOS Þ. Torfason hæstarétt- arddmari hefur verið kjörinn for- seti Hæstaréttar frá 1. janUar 1976 að telja til ársloka 1977. Armann Snævarr hæstaréttardómari var kjörinn varaforseti til sama tima Mestu vatnavextir, sem Vatnsdælir minnast Mó-Sveinsstöðum. — Aðfaranótt laugardagsins 27. des. kom mikið flóð I Vatnsdalsá og var Vatns- dalurinn sem fjörður yfir að lita, og stóð ekkert land upp Ur frá Skriðuvaði að Undirfelli. Flæddi yfir veginn hjá Hvammi, Flögu og Gilsstöðum. Tæplega 40 hross fra HnjUki voru á engjum, og er leið á morguninn stóðu þau öll I vatni. Þar sem dýpst var, náði vatnið þeim á miðjar síður. Kalsaveður var á og 11 stiga frost, sem herti, er leið á daginn. Var miklum erfiðleikum bundið að bjarga hestunum Ur vatninu, og stóð sá starfi fram undir kvöldið. Tókst að bjarga öllum hestunum, og er ekki að sjá að þeim hafi orðið meint af þessu volki. Að sögn Sigurðar MagnUsson- ar, bónda á HnjUki, eru þetta mestu vatnavextir, sem um getur I Vatnsdalnum. Áttu bændur á nokkrum bæjum heysátur á engj- um og flaut vatnið undir þær. Brennur á gamlárskvöld Borgarbrenna Kringlumýrar- braut Ábm. Sveinbjörn Hannesson, verkstjóri. Brenna borgarinnar og Framfarafélags Breiðholts IILSunnan við íþrótta- völlinn I Miðdeild Breiðholts III, vestan Austurbergs og norðan Norðurfells. Abm. Sigurður Bjarnason, Þórufelli 8, R. Móts við Kóngsbakka Amb. Björn Sveinsson, Kóngsbakka 11, R. Móts við Unufell Abm. Sæmundur Gunnarsson, Unufelli 3, R. Vestan við hUsið Vesturberg 134. Abm. Þórarinn Hrólfsson. Við Stekkj- arbakka móts við Geitastekk. Abm. Walter Hjaltested, Geita- stekk 3, R. Sunnan Réttarbakka. Abm. H. Sigurðsson 1 brekkunni austan Leirubakka. Abm. L. Ólafsson, Grýtubakka 20, f.h. Skátafélagsins Hafernir. Sunnan íþróttavallar Arbæjar. Abm. Haukur Tómasson, Hraunbæ 26, f.h. Fylkis. Móts við Kúrland. Abm. Viðar ArthUrsson, Kúrlandi 20,R. Móts við Bjarmaland 2 móti Oslandi. Ábm. Kristján Oddsson. Milli Bólstaðarhliðar og Kennaraskólans. Amb. Kjartan R. Stefánsson, Bólstaðarhlið 54, R. Við Elliðavog og Skeiðarvog. Abm. Birgir Thomsen, Njörva- sundi 38, R. Móts við hUsið Skild- inganes 48 á auðu svæði. Abm. Þorv. Garðar Kristjánsson. Móts við hUsið Ægisgötu 54. Abm. Gunnar Pálmarsson, Fálkagötu 28. R. Kyeikt verður i borgarbrenn- unni við Kringlumýrarbraut og brennu borgarinnar dg Fram- farafélagsins I Breiðholti kl. 21,45. Brennur I Kópavogi: Asbraut, Alfhólsvegur, Vestast á nesinu við Þinghóslbraut Skíðamenn valdir til þátt- töku í Olympíuleikunum Framkvæmdanefnd Olympíu- nefndar Islands hefur skv. tillögu Skiðasambandsins ákveðið þátt- töku eftirtalins skiðafólks i Vetrar-Olympiuleikunum, sem haldnir verða i Innsbruck i Austurriki 4.-15. fébr. n.k. 1 alpagreinum: Arni Oðinsson, Akureyri, Haukur Jóhannsson, Akureyri. Sigurður Jónsson, Isa- firði, Tómas Leifsson, Akureyri. Jórunn Viggósdóttir, Reykjavik, Steinunn Sæmundsdótt ir', Reykjavik. I göngu: Halldór Matthiasson, Akureyri, Trausti Sveinsson eða MagnUs Eiriksson, Fljótum. Fararstjóri verður Hákon Ólafsson formaður Skiðasam- bands Islands og flokksstjóri Her- mann Sigtryggsson, Akureyri. íshrafl á fjörum í Önundarfirði — hvassviðri og él víðast hvar um landið FB-Reykjavík. Mikið hvassvirði af norðán gekk yfír landið I gær, ogkomstvindhraðinnuppi 9 til 10 vindstig fyrir norðan. Eljagangur var viðast hvar, en veður- fræðingur á Veðurstofunni bjóst við að veðrið færi heldur batnandi i dag. Isfréttir bárust til Veður- stofunnar i gærmorgun. Var þá tilkynnt, að íshrafl væri á f jörum I önundarfirði. Ekki var hægt um það að segja, hvort mikill is væri þar né annars staðar fyrir utan, þar sem ekkert skyggni var. • I siöasta Isflugi Landhelgis- gæzlunnar kom I ljós, að isinn var nokkuð nær landi fyrir norðan heldur en oft hefur verið áður um' þetta leyti árs. Má þvi allt eins reikna með að hann reki upp að landinu, ef norðanáttin helzt i ein- hvern tima. Ofærð um land allt FB— Reykjavík — Um hádegis- biliö I gær voru vegir viðast hvar á landinu orðnir — eða I þann veg- inn — að verða ófærir. Mjög sein- fært var orðið I grennd við Reykjavlk, og ófært vestur um allt land og vestur á Vestfirði, og slðan áfram um Norðurland og allt austur I Vopnafjörð. Samkvæmt upplýsingum frá vega'erðinni var ráðgert að moka Holtavörðuheiði I dag, ef veður skánaði, en tækist það ekki yrði það ekki gert fyrr en á næsta ári. I gær var verið að moka veginn frá Höfn um Almannaskarð og Lónsheiði, en annars voru allir fjallvegir á Austurlandi ófærir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.