Fréttablaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 18
18 10. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR FRAMKVÆMDIR „Okkur er nóg boðið og ég heiti á allt réttsýnt háskólafólk að leggja okkur lið við að stöðva þau mistök sem hér er stefnt að,“ segir Gunnar Karlsson, prófessor við hugvís- indadeild Háskóla Íslands vegna fyrirhugaðs Háskólatorgs II. Hann segir fólk í Hugvísinda- deild hafa alvarlegar athugasemd- ir við hönnun torgsins. „Teikning- in á Háskólatorgi II er kannski umfram allt táknrænn gerningur, gróf yfirlýsing um að við í hugvís- indadeild séum og eigum að vera utangarðsfólk í háskólasamfélag- inu; þetta er höfnun,“ segir hann. Umrætt torg á að rísa á reitnum sem er milli húsanna Nýjagarðs og Árnagarðs en þar fer starfsemi hugvísindadeilar að mestu fram. Torgið mun tengja Odda, hús félagsvísinda-, hagfræði- og við- skiptadeildar, og Lögberg þar sem lögfræðideild hefur aðsetur sitt. „Við fögnuðum því að torgið yrði byggt á þessum stað enda töldum við að það myndi tengja húsin þar sem starfsemi okkar fer fram en þess í stað á byggingin að rísa eins og múr á milli húsa deildarinnar þvert á helstu samgönguleið hug- vísindadeildarfólks og ekki einu sinni dyr á byggingunni eiga að snúa að húsum okkar deildar,“ útskýrir Gunnar. Hann leggur til að samið verði við hönnuði og verktaka um að teikna Háskóla- torg II upp á nýtt og þá með teng- ingu við Árnagarð og Nýjagarð. Til að mæta aukakostnaði sem af því hlýst vil hann að göng sem tengja eiga Háskólatorg I og II verði tekin út enda séu þau út í hött. „Með svolitlum ýkjum má segja að þetta séu göng fyrir hag- fræðinga á barinn,“ segir Gunnar í bréfi sínu en Ingjaldur Hannibals- son, formaður bygginganefndar, er einmitt hagfræðingur. Ingjaldur segir að samkvæmt teikningunum snúi dyr að Árna- garði og Nýjagarði og svo verði gönguleiðir milli bygginganna tveggja mun greiðari en áður. Hann segir að athugasemdirnar verði sendar hönnuðum og þeim gert að koma með tillögur hvernig verða megi við þeim. Endanlegar teikningar eiga svo að liggja fyrir snemma á næsta ári. Honum þykja núverandi teikningar ekki vega að hugvísindadeild. Hann vill engu svara ummælum Gunnars um að göng milli torga séu göng fyrir hag- fræðinga á barinn. jse@frettabladid.is A u g lý si n g as to fa G u ð rú n ar Ö n n u Þín skoðun skiptir máli Nánari upplýsingar á: www.reykjavik.is Borgarstjórinn í Reykjavík Hverfafundir eru kjörið tækifæri til að koma þínum skoðunum á framfæri við borgarstjóra. Þeir eru nauðsynlegur vettvangur samskipta milli borgarstjóra og íbúa. Hverfafundir eru árviss málþing um hagsmunamál íbúa og ég vona að þú sjáir þér fært að koma og ræða málin á fundi í þínu hverfi. Komdu á hverfafund og segðu hvað þér finnst. Ágæti íbúi Vesturbær Safnaðarheimili Neskirkju í kvöld kl. 20 Næsti hverfafundur: Miðborg Mánudagur 14. nóvember kl. 20 í Ráðhúsi Reykjavíkur Borgarstjóri hlustar H V E R F A F U N D I R B O R G A R S T J Ó R A 2 0 0 5 Með bestu kveðju Telja sig utangarðs á nýju Háskólatorgi Gunnar Karlsson prófessor segir hönnun Háskólatorgs vera höfnun fyrir fólk í hugvísindadeild. Hann hvetur samstarfsmenn til aðgerða og segir fyrirhuguð göng milli háskólatorga vera göng fyrir hagfræðinga á barinn. TEIKNING AF HÁSKÓLATORGUM I OG II Göngin mynda vegg milli Árnagarðs og Nýjagarðs en tengja saman Odda og Lögberg. Á myndinni sjást göngin eins og brúngulur bjúgverpill. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI CHILE Alberto Fujimori, fyrrver- andi forseti Perú, verður í varð- haldi í Chile þangað til stjórnvöld í Perú hafa óskað eftir framsali hans til landsins. Þetta var niðurstaða dómstóla í Chile eftir að lögmaður Fujimori fór fram á lausn hans úr varðhaldi en Fujimori var handtekinn við komuna þangað síðastliðinn mánu- dag. Fujimori hafði dvalið í fimm ár í útlegð í Japan en þar sem hann hefur einnig japanskt ríkisfang var framsal þaðan óhugsandi. Forseti Perú, Alejandro Tol- edo, fagnar handtöku Fujimoris en ákærur bíða hans vegna langvar- andi spillingar í tíu ára stjórnartíð hans sem forseti Perú. Einnig er talið að hann verði saksóttur fyrir að hafa staðið að baki morðum á tugum uppreisnarmanna í landinu. Fáir skilja hvað Fujimori gekk til með komu sinni til Chile. Hafði hann áður lofað að taka þátt í kom- andi kosningum í Perú í apríl á næsta ári þrátt fyrir ákærur þær er bíða hans þar og banni við að taka við nýju embætti í landinu til ársins 2011. Yfirvöld í Perú hafa sextíu daga til að óska framsals Fujimoris. Fyrrverandi forseti Perú snýr skyndilega úr fimm mánaða útlegð í Japan: Fujimori áfram í varðhaldi ÁFRAM Í HALDI Alberto Fujimori fær ekki lausn úr fangelsi í Chile þangað til framsalskrafa hefur borist frá Perú. Í SLIPP Queen Mary II, stærsta skemmti- ferðaskip heims, sést hér sigla inn í slipp- kví þýsku skipasmíðastöðvarinnar Blohm & Voss í Hamborg í gær. Þar verður unnið að viðhaldi þess næstu daga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KAÍRÓ, AP Fyrsta umferð egypsku þingkosninganna fór fram í gær og var kjörsókn með skárra móti. Fáir virðast gera sér grillur um annað en að Þjóðarflokkur Mubaraks forseta verði áfram með alla valdaþræði í höndum sér. Egyptar eru ekki þekktir fyrir að fjölmenna á kjörstað enda telja flestir kosningarnar aðeins vera sjónarspil Hosni Mubarak forseta sem var endurkjörinn í september með yfirgnæfandi meirihluta − í enn eitt skiptið. Engu að síður töldu starfsmenn kjörstjórna að kjörsókn væri talsvert betri en í september- kosningunum og þingkosningunum árið 2000 en í bæði skiptin kusu um 23 prósent atkvæðisbærra manna. Þá var lögregla vart sýnileg á kjör- stöðum í gær en það þykir til marks um að Mubarak vilji láta líta út fyrir að umbætur hafi átt sér stað.Margir kjósendur kvörtuðu hins vegar yfir því að þeim hefði ekki verið heim- ilað að kjósa og einhverjar fregnir bárust af því að starfsmenn Þjóðar- flokksins reyndu að kaupa atkvæði. Í síðustu kosningum fékk Þjóðarflokkurinn 88 prósent atkvæða en nú er vonast til að stærsta stjórnarandstöðuhreyf- ingin, Bræðralag múslima, nái eitthvað að rétta sinn hlut. Næstu tvær umferðir fara svo fram 20. nóvember og 1. desember. - shg KJÓSIÐ BRÆÐRALAGIÐ Hosni Mubarak er sagður þola stjórnarandstöðu, svo fremi sem hún sé heldur veik. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Fyrsta umferð egypsku þingkosninganna fór fram í gær: Engin eftirgjöf hjá Mubarak INGJALDUR HANNIBALSSON GUNNAR KARLSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.