Fréttablaðið - 10.11.2005, Síða 76

Fréttablaðið - 10.11.2005, Síða 76
KVIKMYNDIR [UMFJÖLLUN] Stundum höldum við að lífið sé svo fullkomið að því fái ekkert haggað. Þegar allt kemur til alls er það hins vegar svo brothætt að lítið þarf út af að bregða til þess að tilvera okkar hrynji. James og Anne Manning eru á yfirborðinu hamingjusamlega gift. Hann er eigandi stórrar lög- fræðiskrifstofu en hún hefur stað- ið þétt við hlið eiginmanns síns og stutt hann til frama. Þau eru barnlaus og því hefur Anne lifað hans lífi, eftir hans höfði. Þau eiga heimili upp í sveit og litla íbúð í miðborg London. Þegar Bill Bule, sonur hefðarmannsins í sveitinni, snýr aftur frá New York kolfellur Anne fyrir honum og þau taka upp ástarsamband. Þegar skötuhjúin verða eiginmanni ráðskonu Mann- ing-hjónanna að bana kemst upp um þau og tilvera James hrynur eins og spilaborg. Til að Separate Lies gangi upp þarf leikur og leikstjórn að vera framúrskarandi því handritið er ágætt þótt sums staðar séu í því gloppur og samræður persóna stundum hálf stirðbusalegar. Um er að ræða frumraun Julians Fell- owes í leikstjórastólnum og kemst hann ágætlega frá sínu. Tom Wilkinson er að venju góður og nær samúð áhorfandans þótt persóna hans sé bæði köld og hrjúf. Emily Watson nær ekki sama flugi og oft áður en skilar sínu. Það var þó á köflum erfiðleikum bundið að átta sig á hennar persónu og hún virtist hálf litlaus á köflum. Það skrifast á handritið eða leikstjórnina. Það er hins vegar Rupert Everett sem stelur senunni en hann er frábær sem hinn hrokafulli Bule. Everett hefur aldrei átt upp á pallborð- ið hjá undirrituðum en er nánast óþekkjanlegur í þessu hlutverki. Helsti löstur Separate Lies er að framvindan er helst til of róleg. Hún er engu að síður ákaf- lega vönduð kvikmynd með góðum leik. Freyr Gígja Gunnarsson. Fullkomið líf sem ekkert fær haggað? OKTÓBERBÍÓFEST Separate Lies Leikstjórn: Julian Fellowes. Aðalleikarar: Tom Wilkinson, Emily Watson og Rupert Everett. Niðurstaða: Þrátt fyrir hæga framvindu og veikar kvenpersónur er Separate Lies engu að síður vönduð kvikmynd með góðum leik. Yoko Ono, ekkja Bítilsins fyrr- verandi Johns Lennon, vill leggja deilurnar við Sir Paul McCartney til hliðar. Í nýlegu sjónvarpsviðtali segist hún ekki hafa neitt við McCartney að athuga. „Ég held að samband okkar sé mjög gott um þessar mundir. Ég er viss um að næst þegar við hittumst eigi eftir að fara vel á með okkur,“ sagði Yoko. „Ég ber virðingu fyrir Paul og hann ber virðingu fyrir mér fyrir að vera eiginkona Johns.“ Yoko viðurkenndi að hafa átt í deilum við McCartney en bætti því við að hún væri ekki alltaf að skjóta á hann. Í síðasta mánuði sagði Yoko að McCartney semdi einföld og léttvæg lög. McCartney skaut á hana til baka og sagði að Ono væri stórfurðuleg og bætti því við að hún væri ekki sú allra skarpasta. Í sjónvarpsviðtalinu nefnir Yoko einnig aðdáun sína á Liam Gallagher, sem hefur alla tíð dýrkað og dáð John Lennon. YOKO ONO Ekkja Johns Lennon hefur átt í harðvítugum deilum við Sir Paul McCartney. Yoko vill vopnahlé Hljómsveitin Sign er um þessar mundir á tónleikaferð um land- ið. Ferðin hófst í Reykjanesbæ á þriðjudaginn og lýkur í Reykja- vík 3. desember. Sign fór hringinn í kringum landið í síðasta mánuði í sam- starfi við Rás 2 í tilefni af nýj- ustu plötu sinni Think God For Silence. Á föstudag mun Sign spila á Kóparokki sem fer fram í Kópavogi og á rokkfestivali nem- endafélags Fjölbrautarskólans í Garðabæ. SIGN Hljómsveitin Sign fylgir sinni nýjustu plötu eftir. Sign í aðra tónleikaferð FRÉTTIR AF FÓLKI Leikkonan Eva Longoria segir að brasilísk vax- meðferð hafi kryddað ást- arlíf sitt til mikilla muna. Hún segir að vaxmeð- ferðin sé sársaukafull en verði auðveldari eftir því sem á líður því sífellt færri hár vaxi aftur á fótleggjunum. Rokkarinn úr Led Zeppelin, Jimmy Page, sást nýverið á tónleikum The White Stripes í London. Page stóð álengdar og fylgdist með rokkdúettnum fara á kostum á sviðinu. Hann lét ekki verða af því að slást í hóp- inn með sveitinni eins og margir vonuðust eftir. Leikkonan Cameron Diaz segist hafa gaman af því að taka skópör úr skókössum, setja þau upp á hillu heima hjá sér og strjúka þeim. Hún segist ekki hafa hugmynd um hversu mörg skópör hún eigi. Nýjasta mynd Diaz nefnist In Her Shoes. Í henni leika hún og Toni Colette systur sem eiga það sameig- inlegt að elska skó út af lífinu. Leikkonan Catherine Zeta-Jones segir að ungstirnið Charlotte Church verði að fela velska hreiminn sinn ef hún ætlar að slá í gegn í Hollywood. Hún segist hafa lent í vandræðum sjálf vegna hreimsins til að byrja með og því hafi hún ákveðið að fela hann. Hún segir einnig að eiginmaðurinn sinn Michael Douglas skilji hana ekki þegar hún talar við móður sína sem býr í Swansea. Söngvarinn Rod Stewart segist ekki skilja hvers vegna svo margir noti kókaín í dag. „Þetta var öðruvísi þegar ég var yngri vegna þess að það var miklu hreinna. Núna blanda eiturlyfjasalar kókaíninu við salt, þvotta- efni og allt sem þeir komast yfir. Krakkar vita ekki lengur hvað þeir eru að nota,“ segir hann. HUGSAÐU STÓRT SÍMI 564 0000 Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Sýnd kl. 5.40 og 8 Sýnd kl. 4 og 6 Sýnd kl. 3.50 með íslensku tali. Frá leikstjórum There Is Something About Mary Frá framleiðendum The Professional og La Femme Nikita ���� SV MBL Ný íslensk heimildarmynd sem hefur farið sigurför um heiminn Sýnd kl. 5, 8 og 10.45 B.i. 12 ára “MEISTARASTYKKI” H.E. Málið ���� DV Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 Sýnd í Lúxus kl. 5, 8 og 10.40 TOPP MYNDIN Á ÍSLANDI ��� Morgunblaðið ��� Topp5.is Sýnd kl. 10.15 B.i. 16 ára ���1/2 Fyrirtaks skemmtun sem hægt er að mæla með MMJ - Kvikmyndir.com ��� SV MBL ��� “Frábær kvikmynd, áhugaverðari og fyndnari en flestar þær sem boðið hefur verið upp á undanfarið” -MMJ Kvikmyndir.com SÍMI 551 9000 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu Sýnd kl. 6 Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Hrikalega hraður háloftatryllir með Jamie Foxx, Josh Lucas og Jessicu Biel í aðalhlutverkum. FRÁ LEIKSTJÓRA FAST AND THE FURIOUS & XXX���� SV MBL Ný íslensk heimildarmynd sem hefur farið sigurför um heiminn „MEISTARASTYKKI“ H.E. Málið Yes • Sýnd kl. 6 Enskt tal/ótextuð Kung Fu • Sýnd kl. 8 Enskur texti Lie With Me • Sýnd kl. 10 Enskt tal/íslenskur texti Crónicas • Sýnd kl 10 Spænskt tal/enskur texti Drawing Restraint 9 • Sýnd kl. 8 Spurt og svarað sýning með Matthew Barney �������������� ���� DV www.icelandfilmfestival.is ������������������������� Sýnd kl. 5.30 og 8 ��� “Frábær kvikmynd, áhugaverðari og fyndnari en flestar þær sem boðið hefur verið upp á undanfarið” -MMJ Kvikmyndir.com Stefnir Bush fyrir saka- máladómstól Jón Ársæll DV2x10 9.11.2005 20:11 Page 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.