Tíminn - 31.12.1975, Blaðsíða 29

Tíminn - 31.12.1975, Blaðsíða 29
Miðvikudagur 31. desember 1975. TÍMINN 29 ERLEND FRÉTTAGETRAUN c) Nýlega undirritað viðskipta- samning við Súdan. d) Fengið sér sundsprett i sund- laug keisarahallarinnar. 18) Bandarisk stútka Lynnie Alice Fromme komst á siður allra heimsblaðanna i byrjun september. Astæðan var að hún: a) Trúlofaðist syni Fords forseta b) Sagði skilið við son Fords for- seta c) Reyndi að myrða Ford forseta í Sacramento d) Sagðist eiga barn með syni Fords forseta. 19) Tvö þúsund manns fórust i Tyrklandi i september. Astæðan var: a) Arás Grikkja á Tyrkland. b) Jarðsig skammt utan við Ankara. c) Jarðskjálftar i suðaustur Tyrklandi d) Bandarikjamenn skipulögðu hefndaraðgerðir vegna lokunar bandarisku herstöðvanna i Tyrklandi. 20) Gifurleg mótmælaalda reis upp gegn stjórn Francos á Spáni i septembermánuði. Astæðan var: a) Stjórnin lét taka fimm skæru- liða af lifi. b) Franco neitaði að vikja fyrir Jóhanni Karli. c) Spænska stjórnin kallaði heim alla sendiherra sina. d) Franco lýsti þvi yfir, að tekið yrði fyrir allar sólarferðir til Spánar i framtiðinni. 21) Arsþing brezka ihalds- flokksins var háð i febrúar- mánuði. Úrslit við leiðtogakjör komu mjög á óvart. Astæðan var: a) Heath var endurkjörinn með miklum meirihluta atkvæða. b) Heath sagði sig úr flokknum. c) Kona var kjörin leiðtogi flokksins. 22) Ný stjórn var mynduð i Pan- mörku i febrúar. Forsætis- ráðherra hennar varð: a) Pauí Hartling b) Anker Jörgensen. c) Karl Skytte d) Mogens Glistrup. 23) Kona var kjórin forseti Norðurlandaráðs á fundi ráðsins, sem haldinn var i Reykjavik i febrúar. Hún heitir: a) Marjatta Vaananen frá Finnlandi. b) Ragnhildur Helgadóttir. c) Geirþrúður Bernhöft. d) Auður Auðuns. 24) í mai urðu straumhvörf i styrjöldinni i Vietnam. a) Kinverjar sendu herlið til landsins og tóku höfuðborgina, og treystu þannig vigstöðu sina mjög. b) Her Saigon stjórnarinnar gafst upp. c) Saigon stjórnin vann stórsigur i baráttunni við þjóðfrelsis- fylkinguna. d) Saigon stjórnin og þjóðfrelsis- fylkingin tóku höndum saman og ráku herlið Bandarikja- manna úr landi brott. 25) Svissneskir bankar létu reikna meðaitekjur i heiminum. Hæstar voru þær: a) A tslandi b) 1 Bandarikjunum c) t Sviþjóð d) t Kuwait. 26) Bandariska skipið Mayaguez var fært til hafnar i Kambódiu. Málinu lyktaði þannig, að: a) Skipið sökk i höfninni i Kambodiu og áhöfnin drukknaði. b) Skipinu var sleppt. c) Skipið strauk frá Kambódiu i skjóli nætur. d) Bandariskar hersveitir frelsuðu farið og áhöfn þess með snöggri og óvæntri árás. 27) Svoboda Tékkóslovakiuforseti lct af embætti. Við tók: a) Alexander Dubcheck, 3. mynd. Maðurinn, sem sést hér um. Hann heitir? b) Gustav Husak. c) Anatoli Karpov. d) Nikolai Kropokov. 28) Bratteli, forsætisráðherra Norðmanna, ýsti þvi yfir, að hann myndi láta af forsætis- ráðherraembættinu um ára- mótin: Jafnframt var tilkynnt, að við tæki: a) Per Borten. b) Odvar Nordli. c) Knut Frydenlud. d) Rolf Wesenlund. 29) Rússneski skákmaðurinn Anatoli Karpov var útnefndur heimsmeistari i skák. Astæðan var: a) Hann sigraði Robert Fischer i öllum einvigisskákunum. b) Fischer gaf siðustu skákina og tapaði þar með. c) Fischer hirti ekki um að tilkynna, hvort hann ætlaði að heyja einvigi vib Karpov um titilinn. d) Fischer neitaði að tefla við enn einn Rússann, eins og hann orðaði það. 30) Herinn og stjórnmála- flokkarnir i Portúgal gerðu með sér samkomulag þess efnis, að: a) Hernum yrði veitt alræðisvald i landinu næstu 3-5 árin. b) Kommúnistaflokkur lahdsins yrði útilokaður frá frekari þátt- töku i stjórnmálum Portúgals. c) Spinola yrði tafarlaust tekinn af lifi, kæmi hann aftur til Portúgals. d) Herinn skipti sér framvegis ekki af þróun stjórnmála i landinu. 31. Veruleg breyting var gerð á stjórnmálastöðu Shelepins, leiðtoga sovézku verkalýðssam- takanna: a) Honum var vikið úr embætti leiðtoga verkalýðssam- takanna. b) Honum var vikið úr flokksráði kommúnistaflokksins. c) Hann var gerður að aðstoðar- aðalritara kommúnista- flokksins. d) Hann var séndur i útlegð til Siberiu. 32) Ilinir rauðu Khmerar náðu völdum i Kambódiu i april.Þá var útnefndur sem þjóðhöfðingi landsins: a) Kieu Samphan. b) Sihanouk prins. c) Phnom Phenh. d) Long Boret. 33) Atlaga var gerð að vestur- þýzka sendiráðinu i Stokkhólmi i april. Tveir sendiráðsstarfsmenn biðu þá bana. Þar voru að verki: a) tslenzkir námsmenn i hjóla með konu siiiní, gegnir valdamikilli stöðu i Bandarikjun Stokkhólmi að mótmæla yfir- gangi Vestur-Þjóðverja á grálúðumiðunum úti fyrir Vestfjörðum. b) Félagar Baader-Meinhof sam- takanna. c) Sænskir stúdentar. d) Þýzkir gyðingar. 34) Kpsningar l'óru fram i Portú- gal I april. Mest fylgi hlaut: a) Sósialistaflokkur Mario Soares. b) Miðdemókrataflokkurinn PPD. c) Kommúnistaflokkurinn. d) Konungssinnar. 35) Friðarverðlaun Nóbels 1975 hlaut: a) Kalevi Sorsa. b) Andrei Sakharov. c) Hektor Kantorowithch. d) Mario Soares. 36) 350 þúsund Marokkómenn voru sendir inn i spænsku Sahara, til að undirstrika kröfur Marokkó um tilkall til yfirráða yfir land- svæðinu. Þeir höfðu að vopni: a) Vélbyssur og skriðdreka b) Bibliuna. c) Kóraninn. d) Kommúnistaávarpið. 37) Akæran á hendur Indiru Gandhi fyrir kosningasvik var til lykta leidd með þvi aö: a) Hún var send úr landi. b) Sýknuð. c) Sakfelld. d) Svipt kosningrétti og kjörgengi. 38) Erfiðlega gekk að undirbúa orkuráðstefnuna, scni haldin var i Paris I þessum mánuði. Astæðan var m.a.: a) Bretar vildu ekki sitja við sama borð og Kuwaitmenn b) Bretar neituðu, að eiga aöild að sendinefnd EBE rikjanna og kröföust sjálfstæðrar aðildar að ráðstefnunni. c) Bretar vildu fá helmingi lengri ræðutima heldur en fulltrúa EBE haföi verið úthlutað. d) Bretar lýstu þvi yfir að þýðingarlaust væri að halda ráðstefnu sem þessa, þar sem orkulindir heimsins væru senn á þrotum. 39) Ford Bandarikjaforseti fór til Kina i desember. Ferð hans þangað lauk þannig, að;. a) Ford rauk heim i fússi. b) Engin sameiginleg yfirlýsing var gefin út i lok heimsóknar- innar. c) Samkomulag tókst um, að sent yrði lið kinverskra borðtennis- spilara til Bandarikjanna, til að þjálfa bandariska lands- liðið. d) Mao lýsti Ford sem einum mesta stjórnvitringi vorra daga i viðtali við bandariskan blaðamann. 40) Er Franco þjóðarleiðtogi Spánar lézt, tók við æðstu völdum á Spáni: a) Jóhann Karl (Juan Carlos) b) Carlos Arias Navarro. c). Fernando Miranda. d) Don Juan. Svör á bls. 36 Jl. mynd. Maðurinn á myndinni lenti i árekstri og hleypur skelfdur út úr bifreið sinni. Hver er hann?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.