Tíminn - 31.12.1975, Blaðsíða 34

Tíminn - 31.12.1975, Blaðsíða 34
34 TÍMINN Miðvikudagur 31. desember 1975. Flóttinn til Paradísar A flugfreyjuferli slnum hafði Elfi Stejskal kynnzt ýmsum stórborgum og skarkala þeirra. Einn góðan veðurdag ákvað hún að leita sér einfaldari uppiyft- ingar, og hér birtist frásögn hennar. Fljótlega lærði ég að veiða krabba. Mér" leið eins og i himnariki. Það eru hundruð af þessum litlu Robinson Krusó-eyjum i Indlandshafi. Flestareru þær alveg ósnertar af menningunni. Þegar hugmyndin fór að taka á sig mynd i huga mér, vorum við hátt yfir skýjunum — á leiðinni frá heimaborg minni, Vin, til Mú'nchen — frá einni húsa- þyrpingunni til annarrar. Þetta var þriðja utanlandsferð min á einni viku, — þannig var hið venjulega lif flugfreyjunnar. Allt i cinu hafði ég fengið nóg af öllu saman: öllu vel klædda fólkinu i kringum mig, malinu sem við notuðum til að gera okkur skiljanleg, lifinu sem ég lifði, — öllu. Ég þoldi ekki lengur fjötra menningarinnar. — Einn whisky takk. Rödd eins farþegans vakti mig aftur til veruleikans. fcg fann allt i einu að ég varð að flýja þennan heim I nokkra mánuði. Draumur minn var að komast til Malediven- eyjaklasans. Ég hef ekki grun um hvað biður min Þessi eyjaklasi i Indlandshafi, með yfir 2000 kóralrif og sker, hafði ævinlega heillað mig. 011 vitneskja min um þennan stað var fengin úr bókum og aug- lýsingabæklingum. Þegar ég lagði af stað i þennan ævintýra- leiðangur minn, hafði ég ekki grun um hvað biði min. Þá vissi ég ekkert um köfun, hafði aldrei stýrt skipi og kunni ekkert með utanborðsmótor að fara. En i farangri minum kenndi margra grasa. Þar mátti finna fullkominn kafarabúning og utan- borðsmótor, auk þess verkfæra- kassa, sjókort, kiki, hengirúm, tjald og sjúkrakassa, — útbúnað, sem átti eftir að koma mér i góð_- ar þarfir. Samtals vó þetta 420 kiló. í fyrsta áfanganum fór ég til eyjunnar Baros, en þar hafði ver- ið komið upp kafarabúðum. Þar sjósetti ég skip mitt i fyrsta sinn. — Ég kalla það ,,Annanee", sem Á divehi, á máli Malediven, þýöir ,,ég kem". í búðunum lærði ég að fara með þá hluti i farangri min- um, sem ég hafði ekki kunnað á áður. Þvi ég vildi fyrir hvern mun komast sem fyrst yfir á nyrzta hluta eyjaklasans. En áætlanir minar brugðust skyndilega. Blóð- eitrun hélt mér fastri á eyjunni vikum saman. í:g leitaði ekki til læknis, heldur notaðist við það sem ég kunni i hjálp i viðlögum, svo og sjúkrakassann minn. Á þessum tima reyndi ég aö læra dálitið af máli innfæddra. Loksins rann stundin upp. ftg lagði af stað i bátnum rninum, alein. Hér eftir var að duga eða drepast. Næsti viðkomustaðUr var lón nokkurt, út af Wabinfuru. Þessi staður er .algjörlega ósnert- ur, ef frá er talið kofaræksni, sem stendur þar. Þarna dvaldist ég fjórar vikur, naut sjávarins og vindsins, lifði á kókoshnetumjólk og fiski auk kjötsins og hrisgrjón- anna, sem ég hafði tekið með mér. Nótt eina gerði hræðilegt óveður. 1 fyrsta skipti varð ég hrædd. Morguninn eftir jókst ör-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.