Fréttablaðið - 10.11.2005, Side 28

Fréttablaðið - 10.11.2005, Side 28
 10. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR28 hagur heimilanna Skíðaáhugamenn á Norður- landi una hag sínum hið besta um þessar mundir. Þar er skíðafærið víða gott og á Siglufirði er frítt í lyftur meðan Skagfirðingar bjóða uppá fría skíðakennslu. „Nú er komið að því að kenna Skagfirðingum og Húnvetningum að renna á skíðum enda nóg komið af hestamennsku í bili,“ segir Viggó Jónsson, umsjónarmaður skíða- svæðisins í Tindastól í Skagafirði. Þar verður boðið upp á ókeypis skíðakennslu næsta laugardag. „Hér er nú meiri snjór en nokkurn tíman í fyrra og útlit fyrir góða skíðahelgi,“ segir Viggó kátur í bragði. Skíða- og bretta- leiga er á svæðinu og kostar leig- an 4.200 krónur fyrir daginn en 1.750 fyrir börn. „Svo eigum við einhverja tíu hjálma en þá lánum við bara. Svo getur fólk komið með útreiðarhjálmana, það er bara vel séð hér á þessum slóðum,“ bætir Viggó við. Siglfirðingar opnuðu skíða- svæði sitt um síðustu helgi og eru menn þar einnig ánægðir með færð og aðsókn skíðafólks en þar er frítt í lyfturnar um þessar mundir. Enn hefur ekki verið opnað á skíðasvæðið í Tungudal á Ísa- firði þó snjór sé í fjöllum. „Það vantar svona herslumuninn og það er alveg ljóst að það breytist ekkert um helgina,“ segir Jóhann K. Torfason umsjónarmaður og krossleggur fingur. Í Seljalands- dal, sem er við Tungudal, eru þó einhverjir farnir að renna um á gönguskíðum. Í Hlíðarfjalli var opnað um síð- ustu helgi og segir Guðmundur Karl Jónsson að elstu menn muni vart betri byrjun á skíðavertíð. Þar verður opið aftur um næstu helgi og svo á miðvikudag og fjölg- ar dögunum smátt og smátt sem opið er. Guðmundur segir að mikil aðsókn sé í skíðaleiguna í Hlíð- arfjalli. „Þetta er sú þróun sem á sér stað hér sem og annars stað- ar enda er dýrt að koma sér upp öllum skíðabúnaði. Dagarnir eru kannski ekki svo margir sem menn nota hann þannig að það er mjög þægilegt að leigja þetta enda eru leigurnar alltaf með nýjustu og bestu gerðir,“ bætir hann við. jse@frettabladid.is Ve rð í kr ón um 59 .8 51 62 .0 75 62 .5 96 58 .8 40 60 .9 17 2001 2003 2004 2002 2005 Heimild: Hagstofa Íslands RV2037_Eldvarnir_2 13.10.2005 10:06 Page 1 R V 30 37 Eldvarnartæki á góðu verði Fyrir heimilið, vinnustaðinn og bílinn 6.350 kr. Duftæki 2kg með mæli og bílfestingu 1.056 kr. Reykskynjari 9V 3.459 kr. Eldvarnarteppi 8.612 kr. Dufttæki 6kg með mæli og veggfestingu Mán udag a til föstu daga frá k l. 8:0 0 til 18:00 Laug arda ga fr á kl. 10 :00 t il 14: 00 Opnu nartí mi í ver slun RV: „Sko, maður gerði oft fljótfærnisvitleysur þegar maður var að skipta á hasarblöðum í gamla daga“, svarar Magnús Kjartansson tónlistarmaður spurður um verstu kaupin sem hann hefur gert um dagana. „En sem alvöru kaup verð ég líklega að segja að það hafi verið Leslie sem ég keypti úti í Bretlandi í gamla daga,“ bætir hann við dapur í bragði. Til skýringar ber að geta þess að Leslie þetta er fyrirbæri sem notað var með Hammond-orgelum og jókst virðing orgelleikara eftir því hvað Leslie-ið þeirra var flott og öflugt. „Þetta sem ég keypti átti að vera heimasmíðað og þeim tókst að ljúga því að mér að þetta væri stórmerkilegur gripur. En það reyndist síður en svo merkilegt, ég man að ég starði á þetta fyrirbæri í marga mánuði, hafandi eytt aleigunni í þetta, og það virkaði engan veginn,“ segir Magnús. Á þessum tíma var hann í vinsælustu popphljómsveit landsins, Trúbroti, og þetta var ekki gott fyrir ímynd stjörnupopparans. „Þetta setti mig í ömurlega stöðu, ég var að reyna að fylla skarð Kalla Sighvats í bandinu, og það heppnaðist svona ægilega illa; kom illa út fyrir bandið, eins og við sögðum á þessum tíma,“ segir Magnús og dæsir við upprifjunina. Hann kætist þó á ný þegar hann rifjar upp bestu kaupin um dagana. „Ætli það hafi ekki verið húsið mitt,“ segir hann stoltur. „En ég fékk náttúrlega bestu kaupin í kon- unni minni, en um það má deila hvort það eru kaup eða ekki,“ bætir hann við hugsi. „Það var ekkert verð sett upp skiljanlega en hins vegar hefur farið töluvert af peningum í hana. En það hefur allt skilað sér,“ segir hann með hægð. NEYTANDINN: MAGNÚS KJARTANSSON TÓNLISTARMAÐUR Rándýra Leslie-ið var handónýtt EÐALÁBURÐUR Á TRÉVERK ■ Þórhallur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Neyðarlínu, segist búa yfir fjölda húsráða en er hugleiknast það sem snert ir viðhald á húsum. Þórhallur segir að þegar bera þurfi á tréverk utandyra sé ekkert betra til verks ins en blanda af lin- oleum-olíu og terpen tínu. „Þetta fær maður nú bara í næstu byggingavöruversl- un. En með því að nota þessa blöndu fær maður alltaf mjúka áferð á viðinn.“ Blönduna segir hann best að nota á harðvið utan á húsum, hurðir og þess háttar. „Þetta ver viðinn mjög vel og svo er þægilegt að bera þetta á,“ segir Þórhallur, en sjálfur ber hann blönduna á mahoganíklæðningu á húsinu sínu. GÓÐ HÚSRÁÐÚTGJÖLDIN > Verð á þvottavélum, 4,5-5,0 kg, miðað við verðlag á öllu landinu. Kostar ekkert í lyftur og frí skíðakennsla VERÐ Á SKÍÐASVÆÐUM DAGSKORT HELGAR OG VETRARKORT HÁTÍÐARDAGA Fullorðnir/Börn DALVÍK, Böggvisstaðafjall 800/400 1000/500 11.000/7.500 SIGLUFJÖRÐUR, Skarðsdalur 600/300 1000/500 Óákveðið SAUÐÁRKRÓKUR, Tindastóll 800/450 Óbreytt 11.000/6.500 AKUREYRI, Hlíðarfjall 1.000/500 1.200/500 17.000/6.000 ÓLAFSFJÖRÐUR, Tindaöxl 520/300 Óbreytt 7.000/3.800 Mörg ráð eru til að spara bensín. Sum ráðin fara ekki einungis vel með fjárhaginn, heldur eru einn- ig betri fyrir umhverfið og spara mengun. Til að spara bensínið er best að aka með jöfnum hraða. Best er að halda sig við hámarkshraða, þar sem hraðatakmarkanir eru miðaðar við eðli götunnar og því er best að fara bara eftir þeim. Í innanbæjar- akstri miðast stillingar umferðar- ljósa við hraðatakmarkanir og með því að aka á jöfnum hraða er því hægt að aka alltaf inn á gatnamót á grænu ljósi. Með því að aka varlega sparast einnig bensín. Skyndileg hröðun og snögg stopp auka eyðsl- una. Með því að þurfa alltaf að taka aftur af stað eftir að hafa stoppað á rauðu ljósi eykur því bensíneyðslu. Þá er ágætt að velja réttan tíma til að skutlast um bæinn í ýmsum útréttingum. Á háannatíma er oft mikil umferð sem krefst þess að ökumaður stoppi oft. Með því að sinna mörgum erindum í sömu ferð- inni er einnig hægt að eyða minna af bensíni en með því að vera oft að skjótast. Þegar verið er að skjótast inn í búð eða með börnin á leikskóla er best að drepa á bílnum og hafa hann ekki í lausagangi. Með þessu sparnaðarráði er líka komið í veg fyrir að andrúmsloftið sé mengað fyrir öðrum gangandi vegfarend- um. Léttari bílar eru auðveldari í akstri og eyða minna. Því er gott að fjarlægja óþarfa hluti úr bíln- um. Bílar með opna glugga krefjast aukinnar bensínnotkunnar. Því er betra að skrúfa ekki niður rúð- una og setja frekar loftkæl- inguna á. Reglulegt við- hald á bílnum getur verið orkusparandi. Loftlaus dekk og illa stillt reyna meira á vélina og því eyðir bíllinn meira bensíni. Bil- aðar vélar og illa stilltar geta einnig eytt meira bensíni en nauðsyn kref- ur. Því er gott að halda vélinni við og skipta um allt þegar á að skipta. Að lokum er gott að hafa í huga að mikið bensín getur farið í margar mjög stuttar bílferðir. Því er oft betra að velta því fyrir sér hvort bíllinn sé nauðsynlegur eða hvort hægt sé að ganga í staðinn, sem er bæði hress- andi og góð líkamsrækt í senn. ■ Best að aka á jöfnum hraða SKÍÐAMENN Í HLÍÐARFJALLI Elstu menn fyrir norðan muna vart betri byrjun á skíðavertíð en þá sem þeir urðu vitni að síðustu helgi. Misjafnt er eftir hárgreiðslustofum hvað klippingin kostar. Neytendasamtök- in gerðu verðkönnun á tíu hárgreiðslustofum á Akureyri í lok október, þar sem einungis var litið til verðs, en ekki tekið tillit til þjónustu eða gæða. Ef klipping er einungis skoðuð gat verðmunurinn verið frá 25 prósentum fyrir kvennaklippingu í rúm 33 prósent fyrir klippingu á yngri börnum. Ódýrast er fyrir konur að láta klippa sig á Samson, en þar kostar kvennaklipping 2.800 krónur samkvæmt könnuninni. Dýrust var kvennaklipping á Medúllu, eða 3.500 krónur. Verðmunur á Herraklippingu var 29,5 prósent. Ódýrust var klippingin á Samson, 2.200 krónur, en dýrust á Zone þar sem hún kostaði 2.850 krónur fyrir herra. ■ Hvað kostar... að láta klippa sig á Akureyri? Allt að 33 prósenta verðmunur Bílaþvottastöðin Löður í Bæjarlindinni tók nýverið í notkun nýjan vélbúnað frá Mac- Neil í Kanada. Bílaþvottastöðin er því nú búin nýrri gerð af mjúkum svampburstum sem gerðir eru úr sérstöku svampefni sem koma mjúklega við bílinn í sápulöðri og minnka þannig hættu á skemmdum. ■ VERSLUN OG ÞJÓNUSTA Silkimjúkir svampburstar Samkvæmt Ríkisskattstjóra eru kvittanir sem prentaðar eru úr sjóðsvélum á lélegan pappír og með letri sem auðveldlega eyðist varla fullnægjandi. Þetta kemur fram á heimasíðu Neytendasamtakanna. Samtökin leituðu til Ríkisskattstjóra vegna kvartana um að áletrun á kvittunum hyrfi á tiltölulega skömmum tíma. Neytendasamtökin minna á að í sumum tilvikum eru vörur og þjónusta staðgreidd og í slíkum tilvikum er ekki hægt að rekja viðskiptin í gegnum banka eða sparisjóð. Samtökin hvetja neytendur til að fá fullnægjandi kvittanir, ekki síst þegar þeir kaupa vöru eða þjónustu þar sem getur reynt á ábyrgð eða þegar þarf að geyma kvittanir vegna skattframtala. ■ VERSLUN OG ÞJÓNUSTA Letur kvittana verður að haldast

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.