Fréttablaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 30
 10. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Það var rétt fyrir frumsýningu á Litla sviði Þjóðleikhússins. Vett- vangur leiksins var niðurnídd járnbrautarstöð einhvers staðar inni í miðju Rússlandi. Það er ekki auðvelt að hugsa sér óhrjálegra umhverfi, því að niðurníðsla er óvíða eins ofboðsleg og í dreifðum byggðum Rússlands. Sessunautur minn hallaði sér að mér, þegar sýn- ingin var að hefjast, og hvíslaði: Þeir hefðu getað sparað sér leik- myndina, húsið dugir. Það mátti til sanns vegar færa. Þegar ég horfi á þetta sögufræga og fallega hús, þá blasa við augum blæðandi sárin á útveggjunum. Múrhúðin er smám saman að molna utan af húsinu og með henni verndin, sem hún átti að veita veggjunum. Suma daga liggja stór brot úr múrnum á stétt- unum við húsið, nýfallin til jarðar eins og loftsteinar. Nærri má geta, hversu ástatt er um húsið að innan- verðu, þar sem starfsmenn ganga einir um sali. Áhorfendarýmið var gert upp fyrir fáeinum árum, en það er ekki nóg: húsið virðist vera að hrynja. Þjóðleikhúsið er eitt af óska- börnum Íslands. Það hefur frá öndverðu rækt hlutverk sitt með miklum brag. Þarna hefur jafnan verið valinn maður í hverju rúmi, og þjóðin hefur haldið verðskuld- aða tryggð við húsið eins og mikil aðsókn að sýningum þar vitnar um. Við eigum enn sem fyrr fjöl- mörgum afbragðsleikurum á að skipa og öðru leikhúsfólki. Þetta fólk hefur ekki látið neinn bilbug á sér finna, þótt húsið sé að hry- nja. Opinberum byggingum er ber- sýnilega gert mishátt undir höfði. Alþingishúsið virðist vera í stöð- ugri endurbyggingu. Ekki verður séð, að fjárskortur hái þeim fram- kvæmdum. Vistarverur stjórn- málamannanna hafa forgang. Þjóðminjasafninu var á hinn bóg- inn leyft að grotna svo niður, að umbygging þess á sínum tíma varð miklum mun dýrari en hún hefði orðið, hefði viðhaldi hússins verið sinnt í tæka tíð. Þjóðleikhúsið er á sömu leið, enda segir í skýrslu Framkvæmdasýslu ríkisins frá 2003: „Allan tímann síðan (1950, innskot mitt) hefur eðlilegt við- hald og endurnýjun hússins verið látin sitja á hakanum.“ Viðgerðir á húsinu 1988-94 gengu undir nafn- inu Endurreisn Þjóðleikhússins, en þær náðu þó aðeins til gest- asvæðanna í suðurálmu hússins og kostuðu nærri 800 mkr. Ríkis- stjórnin hefur nú heitið 250 mkr. fjárveitingu til frekari viðgerða. Til að ljúka endurreisninni, sem að var stefnt 1988, þarf þó um 300 mkr. á ári í sex til sjö ár. Og þá erum við bara að tala um bygging- arfé. Þessu verki þarf að ljúka. Ástand Þjóðleikhússins vitn- ar um langvinna vanrækslu. Fjárveitingar ríkis og byggða til menningarmála eru of naumar. Fjárveitingarvaldið virðist ekki gera sér fulla grein fyrir því, að blómleg menning borgar sig, þótt hún þurfi meðgjöf. Borgarleikhús- ið býr einnig við of þröngan fjár- hag. Íslenska óperan býr við svo krappan kost, að margir íslenzkir óperusöngvarar syngja nú orðið miklu oftar í erlendum óperuhús- um en hér heima. Ríkisútvarpið stendur svo illa, að því er ókleift að kosta innlenda dagskrárgerð svo sem vert væri. Ástsælustu skáldverk þjóðarinnar hafa fæst verið fest á filmu handa sjónvarpi, enda þótt leiknar kvikmyndir eftir skáldsögum þyki sjálfsagt sjónvarpsefni í öðrum löndum og myndu henta vel til útflutnings héðan að heiman, væri vel að þeim staðið. Af þessu leiðir lak- ara og fábrotnara sjónvarpsefni handa áhorfendum hér heima en ella væri í boði og færri tækifæri handa íslenzkum leikurum og öðrum leikhúsmönnum til land- náms í útlöndum, svo sem þeim væri þó í lófa lagið, ef vel gerðar íslenzkar myndir væru reglulega á dagskrá norrænna og annarra erlendra sjónvarpsstöðva. Rík- issjónvarpið á að vera lyftistöng undir leiklistina og öfugt. Þessa taug vantar. Leikhúslífið stendur höllum fæti fyrir vikið ¿ og sjón- varpið ekki síður. Útvarpsleikhús- ið stendur sig að sönnu vel, en það er ekki nóg, því að flesta sjónleiki þurfa menn helzt að sjá og heyra. Einkavæðing myndi engan vanda leysa í leikhúsinu. Rökin fyrir útvarpi og sjónvarpi á vegum ríkisins eru af sama toga og tilvistarrök Þjóðleikhússins. Ef einkaleikhús væru ein um hituna, væri minni árangurs að vænta en ella vegna þess, að einkaleikhús hneigjast til að vanmeta félags- gildið: þau taka það yfirleitt ekki með í reikninginn, að leiklist bætir mannfélagið líkt og aðrar listir, fræði og vísindi. Þess vegna þurfum við Þjóðleikhúsið. Og þess vegna megum við ekki láta húsið halda áfram að drabbast niður. Leikhús í álögum Í DAG ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ ÞORVALDUR GYLFASON Fjárveitingarvaldið virðist ekki gera sér fulla grein fyrir því, að blómleg menning borgar sig, þótt hún þurfi meðgjöf. Borg- arleikhúsið býr einnig við of þröngan fjárhag. Íslenska óper- an býr við svo krappan kost, að margir íslenzkir óperusöngvar- ar syngja nú orðið miklu oftar í erlendum óperuhúsum en hér heima. AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Mest lesna vi›skiptabla›i› G al lu p kö nn un fy rir 3 65 p re nt m i› la m aí 2 00 5. Þótt umræðan um fiskveiðistjórnun okkar hér við land hafi minnkað töluvert, og þetta sé nú ekki það mál sem er efst á baugi í þjóðfélaginu allajafnan, lifnar þessi umræða þó við öðru hvoru. Það sýnir að enn eru einhverjir sem hafa áhuga á að ræða um þann atvinnuveg okkar sem stendur undir mestum vöruútflutningi frá Íslandi, og hefur verið undirstaða þeirra lífs- kjara sem við búum við. Aðrir einblína á nýju útrásarfyrirtækin sem eru mörg hver að gera það gott. Reyndar er það svo að stóru sjávarútvegsfyrirtækin hér áður fyrr, SH og sjávarafurðadeild Sambandsins voru brautryðjendur á sínu sviði með því að setja upp fiskréttaverksmiðjur erlendis og eru hinir sönnu frum- kvöðlar hvað varðar útrásina svokölluðu, þótt þessi starfsemi héti ekki því nafni þá. Fjörutíu ára afmælis Hafrannsóknastofnunar var minnst með málþingi í vikunni, þar sem innlendir og erlendir vísinda- menn töluðu um þorskstofninn hér við land og á ýmsum stöðum öðrum í heiminum. Hnignun þorskstofnsins er ekki séríslenskt fyrirbæri sem kunnugt er, því víða er svipað ástand þorskstofna og hér, og sums staðar jafnvel mun verra, eins og alþekkt er. Vísindamenn hafa svo misjafnar skoðanir á því hvað veldur og hvað sé til úrbóta. Margir halda því fram að breytingar í and- rúmsloftinu eigi sinn þátt í þessu, aðrir segja að um ofveiði sé að ræða, og svo eru jafnvel enn aðrir sem halda því fram að ekki sé nógu mikið veitt! Þeir sem hafa fylgst með þessum málum hér á undanförnum árum hljóta flestir að viðurkenna þá staðreynd, að við höfum veitt allt of mikið, ef miðað er við ráðleggingar fiskifræðinga á Hafró. Undanfarin 30 ár er afli umfram ráðgjöf þeirra hvorki meira né minna en 1.300 tonn. Ef gert er ráð fyrir að meðal- aflinn á þesum árum hafi átt að vera um 250 þúsund tonn, þá er umframaflinn hvorki meira né minna en fimm ára ársafli fiskiskipaflotans. Það munar um minna. Þetta helgast að mestu af því að farið hefur langt fram úr 25 prósenta aflareglunni svo- kallaðari, og nær að tala um að miðað hafi verið við 30 prósenta reglu. Fiskifræðingar Hafró hafa reyndar viljað fara niður fyrir 25 prósentin, en stjórnvöld hafa ekki viljað taka undir þá tillögu þeirra. Veiðar smábáta eiga sinn þátt í því að ekki hefur tek- ist að halda aflanum við fjórðungsregluna, en nú ætti sá vandi ekki lengur að vera fyrir hendi, því afli þeirra er bundinn kvóta núorðið eins og stærri fiskiskipa. Gagnrýnisraddir á fyrirkomulag fiskveiða eru ekki margar, en það heyrist vel í þeim aftur á móti. Það er reyndar furðulegt að þeir sem eiga allt sitt undir veiðum og vinnslu skuli ekki upp til hópa hafa fyrir löngu viðurkennt það að við höfum veitt allt of mikið, og gengið fram fyrir skjöldu um að draga úr veiðun- um til að efla þorskstofninn. Það heyrist yfirleitt lítið í forsvars- mönnum stórútgerða og sjómannafélaga um þessi mál, utan það að talsmenn landssamtaka þeirra hafa oft haft sig töluvert í frammi. Það er eins og sumir sem sjávarútveg stunda vilji ekki ganga fram fyrir skjöldu og hvetja til þess að dregið verði úr sókninni til að viðhalda og stækka hrygningarstofn þorsksins. Aðalumræðan um þessi mál byggist oft á tíðum á því að menn eru að níða niður skóinn hver af öðrum, og eru í alls konar hags- munapoti, í stað þess að líta heildrænt á sviðið með hagsmuni allra í þessari grein í huga. SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Afli umfram ráðlagðan þorskkvóta 1300 tonn á 30 árum Höfum veitt allt of mikið Strandsiglingar Vefþjóðviljinn fjallaði í gær um þings- ályktunartillögu nokkurra þingmanna „af vinstri kantinum“, Jóns Bjarnasonar og fleiri, um strandsiglingar. Þingmennirnir vilja að samgönguráðherra „móti stefnu og aðgerðaáætlun“ um strandsiglingar og leggi fram lagafrumvörp ef með þurfi, „þannig að ríkið geti tryggt reglu- legar strandsiglingar til allra landshluta með því að bjóða út siglingaleiðir“. Þeir benda á að á síðustu árum hafi strandsiglingar smám saman verið að leggjast af hér á landi og telja að ekki verði við það unað. Kemur ekki á óvart Vefþjóðviljinn er ekki hrifinn: „Það þarf víst engum að koma á óvart að vinstri menn, hvort sem þeir sitja á Alþingi, á kaffihúsum, í hljóðverum eða bara heima hjá sér, telji brýnt að ráðherrar grípi til aðgerða. Fái vinstri menn nokkru ráðið gera ráðherrar ekkert annað en „móta stefnu“ og gera „aðgerðaráætlanir“ og „tryggja“ því næst að auknu opinberu fé verði varið til hinna og þessara verkefna. Ráðstjórn- arhugsunarhátturinn er nefnilega ekki með öllu horfinn úr hugum vinstri manna þótt járntjaldið hafi fallið og kenningarnar um ágæti ríkisforsjárinnar hafi verið verið afhjúpaðar. Ennþá er ótrúlega algengt að þess sé krafist af hinu opinbera að það taki að sér þjónustu sem einkaaðilar vilja ekki sinna vegna þess að enginn markaður er fyrir hana.“ Niðurgreiðslur „Og hvað ætli gerðist svo ef að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra yrði við þessari undarlegu kröfu þing- mannanna og mundi taka upp á því að niðurgreiða strandsiglingar?“ spyr Vefþjóðviljinn. „Ætli afleiðingin yrði ekki sú að landflutningafyrirtæki mundu kvarta og einhverjir þingmenn - jafnvel þeir sömu - kæmu í framhaldi af því með þingsályktunartillögu um stuðning við landflutninga. Rökin væru skýr: Landflutningar ættu undir högg að sækja vegna þess að ríkið niðurgreiddi strandflutninga og þess vegna væri talið nauðsynlegt að rétta samkeppnisstöðu landflutninganna með því að niður- greiða þá líka. Þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem ein ríkisafskipti yrðu notuð til að rökstyðja þau næstu.“ gm@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.