Fréttablaðið - 10.11.2005, Síða 1

Fréttablaðið - 10.11.2005, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 FIMMTUDAGUR 10. nóvember 2005 — 304. tölublað — 5. árgangur ����� ��������� ��������� ������������ ����� ����������������� ��������������������������� ���������������� Nýtt kortatím abil í BTTÓMAS R. EINARSSON Gamlar buxur og bleikar skyrtur • tíska • heimili • heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS Það var lagið Hvaða lag myndi Jón Ásgeir syngja ef hann gæfi út Karókí-plötu? FÓLK 54-55 JÓHANN JÓHANNSSON Fílharmoníusveitin í Prag kom að góðum notum Ný íslensk mynd frumsýnd um jólin FÓLK 66 VEÐRIÐ Í DAG Elskar mat og ferðalög Áslaug Snorradóttir notar mikið af ferskum krydd- jurtum í matargerð og sleppir öllu salti. MATUR 52 VÍÐAST RIGNING EÐA skúrir í dag. Dregur úr vætu syðra þegar líður á daginn. Rigning eða slydda norðan- lands í kvöld. Hiti 3-6 stig í dag en kólnar nokkuð í kvöld. VEÐUR 38 Leikhús í álögum „Fjárveitingarvaldið virðist ekki gera sér fulla grein fyrir því, að blómleg menning borgar sig, þótt hún þurfi meðgjöf,“ segir Þorvaldur Gylfason. Í DAG 30 63% 39% Innkaupastjórar heimilanna kjósa Fréttablaðið! *Lestur á fimmtudegi samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í september 2005. LESTUR MEÐAL KVENNA 20-40 ÁRA Grindavík borgar ekki krónu Knattspyrnudeild Grindavíkur ber engan kostnað af komu Jóhanns Þór- hallsonar til félagsins eða veru hans hjá því næstu ár. Laun hans eru greidd af útgerðarfyrirtækinu Stakkavör. ÍÞRÓTTIR 78 HJÁLMAR JÓNSSON DÓMKIRKJUPRESTUR Hann segir velferðarkerfið öryggisnet sem ekki geti komið í stað náungakærleiks. DAUÐSFÖLL „Þetta er harmleikur. Við hljótum að hugsa til ýmissa sem eru einir. Þessi einmana- leiki er löngu kominn til sögunn- ar þegar þetta gerist,“ segir séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprest- ur. Um síðustu helgi fundust tvær konur látnar á heimilum sínum í Reykjavík. Önnur þeirra hafði verið látin í allt að þrjár vikur og hin í að min- nsta kosti tíu daga áður en þær fundust. Þær voru 78 ára og 61 árs og bjuggu báðar einar í fjölbýlis- húsum. Í báðum tilvikum var það nálykt sem vakti undrun og eftir- grennslan. Hjálmar telur að nú sé hægt að spyrja sig hvort viðhorf fólks til náunga síns hafi breyst. „Þá þurfum við líka að vera á verði gagnvart því,“ segir Hjálmar. Aðstandandi eldri konunnar segir að þegar fólk er orðið full- orðið og veikt þá eigi ekki að hlus- ta á það þó að það vilji ekki að haft sé eftirlit með því. Konan hafði ekki viljað eiga samskipti við fjö- skyldu sína um árabil. „Ég held að það hljóti allir að finna til ábyrgðar sinnar þegar fréttir berast af svona atburðum. Það hljóta allir að finna til óþæg- inda innra með sér. Það er ekki eðlilegur maður sem ekki tekur það nærri sér þegar svona gerist,“ segir séra Hjálmar. Hann segir að hversu vel sem hægt sé að útbúa velferðarkerfið þá taki það aldrei alfarið við hlutverki náungakær- leiksins. „Við eigum að gæta bræ- ðra okkar.“ Lögregluyfirvöld treysta sér ekki til þess að leggja mat á hvort um aukningu af tilfellum sem þessum sé að ræða, jafnvel þótt stutt sé síðan samskonar atvik komst í hámæli. Í lok september var meðal ann- ars greint frá máli Franz Stavars- sonar en hann lá örendur í íbúð sinni í tvær vikur áður en hann fannst. - saj Tvær konur fundust látnar Tvær eldri konur fundust látnar á heimilum sínum í Reykjavík um síðustu helgi. Önnur hafði verið látin í tíu daga en hin í þrjár vikur. Dómkirkjuprestur segir að það hljóti allir að finna til ábyrgðar sinnar þegar svona gerist. Hann spyr hvort viðhorf til náungans hafi breyst og segir að allir hljóti að finna til.ábyrgðar. BRETLAND Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, varð fyrir miklu áfalli í gær þegar neðri deild breska þingsins felldi frumvarp ríkisstjórnarinnar um varnir gegn hryðjuverkum. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórnarfrumvarp er fellt í forsætisráðherratíð hans en þó er ekki talið að hann þurfi að segja af sér vegna málsins. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir að lögregla gæti haldið grunuðum hermdarverkamönnum í allt að níutíu daga án þess að birta þeim ákæru. Við það gátu 49 þingmenn Verkamannaflokksins ekki fellt sig við og því greiddu 322 þing- menn atkvæði gegn frumvarpinu en 291 studdi það. Ekki er talið að Blair verði knúinn til afsagnar vegna ósigursins í gær en staða hans hefur þó veikst mikið. Michael Howard, leiðtogi íhaldsmanna, sagði að Blair væri hollast að segja af sér. Blair var að vonum ósáttur við lyktir málsins en sagði að betra væri að „breyta rétt og tapa heldur en að gera það sem rangt er og sigra.“ - shg Hryðjuverkafrumvarpið fellt: Blair hvattur til afsagnar VÖRÐUR VIÐ WESTMINSTER Ströng öryggisgæsla var að venju við breska þingið í gærkvöld þegar atkvæðagreiðslan um hryðjuverkafrum- varpið fór fram. Þrátt fyrir málamiðlanir stjórnarinnar voru of margir þingmenn Verkamannaflokksins því andsnúnir og því fór sem fór. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLA Kona vopnuð byssu reyndi að ræna leigubílstjóra við Grensásveg skömmu fyrir klukk- an átta í gærkvöld. Leigubílstjór- inn náði að yfirbuga konuna, sem hann telur vera rúmlega þrítuga, og hélt henni þar til lögreglan kom og handtók hana. „Ég tók konuna upp í bílinn fyrir utan Nordica hótel,“ segir leigubílstjórinn. „Hún bað mig að keyra sig að sólbaðsstofu við Grensásveg og þegar við komum þangað bað hún mig að leggja bílnum á bílaplaninu. Þá spyr hún hvort ég eigi einhverja skipti- mynt. Ég játaði því. Þá spurði hún hvort hún mætti ekki gera mér einhvern kynferðislegan greiða í skiptum fyrir peninga. Ég harð- neitaði því.“ Leigubílstjórinn segir að eftir að hann hafi neitað hafi hún skyndilega breytt um tón og sagt að þetta væri vopnað rán. „Hún hafði aðra höndina allan tímann í vasanum og skyndilega sá ég glytta í byssu. Ósjálfrátt tók ég í höndina á henni og náði af henni byssunni. Ég hringdi strax í lögregluna en hélt konunni í bíln- um. Eftir tuttugu mínútur komu nokkrir lögreglubílar og sérsveit- armenn. Í kallkerfi var konan beðin um að stíga út og leggjast á jörðina. Því næst var hún hand- tekin.“ Leigubílstjórinn segist hafa orðið reiður því á meðan hann hafi beðið eftir lögreglunni hafi þau rætt saman. Hún hafði verið gráti næst, sagst eiga son og þau ættu mjög erfitt. „Ég lofaði henni að það yrðu engin læti. Ég var með lögregluna í símanum allan tímann þannig að hún vissi hvað fór okkar á milli.“ - th Sérsveitin kölluð út þegar kona reyndi að ræna leigubílstjóra við Grensásveg: Beindi byssu að bílstjóranum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.