Fréttablaðið - 10.11.2005, Page 22

Fréttablaðið - 10.11.2005, Page 22
 10. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR22 nær og fjær „ORÐRÉTT“ ������������������������������������������������������������������� ����������������������������������������������������������������������������������������������� ����������������������������������������������������������������������������������������������������������� Íslandsmótið í fitness hefst að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld með svokölluðum samanburði. „Kon- urnar koma fram á bikiníum og karlarnir á skýlum og dómararn- ir vega og meta allan líkamann, massa, samræmi og skurð,“ segir Andrés Guðmundsson mótshald- ari. Á laugardag heldur mótið svo áfram í Laugardalshöllinni þar sem keppt verður í braut. Þar gildir hið fornkveðna að sá vinnur sem kemur fyrstur í mark. Tíu karlar og átta konur keppa á mótinu að þessu sinni og býst Andrés við spennandi keppni. „Nýtt fólk er að koma inn í grein- ina, gömlu refirnir eru í smá hvíld þannig að þetta verður hörku skemmtilegt.“ Meistararnir frá í fyrra, Arnar Grant og Freyja Sigurðardóttir, eru til dæmis í pásu og því ljóst að nýir meistarar verða krýndir. Auk íslensku keppendanna taka dönsku fitness-meistararnir þátt sem gestir og segir Andrés þá bera nokkurn ugg í brjósti því sögur af erfiðri braut hafa borist þeim til eyrna. Hljómsveitin Í svörtum fötum mun halda uppi fjörinu í Laugar- dalshöllinni á laugardag en dúndr- andi lifandi rokktónlist á vel við taktfastar hreyfingar keppenda í þrautunum. Eitt þúsund manns fylgdist með mótinu á síðasta ári og reikn- ar Andrés með enn fleiri áhorf- endum í þetta sinnið. Íslandsmótið í fitness 2005: Kroppasýning í Mosfellsbæ TEKIÐ Á ÞVÍ Keppendur í fitness-mótinu þurfa meðal annars að bruna upp neta- stiga á sem skemmstum tíma. Alveg nákvæmlega eins „Selkjöt er hreint sælgæti. Það er ekkert flóknara en það.“ Guðmundur Ragnarsson, matreiðslu- meistari og forsvarsmaður Sela- veislunnar í Hafnarfirði, á laugardag. Morgunblaðið. Góðir menn „Fulltrúar Akranes- kaupstaðar fóru á sínum forsendum og bæjarráðs- menn borguðu sjálfir fyrir eiginkonur sínar.“ Guðmundur Páll Jónsson, bæjarstjóri á Akranesi, um ferð bæjarstjórnar- manna til Englands í Fréttablaðinu. „Ég hef það hreppandi eins og menn sögðu í Djúpunum hér áður. Það þýðir ekkert annað en að ég hef það sæmilegt en ekkert sérstaklega gott. Mínir dagar eru heldur rólegir enda aldur færst yfir og ég dunda mér einna helst við lestur bóka en gríp þó einnig í penna sjálfur annars lagið þegar mér blöskrar eitthvað sérstaklega mikið. Þá skrifa ég mig frá ólundinni sem um mig grípur en ég uni mér að öllu jöfnu hið besta.“ Sverrir liggur ekki á skoðunum sínum þegar talið berst að stjórnmálum og stjórnmálamönnum að venju og vandar fáum kveðjurnar. „Ég hef enn mikinn áhuga á pólitík og fylgist grannt með því sem fram fer þó segja megi að ég sjálfur sé kominn í úreldingu. Það eru breyttir tímar í dag og ég er ekki frá því að óöld undanfarinna ára hafi létt eilítið með brotthvarfi ákveðinna manna. Fargi ofstjórnarinnar léttir svo til muna þegar forsætisráðherrann stígur niður en það verður að viðurkennast að rofað hefur til. Úrslitin í kjöri Sjálfstæðisflokksins voru að mörgu leyti jákvæð enda náði sá ekki fyrsta sæti sem olli því minnst. Ég undrast ummæli formanns Samfylkingarinnar að hún vilji inn í Evrópusambandið enda enginn annar sem hefur það sérstaklega á sinni stefnuskrá. Væntanlega er hún að stíga í vænginn við Halldór og Framsóknar- flokkinn. Svo blöskrar mér orðið hvað það er orðið vinsælt að skoða öll mál. Allir virðast steinhættir að rannsaka nokkurn skapaðan hlut og allt er nú til skoðunar og lítið farið í kjölinn á málum.“ Sverrir hefur einnig áhyggjur af sam- félaginu. „Ég óttast að unga fólkið sem keypt hefur sér þak yfir höfuð- ið og tekið til þess 100 prósenta lán fái á baukinn þegar í bakseglin slær í loft- fimleikum stórauðjöfranna. Ég var að fá vitneskju um það að húsið mitt kostar orðið 100 milljónir króna og ég hef áhyggj- ur af því hvar þetta endar allt saman. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SVERRIR HERMANNSSON, FYRRVERANDI ALÞINGISMAÐUR OG BANKASTJÓRI Kominn í úreldingu „Ég held að íslenskir krakkar séu tilbúnir að taka fyrr ábyrgð á eigin lífi og þar með námi,“ segir Íris Davíðsdóttir, stjórnmálafræðingur í fæðingarorlofi, um mótmæli kennara nokkurra menntaskóla gegn þeim áformum stjórnvalda að stytta nám til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú. Íris er því fylgjandi styttingu námsins en skilur engu að síður áhyggjur kennaranna sem fyrst og fremst telja aðferðir menntamálaráðherra rangar en leggjast ekki gegn endurskipu- lagningu skólagöngunnar allrar. „Mér finndist reyndar synd að sjá á bak bekkjarkerfinu,“ segir Íris sem sjálf varði menntaskólaárunum í slíku kerfi í Verslunarskólanum. „Bekkjarkerfið skapaði skemmtilega stemningu,“ segir hún en áréttar um leið að treysta beri ungmennum fyrir eigin framtíð. SJÓNARHÓLL STYTTING NÁMS TIL STÚDENTSPRÓFS Fylgjandi styttingu ÍRIS DAVÍÐSDÓTTIR STJÓRNMÁLA- FRÆÐINGUR Íraskir dagar verða haldn- ir á Ísafirði á morgun og laugardag. Aðstandendur þeirra segja nóg komið af kynningum á þjóðum sem Íslendingar þekkja mæta vel og vilja víkka sjóndeildarhring lands- manna. „Við vitum sorglega lítið um Írak þrátt fyrir að landið hafi verið jafn mikið í fjölmiðlum og raun ber vitni. Öll umfjöllunin hefur hins vegar snúist um stríð. Þetta er ein elsta menningarþjóð heims og sjálfsagt að kynna menningu hennar fyrir Íslendingum,“ seg- ir Eiríkur Örn Norðdahl, skáld og blaðamaður, sem stendur að írösku dögunum ásamt fleirum. Þegar ákvörðunin lá fyrir lagðist Eiríkur í rannsóknir á íraskri menningu og beindi sjón- um sérstaklega að ljóðlist. „Það er mikil ástríða og boðskapur í írösk- um ljóðum og ólíkt því sem gerist á Vesturlöndum eru ljóð mjög vin- sæl í Írak og skáldin þekkt meðal almennings,“ segir Eiríkur sem þekkir stöðu íslenskra ljóðskálda mæta vel enda hefur hann skrifað góðan slatta af ljóðabókum í gegn- um árin. Ljóðið lifir því góðu lífi í Írak. Þó að bókasafnið á Ísafirði sé gott er þar lítið að finna af írösk- um bókmenntum og kom netið því að góðu gagni. Eftir talsvert grúsk fann Eiríkur verk nokkurra öflugra íraskra skálda á ensku og hefur þýtt brot þeirra yfir á íslensku til flutnings á írösku dögunum. Upp úr honum renna nöfn á borð við Fadhil al-Nazzawi, Nazik al-Mala‘ika, Abdul Wahab al-Bayati, Salah Niazi og Hashem Shafiq og fá áheyrendur að heyra hvernig þessi írösku skáld beisla hugsanir sínar í bundið mál. Ekki verður einungis boðið upp á næringu andans á íröskum dögum, maginn fær líka sitt. „Við verðum með súpu á föstudags- kvöldið og mikla matarveislu á laugardaginn,“ segir Eiríkur en enn og aftur kom netið að góðum notum þegar hafa þurfti upp á uppskriftum. Kanill er lykil- krydd í flestum íröskum mat og heppilegt að nóg er til af honum í ísfirskum matvöruverslunum. Enginn Íraki býr á Ísafirði en Eiríkur og félagar reyndu að bjóða íraka, búsettum á höfuð- borgarsvæðinu, til hátíðarinnar. Þau áform fóru út um þúfur og verða Ísfirðingar því írakslaus- ir á írösku dögunum. Þjóðfáni þessarar miklu menningarþjóðar verður þó dreginn að húni ásamt íslenska fánanum og þjóðsöngvar beggja þjóðanna leiknir. Aðstand- endur búast við fjölmenni enda talsverður áhugi á Ísafirði fyrir menningu annarra þjóða. Sér- stakar þjóðahátíðir eru jafnan vel sóttar og mikið fjör var á kúb- önskum dögum fyrir nokkrum misserum. Írösku dagarnir verða settir á Silfurtorgi klukkan fimm á morg- un og annað kvöld verður boðið upp á súpu á Langa Manga. Matar- og menningarveisla verður svo í Edinborgarhúsinu á laugardag. bjorn@frettablaðdid.is HALDA FÁNA ÍRAKS Á LOFTI Eiríkur Örn Norðdahl og Hálfdán Bjarki Hálfdánsson standa að íröskum dögum á Ísafirði á morgun og laugardag. Meðal annars verða flutt írösk ljóð og boðið upp á íraskan mat. Ljóðið lifir í Írak

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.