Tíminn - 31.12.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 31.12.1975, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 31. desember 1975. TÍMINN 15 INNLENDUR FRETTAANNALL 1975 keppni Evrópu i Monopoly var háð i Reykjavik. 50-60 erlendir fréttamenn komu til landsins til að fylgjast með keppninni. Varmahliðarskóli i Skagafirði vigður. Kjaradeilu BSRB visað til kjaradóms. öld liðin siðan fyrsti hreppsnefndarfundurinn var haldinn á Seltjarnarnesi. Maður ferst i bilslysi á Tálknafirði, Kona verður fyrir bil skammt frá Akureyri og deyr'. Stúlka lendir i bifreiðar- slysi á Húsavik og lést nokkru siðar. Maður verður fyrir bil á Kleppsvegi og lézt. Desember Þrir Ólafsfirðingar urðu skip- reika i fjóra sólarhringa i Héðins- firði. Höfðu þeir farið þangað til að sækja kindur. Plastbát, sem þeir notuðu til að ferja kindurnar um borð i stóra bátinn, hvolfdi og komust mennirnir tveir, sem i bátnum voru með erfiðismunum i land. Sá þriðji var i landi hjá fénu. Tveir, sem i stóra bátnum voru fóru til Ölafsfjarðar en kom ust ekki til að bjarga hinum fyrr en eftir 4 sólarhringa. fbúðarhús á Tálknafirði brennur til kaldra kola. Hjón með þrjú börn sluppu naumlega. Skorið var aftan úr brezkum tog- ara þrátt fyrir yernd herskipa og dráttarbáta. Brezkur blaðamaður fer i leyfis- leysi i land en er sendur til baka. Hert á skilyrðum um að Bretar fái að koma hingað i neyðartilvik- im^k Alvarlegasti atburður land- helgisstrlðsins var ásigling brezkra dráttarbáta á Varð- skipið Þór i mynni Seyðisfjarð- ar. Myndin sýnir Lloydsman sigla á l'ór. islendingar kærðu ásiglingarnar fyrir öryggisráði S.Þ.. «fs . ' * 'i ...-i-----•-*' i ; flfjl IfjS? .—_ ; 21 árs stúlka lézt i Keflavík eftir átök við pilt. Skuttogarinn Baldur, sem nota á til landhelgisgæzlu kemur úr við- gerð i Póllandi, en vinnubrögð þar slik, að skipið reynist ónot- hæft án talsverðra lagfæringa. Fulltrúar ASl og vinnuveitenda ræðast við hjá sáttasemjara. Ræða við rikisstjórnina. Bein tilraun til manndráps á mið- unum fyrir austan. Þór kemur að þremur dráttarbátum i mynni Seyðisfjarðar. Ætlaði að stugga þeim út fyrir landhelgi, en þá hófu dráttarbátarnir ásiglinga- tilraunir. Lloydsman sigldi tvi- vegis á Þór og skemmdi hann töluvert. Hætti ekki ásiglinga- tilraunum fyrr en skotið hafði verið föstu skoti. Atburðirnir gerðust langt innan landhelginn- ar, 1,9 sjómilur frá landi. Rikissaksóknari krefst saka- dómsrannsóknar á þvi hvort bankastjórar Alþýðubankans séu sekir um lögbrot vegna lánveit- inga sinna. Einar Agústsson ákærir Breta fyrir árás innan isl. lögsögu á ráðherrafundi Atlantshafsbanda- lagsins. 2,7 kg. af hassi og 1200 gr. plata af einhverju torkennilegu efni fund- ust við leit i bifreið, sem verið var að flytja til landsins. Banaslys á Reykjanesbraut. Maður fyrir bíl. Fulltrúar 6 stjórnmálafélaga ungra manna i Reykjavik ganga á fund forsætisráðherra með kröfur um, að ekki verði stunduð rányrkja á Islandsmiðum, að stjórnmálasambandi við Breta verði slitið og að aðild íslands að NATO vegna atburðanna á mið- unum verði eVidurskoðuð. Fjárhagsstaða 5 aðila i athugun. Skuldir 8 aðila við Alþýðubank- ann Ur hófi fram segir Seðlabank- •inn. Hafis i mynni önundarfjarðar og Súgandafjarðar. Þrir menn i gæzlu vegna fikni- efnamálsins. Ekið á mann á Hnifsdalsvegi og hann bíður bana. Islendingar kæra ásiglingarnar til Oryggisráðsins. Maðurinn, sem stal skartgripun- um fundinn, síbrotamaður i varð- hald. Hjón og 3 börn sleppa naumlega úr eldsvoða á Akranesi. Ibúðarhúsið Vesturgata 115 eyði- leggst. Óðinn eltur af 10 togurum og dráttarbát. Samkomulag næst i Kjarvals- staðadeilunni og hafa listamenn meirihluta i listráði hússins. Tvö ungmenni drukknuðu, er bill rann út af bryggju við Sundahöfn. Maður lézt eftir drykkju um borð i skuttogaranum Bjarna Bene- diktssyni. Bretar mættu ekki við sjóprófin út af ásiglingu dráttarbátanna á Þór i mynni Seyðisfjarðar. Saksóknari hefur krafizt rannsóknar á hlut bankaráðs Alþýðubankans i viðskiptum bankans og sjö viðskiptaaðila og skal rannsóknin vera hliðstæð rannsókn, sem áður hefur verið sett i gang á viðskiptum eins fyrirtækis og hlut bankastjóra bankans. 1 Bretlandi kom fram hugmynd um vopnahlé i landhelgisstriðinu meðan Geir Hallgrimsson og Wilson ræddust við. Geir Hallgrimsson tók ekki undir þessa hugmynd. Um 20 brezkir togarar voru á íslandsmiðum um jólin. Gos hófst i Leirhnjúk við Kröflu. Varð gosið litið, en jarðskjálftar hafa siðan herjað á Norðaustur- landi yfir hátiðarnar. Landsig urðu á nokkrum stöðum og yfir- borð vatns á Mývatni breyttist. Jólahátiðin gekk friðsamlega fyrir sig til lands og sjávar, en vart voru jólin um garð gengin er brezka freigátan Andrómeda sigldi á varðskipið Tý út af Aust- fjörðum.Hafis lagðistað landi og lokaði siglingaleiðinni fyrir Horn. Stórtjón varð á Eyrarbakka og víðar í ofsaveðri, sem gekk yfir suðurströndina aðfaranótt 3ja ndvember. Timamynd: Róbert. Hvao er þér minnisstæoast á árinu 1975? Sigurður Linnet, skólanemi: I heild fannst mér árið frekar slæmt og veldur þvi helzt leið- inleg vinna, sem ég hafði i sumar, en ég vann hjá siman- um. Mér hefur gengið ágæt- lega i skólanum á árinu, en annars man ég ekki eftir neinu sérstöku. um. Svar við gróflegri misnotkun að undanförnu. Skorið aftan úr brezkum togara. Æði rann á herskipsstjórann og reyndi hann hvað eftir annað aft sigla á varðskipið Þór. Varðskipið Óðinn kominn heim eftir breytingar, sem gerðar voru á skipinu i Danmörku. Ægir og Þór skáru á togvira brezkra togara og Lloydsman sigldi á Þór. Ekki teljandi skemmdir. Arvakur sker á togvira og nær vörpunni, sem reyndist vera klædd. Ferðaskrifstofuleyfi Sunnu aftur- kallað. Glórulaust ofstæki Seðla- bankans segir Guðni Þórðarson forstjóri. Bankaeftirlit Seðla- bankans rannsakar viðskipti Al- þýðubankans við Sunnu. 69 hringum stolið — að verðmæti um 2 millj. kr. úr skartgripa- verzlun Skólavörðustig 21 a. Stórtjón I Neskaupstað i óveðri. Skemmdir á uppfyllingu Hafnar- brautarinnar og járnplötur fuku af húsþökum. rasissr-^ Varðskipinu Arvakri tókst að ná vörpu brezks togara og reyndist hún ólöglega klædd. Tíma- njynd: Gunnar. Fjórir ungir menn voru hand- teknir og úrskurðaðir i gæzlu- varðhaldsvist, grunaðir um að vera valdir aö hvarfi manns er tyndist iyrir tveim árum. og ekk- ert hefur komið fram um hvarf hans. þar til nti að lögreglan i Keykjaviksegist hafa rökstuddan grun um að'maðurinn hafi látizt af^nannavöldum. (M.ó.tóksaman). Skömmu fyrir jólin kom upp eldgos i Leihnjúk við Kröflu. Timamvnd: Gunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.