Fréttablaðið - 10.11.2005, Page 37

Fréttablaðið - 10.11.2005, Page 37
FIMMTUDAGUR 10. nóvember 2005 3 PEYSUDAGAR 20% afsláttur af peysum í nokkra daga Jens hönnun fæst nú í Kaup- mannahöfn. Nýverið var opnuð á Strikinu í Kaupmannahöfn skartgripaversl- unin SMAK þar sem seldir eru handsmíðaðir gull- og silfurskart- gripir frá Jens í Kringlunni, en verslanirnar eru báðar reknar af Jóni Snorra Sigurðssyni gullsmið. Fyrirtækið hefur í gegnum tíðina þróað sérstakan stíl sem meðal annars er sóttur í íslenska náttúru og er vonast til að hann hafi nokkra sérstöðu á dönskum markaði. SMAK er til húsa í Skoubougade 1 við Strikið, við hliðina á hinu forn- fræga Café Glace þar sem hafa verið starfræktar skartgripaversl- anir í meira en hundrað ár. ■ Smak í útrás Verslunin Smak stendur við Skoubougade 1, rétt við Strikið. 1 2 . 9 5 0 1 8 . 9 5 0 4 5 . 9 5 0 flott gleraugu s j ó n m æ l i n g a r N r . 2 - 1 x 1 0 Svona heldur þú buxunum ofan í stígvélunum. Að troða buxum ofan í stígvél er sérlega vinsælt þessa dagana. Eins og með allt annað þá þarf ákveðna færni og lag við að setja buxnaskálmarnar ofan í stígvélin sérstaklega án þess að þær leita aftur upp og út í frelsið. Hér eru nokkur ráð til að fá þær til að hald- ast á réttum stað. Vertu í buxum sem eru með beinu sniði. Þá er minna efni sem þarf að ganga frá ofan í stígvélin. Vertu í háum sokkum sem þú getur sett utan yfir buxurnar áður en þú smeygir þér ofan í stíg- vélin. Einnig má rúlla upp endum skálmanna áður en sokkarnir eru sett- ir yfir. Þá haldast buxurnar frekar niðri. H ö n n u ð u r - inn Cindy Slater leysir þennan vanda með því að hanna og selja gallabux- ur sem eru með áföstum sokkum. Buxur ofan í stígvél Burberry-ilmvötnin hafa fengið nýtt andlit Leikkonan Rachel Weisz hefur landað nýju aðalhlutverki. Hún er nú andlit og talskona Bur- berry-ilmvatnanna. Fyrra and- lit Burberrys var Kate Moss en eins og kunnugt er hefur hún brennt ansi margar brýr að baki sér með því að neyta eiturlyfja á opinberum vettvangi. Rachel Weisz er þrjátíu og fjögurra ára Breti og meðal annars þekkt fyrir að leika í kvikmyndun- um um Múmíuna ófrýnilegu, eða The Mummy eitt og tvo og á móti Hugh Grant í hinni geð- þekku kvikmynd About a boy. Hún kveðst vera afar spennt fyrir þessu nýja hlutverki enda sé tískuheimurinn heillandi og ólíkur hinum harða heimi kvik- myndanna. ■ Múmíuleikkonan angar af Burberry Rachel Weisz skrýðist ekki Burberry-köflun- um góðkunnu á þessari mynd en þess er eflaust ekki langt að bíða. » FRÁBÆR SJÓNVARPSDAGSKRÁ ALLA DAGA FÖ ST U D A G U R LA U G A R D A G U R SU N N U D A G U R M Á N U D A G U R ÞR IÐ JU D A G U R M IÐ VI K U D A G U R FI M M TU D A G U R 5 DÁLKAR MÁ BIRTAST HVAÐA DAG SEM ER KUBBAR TIL UPPFYLLINGAR Í SMÁAR SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » » FA S T U R » PUNKTUR » FA S T U R » PUNKTUR » FA S T U R » PUNKTUR » FA S T U R » PUNKTUR » FA S T U R » PUNKTUR » FA S T U R » PUNKTUR » FA S T U R » PUNKTUR » FA S T U R » PUNKTUR BIRTUkubbar-AUGL TIL UPPF 6.10.2005 20:43 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.