Tíminn - 31.12.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.12.1975, Blaðsíða 8
TÍMINN Miðvikudagur 31. desember 1975. INNLENDUR FRETTAANNALL 1975 Vetur konungur var ekki vægur i npphafi ársins og miklar stór- hríöar geisuöu. Þessi mynd var tekin á Egilsstööum i byrjun janúar og lýsir vel þvl ástandi, sem var viða um land. Tima- mynd: Jón Kristjánsson, Egils- stöðmn. Janúar ARAMÓTIN voru óvenju frið- samleg og engin stórslys áttu sérstað, né teljandi óhöpp. Lög- reglumcnn áttu þvi náðuga nótt. En Skaftá beljaði fram af mikl- um þunga og er talið að i Skaft- árhlaupinu, sem stóð yfir ára- mótin hafi 200 til 220 milljónir teningsmetrar af vatni og aur runnið til sjávar. Enslys, óhöpp og mikið óveð- ur settu svip sinn á janúarmán- uð. Hörmulegt slys varð á Kjal- aniesi, þegar þar hrapaði þyrla til jarðar og með henni fórust sjö manns. Þyrlan var á leið vestur á Snæfellsnes með starfsmenn RARIK. Þyrlan virtisthrapa stjórnlaust til jarð- ar og mikill eldur gaus upp þeg- ar hún rakst i jörðina. Tugmilljónatjón varð i elds- voða, þegar flugskýli Flugfé- lags Islands á Reykjavikurflug- velli brann til kaldra kola. Mikill óveðurskafli var að hcila má allan mánuðinn. Gif- urtegt fannfergi var viða um land og þök sliguðust undan snjó Hörmulegt slys varð á Kjalar- nesi 17. jamíar, þegar þyrla hrapaði og með henni fórust sjö manns. Timamynd: Róbert. þunganum á Fljótsdalshéraði. Ofsaveður gekk öðru hverju yfir og milljóna tjón varð af þeim sökum. T.d. varð gifurlegt tjón undir Eyjafjöllum og sem dæmi um veðurofsann má nefna að vörubifreið tókst á loft og sner- istheilan hring i loftinu, áður en hún féll til jarðar. Mikið tjón varð á hafnarmannvirkjum á Vopnafirði og miklar skemmdir urðu á raf- og simalinum viða um land. Fólk var beðið að koma ekki nærri rafmagnslín- um, þvi að vlða voru þær svo til komnar i kaf i snjó. Snjóflóð féllu viða. Verksmiðja Hafsfld- ar og Seyðisfirði stórskemmdist i snjóflóði og 70 kindur fórust i snjóflóði á bænum Ljótsstöðum á Höfðaströnd. Fjárhús og hlaða eyðilögðust. Þrir bátar frá Hvammstanga sukku. Miklar truflanir urðu á flugsamgöng- um. Vörulitið orðið á Raufar- höfn,og Hvammstangi og mörg önnur sveitarfélög rafmagns- laus svo dögum skipti. Upp komst um mikið smygl- mál i Reykjavik. Tveir menn höfðu smyglað 3000 litrum af spira. Rannsókn Geirfinnsmáls- ins haldið áfram án árangurs. Litil eins hreyfils flugvél nauðlenti á Reykjanesbraut. Engin slys á mönnum og flug- vélin óskemmd. Rækjustriðinu við Húnaflóa var haldið fram. Nökkvi heldur til veiða. Málið sent til saksóknara. Setudómari settur. Akveðið að byggja brú yfir Borgarfjörð og hitaveitufram- kvæmdir á Siglufirði hannaðar, en vestur á Stykkishólmi var vatnsveitan auglýst á nauðung- aruppboði. Austfirðingar una illa slæm- um sjónvarpsskilyrðum og neita að borga afnotagjöldin. Forráðamenn útvarps telja sig ekki bera ábyrgð á þessum slæmu skilyrðum og bilunum. Febrúar UM MIDJAN mánuðinn var gengið fellt um 20%. Viðskipta- kjörin eru nií 10% lakari en þau voru i haust og fjórðungi lakari en I fyrra. Þrátt fyrir ðkosti hef- ur gengisfellingin örvandi áhrif á atvinnulifið segir Ólafur Jó- snjóflóðanna, svo og til aö greiða skuldir Viðlagasjóðs vegna eldgoss i Vestmannaeyj- um. Þing Norðurlandaráðs haldið i Reykjavik. Ragnhildur Helga- dóttir kjörinn forseti ráðsins og er hún fyrsta konan sem gegnir þvi starfi. Þetta er 23. fundur ráðsins og orkumál eru þar I öndvegi. Einnig er rætt um nor- ræna samvinnu og fyrirhugaða stofnun norræns fjárfestinga- banka. Gjaldeyristekjur Islendinga af þinginu um 25 millj. króna. Þingið er haldið i Þjóðleikhus- inu, og þvi liggur starfsemi þess niðri á meðan. Þrir leikflokkar fara þvi frá Þjóðleikhúsinu ut á land á meðan á þinginu stendur og sýna vib góðar undirtektir. Loöna er um allan sjó allt frá Austfjörðum og vestur fyrir Garðskaga. Góð veiði. Deilur verða um bræðsluskipið Norglo- bal.sem er á miðunum og bræð- ir loðnu. Verkalýðsfélög fyrir norðan og austan telja, að með þvi að leyfa bræðslu i skipinu, sé verið að taka vinnu frá verka- fólki I landi. 125 listamenn fá listamanna- laun, en minni deilur verða um úthlutina en oft áður. Berklatilfelli kemur upp i nemanda við Menntaskólann á Akureyri. Fjöldi manns rann- 14. janúar varð stórbruni á Reykjavlkurflugvelli þegar flugskýli Flugfélags Islands brann. Tlmamynd: Róbert. hannesson viðskiptaráðherra á Alþingi. Siðar I mánuðinum var söluskatturinn hækkaður um 1%. Rennur féð til Viðlagasjóðs og verður notað til að bæta Norðfirðingum tjón af völdum sakaður. Garnaveiki kemur upp á I Svinavatnshreppi I A.-Hún. og I Hrútafirði. óttazt er að veikin breiðist út. Þrjár úti- gengnar kindur finnast á Vest- fjörðum, og i Skagafirði eru haldin uppboð á hrossum, sem er mjög óvenjulegt á þessum árstima. Búnaðarþing sett. Niðurfelling bókstafsiris z úr isl. ritmáli ennþá deilumál.100 menn undirrita bréf til mennta- málaráðherra og skora á hann Hvað er þér minnisstæðast á árinú 1975? Agust Guöjónsson múrari: Ja, landhelgismálið, — útfærslan i 200 milur. Mér finnst'Stjórnin hafa staðið sig sæmilega, en erum við ekki minni máttar I þessu máli og getum við nokk- uð gert? — Nú, þá er það kvennaárið sem hefur vakið mikla athygli, ég er meðfylgj- andi jafnrétti kynjanna. Ann- ars var þetta ágætis ár i heild. að nema þær stafsetningarregl ur ur gildi, sem nýlega voru settar um z og fleira. Hjá Slippstöðinni á Akureyri er hafin smiði skuttogara og samningar gerðir um kaup á vatnsleiðslupipum fyrir vatns veitu i Flóanum. Hljóðar samn- ingurinn upp á 60 millj. kr. og er sá stærsti sem Reykjalundur hefur gert. Fyrirhugað er að hefja framkvæmdir I vor. A Ólafsvik er hætt að nota óvist- legar verbúðir fyrir vertiðar- fólk. Býr það nii i gistihúsi af bestu tegund, og fyrirhugað er aðreka þar gistihús fyrir ferða- menn yfir sumarmánuðina. Þá er beitt I upphituðu húsnæði, sem helzt minnir á þokkalegar skrifstofur. Rækjustríð við Húnaflóa held- ur áfram. Blönduósingar vilja láta yfirheyra sjávarútvegsráð- herra i málinu, en setudómari telur ekki ástæðu til þess. A Ströndum berst gifurlegur reki á land, sá mesti siðan 1966. Óveður gekk a.m.k. tvisvar yfir I mánuðinum og eitthvað varð um skemmdir af þeim sök- um. Tafir urðu á samgöngum. Jólapósturinn barst loks að bænum Tunguseli i Sauðanes- hreppi. Bærinn aðeins 12 km frá Þórshöfn. Magnús Magnusson kosinn sjónvarpsmaður ársins i Bret- landi. Maður lést á miðunum af völdum þungs höfuðhöggs. Hálfri milíjón kr. heitið hverj- um þeim, sem getur upplýst hvarf Geirfinns Einarssonar úr Keflavlk. Marz EFNAHAGSMALvoru mikið til umræðu I mánuðinum. Langir og strangir samningafundir voru I kjaradeilum. Rikisstjórn- in lagði fram umræðugrundvöll I fimm liðum til að bæta kjör hinna lægst launuðu I þjóðfélag- inu og siðar lagði stjórnin fram frumvarp um ráðstafanir i efnahagsmálum, þar sem heim- iluð er lækkun rikisútgjalda um 3,500 millj. kr lækkun skatta og lækkun matvæla. Og þá voru laun þingmanna lika mikið til umræðu. Þingfarakaupsnefnd efndi til blaðamannafundar, og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.