Fréttablaðið - 10.11.2005, Síða 78

Fréttablaðið - 10.11.2005, Síða 78
58 10. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Föstudaginn 11. nóvember kl. 16:00 – 18:00 F já rm ál ar áð st ef n a ÍS Í - 20 05 Fjármálaráðstefna ÍSÍ - 2005 Að þessu sinni verður lögð áhersla á að velta upp fjárhagsstöðu boltaíþrótta og því sem gerst hefur í fjármálum félaga á undanförnum árum með áherslu á hlutafélagavæðingu knattspyrnufélaga og rekstrarumhverfi handknattleiks- og körfuknattleiksfélaga. Félög miðla reynslu sinni er varðar hlutafélagavæðingu og meðal annars verður skoðað hvað þarf að hafa í huga á næstu árum í kjölfar breytinga á deildarkeppni meistaraflokka í handknattleik. Þá verður fjallað um rekstrarumhverfi körfuknattleiksfélaga og kynnt verður hvað felst í launaþaki. Ráðstefnan er ætluð öllum áhugasömum aðilum og sérstaklega þeim er koma að rekstri íþróttafélaga. Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis en óskað er eftir skráningu. Ráðstefnan fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í fundarsölum á 3. hæð Hægt er skrá þátttöku í síma 514 4000 eða á vef Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands Dagskrá og frekari upplýsingar má finna á www.isisport.is > Við veltum því fyrir okkur... ... hvort Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, ætli sér sömu hluti með Arnar Gunnlaugsson næsta sumar og þá sem hann fékk frá Guðmundi Benediktssyni nú í sumar. Arnar er byrjaður að æfa með Val eftir að hafa átt erfitt uppdrátt- ar með KR í fyrra, rétt eins og Guð- mundur lenti í fyrir tveimur árum. Þá sá Willum leik á borði og fékk Guðmund til Vals þar sem hann sló í gegn síðasta sumar. Nú er það stóra spurningin hvort Willum nái að blása lífi í kuln- aðan feril Arnars og gera hann að lykilmanni á Hlíðarenda á næstu leiktíð. Ellert Jón í Hollandi Ellert Jón Björnsson, miðjumaðurinn knái hjá ÍA, er þessa dagana til reynslu hjá hollenska liðinu FC Volendam, sem leikur í 2. deildinni þar í landi. Ellert Jón mun dvelja hjá liðinu í viku að því er kemur fram á heimasíðu ÍA. Sá mikli mannfjöldi sem kom að undir- skrift samnings Jóhanns Þórhallssonar við Grindavík á dögunum vakti athygli. Sérstaka athygli vakti að Stakkavíkur- bræður – þeir Hermann og Gestur Ólafssynir – skyldu vera á fundinum enda sitja þeir ekki í stjórn knattspyrnu- deildar Grindavíkur. Ástæða veru þeirra á fundinum var sú að þeir hafa tekið að sér að greiða laun Jóhanns hjá Grinda- vík næstu þrjú árin og því kostar það knattspyrnudeild Grindavíkur ekki krónu að hafa Jóhann innan sinna raða. Lengi hefur verið talað um það í íslenskum knattspyrnu- heimi að einstaklingar og fyr- irtæki sjái um launaliði leik- manna hjá ákveðnum félögum en aldrei hefur neinn gengið fram fyrir skjöldu og viðurkennt „verknaðinn“, ef svo mætti segja, eins og Grindvíkingar kjósa að gera nú. „Jóhann er með KSÍ-samning við okkur og svo er millisamingur á milli okkar og Stakkavíkur um að fyrirtækið greiði launin,“ sagði Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavík- ur, en þeir bræður eiga og reka útgerðar- fyrirtækið Stakkavík í Grindavík. Jónas átti hugmyndina að aðkomu þeirra bræðra og segir að það hafi verið auðsótt að fá stuðning frá bræðrunum. „Þeir sjá alfarið um launaliðinn og við greiðum ekki krónu. Þetta er gríðarlega rausnarlegt af þeim og þeir hafa sýnt það í verki að þeim þykir vænt um félag- ið. Mér fannst allt í lagi að stíga fram með þá staðreynd að það eru einstaklingar sem sjá um launaliðinn og sýna hverjir þessir menn eru. Þeir eru að sýna mikinn karakter og eiga allt gott skilið.“ GRINDAVÍK Í GÓÐUM MÁLUM: ÞARF EKKI AÐ GREIÐA JÓHANNI ÞÓRHALLSSYNI LAUN Jóhann fær ekki krónu frá Grindavík FÓTBOLTI Breskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að Terry Venables myndi að öllum líkindum taka við starfi landsliðsþjálfara Írlands á næstu dögum en Brian Kerr hrökklaðist úr starfinu eftir að honum mistókst að koma Írum á HM næsta sumar. Venables er vanur landsliðs- þjálfari enda þjálfaði hann enska landsliðið á EM 1996 og þótti sta- nda sig vel í starfi. Nokkuð langt er um liðið síðan Venables þjálfaði síðast. - hbg Írska landsliðið í knattspyrnu: Venables næsti þjálfari? ÞÓRARINN KRISTJÁNSSON Spilar langbest í treyju Keflavíkur, að sögn Rúnars Arnarsonar, formanns knattspyrnudeildar Keflavíkur. Hér sést Þórarinn með Keflavík í bikarúrslitaleikn- um árið 2004. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM > Við hrósum ... ... meistaraflokki kvenna í Breiðabliki fyrir að láta eftir æfingatíma sinn í Fífunni í Kópavogi til Valsstúlkna sem búa sig nú af kostgæfni undir slaginn gegn Evrópu- meisturum Potsdam í Evrópukeppni félagsliða. Valur spilar gegn Potsdam á sunnudag og veitir því ekki af aðstöðunni. Gunnlaugur eftirsóttur Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa ekki færri en fimm lið sóst eftir kröftum Gunnlaugs Jónssonar, varnar- mannsins sterka sem leikið hefur með ÍA. Samningur hans við Skagamenn rennur út 15. október næstkomandi og ekki ólíklegt að hann gangi til liðs við lið á höfuðborgarsvæðinu. sport@frettabladid.is 22 > Við hrósum ... ... Sigurði Vali Sveinssyni, þjálfara hand- boltaliðs Fylkis, sem skoraði heil níu mörk í tapi b-liðs Fylkis fyrir Val í gær. Hann var me mark hæstu mönnum kvöldsins og greinilegt að þessi gamli refur hefur engu gleymt. Fjórðungsúrslit í Hópbílabikarkeppni kvenna: KÖRFUBOLTI Nýliðar Breiðabliks unnu bikarmeistara Hauka 58-50 í gær í fyrri leik liðanna í 8 liða úrslitum Hópbílabikars kvenna. Blikar hafa þar átta stiga forskot upp á að hlaupa í seinni leiknum sem fer fram á Ásvöllum á morg- un en leikirnir voru færðir fram útaf þátttöku Haukaliðsins í Evr- ópukeppninni. Jessalyn Deveny átti frábæran leik hjá Breiðablik og skoraði alls 34 stig og tók að auki 11 fráköst. Haukar léku án Helenu Sverrisdóttur sem meiddist illa á ökkla á æfingu og verður ekki með fyrstu vikur tímabilsins af þeim sökum. Blik- ar komust aldrei meira yfir en þessi átta stig sem skildu að í lok- in. Deveny er greinilega frábær leikmaður sem hefur mjög góð áhrif á stelpurnar í Blikaliðinu sem hafa ekki yfir mikilli reynslu að ráða. - óój N‡li›arnir unnu meistarana „Sem betur fer eru ökklameiðslin ekki eins alvarleg og ég hélt. Það blæddi inn á hásin og ég verð rétt tæpa viku að jafan mig. Póllandsleikurinn á föstudag- inn er úr sögunni en ég reikna fastlega með því að verða klár í slaginn gegn Svíum,“ sagði Gunnar Heiðar Þorvalds- son í samtali við Fréttablaðið eftir að hann kom úr læknisskoðun í gær. Hann meiddist í ökkla gegn Djurgården á mánudaginn og leist ekki á blikuna eftir leikinn. Að sögn Ásgeirs Sigurvinssonar lands- liðsþjálfara verður ákveðið í dag hvort kallað verður á annan framherja í leik- inn gegn Pólverjum. Gunnar Heiðar fer með landsliðinu til Póllands og verður í umsjá lækna landsliðsins. Markið sem Gunnar Heiðar skoraði gegn Djurgården hefur vakið gríðarlega athygli. Það var stórglæsilegt og þegar rætt um það sem mark ársins. Það er hugsanlega metið á tugi milljóna ef hann verður seldur frá Halmstad því verðmiðinn hækkar með hverjum leik. Gunnar Heiðar á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og talið lík- legt að hann verði seldur í janúar næst- komandi. Ólafur Garðarsson, umboðs- maður Gunnars Heiðars, segist hafa orðið var við mikinn áhuga á honum en vill ekki verðmerkja hann né markið sem hann skoraði. Von er á fulltúum tveggja félaga úr ensku 1. deildinn á Svíaleikinn í næstu viku. GUNNAR HEIÐAR ÞORVALDSSON: MARK HANS GEGN DJURGÅRDEN GÆTI VERIÐ TUGMILLJÓNA VIRÐI 5. október 2005 MIÐVIKUDAGUR Gunnar Hei›ar ver›ur me› gegn Svíum Birgir Leifur Hafþórsson: Milljón í tekj- ur í ár GOLF Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG hefur unnið sér inn rétt um eina milljón ís- lenskra króna á Áskorendamóta- röðinni á þessu ári og er í 83. sæti fyrir lokamótið sem fram fer um helgina á Tenerife. Aðeins 15 efstu kylfingarnir tryggja sér þátttöku- rétt á Evrópsku mótaröðinni og Birgir Leifur á enga möguleika á því. Úrtökumót fyrir Evrópsku mótaröðina fer fram í næsta mán- uði og að venju er það skipt í þrjú stig. Fyrir ári síðan var Birgir Leifur aðeins einu höggi frá því að tryggja sér fullan þátttökurétt á Evrópsku mótaröðinni í ár. - þg Fimm leikur fóru fram í 32 liða úrslitum bikarsins: Meistararnir áfram HANDBOLTI Bikarmeistarar ÍR eru komnir í 16 liða úrslit bikarkeppn- innnar í handbolta karla. Liðið sigraði Víking/Fjölni í ótrúlegum markaleik, 47-36 í eina leik kvöldsins þar sem lið í deilda- keppninni mættust á heimavelli sínum í Austurbergi. B-liði ÍR gekk hins vegar ekki eins vel því HK sem fór alla leið í úrslit í fyrra vann það auðveldlega með 36 mörkum gegn 21 í Breiðholti. Elí- as Már Halldórsson var marka- hæstur HK-inga með sjö mörk og Vilhelm Gauti Bergsveinsson gerði sex mörk. Hjá ÍR-b gerði Eyþór Hilmarsson fimm og Njörður Árnason sem lék lengi með Fram og ÍR gerði fimm mörk. Á Egilsstöðum mættu heima- menn í Hetti liði Þórs frá Akur- eyri sem lyktaði með öruggum sigri gestanna 32-20. Á Seltjarnar- nesi tapaði Grótta fyrir Aftureld- ingu 22-35. Brynjar Árnason var markahæstur í liði Gróttu með fimm mörk en Haukur Sigurvins- son var markahæstur í liði gest- anna með átta mörk. Í Árbænum tapaði b-lið Fylkis fyrir Val 22-38. Í stjörnuprýddu Fylkisliði var Sigurður V. Sveins- son markahæstur með níu mörk og Sverrir Þór Sverrisson eða Sveppi gerði þrjú mörk fyrir Árbæinga. Hjá Val voru þeir Davíð Höskulds- son og Kristján Þór Karlsson markahæstir með sjö mörk. ÖFLUGUR Íslefur Sigurðsson skoraði átta mörk í sigri ÍR á Víkingi/Fjölni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 7 8 9 10 11 12 13 Fimmtudagur NÓVEMBER � � LEIKIR � 19.15 Grindavík og Snæfell mætast í Iceland Express-deild karla. � 19.15 Fjölnir og ÍR mætast í Iceland Express-deild karla. � 19.15 Njarðvík og Hamar/Selfoss mætast í Iceland Express-deild karla. � 19.15 Skallagrímur og Þór mætast í Iceland Express-deild karla. � 19.15 KR og Haukar mætast í Iceland Express-deild karla. � 19.15 Höttur og Keflavík mætast í Iceland Express-deild karla. � � LEIKIR � 07.00 Olíssport á Sýn. Endursýnt fjórum sinnum til 09.00 og svo aftur kl. 17.40. � 16.35 Handboltakvöld á Rúv. � 18.10 X-games – þáttur 2 á Sýn. � 19.10 PGA-mótaröðin á Sýn. � 20.00 NFL-tilþrif á Sýn. � 20.30 A1 á Sýn. � 22.00 Olíssport á Sýn. FÓTBOLTI Mesti hrakfallabálkur knattspyrnusögunnar, Englend- ingurinn Jonathan Woodgate, er meiddur enn eina ferðina og að þessu sinni á mjög slæmum tíma. Hann var nýkominn í fínt form eftir átján mánaða dvöl utan vall- ar vegna meiðsla, búinn að vinna sér fast sæti í liði Real Madrid og svo ætlaði Sven-Göran Eriksson að velja hann í enska landsliðið. Þá kom áfallið, tognun sem held- ur honum utan vallar í mánuð og hann missir því af landsleiknum sem og stórleik gegn Barcelona. “Ég er alveg miður mín því ég var farinn að hlakka mikið til Barcelona-leiksins,” sagði Wood- gate. “Þetta er ömurlegt því ég var að komast í form á ný.” Barcelona-leikurinn er 19. nóv- ember en landsleikurinn er um næstu helgi gegn Argentínu. Það ekki af Jonathan Woodgate að ganga: Meiddu enn á ný JONATHAN WOODGATE Alltaf meiddur. FÓTBOLTI Knattspyrnumaðurinn Þórarinn Kristjánsson mun líklega skrifa undir samning við Keflavík í dag eða á morgun, en að sögn Jónasar Þórhallssonar, formanns knattspyrnudeildar Grindavíkur, hefur félagið slitið viðræðum við leikmanninn. Grindavík var ásamt Keflavík eina félagið sem var í viðræðum við Þórarin hér á landi og bendir því fátt til annars en að Þórarinn sé á leið til uppeldisfélags síns í Keflavík. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fer Þórarinn fram á „heildarpakka“ upp á 3-4 millj- ónir króna – pakka sem felur í sér beinar launagreiðslur og ýmis önnur fríðindi. Jónas vildi ekkert ekkert tjá sig um kröfur Þórarins öðruvísi en að þær væru óraunhæfar og langt umfram það sem Grindavík væri tilbúið að fara út í. Rúnar V. Arnarson, formaður knattspyrnu- deildar Keflavíkur, staðfesti að Keflavík væri í viðræðum við Þórarin og að félagið hefði mikinn hug á því að „fá hann heim“ eins og Rúnar orðaði það. Rúnar vildi ekkert tjá sig um hverjar kröfur Þórarins væru. Þórarinn vildi ekki staðfesta við Fréttablaðið hvar hann spilaði fótbolta næsta sumar og fullyrti að hann væri ennþá í viðræðum við bæði Keflavík og Grindavík. Jafnframt sagði hann að þau væru einu íslensku liðin sem væru inni í myndinni hjá sér. Spurður um þær fullyrðingar Grindvíkinga að þeirra viðræðum hefði verið slitið vildi Þórarinn ekkert segja. „Ég get ekki tjáð mig um þetta á þessari stundu,“ sagði Þórarinn en bætti við að mál sín myndu líklega skýrast í dag eða á morgun. Þórarinn mun líklega skrifa undir eins árs samning við Kefla- vík, eða þá lengri samning með klásúlu sem felur í sér að félag- ið uni ekk standa í vegi fyrir honum fái hann tilboð að utan. Þórarinn hefur verið rðað- u við sænska úrva sdeildarliðið Gefle IF og í samtali við Frétta- blaðið í gær staðfesti Per Olsson, þjálfari liðsins, að félagið hefði boðið honum út til æfinga hjá lið- inu. „Okku vantar framherja og umboðsmaður Þórarins nefndi h ns nafn við okkur. En það verður ekkert úr því í bráð þ em hann er meiddur,“ agði Olsson en Þór- arinn fer í smávægilega speglun á hnénu í dag sem heldur honum frá æfingum í einhvern tíma. „Þórarinn fær góð meðmæli frá umboðsmanni sínum en það er ljóst að við munum ekki reyna að fá hann til okkar fyrr en við höfum séð til hans. Ég veit ekkert um hann. Við erum á leið í frí á næstu dögum og byrjum ekki að æfa aftur fyrr en í janúar. Frá okkur er málið er því í biðstöðu fram á næsta ár,“ bætti Olsson við. Þórarinn náði sér ekki á strik með Þrótti í Landsbankadeildinni í sumar og skoraði aðeins tvö mörk í 16 leikjum. Sumarið 2004 var hann hins vegar frábær og skoraði 10 mörk fyrir Keflavík í 18 leikj- um. Rúnar segir að Þórarinn muni endurtaka leikinn næsta sumar, fari svo að hann gangi til liðs við Keflavík, þar sem hann sé einfald- lega heimaspilari. „Þórarinn er 10 marka maður hjá Keflavík. Honum líður best í Keflavík og þarf ákveðna með- ferð sem við þekkjum hér,“ sagði Rúnar í léttum tón. Undir þetta tekur Þórarinn að vissu leyti en kveðst þó vel geta spilað vel á öðrum vettvangi en í Keflavík. „Það er vissulega öðruvísi að spila með æskufélögum sínum. Mér líður vel á vellinum í Kefla- vík og ég fann það þegar ég kom þangað með Þrótti í sumar. Þá fann ég mig vel. En ég get alveg staðið mig vel annars staðar,“ sagði Þór- arinn. vignir@frettabladid.is Þórarinn er á lei til Keflavíkur Sóknarmaðurinn Þórarinn Kristjánsson mun skrifa undir samning við Keflavík á allra næstu dögum en sænska liðið Gefle mun ekki reyna að fá Þórarin til sín fyrr en þjálf rar liðsins hafa séð til hans. FÁ SINN MANN HEIM Rúnar V. Arnarson er viss um að Þórarinn skili Kristjáni Guð- mundssyni 10 mörkum á næstu leiktíð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.