Fréttablaðið - 10.11.2005, Page 66

Fréttablaðið - 10.11.2005, Page 66
 10. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR46 L i n d a Ben t sdó t t i r O p i ð pró f k j ö r 1 2 . n ó v í Smá r a s k ó l a Kosningaskrifstofa Arnarsmára 32 sími - 822 5100 lindabents@simnet.is BÆKUR UMFJÖLLUN Þegar málarar endurreisnarinnar æfðu sig í að skipa því sem þeir sáu rétt niður á myndflötinn horfðu þeir stundum á hann í gegnum stórmöskvað net; svo hægt væri að hafa hlutföllin rétt og koma þrívíddinni til skila. Kannski voru hinar fornu goðsagnir, fyrir daga eingyðistrúar og vísinda, slík hjálparnet til að koma einhverri skipan á þann óreiðukennda veru- leika sem við mönnum blasti. En hvaða erindi eiga þær við nútím- ann? Fyrir nokkrum árum setti skoski bókaútgefandinn Jamie Byng, hjá Canongate books, af stað alþjóðlegt verkefni fjölmargra útgefenda þar sem hver um sig skyldi fá góðan höfund í sínu landi til að endursegja eða vinna úr forni goðsögn. Upphaflega hug- myndin var sú að bækurnar yrðu síðan gefnar út í öllum löndunum og hvert forlag um sig myndi eign- ast stórt úrval goðsagna í nútíma- túlkun. Verkefnið hefur enn ekki fengið þann alþjóðlega slagkraft sem vonast hafði verið eftir, en er engu að síður mjög athyglisvert og verður gaman að fylgjast með hvernig það þróast. Bjartur er íslenska forlagið í þessu alþjóðlega samstarfi og það var vel til fundið hjá þeim að fá Sjón til að skrifa framlag héðan ¿ nútímatúlkun goðsagna hefur verið sterkur þráður í skáldskap hans frá upphafi. Bráðungur var hann ein af höfundunum í Medúsu- hópnum, síðbúinni endurvakn- ingu súrrealismans í Efra Breið- holti. Hinir merkari frumherjar súrrealismans leituðu ekki bara í eigin dulvitund að efni, heldur nýttu þeir sér líka myndgervingu hennar í fornum goðsögnum, og þann þráð tóku Sjón og félagar upp. Í því fólst auðvitað andóf gegn því sem þeim þótti heldur hversdagslegt félagslegt raunsæi, og hafði um skeið verið áberandi í íslenskri sagnagerð, og það var angi sama andófs að skipa ljóðinu í öndvegi. En í þessu fólst líka sú sannfæring að maðurinn væri ekki kominn eins langt frá heimi goðsagnanna og hann héldi; þær hefðu enn þrótt til að varpa ljósi sínu á veru okkar í heiminum. Þegar Sjón sneri sér í vaxandi mæli að ritun prósa, tók hann þetta veganesti með sér; fangaði veru- leik sinn í möskva goðsagnanna, en vann líka úr mýtum og tákn- um nútímans, hvort sem þau voru sótt í rokkið eða Enid Blyton. Verk hans eru þó ekki bara hrein fantasía, enda fátt leiðigjarnara, heldur hafa átök og öfgar 20. ald- arinnar lagt þeim til sterka undir- tóna. Þannig blandaðist seinni heimsstyrjöldin miðaldasögninni um goleminn, manninn sem búinn var til úr leirklumpi, í skáldsög- unni Augu þín sáu mig; og undir- furðulegur húmor höfundar setti punktið yfir i-ið. Argóarflísin er sagnaflétta af sömu rótum. Stofninn er sagan af Jason og Argónátunum, áhöfninni á skipinu Argó, sem fylgdi honum í leitinni að gullna reyfinu, en þetta er ein ævintýralegasta forngríska sögnin. En ramminn er sigling Valdimars Haraldssonar, aldraðs Íslendings sem býr í Danmörku, með dönsku fraktskipi árið 1949. Annar stýrimaður um borð, Ken- eifur að nafni, segir ferðafélögum sínum sögu Jasonar og þá einkum frá ævintýrum hans og manna hans á Lemney, sem var eingöngu byggð konum (enda höfðu þær drepið alla karla sína af því þeir höfðu tekið sér frillur, vegna þess að eiginkonurnar lyktuðu svo illa, að því er segir í hinni fornu sögn). Smám saman finnur lesandinn að það er ýmislegt líkt með Argóar- förunum og þeim sem sigla með hinu danska fraktskipi, fleira en að á báðum skipunum er aðeins ein kona um borð. En rammasagan er líka veruleikatenging goðsögunn- ar, svosem í áhrifamiklum kafla um vinnuslys í norskri verksmiðju sem sæfarendurnir verða vitni að; og sá kafli geymir aftur leyndar vísanir í goðsöguna. Það eru líka húmorískar teng- ingar við hugmyndaátök 20. aldar. Þannig hefur Sjón léð Valdimar Haraldssyni hugsjónir langafa síns, Matthíasar Þórðarsonar (þó ekki þjóðminjavarðar), sem skrif- aði um fiskveiðar og menningu í Eimreiðina 1935 og var sann- færður um yfirburði norræna kynstofnins, sem hann rakti til fiskneyslu. Matthías er reyndar líka höfundur Síldarsögu Íslands, sem Halldór Laxness lék sér með í Guðsgjafaþulu. Þessi norræna della gefur höfundi kost á að flétta norrænu söguna um Sigurð Fáfnis- bana inn í Argóarflísina og bæta þar einni vídd enn við goðsagna- heim hennar. Í stuttu máli er þetta frábær- lega vel gert. Sagan opnast í ótal áttir, það úir og grúir af tilvísun- um í bókmenntir og hugmynda- sögu, en hún er samt engin aka- demísk æfing, heldur læsileg og skemmtileg. Sjón beitir ýmsum stílbrögðum sem lesandinn hefur séð til hans áður, svo sem óvænt- um, merkingarlausum en fyndn- um upptalningum eða merking- arhlöðnum smáatriðum, en sýnir um leið vaxandi vald sitt á máli og frásagnarhætti. Sterkari tök hans á blæbrigðum íslenskunnar mátti glöggt merkja í Skugga-Baldri, og sama öryggi er yfir þessari bók. Norðurlandameistarinn, sem Bjartsmenn eru farnir að kalla svo (er þá Pinter heimsmeistar- inn?), rís undir þeim væntingum sem jafnan fylgja virtum verð- launum. Argóarflísinn er kannski ekki borin uppi af jafn djúpri siðferðilegri alvöru og Skugga- Baldur, hún er meiri sagnaleikur, en lesandinn getur ekki annað en haft gaman af að sigla á þessari kænu um sagnahafið. Halldór Guðmundsson Argóarflísin Höf: Sjón Útg: Bjartur, Reykjavík 2005 Niðurstaða: Í stuttu máli er þetta frábærlega vel gert. Kæna á sagnahafi Strax í upphafi Slepptu mér aldrei eftir Kazuo Ishiguro má lesanda vera ljóst að í sögunni er leikið á tvo strengi. Annars vegar er unnið með minnið um heimavistarskólann með tilheyrandi tedrykkju, rigningu og boltaleikjum á grænum engjum, og hins vegar er sögð saga sem hefur yfir sér óraunverulegan vísinda- skáldsögublæ sem magnast eftir því sem líður á bókina. Lesandi kynnist þremur börn- um; Ruth, Tommy og Kathy sem segir söguna í endurliti. Þau alast upp í Hailsham-heimavistarskólan- um, sem við fyrstu sýn virðist ósköp venjulegur heimavistarskóli. Fljót- lega verður þó ljóst að Hailsham er ekki aðeins skóli heldur grundvöllur tilveru þessara barna sem virðast hvorki eiga foreldra né fjölskyldu og virðast enn fremur öll hafa sérstakan tilgang með tilvist sinni. Lesendur fylgjast með örlög- um Kathy, Ruth og Tom sem lifa í aflokuðu og vernduðu umhverfi en dreymir samt drauma um framtíð sína. En framtíð þeirra hefur verið ákveðin fyrir þau og spurningarnar sem vakna hjá lesanda eru áleitnar hugleiðingar um val einstaklingsins, möguleika vísinda og erfðafræði og réttmæti þess að ljúga þegar sann- leikurinn er allra sagna sárastur. Með því að sameina tvö sígild form; hefðbundna skóla- og æsku- sögu og vísindaskáldsögu, skapar Ishiguro ákveðinn sprengikraft sem drífur söguna áfram þannig að í henni fara saman spenna og um leið tregablandin frásögn þess sem lítur til baka og sér hlutina í ljósi reynslu og visku. En það eru ekki aðeins þessi tvö form sem renna saman í sögunni heldur er einnig teflt saman gildum gamalla og nýrra tíma. Öryggi, fjöl- skyldutengsl og hlýja takast á við harðan heim tækni og skilvirkni. Form og efni haldast hér í hendur með góðum árangri. Aðalpersónurnar þrjár verða ljóslifandi í hugum lesenda en auka- persónur eru fremur eins og skugga- myndir, hvort sem um er að ræða önnur börn eða þá sem eldri eru. Þó standa þrjár gæslukonur upp úr; ungfrú Emily, Madame og ungfrú Lucy sem allar virðast hafa efast á einhverjum tímapunkti um tilgang Hailsham-skólans og örlög nemenda hans. En lesandi situr eftir með þá óþægilegu tilfinningu að efi manna risti ekki djúpt þegar málið snýst um örlög annarra en þeirra sjálfra. Frágangur á bókinni er með ágæt- um. Þýðing Elísu Bjargar Þorsteins- dóttur er vönduð. Orðin hlynnir og gjafari (e. carer og donor) skapa frá upphafi ákveðinn óraunveruleikablæ sem getur virkað truflandi í fyrstu en gengur upp þegar frásögnin renn- ur áfram. Og fyrst og fremst er hér komin áleitin saga þar sem fengist er við grundvallarspurningu: Hvað er það sem gerir okkur mennsk? Og hver er þess umkominn að dæma mennskuna? Katrín Jakobsdóttir Sár sannleikur Slepptu mér aldrei Höf: Kazuo Ishiguro Þýð: Elísa Björg Þorsteinsdóttir Útg: Bjartur Niðurstaða: Öryggi, fjölskyldutengsl og hlýja takast á við harðan heim tækni og skilvirkni. Form og efni haldast hér í hendur með góðum árangri. BÆKUR UMFJÖLLUN SJÓN BÆKUR UMFJÖLLUN Það er engin hætta á að þeir sem kunna að meta íslenskar saka- málasögur muni fara í jólakött- inn þetta árið. Allir helstu reyf- arahöfundar landsins eru með bækur í þessu flóði og það er varla pláss til þess hér að telja öll þessi ósköp upp. Árni Þórarinsson lætur sig ekki vanta og kemur nú með fjórðu skáldsöguna, Tími nornar- innar, um blaðamanninn Einar á Síðdegisblaðinu. Einar er ekki aðeins með gott fréttanef heldur er honum einkar lagið að þvælast inn í sakamál og brjóta þau til mergjar með innsýn og reynslu blaðamannsins að vopni. Persóna Einars er í raun dæmigerð fyrir einkaspæjara harðsoðnu hefðarinnar sem þeir Dashiell Hammett og Raymond Chandler gerðu að alvöru bók- menntagrein um miðbik síðustu aldar. Þó að íslenskur veruleiki sé fyrir löngu farinn að standa undir sannfærandi glæpasögu- þráðum rúmar hann ekki einka- spæjara með góðu móti. Breyt- ir engu þótt eftirspurnin eftir sjálfstætt starfandi einkaspæj- urum í Reykjavík hljóti að fara vaxandi á næstu árum. Þangað til er blaðamaður alls ekkert galinn staðgengill einkaspæjara í íslenskum skáldsögum. Störfin eru að mörgu leyti áþekk þó að íslenskir blaðamenn séu fæstir jafn flekklausir, hjartahreinir og réttsýnir og Philip Marlowe. Blaðamaðurinn Einar er samt fínn fyrir sinn hatt og sögur Árna um hann eru undir greinilegum áhrifum Chandlers og félaga. Einar hefur líka, hingað til, verið fyllibytta eins og allir alvöru spæjarar. Hann hefur hins vegar tekið sig tak í Tíma nornarinnar og er edrú. Fyrir utan bindindið er helsta breytingin á högum Ein- ars sú að hann hefur verið send- ur í útlegð til Akureyrar þar sem hann á að efla fréttaflutning Síð- degisblaðsins frá Norðurlandi. Þetta kemur sér vel þar sem Einar er varla búinn að koma sér fyrir á nýja staðnum þegar hann er farinn að rannsaka tvö dular- full dauðsföll. Eiginkona viðskiptajöfurs frá Akureyri lætur lífið eftir að hún fellur útbyrðis í flúðasiglingu. Einar er fyrstur með fréttina og í kjölfarið leitar öldruð móðir kon- unnar til hans og segir honum að hún hafi verið myrt. Lögreglan trúir þeirri gömlu ekki og því snýr hún sér til blaðamannsins. Skömmu seinna finnst ungur menntaskólanemi myrtur en Einar hafði skömmu áður tekið við hann viðtal vegna fyrirhug- aðrar frumsýningar mennta- skólaleikfélagsins á Galdra- Lofti. Ungi maðurinn sem þjáðist af ofurmenniskomplexum og virtist líta á sig sem óskabarn Nietzsches og átti að leika aðal- hlutverkið, sjálfan Galdra-Loft. Eftirgrennslan Einars í báðum málunum dregur hann æ dýpra ofan í skuggaveröld ofbeldis og fíkniefnaviðskipta fyrir norðan og okkar maður má hafa sig allan við til að halda líkamlegri og and- legri heilsu. Tími nornarinnar er þokkalegur reyfari og Árni skrif- ar lipran og læsilegan texta. Hann nær hins vegar ekki alveg töffinu sem bandarískar fyrirmyndir hans gerðu að sérstöku stílbragði og sakamálin og lausnin á þeim eru ekkert sérstaklega spenn- andi. Allt rúllar þetta samt eins og vel smurð vél og manni leiðist ekkert í félagsskap Einars. Blaðamaðurinn er viðkunnan- legur gaur og stendur sig vel sem spæjari þótt hann hangi edrú. Það er líka ágætis tilbreyting að aðalpersónan sé ekki rannsókna- lögreglumaður en slíkir hafa lagt undir sig nánast allt íslenska reyfaralandslagið. Það eru helst Einar og lögfræðingurinn Stella Blómkvist sem eru fulltrúar gömlu einkaspæjaranna. Lög- reglan er hálf getulaus í bókun- um um þau og það kemur í hlut þessara sterku og úrræðagóðu einstaklinga að leiða mál sem eru löggunni ofviða til lykta. Það er kannski tilætlunarsemi í mér sem hörðum Chandlerista að fara fram á meiri kraft, skarpari stíl og snerpu en í hefðbundnum löggusögum en það vantar aðeins upp á þetta hjá Árna. Þegar menn kjósa að skrifa í skugga harð- soðnu hefðarinnar þarf nefnilega helst að vera með þotueldsneyti á varatanknum. Þórarinn Þórarinsson Blaðamaður og einkaspæjari TÍMI NORNARINNAR Höf: Árni Þórarinsson Útg: JPV. Niðurstaða: Tími nornarinnar er þokkalegur reyfari og Árni skrifar lipran og læsilegan texta. Hann nær hins vegar ekki alveg töffinu sem bandarískar fyrirmyndir hans gerðu að sérstöku stílbragði.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.