Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.11.2005, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 10.11.2005, Qupperneq 4
4 10. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR STÓRIÐJA Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, gerði fregnir af hugsanlegum álvers- framkvæmdum á þremur stöðum á landinu að umtalsefni í upphafi þingfundar í gær. „Í undirbúningi eru að minnsta kosti þrjú álver hér á landi með þátttöku stjórnvalda.“ Hann vísaði til fregna um að Umhverfisstofnun hefði úthlutað Alcan í Straumsvík starfsleyfi fyrir 260 þúsund tonna fram- leiðsluaukningu á ári. Í öðru lagi hefðu landeigendur og Landsvirkjun undirritað samn- inga um undirbúning virkjana á Norðausturlandi fyrir allt að 200 þúsund tonna álframleiðslu á ári. Í þriðja lagi væri um að ræða fregnir af samningi milli Norður- áls, Fjárfestingastofunnar og Reykjanesbæjar um allt að 250 þúsund tonna álver í Helguvík. „Þetta eru þrjú verkefni sem öll eru í gangi samhliða og gætu öll farið af stað innan eins til þriggja ára.“ Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra sagði að öll þessi mál væru á umræðu- og undirbún- ingsstigi og ekkert nýtt af þeim að frétta. Hann bað vinstri græna um að útiloka ekki fyrirfram eina framleiðslugrein. „Það er alveg eins og þeir vilji bara banna ákveð- in trúarbrögð hér á landi. Menn verði bara að hafa eina trú og enginn megi segja neitt annað.“ - jh Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18. Opið virka daga: 10-18 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 ALCAN ÁLVERIÐ Í STRAUMSVÍK Vinstri grænir telja stjórnvöld haldin álæði. Vinstri grænir á Alþingi bregðast hart við fréttum af frekari undirbúningi áliðju: Ríkisstjórnin haldin álæði STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON FRAKKLAND, AP Óöldina í innflytj- endahverfum franskra borga tók að dvína í gær. En þó voru yfir 600 bílar brenndir í fyrrinótt og skemmdarvargar létu útgöngu- bann ekki aftra sér frá því að rústa verslanir, dagblaðadreifing- armiðstöð og jarðlestarstöð. Neyðarástandið sem ríkis- stjórnin lýsti yfir til að unnt væri að setja á útgöngubann í þeim sveitarfélögum þar sem óeirða- seggir hafa haft sig mest í frammi, tók gildi á miðnætti í fyrrakvöld. Neyðarástandið verður í gildi í tólf daga en þingið getur ákveðið að framlengja það. Um miðjan dag í gær höfðu þó aðeins fáein sveitarfélög og héraðs- stjórnir ákveðið að beita þessari heimild, þar á meðal Amiens í Norður-Frakklandi, Orleans og Savigny-sur-Orge í miðhluta landsins, sem og Essonne-hérað suður af París. Bannið gilti þó aðeins um ungmenni 16 ára og yngri, sem ekki mega vera á ferli utandyra eftir myrkur nema í fylgd með fullorðnum. Nærri því þrír af hverjum fjór- um svarenda í viðhorfskönnun sem gerð var á vegum dagblaðs- ins Le Parisien sögðust styðja setningu útgöngubanns. Að sögn lögreglu voru 617 bílar brenndir í fyrrinótt, sem er nærri helmingi færri en nótt- ina þar áður. Óeirðaseggir létu að sér kveða í alls 116 bæjum, en nóttina áður var tilkynnt um slíkt í 226 bæjum. 280 manns voru handteknir, en þar með var fjöldi handtekinna kominn í 1.830 alls frá því að óeirðaaldan hófst fyrir tveim vikum í kjölfar slysa- dauða tveggja unglinga af norður- afrískum uppruna. „Handtökurnar eru greinilega að sýna árangur,“ sagði Franck Louvrier, talsmaður innanríkis- ráðuneytisins. Betur mætti þó ef duga skyldi. Þeir sem brjóta útgöngubannið þar sem það er í gildi eiga allt að tveggja mánaða fangelsi yfir höfði sér og 3.750 evra sekt, andvirði 270.000 króna. audunn@frettabladid.is FRÁ EVREUX Slökkviliðsmenn standa við búð í bænum Evreux í Mið-Frakklandi sem óeirðaseggir rústuðu og kveiktu í. Útgöngubann tók gildi í bæjarhlutanum La Madeleine í fyrrakvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Útgöngubanni óvíða beitt í Frakklandi Heldur tók að draga úr óöldinni í frönskum borgum í gær, daginn eftir að ríkis- stjórnin lýsti yfir neyðarástandi svo setja mætti útgöngubann í óeirðabæjum. Tvær vikur eru frá því óeirðirnar hófust í innflytjendahverfum norður af París. DÝRALÍF Mýs eru komnar upp á lag með að naga sig í gegnum plastið sem bændur nota utan um hey- rúllur. Þá eru dæmi um að mýsnar geri sér bú inni í rúllunum. Hjalti Guðmundsson, mein- dýraeyðir við Eyjafjörð, greinir jafnframt frá því í Bændablaðinu að mýs eigi það til að safna eitri, sem lagt hefur verið fyrir þær, í stað þess að éta það. Safna þær eitrinu í eins konar forðabúr inni í heyrúllunum, en það getur reynst öðrum skepnum hættulegt ef þær éta það. ■ Gáfaðar mýs: Safna eitri í heyrúllum UMFERÐARSLYS Ung kona tvíbrotn- aði á fæti þegar bifreið hennar rann í veg fyrir rútubíl á þjóðveg- inum skammt frá Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi, þannig að bílarnir skullu harkalega saman. Konan var fyrst flutt á sjúkra- húsið í Stykkishólmi en þaðan með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann þar sem gert var að meiðslum hennar. Einn farþegi í rútubílnum meiddist lítillega. Bíll konunnar er ónýtur og rútan mikið skemmd. ■ Bílslys á Snæfellsnesi: Þyrla sótti konu eftir árekstur PAKISTAN, AP Manntjón af völdum jarðskjálftans mikla sem varð fyrir réttum mánuði í norðan- verðu Pakistan er nú talið vera mun meira en áður var áætlað. Samkvæmt mati sem unnið var á vegum Alþjóðabankans og Þró- unarbanka Asíu fórust yfir 87.000 manns í hamförunum, en það er um 13.000 fleiri en opinbert mat pakistanskra yfirvalda. Vonir standa þó til að björgunar- aðgerðir muni hindra frekara manntjón nú þegar vetur sverfur að. Áberandi þykir þó hve neyðar- aðstoð alþjóðasamfélagsins hefur skilað sér verr eftir þessar ham- farir en þær sem urðu í kringum Indlandshaf í fyrra. ■ Jarðskjálftinn í Pakistan: Meira en 87.000 fórust HJÁLPARGÖGN BORIN Pakistanar bera hjálpargögn upp fjallsstíg á hamfara- svæðinu í Kasmír. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 09.11.2005 Gengisvísitala krónunnar 61,42 61,72 106,81 107,33 72,22 72,62 9,676 9,732 9,274 9,328 7,549 7,593 0,5226 0,5256 87,66 88,18 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 102,1183 AMMAN, AP Í það minnsta 23 fórust í þremur sjálfsmorðssprengju- árásum sem gerðar voru nánast samtímis í Amman, höfuðborg Jórdaníu, í gær. Árásirnar voru gerðar um kvöldmatarleytið að íslenskum tíma við þrjú hótel, Grand Hyatt, Radisson SAS og Days Inn, en ferðamenn og erindrekar frá Vesturlöndum eru jafnan í meiri- hluta gesta hótelanna. 120 manns slösuðust í tilræðunum. Enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér en jórdanska lögregl- an telur að al-Kaída hafi staðið fyrir tilræðunum. ■ Þreföld sjálfsmorðsárás: Á annan tug beið bana FRÁ GRAND HYATT Auk þeirra 23 sem létust slösuðust 120 manns í tilræðunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.