Fréttablaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 77

Fréttablaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 77
Kominn er út DVD-mynddiskar með Live 8-tónleikunum sem voru haldnir víða um heim í sumar. Alls eru fjórir diskar í pakkanum. Á þremur þeirra er sýnt frá tón- leikum í London og Fíladelfíu auk hápunkta frá sjö öðrum tónleikum víðs vegar um heiminn. Allir þeir sem komu fram í London og Fíla- delfíu láta ljós sitt skína á diskun- um, þar á meðal Paul McCartney, U2, Coldplay, Elton John, R.E.M., Ms Dynamite og Snoop Dogg. Á fjórða diskinum er að finna ýmislegt aukaefni, þar á meðal heimildarmynd um það sem gerð- ist baksviðs í Hyde Park í London, auk þess sem sýnt er frá æfingu Pink Floyd er þeir komu saman í fyrsta skipti í langan tíma fyrir Live 8. Einnig eru sýndar tónleika- upptökur með m.a. Björk og McFLy í Tókýó, myndefni frá The Who og Travis auk þess sem Ricky Gervais úr The Office kemur fram. „Ég vona að þetta verði mest seldu DVD-diskar allra tíma. Hann á það skilið,“ sagði Bob Geldof, skipuleggjandi Live 8. „Það myndi hjálpa okkur að breyta lífi hinna fátækustu og um leið gera okkar kynslóð að þeirri sem hjálpaði til við að binda endi á fátækt í heim- inum.“ Allur ágóði af sölu disksins mun renna til Band Aid-sjóðsins sem hefur barist gegn hungur- sneyð og fátækt í Afríku. Live 8 komið út á DVD PAUL MCCARTNEY Bítillinn fyrrverandi steig á svið með U2 og flutti lagið Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band við frábærar undirtektir. Stúdentaferðir Exit.is kynna frábæra Hótel- og stjórnunarskóla í Sviss, fimmtudaginn 10. nóv. kl. 18.00 að SÓLON, 2. hæð. Forsala á einleikinn Typpatal, með Auðuni Blöndal úr Strákunum í aðalhlutverki, hefst næstkomandi mánudag. Frumsýningin verður á Nasa 24. nóvember og er þegar uppselt á hana. Næsta sýning þar á eftir verður 27. nóvember. Typpatal snýst að mestu um könnun sem höfundurinn, Richard Herring, gerði á netinu og var beint jafnt til karla sem kven- na. Leitað er svara við ýmsum spurningum um höfuðdjásn karl- mannsins í sögulegu, félagslegu, menningarlegu og heimspekilegu samhengi, ásamt því að nokkrar reynslusögur fljúga með út í sal- inn. Leikstjóri einleiksins er Sig- urður Sigurjónsson. Forsalan hefst klukkan 10.00 í verslunum Skífunnar, BT á Sel- fossi og á Akureyri og á midi.is. Forsala á mánudag AUÐUNN BLÖNDAL Auddi úr Strákun- um leikur í Typpatali sem verður sýnt á skemmtistaðnum Nasa. Rokkdúettinn The White Stripes gefur út EP-plötuna Walking With a Ghost þann 6. desember. Á plöt- unni verður þeirra útgáfa af sam- nefndu lagi Tegan & Sara, auk fjögurra áður óútgefinna tónleika- upptaka. Platan verður fáanleg á iTunes 14. nóvember. Tónleikaupptökurn- ar fjórar eru Same Boy You´ve Always Known, As Ugly As I Seem, The Denial Twist og Screw- driver. The White Stripes heldur tón- leika í Laugardalshöll þann 20. nóvember. EP-plata frá White Stripes THE WHITE STRIPES Hvítu rendurnar halda tónleika hér á landi 20. nóvember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.