Tíminn - 31.12.1975, Blaðsíða 27

Tíminn - 31.12.1975, Blaðsíða 27
¦ ¦ Miðvikudagur 31. desember 1975. [KJMÍT TÍMINN 27 INNLEND FRETTAGETRAUN Hér sjáum viö baksvipinn á nokkrum landsfeöranna þar sem þeir veifa. Hvern eru þeir að kveðja? t hvaða steinskógi eru börnin stödd? b) gjaldfallna vixla. c) þingmann i maganum. d) dulræna reynslu. \ 25) Um miðjan júnimánuð fór kvennaárið að bólgna út i fjöl- miðlum og sagði Timinn frá þremur konum, sem gæfu færustu karlmönnum ekkert eftir. Þær voru svona duglegar að: a) ná sér i bitlinga. b) eiga vingott við hitt kynið. c) stjórna þungavinnuvélum. d) svikja undan skatti. 26) Heimsfrægur maður kom til íslands og veiddi lax. Hann er; a) Karl prins af Wales. b) Arafat. c) Jack the Ripper. d) Konstantin Grikkjakóngur. 27) Leiklistarskóli Islands var stofnaður og skólastjóri var sett- ur: a) Flosi ólafsson. b) Pétur Einarsson. c) Jósafat Arngrimsson. d) Vilmundur Gylfason. 28) bau tiðindi bárust að fjöl- menni hafi verið við messu i kirkju nokkurri um mitt sumar. Samkvæmt Timafrétt var fjöl- sótta messan i: a) Skálholtskirkju. b) Dómkirkjunni. c) Eyðikirkju (Stað i Aðalvik.; d) Akureyrarkirkju. 29) Framkvæmdir Kröflunefndar ganga vel hafði Timinn eftir ein- um nefndarmanna 21. ágúst, ,,en ég hef áhyggjur af...." a) Sólnes. b) eldgosi. c) jarðskjálfta. d) háspennulinunni. 30) Ármannsfellsmálið þótti mik- ið hneyksli og um það var rætt og ritað af vigamóði. Um hvað var deilt: a) úthlutun listamannalauna. b) lóðaúthlutun borgarstjórnar- ihaldsins. c) hundahald i þéttbýli. d) úthlutun viðbótarritlauna. 31) 24. október lögðu konur niður vinnu og héldu fundi úti og inni og kröfðust: a) jafnréttis kynjanna. b) að uppþvotturinn færi til fjandans. c) að fá að sofa út á morgnana. •d) frjálsra fóstureyðinga. 32) Verður leirinn okkar gull- náma? spyr Timinn 23. nóvember og bætir við að islenzki leirinn sé úrvalsefni til: a) skepnufóðurs. b) að afla viðbótarritlauna. c) bygginga. d) framleiðslu á postulini. 33) Fjörugar umræður urðu á al- þingi 29. nóvember og voru fluttar hvorki meira né minna en 55 ræð- ur um: a) landhelgissamningana við Vestur-Þ jóðverja. b) innflutning á litasjónvarps- tækjum. c) hvers vegna hallinn er á rikis- búskapnum. d) laun þingmanna. 34) Gerðar voru allmiklar breytingar á nokkrum skuttogur- um hér á landi á áririu. Þær voru: a) vélunum breyttfyrir svartoliu. b) þeir voru gerðir að siðutogur- um. c) þeim var breytt i varðskip d) þeir voru máíaðir svartir. 35) Gerð var rannsókn á menn- ingarvenjum Islendinga. Sá út- lendi rithöfundur sem flestir Is- lendingar kannast við er: a) Knud Hamsun b) Solzenitsyn c) Alistair MacLean d) Wiliam Faulkner 36) Fimm islenzk veiðiskip fóru á fjarlæg mið s.l. haust. Skipin veiddu: a) við Afriku. b) Nýfundnalandsmið. c) Indlandshaf . d) á Formósusundi. 37) 11. október sást geislandi furðuhlutur á lofti af Kjalarnesi og viðar. Hluturinn reyndist vera: a) fljúgandi diskur b) gervihnöttur c) Loftleiðaflugvél d) Venus 38) Gerð var könnun á reyk- ingarvenjum barna hér á landi og i ljós kom að yngstu reykinga- mennirnir erú: a) 9 ára b)15 ára c) 7 ára d) 13 ára ¦ 39) I lok októbermánaðar sigldi mikill hluti fiskiskipaflotans i land og voru sjómennirnir með þvi að mótmæla: a) fiskverðinu b) að fá ekki að veiða i landhelgi c) kvennafrideginum d) að of mörg skip séu komin til landsins 40) Nýbreytni var tekin upp hjá sjónvarpinu, og vakti hún tals- verða athygli á sinum tima: a) sýnd var islenzk kvikmynd sem hlaut almennt lof b) teknar , voru upp litaút- sendingar c) hætt var að sýna Onedinskipa- félagið d) Austfirðingar sáu heila dag- skrá ótruflaða. Sjaldan birtast myndir af mönnum i þeirri atvinnugrein sem þessi frækni háfjallagarpur stundar. Hver er hann og hvaö starfar maðurinn? Svör á bls. 36 Þessi ungi maður gaf út ljóðabók á.árinu. Hvað er hann gamall'.' Þessir flnu herramenn fóru i menningarferðalag til útlanda vetur. Á hverra vegum fóru þeir?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.