Fréttablaðið - 10.11.2005, Side 72

Fréttablaðið - 10.11.2005, Side 72
52 10. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR maturogvin@frettabladid.is ...upp á rjúkandi heitt ekta súkkulaði í morgun- sárið. Gott dökkt súkkulaði er nefnilega sneisafullt af steinefnum og gott veganesti í vetrarkuldann. > Bjóddu fjölskyldunni... Áslaug Snorradóttir ljósmyndari hefur ávallt haft óendanlega gaman af mat og er ævintýramanneskja bæði í ferðalögum og matargerð. „Ég hef gengið í gegnum ýmiskon- ar matargerðarsveiflur sem eru oft vegna áhrifa frá þeim löndum sem ég hef nýlega heimsótt. Þann- ig hef ég gengið í gegnum bylgjur eins og finnsku, marókkósku og úkraínsku bylgjurnar,“ segir hún og hlær. „ En svo getur þetta stýrst af heilsufari og skapi.“ Undanfarið ár hefur Áslaug farið í nálarstungumeðferðir og í gegnum þær farið að uppgötva austurlensk fræði eins og Ayur- veda. Búðin Maður lifandi í Borg- artúni er í miklu uppáhaldi þar sem hún sækir bæði heilsumeðferðir og heilnæmt fæði. „Ég er alger skyndibitamanneskja, en það er mjög einfalt að framreiða snögga og bráðholla skyndibitarétti. Til dæmis er ég mjög hrifin af að borða klettasalat með furuhnetum, ólífuolíu og sítrónusafa, og er enga stund að skella því saman. Reyndar myndi ég segja að í augnablikinu hrífist ég mest af sem einfaldastri matargerð. Þetta er matarbylgja sem er að sækja á í Skandinavíu og í Bandaríkjunum, að blanda ekki of miklum bragðtegundum, held- ur hafa matinn sem einfaldastan til að hráefnin njóti sín. Ég nota mikið af ferskum kryddjurtum en aldrei salt og krydd lengur. Reynd- ar sagði einmitt nálarstunguþera- pistinn minn að ég mætti helst ekki borða nein krydd nema ferska engiferrót. Ég vil bara svona hrein brögð núna eins til dæmis bara krækling og spagettí, eða bara fisk og grænmeti. Engar flóknar sósur og krydd. Ég gufusýð mikið af grænmeti, sérstaklega brokkólíi og kaupi grænmeti í Yggdrasil og Manni lifandi. Ég spyr Áslaugu hvort hún sé kannski byrjuð að hugleiða líka fyrst hún er dottin í heilsubylgjuna. „Jú, og ég er líka að byrja í jóga,“ segir hún. „En ég er alls enginn fanatíker á mat. Mér einfaldlega býður bara við djúp- steiktum mat eins og hamborg- ara og frönskum. En ég er ekkert á móti fitu – þvert á móti nóta ég mikið smjör og rjóma og elska majónes – en það verður þá að vera heimalagað.“ En hvað með sætuna? Dett- ur hún ekki í súkkulaðisukk og rjómakökur? „Nei, alls ekki. Ég fæ alla sætuna sem ég þarf úr ávöxt- um eins og papaya og mangó sem ég elska, hvort sem það er í for- rétt eða eftirrétt. Eru einhverjir uppáhaldsveitingastaðir í bænum, fyrir utan heilsustaðina? „Nýjasta uppgötvunin mín er bröns á Hótel Nordica. Það er alveg dásamlegt að fara með fjölskylduna í bröns á sunnudögum og fá sér eitthvað af því dýrðlega hlaðborði, enda eru þeir með spennandi klassíska brönsrétti eins og egg benedict – á frábæru þunnu brauði, með hráskinku og hollandaise-sósu. Algert lostæti. En svo er Nordica- barinn einmitt með alveg frábært skyndibitafæði. Þá er ég að tala um snilldarlegan pinnamat eins og foie gras (gæsalifur) í bitum með örlítilli sultu. Þetta er frábær staður til að fá sér léttan kvöld- verð og hvítvínsglas á hvaða degi vikunnar sem er.“ Klausturbleikja með avokadó og alfalfa Þetta er svona dæmi um hollan skyndibitamat sem ég er að upp- götva. Þetta er hráfæði og manni líður ótrúlega vel af svona hádeg- isverði, fyrir utan það hvað þetta er fallegt á diski. Þetta er svona sashimi- inspirerað hjá mér. Skerðu fallega Klausturbleikju í strimla og settu fyrir miðju á diskinn. Öðrum megin setur þú rönd af alfalfaspírum, og hinum megin setur þú þroskað avókadó, skorið langsum. Settu svo súrsað engifer til hliðar ásamt lítilli skál af tamarisósu, sem þú kreistir ögn af lime-safa út í. Skyndibitafæði fyrir sálina Klausturbleikja með alfalfa og avókadói. LJÓSMYND/ÁSLAUG SNORRADÓTTIR Nú stendur yfir lokaundirbúning- ur fyrir eina stærstu og glæsi- legustu vínsýningu sem haldin hefur verið hér á landi. Sýningin Vín 2005 verður haldin í Vetrar- garðinum í Smáralind helgina 19. til 20. nóvember en Vínþjónasam- tök Íslands í samstarfi við ÁTVR standa fyrir sýningunni. Þar verða kynnt helstu hátíðar- vínin sem verða á boðstólum Vínbúðanna fyrir jólin. Að auki kynna innflytjendur fleiri vín og aðilar í matvælageiranum munu einnig kynna mat sem smellpassar við vínin. Ýmsar nýjungar verða á þessari sýningu. Ein sú mest spennandi er Eðalhornið en þar munu mennt- aðir vínþjónar leiða fólk í gegnum smakkanir á gæðavínum og miðlað verður fróðleik um vínin og upp- runa þeirra. Ekki hefur verið birt fullmótuð dag- skrá Eðalhorns- ins en frést hefur að meðal annars verði fjallað verði um kampavín með hátíðarmatnum og um nýju vínræktarsvæðin á Spáni sem hafa verið að slá í gegn. Miða- verð á sýninguna verður 1.000 kr. en gestir munu greiða auka- lega fyrir aðgang inn í Eðalhorn- ið, en það er gert til að takmarka fjölda. Til að tryggja enn frekar gæði þjónustunnar í Eðalhorninu mun aðgangur inn á svæðið vera háður skráningu, þ.e. gestir verða að skrá sig fyrirfram til að hafa aðgang á fyrirlestrana. Þannig er einnig hægt að afmarka opnunar- tíma Eðalhornsins, sem áætlað er að verði opið í takmarkaðan tíma í senn. Eðalhorn á vínsýningunni í Smáralind Hvaða matar gætir þu síst verið án: Tómata og vatns. ‚Eg get með sanni sagt að það fari nokkrir tóm- atar ofan í mig dag hvern. Fyrsta minning um mat: Ein- hverra hluta vegna man ég alltaf eftir fyrstu eggjasalatssamlokunni sem Amma Jessicu frænku minn- ar smurði fyrir okkur eitt sumarið í Fíladelfíu. Finnst þér einhver matur vond- ur?: ‚Eg hef nú alltaf verið alger alæta á mat en ef ég ætti að nefna eitthvað þá finnst mér áferðin á banana svolítið skrítin. Hún er enn undarlegri þegar í munninn er komið. Besta máltíð: Þær hafa nú verið margar mjög góðar, veltur heldur mikið á stemningu líka. Verð að nefna hrefnusteikina sem ég borð- aði sumarið sem ég vann á Hótel Búðum. Pabbi minn hafði keyrt alla leið á Hótel Búðir til að ná í mig og ég bauð honum upp á hrefnu- steik áður en við lögðum af stað í bæinn. Þetta var yndislegt kvöld, skemmtileg minning um heimferð með Rod Stewart í botni. Leyndarmál úr eldhússkápnum: Olían úr fetaostkrukkunni. Geymi alltaf krukkurnar þó að osturinn sé búinn. Ég nota hana yfir salat, kjúkling og allt sem mér dettur í hug. Ótrúlega bragðbætandi. Hvað borðarðu til að líða betur? Þá skelli ég mér út að borða í góðum félagsskap. Það er alltaf hressandi. Ef þú værir föst á eyðieyju, hvaða mat tækirðu með þér? Pistasíur. Þær eru uppfullar prótíni og fiturík- ar. Eins myndi það örugglega drepa tímann að pilla þær úr skelinni. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Tómata! Skrítnasti matur sem þú hefur borðað? Kolkrabbasalatið sem ég borðaði í Portúgal forðum daga. Rétt rúmlega tvítug og fannst skrít- ið að fá að velja mér kolkrabbann til að setja í salatið mitt og horfði svo þegar hann var allur skorinn í bita og hent ofan í salatið. Skrítið en ótrúlega gott. Uppskrift sem klikkar aldrei: Kjúklingur í grænu pesto með bráðnum mozzarella, með ofn- bökuðum kartöflum, zucchini og fersku rósmarín. MATGÆÐINGURINN: HELGA GUÐNÝ ÁSGEIRSDÓTTIR, GRAFÍSKUR HÖNNUÐUR Hrefnusteik og Rod Stewart með pabba Áslaug Snorra- dóttir ljósmynd- ari í góðum félagsskap á Hótel Búðum. Planeta er ein kunnasta víngerð Sikil- eyjar og þau vín eyjarinnar sem bestri fótfestu hafa náð á Íslandi en vín frá Sikiley hafa verið í mikilli sókn und- anfarin ár. Í fyrstu vöktu hin smjör- kenndu og miklu hvítvín athygli en síðar fylgdu í kjölfarið einkar áhuga- verð rauðvín. Alessio, Francesca og Santi Planeta stofnuðu fyrirtækið rétt liðlega þrítug og frumkvöðla- eldmóður þeirra bylti sikileyskri víngerð. Vínekrurnar eru á fjórum stöðum á suðurhluta eyjarinnar, á heitustu og þurrustu stöðunum sem liggja samt mjög nálægt sjó. Þessi sérstöku skilyrði skila sér í mjög karaktermiklum vínum. Planeta La Segreta Bianco er blanda af grecanico, chard- onnay, viognier og sauvignon blanc. Ilmríkt, bragðmikið og mjúkt með hnetu og ferskju- keim. Verð í Vínbúðum 1.290 kr. PLANETA: Smjörkennt frá Sikiley

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.