Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.11.2005, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 22.11.2005, Qupperneq 6
6 22. nóvember 2005 ÞRIÐJUDAGUR ENGINN DAGUR EINS ENGIR TVEIR ÍSLENDINGAR EINS BÓK EFTIR ÍSLENDINGA Skálholtsútgáfan Snilldartaktar! Nýjasta bók Ians Rankin um lögreglumanninn John Rebus. Enn einn snilldar- krimminn frá Ian Rankin! Besta bók Rankins til þessa og það segir þó nokkuð! – Observer SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - www.skrudda.is KJÖRKASSINN Mun Björn Ingi Hrafnsson leiða Framsókn í borginni? Já 52% Nei 48% SPURNING DAGSINS Í DAG Á Alþingi að bjarga Byggðastofn- un með aukafé? Segðu skoðun þína á Vísi.is Falsarar handteknir Kólumbíska lögreglan gerði á dögunum þrjár millj- ónir dollara í fölsuðum peningaseðlum upptækar, jafnvirði 180 milljónum ís- lenskra króna, og handtók fimm manns í tengslum við málið. Talið er að fjörutíu prósent falsaðra seðla sem eru í umferð í heiminum séu framleidd í Kólumbíu. KÓLUMBÍA 8,8% 3,8% 18,6% 15,1% 20,7% 24,6% 22,4% 6,5% 4,7% 14,3% 8,6% 2,6% 18,5% 8,7% 35,7% 31,2% Geir H. Haarde Steingrímur J. Sigfússon Ingibjörg Sólrún Halldór Ásgrímss. Halldór Ásgrímss. Ingibjörg Sólrún Björn Bjarnason Össur Skarp- héðinss. MINNST TRAUSTMEST TRAUST NÓVEMBER 2005 FEBRÚAR 2005 NÓVEMBER 2005 FEBRÚAR 2005 SKOÐANAKÖNNUN Geir H. Haarde, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks, er sá stjórn- málamaður sem flestir Íslending- ar bera mest traust til um þessar mundir. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokks, er hins vegar sá stjórnmálamaður sem flestir Íslendingar bera minnst traust til. Þetta kemur fram í nýrri skoð- anakönnun Fréttablaðsins. Þegar spurt var til hvaða stjórnmálamanns mest traust var borið til nú, nefndu 22,4 prósent þeirra sem tóku afstöðu Geir H. Haarde. Í skoðanakönnun Frétta- blaðsins í febrúar, þar sem sama spurning var borin fram, nefndu einungis 6,5 prósent nafn Geirs. Davíð Oddsson var hins vegar sá stjórnmálamaður sem flestir báru þá mest traust til, eða 28,4 prósent. Sem forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins var Davíð umdeildur og auk þess að vera sá sem flestir treystu, var hann í öðru sæti í könnun Frétta- blaðsins í febrúar yfir þá stjórn- málamenn flestir báru minnst traust til, eða 24,7 prósent. Meiri sátt virðist því ríkja um Geir H. Haarde, því hann kemst ekki á lista yfir þá tíu stjórnmálamenn sem oftast voru nefndir sem minnst treystandi. Líkt og í könnuninni í febrúar treysta næstflestir Steingrími J. Sigfússyni, formanni Vinstri- grænna. Aðeins færri nefna hann þó nú, eða 20,7 prósent í stað 24,6 prósenta. Í þriðja sæti er svo for- maður Samfylkingarinnar, en 18,6 prósent segjast treysta Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur best. Það er aukning frá könnuninni í febrúar þegar 15,1 prósent sagðist treysta Ingibjörgu Sólrúnu mest. Í fjórða sæti yfir þá sem flestir treysta er Halldór Ásgrímsson, eða 8,8 prósent. Í febrúar voru það einungis 3,8 prósent sem nefndu nafn Halldórs sem svar við þessari spurningu. Halldór er sá stjórnmálamað- ur sem flestir treysta minnst, eða 35,7 prósent. Það er örlítið hærra hlutfall en í febrúar þegar 31,2 prósent treystu honum minnst. 18,5 prósent treysta Ingibjörgu Sólrúnu minnst, og er það mikil aukning frá því í febrúar þegar hlutfallið var 8,7 prósent. Í þriðja sæti er Björn Bjarnason, en 8,6 prósent svarenda sögðust treysta honum minnst. Í febrúar nefndu 2,6 prósent hans nafn. Í fjórða sæti er svo Össur Skarp- héðinsson, en 4,7 prósent segjast treysta honum minnst. Það er einnig mikil breyting frá í febrú- ar, þegar 14,3 prósent sögðust treysta Össuri minnst. Hringt var í 800 manns 19. nóvember, og skiptust svarendur jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Til hvaða stjórnmálamanns berð þú mest traust um þessar mundir? 52,5 prósent þeirra sem spurðir voru tóku afstöðu til spurningar- innar. Einnig var spurt: Til hvaða stjórnmálamanns berð þú minnst traust um þessar mundir? 48 pró- sent þeirra sem spurðir voru tóku afstöðu til spurningarinnar. svanborg@frettabladid.is Flestir treysta Geir Flestir treysta Geir H. Haarde best af öllum stjórnmálamönnum, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Halldór Ásgrímsson er enn sá stjórnmálamaður sem flestir treysta minnst. Ingibjörg Sólrún er umdeild. RÉTTINDAMÁL „Þeir í þjóðkirkj- unni mega vera með sína trúar- legu kreddu en okkur þykir sárt að þurfa að bíða eftir því að þeir þokist til umburðarlyndis til að við megum framkvæma okkar athafnir,“ segir Hilmar Örn Hilm- arsson allsherjargoði. Hann segir landslög til vernd- ar þjóðkirkjunni meina ásatrú- arsöfnuðinum að gefa saman samkynhneigða og skorar hann á yfirvöld að bæta úr því. Hjörtur Magni Jóhannsson frí- kirkjuprestur er sama sinnis en hann segist oft hafa framkvæmt athafnir fyrir samkynhneigða sem voru svipaðar hjónavígslum gagnkynhneigðra. „Það hefur aðeins vantað upp á viðurkenn- ingu frá hinu opinbera og ég hef óskað eftir því að ríkisstjórnin setji inn í frumvarp sitt heimild handa prestum og forstöðumönn- um trúfélaga til að gefa saman samkynhneigða,“ segir Hjörtur Magni. „Ég trúi því að frumvarpið sé í anda Krists; Kristur fór ekki í manngreiningarálit og ekkert er haft eftir honum í biblíunni sem mælir gegn samkynhneigð- um. Þvert á móti var hann mjög á bandi þeirra sem voru settir á jaðar samfélagsins,“ segir fríkirkjupresturinn. - jse Ásatrúarmenn og fríkirkjuprestur skora á yfirvöld að breyta lögum um hjónavígslur: Vilja gefa samkynhneigða saman ALLSHERJARGOÐINN HILMAR ÖRN HILMARSSON Hilmar segir landslög til verndar þjóðkirkj- unni koma í veg fyrir að ásatrúarmenn geti gefið samkynhneigða saman og þykir sárt að þurfa að bíða eftir þjóðkirkjunni í þessum efnum. LISTI SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKSINS Í HAFNARFIRÐI 1. Haraldur Þ. Ólason 2. Rósa Guðbjartsdóttir 3. Almar Grímsson 4. María Kristín Gylfadóttir 5. Bergur Ólafsson 6. Skarphéðinn Orri Björnsson 7. Helga R. Stefánsdóttir DÓMSMÁL Tveir Litháar voru dæmdir í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Austurlands fyrir að smygla fjórum kílóum af amfet- amíni til landsins í júnílok. Tví- menningarnir voru handteknir þegar þeir komu með Norrænu en fíkniefnin földu þeir í sér- útbúnu geymsluhólfi í bita sem var neðan á bifreiðinni sem þeir höfðu til umráða. Við yfirheyrslu neituðu þeir að hafa átt efnin eða vitað af þeim en framburður þeirra þótti að mörgu leyti torkenni- legur. Til dæmis sögðu þeir tilgang ferðarinnar hafa verið þann að sækja aðra bifreið og að ferðin væri farin að beiðni félaga þeirra. Hins vegar gátu þeir ekki gert frekari grein fyrir þeim félaga sínum eða bifreiðarviðskiptunum. Dómurinn telur að aðferð- irnar við smyglið beri það með sér að um þaulskipulagðan innflutning hafi verið að ræða og því sé brot þeirra stórfellt. Mennirnir höfðu verið í varðhaldi frá því að þeir voru handteknir en ákæra á hendur þeim var gefin út um miðjan ágúst og mál þeirra dómtekið 10. október. - jse Tilraun Litháa til að smygla amfetamíni í Norrænu í sumar: Tveir í þriggja ára fangelsi NORRÆNA Í HÖFN Tvímenningarnir voru handteknir við komuna til Seyðisfjarðar með Norrænu í júnílok síðasta sumar með fjögur kíló af amfetamíni. Vegna mistaka í blaðinu í gær endurbirt- um við réttan lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Rósa Guðbjartsdóttir verður í öðru sæti, Almar Grímsson í því þriðja og Helga R. Stefánsdóttir vermir nú sjöunda sæti listans. Valgerður Sigurð- arsdóttir, sem lenti í öðru sæti, ákvað að taka ekki sæti á listanum. LEIÐRÉTTING Eldur kviknaði í íbúðarhúsi Eldur kviknaði út frá eldavél í íbúðarhúsi á Ísafirði um kvöldmatarleytið í gær. Slökkvilið var fljótt á staðinn og réð nið- urlögum eldsins. Klæðningar á veggjum eldhússins eyðilögðust en þar fyrir utan urðu engar teljanlegar skemmdir. ÍSAFJÖRÐUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.