Fréttablaðið - 10.11.2005, Síða 10

Fréttablaðið - 10.11.2005, Síða 10
 10. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR Notkunarsvi›: Paratabs inniheldur parasetamól sem er verkjastillandi og hitalækkandi lyf. fia› er nota› vi› höfu›verk, tannpínu, tí›averkjum o.fl. Einnig vi› sótthita af völdum inflúensu og annarra umgangspesta eins og kvefs. Lyfi› inniheldur ekki ávanabindandi efni og hefur ekki sljóvgandi áhrif. Varú›arreglur: Fólk sem hefur ofnæmi fyrir parasetamóli e›a er me› lifrarsjúkdóma má ekki nota lyfi›. N‡rna- og lifrarsjúklingum er bent á a› rá›færa sig vi› lækni á›ur en fleir taka lyfi›. Of stór skammtur getur valdi› lifrarbólgu. Aukaverkanir: Parasetamól veldur sjaldan aukaverkunum og flolist yfirleitt vel í maga. Langvarandi notkun lyfsins getur valdi› n‡rnaskemmdum. Skömmtun: Nákvæmar lei›beiningar um skömmtun fylgja lyfinu. Ekki má taka stærri skammta en mælt er me›. Lesi› vandlega lei›beiningar sem fylgja lyfinu. 13.07.05 Paratabs®– Öflugur verkjabani! 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Verjandi myrtur Verjanda í mála- ferlunum gegn Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, var banað og annar særður þegar skotið var á bíl þeirra í Bagdad í vikunni. Mennirnir voru verjendur samstarfsmanna Saddams en tæpur mánuður er síðan starfsbróðir þeirra var skotinn til bana. Hermenn ákærðir Fimm banda- rískir hermenn hafa verið ákærðir fyrir að beita íraska fanga harðræði en frá þessu greindi Bandaríkjaher í fyrradag. Fimmmenningarnir eiga að hafa kýlt og sparkað í menn sem biðu þess að verða fluttir í fangelsi í landinu í byrjun september. ÍRAK HEILBRIGÐISMÁL Tæplega 300 þús- und Danir þjást af hvers kyns ofnæmi vegna notkunar á algeng- um snyrtivörum á borð við sjampó og krem hvers konar. Fjölgar þeim um sex þúsund á ári hverju þar í landi sem leita sér lækninga vegna útbrota eða annars konar kvilla sem skýrast að flestu eða öllu leyti af notkun á snyrti- vörum. Þykir málið alvarlegt enda þurfa flestir sem ofnæmið fá að búa við það ævilangt. Talsverðu fé hefur verið eytt í rannsóknir á ofnæmi meðal Dana en það er formlega orðinn samfélagssjúkdómur og hyggjast stjórnvöld leggja meiri áherslu en áður á að sporna við áframhaldandi þróun. Verður það meðal annars gert með útgáfu kynningarefnis til handa almenningi enda kostar sjúk- dómurinn danskt samfélag fleiri tugi milljóna króna hvert ár. ■ Danskir vísindamenn segja ofnæmi samfélagssjúkdóm: Ofnæmi kostar tugi milljóna OFNÆMI Sjúkdómurinn hrjáir sífellt fleiri í hinum vestræna heimi og rannsóknir benda til að venjulegar snyrtivörur geti haft talsverð áhrif þar á. ÞÝSKALANDI, AP Venusarhraðlest- inni, ómönnuðu evrópsku geim- fari, var í gær skotið frá Baikonur í Kasakstan áleiðis til Venusar og er áætlað að ferðalagið taki 163 daga. Tilgangur fararinnar er að rannsaka andrúmsloft morgun- stjörnunnar fögru en yfirborð hennar er heitara en nokkurrar annarrar reikistjörnu. Lofthjúpur Venusar er nær eingöngu úr kol- tvísýringi og þar er loftþrýstingur auk þess gífurlegur. Vísindamenn langar að vita hvers vegna Venus, sem svipar að mörgu leyti til jarð- arinnar, hafi þróast með slíkum hætti. Evrópska geimferðastofn- unin lét smíða Venusarhraðlest- ina fyrir rúma fimmtán milljarða króna en verkefnið þykir enn eitt dæmið um að yfirburðir Banda- ríkjamanna í himingeimnum séu í rénun. - shg Venusarhraðlestinni var skotið á loft í gær: Allt gekk að óskum VENUS BÍÐUR Venusarhraðlestin á fyrir höndum 350 milljón kílómetra langt ferðalag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Fangi þóttist vera fórnarlamb Lögreglan hefur handtekið fanga sem flúði af dauðadeild fangelsis í Houston í Texas þegar fellibylurinn Katrín gekk yfir. Í þann skamma tíma sem hann var frjáls nýtti hann sér góðvild annarra og þóttist vera fórnarlamb fellibylsins Katrínar. Hann sagðist hafa misst allt sitt og þáði mat og föt frá hjálparstarfsfólki. Maður- inn, sem er 35 ára gamall, var dæmdur til dauða árið 1999 fyrir að hafa myrt fyrrum kærustu sína og kærasta hennar. BANDARÍKIN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.