Fréttablaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 46
[ ] Göran Kristófer ætlar að hjálpa Íslendingum að hlaða batteríin og kenna þeim að slaka á. Göran Kristófer er yfirþjálfari á Nordica Spa. Hann er ættaður frá Serbíu en hefur verið búsett- ur hérlendis síðan 1989 og unnið þarft starf að heilsuræktarmálum Íslendinga. Nú hefur hann brydd- að upp á nýjung í heilsuræktar- málum sem hefur þegar vakið mikla athygli og áhuga. „Ég hef staðið fyrir námskeiðum um heilsurækt, hvernig á að verða sterkari, heilbrigðari og orkumeiri og koma sér upp hollari lífshátt- um,“ segir Göran þegar hann er spurður um hvað hvatti hann til nýjunga. „Fólk hefur sýnt þess- um námskeiðum mikinn áhuga og þess vegna langaði mig til að prófa að útfæra hugmyndina aðeins og standa fyrir lífrænni heilsuhelgi. Hugmyndin er að fara með fólk á föstudagseftirmiðdegi á hótel til- tölulega skammt fyrir utan bæinn þar sem verður ekkert sjónvarp, bannað að svara í síma, eingöngu lífrænt ræktaður matur á boðstól- um en mjög góður samt og svo fyrirlestrar og fjölbreytt líkams- þjálfun, hugleiðsla, jóga og göngu- ferðir.“ Með Göran verða tveir aðrir kennarar en í hópnum eiga ekki að vera fleiri en 15 manns. Göran lofar því að fólk finni mun á sér eftir einn sólarhring. „Ég hef haft þessa hugmynd í langan tíma en ekki látið verða af því að fram- kvæma hana fyrr en núna. Og ekki seinna vænna þar sem hraðinn í samfélaginu verður alltaf meiri og meiri og Íslendingar alltaf stress- aðri og stressaðri.“ Fyrsta nám- skeiðið hefst 17. nóvember og það næsta fyrstu helgina í desember. Hægt er að fá upplýsingar í síma 847 2411. Fólk kemur heim aftur á sunnudegi en Göran sleppir ekki hendinni af námskeiðsförum alveg strax. „Allir fá með sér fjögurra vikna matar og æfingaáætlun. Ég vona að fólk nái að hlaða batter- íin og slaka á.“ Og það er hægt að hugsa sér margt vitlausara í miðju jólastressinu en lífræna heilsu- helgi utan við bæinn. ■ Lífræn heilsuhelgi fyrir utan bæinn Tvö ný krabbameinsfélög taka til starfa á Vesturlandi. Tvö krabbameinsfélög hafa tekið til starfa á ný eftir langt hlé. Krabba- meinsfélag Snæfellsness var stofnað í lok september og er formaður þess Sigríður Herdís Pálsdóttir. Krabba- meinsfélag starfaði á Snæfellsnesi frá árinu 1969 í rúman áratug og hefur starfsemin nú verið tekin upp að nýju. Starfssvæði félagsins er allt Snæfellsnes. Um miðjan október var svo stofnað Krabbameinsfélag Breiðfirðinga og er formaður þess Jóna Valgerður Kristjánsdóttir. Starfssvæði félagsins er Dalasýsla og Reykhólahreppur. Sunnan við þessi félög eru virk krabbameinsfélög í Borgarnesi og á Akranesi og norðan við þau er ann- ars vegar félag í Vesturbyggð og á Tálknafirði og hins vegar Krabba- meinsfélagið Sigurvon, sem nær yfir norðanverða Vestfirði og Strandir. Krabba- meinsfélög á Vesturlandi Göran langar að hjálpa Íslendingum að losa um streitu og hlaða batteríin. Frí heimsending • Pöntunarsími: 554-6999 www.jumbo.is 100% hreinn fyrir þig smoothie ávaxtadrykkur úr pressuðum ávöxtum arka • Sími 899 2363 Gefið konunni góða gjöf sem hressir og gleður hana. Áhrifarík andlitsmeðferð sem gefur geislandi útlit. Árangur strax ! Betri en bótox ! Afsláttur á 5-10 tíma kortum í nóv. G J A F A B R É F Snyrtisetrið Húðfegrunarstofa s. 533 3100 Domus Medica, inngangur frá Snorrabraut JÓLIN KOMA !Snyrtisetrið ehf. Við mælum blóðfitu Pantaðu tíma í Lágmúla í síma 533 2308 Smáratorgi í síma 564 5600 ÁRLEGA ER BOÐIÐ UPP Á FLENSU- SPRAUTUR SEM HJÁLPA LÍKAMANUM VIÐ AÐ VINNA GEGN FLENSUSÝK- INGUM SEM BERAST Í HANN. NÝ RANNSÓKN BENDIR HINS VEGAR TIL AÐ STRESSVALDANDI ATBURÐIR GETI HAFT ÁHRIF Á VIRKNI BÆÐI ÓNÆM- ISKERFIS LÍKAMANS OG FLENSU- SPRAUTUNNAR. Rannsakendur í Birmingham-háskóla í Englandi komust að þeirri niðurstöðu að stressvaldandi atburðir í lífi fólks hefðu áhrif á viðbrögð ónæmiskerfis- ins við flensusprautu. 180 einstaklingar eldri en 65 ára tóku þátt í rannsókninni. Blóðsýni var tekið bæði fyrir og eftir sprautuna og var magn náttúrulegs mótefnis líkamans mælt. Hærra magn af náttúrulegu mótefni líkamans gerir hann hæfari til að berjast við sýkingar og sjúkdóma. Meðal þess sem kemur fram í rann- sókninni er að hamingjusamlega gift fólk hafði mun meira magn mótefnis í líkamanum en þeir sem voru minna ánægðir í hjónabandi. Þeir sem höfðu orðið fyrir ástvinamissi ári fyrir bólusetningu höfðu voru veikari fyrir flensu en þeir sem höfðu ekki gengið í gegnum slíkt áfall. Rannsóknin sýnir að fráskildir, ekklar, einstæðir og aðrir sem hafa misst ástvini eru líklegri til að fá flensu og því sérstak- lega mikilvægt fyrir þennan hóp að fá flensusprautu. John Moore-Gillion, forseti bresku lungnasamtakanna, segir marga þætti hafa áhrif á ónæmiskerfið og að rann- sóknin sýni að hugarástand sé einn þessara þátta og að nauðsynlegt sé að skilja hvernig hugur og líkami hafa áhrif á hvort annað þegar kemur að heilsu og sjúkdómum. rannsókn } Stress eykur líkur á flensu er mikilvægur fyrir heilsuna. Það er um að gera að fara snemma í rúmið að minnsta kosti nokkur kvöld í viku því langvarandi svefnleysi getur komið niður á heilsunni. Svefn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.