Fréttablaðið - 10.11.2005, Page 35

Fréttablaðið - 10.11.2005, Page 35
[ ] SMÁAUGLÝSINGAR Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar SMÁAUGLÝSINGAR SÍMI: 550 5000 ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is Auglýsingarnar í sjónvarpinu eru til þess að leikararnir geti aðeins fengið að hvíla sig! KRÍLIN PEYSUSJÖL Dóra Sigfúsdóttir hannar og prjónar bls. 2 LJÓSASERÍUR Lýsa upp tilveruna bls. 10 HEILSUHELGI Göran Kristofer hjálpar Íslendingum bls. 12 Tómas R. Einarsson tónlistarmaður held- ur mikið upp á gamla leðurjakkann sinn. Hann hefur gaman af smá litagleði og klæðist bleikum skyrtum stöku sinnum. ,,Það er 14 ára gamall leðurjakki, gegnslit- inn og lúinn,“ svarar Tómas R. Einarsson tónlistarmaður spurður um uppáhalds- flíkina sína. Einn af kostum jakkans er að hann er frekar ófínn svo hægt er að klæðast honum hvenær sem er. ,,Ég er mjög mikið í honum. Reyndar neyðist ég til að flýja í nokkru hlýlegri flíkur þegar snjóa tekur en í mars, apríl er orðið nógu gott veður til að ég geti farið að troða mér í hann aftur og þá er ég í honum alveg fram í nóvember,“ segir Tómas um þennan forláta jakka. Spurður að því hvort leðurjakkinn passi enn eftir öll þessi ár segir hann sér hafa tekist að halda sér grönnum og spengilegum. Tvennt er það sem hefur áhrif á fataval Tómasar. ,,Annars vegar eru það þægindi. Ég er til dæmis mjög hrifinn af lúnum flauelsbuxum. Eftir sex til átta ár eru þær orðnar þægilega mjúkar en þá fer reyndar líka að sjást í gegnum þær á sumum stöð- um. Hins vegar hef ég dálítið gaman af litagleði stöku sinnum svo sem eiturgræn- um og bleikum skyrtum,“ segir Tómas og bætir því við að í Suður-Evrópu séu karl- menn oft í bleikum skyrtum en norðar í Evrópu séu þær fátíðar. Tómas hefur alltaf nóg að gera. Hann spilaði nýverið í grunnskólum með Jazz- kvartett Reykjavíkur og einnig var hann að kynna nýja safnplötu með sönglögum sínum. ,,Ég læt það nægja á þessu ári,“ segir Tómas sem er farinn að undirbúa næstu plötu en hún verður tekin upp í Reykjavík og Havana á næsta ári. mariathora@frettabladid.is Bleikar skyrtur og lúnar flauelsbuxur Tómas R. Einarsson á fjórtán ára gamlan leðurjakka sem hann klæðist alltaf þegar hann getur. Góðan dag! Í dag er fimmtudagur 10. nóvem- ber, 314. dagur ársins 2005. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 9.40 13.12 16.42 Akureyri 9.38 12.56 16.14 Heimild: Almanak Háskólans Landlæknisembættið vill vekja athygli á að engar tilkynningar hafa borist frá Frakklandi um að reynt sé að lauma HIV-meng- uðum nálum á staði sem geta valdið stunguó- höppun. Frétt sem berst um þessar mundir á vefnum sem nefnist „Þetta er því miður ekki brandari“ er úr lausu lofti gripin. Virðist hér um að ræða enn eina útgáfu af flökkusögu sem farið hefur um veraldarvefinn í mismun- andi útgáfum á síðastliðnum árum og engin ástæða til að taka hana alvarlega. Tennishjónin André Agassi og Ste- ffi Graf hafa ákveðið að ljá fyrir- tækinu Aramis hjá Esteé Lauder andlit sín á nýja ilmvatnslínu sem mun bera heitið Always. Agassi hefur verið samningsbundinn Aramis í tvö ár og hefur nú feng- ið konu sína til að slást í hópinn. Always-ilmurinn mun lauma kvenlegum línum inn hjá hinu karlmannlega Aramis-vörumerki en þó fær karlmannsilmurinn meiri athygli og verður fáanlegur í fleiri stærðum og gerðum. Kaupstaðarstemming verður í sam- komusalnum Hlíð á Akureyri á laugardaginn en þá munu nokkur fyrirtæki á Akureyri setja upp markaðs- torg. Markmið þessa framtaks er að koma til móts við þá sem ekki geta heilsu sinnar vegna farið í versl- unarferðir og um leið að skapa skemmtilegan dag í Hlíð. Einnig mun heimilis- og starfsfólk öldrunarheim- ila verða með handverk til sölu. Hægt verður að kaupa kökur og kaffi á markaðnum sem er opinn frá 13-17. Sölusýning á hringum opnar í dag í anddyri Norræna hússins. Á sýningunni sýna 40 hönn- uðir frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku ólíkar útfærslur á hringaforminu. Sýningin hefur ferðast á milli safna í Noregi frá október 2004 og hefur hvarvetna vakið mikla athygli. 250 hringar eru til sýnis og geta áhugasamir sýningar- gestir mátað og keypt hringa sem þeir hrífast af. Sýningin er opin frá 9-17 alla daga og stendur til 18. desember. LIGGUR Í LOFTINU [ HEILSA TÍSKA HEIMILI ] Hönnun Stellu McCartn- ey í H&M í dag Margir hafa beðið þess með eftirvæntingu að hönnun Stellu MacCartney fyrir haustlínu H&M komi í versl- anir og nú er komið að því. Hin eftirsótta en mjög dýra og fágæta hönnun Bítilsdótt- urinnar snjöllu verður til sölu í 400 verslunum H&M í tuttugu og tveimur löndum aðeins þessa mánuðina og að sjálfsögðu á hinu vel við- ráðanlega H&M verði. Föt eins og þröngu gallabuxurn- ar með rennilás við ökklann, stóra mjúka peysan, kven- legir silkitoppar og skærlit- aðir kvöldkjólar verða ekki langt undan enda eru fötin flest endurgerðir af fyrri hönnun Stellu og má finna bæði dag- og kvöldfatnað, nærföt og fylgihluti. Stella segir sjálf að þessi lína sem verður aðeins í boði í þetta eina sinn sé úrval úr hönn- un sinni. Margir komi til sín og lofi og að þetta samstarf við H&M sé kjörið tæki- færi fyrir hana til að kynna hönnun sína fyrir breiðari hópi tískuáhugamanna. Allir til Köben! Hönnun Stellu McCartney fyrir H&M inniheldur það besta af verkum hennar. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA TILBOÐ O.FL

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.