Tíminn - 31.12.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 31.12.1975, Blaðsíða 19
Miövikudagur 31. desember 1975. TÍMINN 19 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Hitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glsla- son. Ritstiórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargöty, ,simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aoal&træti 7, sími 26500 — afgreiosluslmi 12323 — auglýsingasimi, 19523. Verö J lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. £ * - — 'i' BláoaþrentJT.ff Á þröskuldi nýs árs Timinn streymir áfram og á sér hvorki upphaf né endi, sem við fáum eygt eða skynjað. Hvert árið af öðru hverfur á það baksvið, sem skáldin hafa nefnt aldanna skaut. Og enn einu sinni stöndum við and- spænis þeim timaskilum, er við köllum áramót. Að baki er ár, sem hefur verið okkur mótdrægt i mörgum greinum, þótt fólki hafi gengið misjafn- lega að láta sér skiljast, hve bólgnar blikur eru á lofti. Þetta var ár ógnlegrar verðbólgu og stórhalla á þjóðarbúskap okkar. Þetta var árið, þegar þau beisku sannindi urðu öllum heyrinkunn, að fisk- stofnarnir við landið eru i bráðri hættu, og sjálfur grundvöllur allrar afkomu okkar, hvar i stétt sem við stöndum, er i húfi, ef illa tekst til. Þetta er árið, þegar sú grannþjóð okkar, sem mest á undir sér, beitir i þriðja sinn valdi á fiskimiðum okkar með hinum freklegasta hætti, án þess að skeyta hætishót um afleiðingarnar — svokölluð bandalagsþjóð okk- ar og vinaþjóð. Og þetta er árið, þegar bændur og búalið á meira en hálfu landinu horfðu morgun hvern svo að segja upp i vætuþrunginn himin um heyannir, þegar sólfar er óskadraumur hvers manns, sem erjar landið. Og nú siðast hefur þjóðin verið minnt á það, sem hún hefur oft reynt, að eru orð að sönnu og marg- tuggið er: Við búum i landi elds og isa. Eldsumbrot hafa verið iÞingeyjarsýslu og landskjálftar nyrðra og syðra — og á hinn bóginn hafisinn iskyggilega nærri norðvesturhorni landsins. Það er ár óvissunn- ar, sem við blasir: Ár óvissu um efnahagsmál okk- ar og framvindu blindra markaðslögmála — ár óvissu um lifsbjörgun okkar i sjónum og framvindu þess hernaðar, sem brezk stjórnvöld telja sér sæma að heyja gegn tilverurétti okkar — ár óvissu um það, hvert straumar og vindar bera isinn, sem nú er svo iskyggilega nálægur, og hvort umbrotin i iðrum jarðar dvina eða færast i aukana á ný. Enginn skyldi dylja sig neins af þessu né öðru, sem úrskeiðis fer og uggvænlegt er. En likt og það er óhyggilegt að stinga höfðinu i sandinn, er þess að minnast, að geigurinn er slæmur förunautur og ótt- inn vondur ráðgjafi. Meðalvegurinn hinn gullni er að halda vöku sinni og horf ast i augu við staðreynd- ir. Það er þegar á móti blæs, að á manninn reynir og manndóminn, og þegar allt kemur til alls, eru ekki þeir, sem fæðast með silfurskeið i munni, hvila á svanadúni eða alast upp eins og stofujurtir, likleg- astir til þeirrar seiglu, sem lifið krefst af flestum, ef þeir eiga að standast manndómspróf. ^Við höfum of t á orði, að við búum i harðbýlu landi, . og það er ekki nema rétt. En farsæld þjóða fer ekki eftir þvi, hvort lönd eru sólrik og veðrin mild og náttúran spaklát. Jafnvel ekki einu sinni þvi, hversu löndin eru gjöful. Ef svo væri, ættu þjóðir hinna suðrænni landa, þar sem litið þarf fyrir lifinu að hafa, að hafa komið ár sinni bezt fyrir borð. En reyndin er önnur. Það er einmitt i löndum, sem eru tiltölulega harðbýl, er þjóðum hefur bezt farnazt, og höfum við þar Svisslendinga og Norðurlandaþjóðir til dæmis. Þessa er okkur Islendingum hollt að minnast nú, þegar á móti blæs og margt er á huldu um það, hvað næsta ár færir okkur. Ef við látum það, sem öndvert kann að reynast, vekja okkur og stæla, getur tima- bundið andstreymi orðið þjóð, sem verið hefur eyðslusöm og kaupfikin langt um skör fram, hollur skóli i þessari viðsjálu veröld, sem við erum borin i. — JH ERLENT YFIRLIT Friðsamasta aldar- fjórðungnum lokið Mesti framfaratími tuttugustu aldarinnar NÚI árslokin 1975 lýkur þriðja aldarfjóröungi 20. aldarinnar. Mörgum mun þykja hann hafa veriö býsna róstusamur, en þó er hann vafalltið friðsamasti ársfjórðungurinn þaö sem af er þessari öld. Fyrri heims- styrjöldin setti svip sinn á fyrsta aldarfjórðunginn, en sfðari heimsstyrjöldin á annan aldarfjórðunginn. A þriðja aldarfjórðungnum hefur tekizt að afstýra &vo alvarlegum á- tökum. En viða hefur þó verið barizt á þessum tima, en ekki eins hrikalega og á hinum fyrri aldarfjórðungunum. Sannarlega er þetta framför, sem vert er að meta og þakka. Ef litið er yfir sögu þriðja aldarfjórðungsins, ber það tvimælalaust hæst, að ný- lendukUguninni hefur að mestu alveg verið aflétt. Arið 1950 voru ekki nema fjögur sjálfstæð riki i Afriku eða Eþiópia, Egyptaland, Líberia og Suður-Afrika. NU er ekki eftir nema ein nýlenda i Af- riku, Suðvestur-Afrika eða Namibia. Hinum nýfrjálsu ríkjum hefur vegnað misjafn- lega, enda ekki við öðru að bú- ast, eins og I pottinn var búið. Það er eigi að siður merkasti og gleðilegasti atburður þriðja aldarfjórðungsins, að ný- lenduþjóðirnar hafa sloppið undan erlendri áþján. Annar merkasti atburður aldarfjórðungsins er tvimæla- laust efling Kinaveldis. Kommunistar voru rétt ný- lega búnir að sigra i Kina, þegar þriðjí aldarfjórðungur- inn hófst. Allan aldarfjórðung- inn hefur sami maðurinn farið með höfuðforustuna i Kina, Mao Tse-tung. Ef nefna ætti nokkurn einn mann aldar- fjórðungsins verður það vafa- Htið Mao. Undir forustu hans er Kina orðið eitt af þremur helztuheimsveldunum. Marg- visleg uppbygging innanlands hefur gengið furðuvel og á- hrifa Kinaveldis gætir stöðugt meira og meira út á við. Þótt Klnverjar fari sér hægt, er ekki að efa að hverju þeir stefna. Fyrir leiðtogum þeirra vakir vafalitið, að Kina verði voldugasta riki veraldar og guli kynþátturinn áhrifamesti kynþáttur heimsins. Kinverj- ar eru ekki aðeins iðjusamir og verkhyggnir, eins og Jap- anir frændur þeirra, heldur líka kænir I bezta lagi. Næsta glöggt dæmi um þetta er það, hvernig þeir reyna nú að koma Bandarikjunum og Sovétrikj- unum i hár saman og spana Vestur-Evrópuþjóðirnar gegn RUssum. Það virðist ekki ó- trUleg spá, að Kináveldi verði orðið hættulega öflugt, þegar fjórða ajdarfjórðungi 20. ald- arinnar lýkur. BANDARIKIN hafa tvimæla- laust verið mesta heimsveldið og herveldið á þriðja áratugn- um og eru það enn. Ef til vill geta þau þakkað sér það, að ekki hefur komið til eins stór- felldra átaka á þriðja ára- tugnum og hinum tveimur fyrri. Óneitanlega hefur lika afstaða þeirra til alþjóðamála einkennzt af meiri hugsjóna- stefnu en fyrri heimsvelda. Segja má, að það hafi verið draumur Bandarikjanna eftir að þau hófust til forustu I al- þjóðamálum, að framkvæma þá hugsjón Wilsons forseta að gera heiminn að öruggu heim- kynni fyrir lýðræðislega stjórnarhætti. ' Vegna beinna og óbeinna áhrifa Bandarikj- anna og annarra vestrænna þjóða reyndu flest nýfrjálsu Maó á yngri árum. ríkin f upphafi aö taka upp lyð- ræðislegt stjórnarfar. Þetta hefur misheppnazt hjá öllum þeirra. Jarðvegurinn fyrir slikt stjórnarfar var ekki fyrir hendi. Bandarikjamenn settu markið hér of hátt, þvi að þeir ofmátu kringumstæðurnar^ Þetta hefur að vonum vald-' ið þeim vonbrigðum, en þeim er nú að verða ljóst, að lýðræöislegt stjórnarfar, sem hefur náð fótfestu eftir langa þróun hjá Engilsöxum og Norðurlandabúum, verður ekki I einni svipan gert að Ut- flutningsvöru, likt og olia eða korn. Þáð á áreiðanlega langt i land — og gerist ef til vill aldrei — að vestrænt lýðræðis- form geti þróazt i Afríku, Asfu eða Sovétrikjunum, þar sem það hefur aldrei náð neinum rótum og jarðveginn skortir fyrir það. Þetta virðist Banda- rfkjamönnum nU að verða ljóst. Fyrir vestræna lýð- ræðissinna gildir nú að styrkja stjdrnarfar sitt heima fyrir, en reyna ekki að þvinga þvi upp á aðra. Þá létu Bandaríkjamenn lengi vel á þessum aldarfjórð- ungi stjórnast af þeirri hugs- un, að þeir yrðu að sporna gegn valdatöku kommúnista hvar sem væri, þar sem kommúnistarikin myndu verða ein samfelld heims- hreyfing, sem myndi tortíma vestrænu lýðræði. Af þessum ástæðum drógust Bandarikin inn i Vietnamstyrjöldina. Reynslan hefur sýnt, að þessi kenning var röng. Kommún- istarikin eru ekki sfður klofin og ósamþykk innbyrðis, en kapitalisku rikin. T.d. er nu hvergi öllu meiri sundur- þykkja en milli Kina og Sovét- rikjanna. SOVÉTRIKIN hafa á þriðja ^aldarfjórðungnum verið ann- sað mesta stórveldi heimsins, næst á eftir Bandarikjunum. Sovétrikin urðu fyrir meira á- falli i siðari heimsstyrjöldinni en nokkurt riki annað, bæði hvað snerti mannfall og aðra eyðileggingu-. Oneitanlega hefur Rússum tekizt á margan hátt vel að reisa sig úr rUstun- um. Lifskjörin hafa batnað stórlega, þótt þau séu enn ekki eins góð og i Vestur-Evrópu, og ekki séu horf ur á, að það bil minnki I náinni framtið. Öneitanlega hefur lika orðið þar. mikil framför á sviði mannréttinda siðan á Stalins- timanum, þótt enn standi þar margt til bóta. Fyrst eftir sið- ari heimsstyrjöldina ein- kenndist utanrikisstefna' Sovétmanna mjög af ótta við nýja innrás að vestan, og þeir reyndu þvi að mynda belti fylgisamra rikja á vestur- landamærunum. Þessi dtti hefur minnkað verulega i seinni tið og Sovétmenn sótzt eftir bættri sambUð við Vest- ur-Evrópu og Bandaríkin. Helsinkisamkomulagið er þýðingarmikiðspor i áttina til bættrar sambúðar þessara þjóða, þótt framkvæmd þess hafi enn miðað skammt, enda hlýtur hUn að taka sinn tíma.. Eðlileg framkvæmd þess ætti að geta eytt ýmissi tortryggni, sem nú er fyrir hendi og kaldastriðsmenn I vestri og austri reyna mjög að notfæra sér til að gera Htið Ur þeim merka áfanga, sem Helsinki- samkomulagið vissulega er. En jafnhliða þvi, sem Rússar óttast nú minna en áður árás Ur vestri, eykst ótti þeirra við gulu hættuna. Þeir telja ekki sizt, að hin miklu náttUruauð- æfi Si'beriu séu litin öfundar- augum. EF reynt er að gera saman- burð á þeim þremur áratugum 20. aldarinnar. sem nU eru liðnir, er ótvirætt hægt að full- yrða, að þriðji áratugurinn markar á margan hátt mesta framför. Þá hefur stórstyrj- öldum verið afstýrt og ný- lendukúgun verið aflétt i stór- um stfi. Lifskjör hafa batnað i flestum löndum, félagsleg samhjálp aukizt og ýms mannréttindi orðið almennari en áður. Mikill áhugi á um- hverfisvernd hefur komið til sögunnar. Hægt er að sjálf- sögðu að benda á ýmsa mengunarkvilla. en þeir eru þó sizt meiri en áður. t.d. ef vitnað er til timans fyrir fyrri heimsstyrjöldina eða til milli- striðsáranna svonefndu. En mörg stórvandamál biða þó fjórða áratugsins. Eitt það stærsta er að jafna kjörin milli rikari þjóða og fátækra. Arið 1975 var ekki ár neinna stórra atburða. Vonandi eiga það eftir að teljast merkustu at- burðir þess. að á aukaþingi S.Þ. náðist meiri samstaða um efnahagsmálin en áður. og að nýhafin ráöstefna rikra þjóða og fátækra. sem haldin er i Paris, hljóp vel af stokk- unum. ÞÞ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.