Tíminn - 24.10.1976, Síða 9
Sunnudagur 24. oktdber 1976
TÍMINN
9
Grænlenzkur borgarisjaki á reki út af Vestfjörðum.
Eiga borgarísjakar frá Grænlandi eftir
að leysa drykkjarvatnsskort Evrópu?
Eins og komiö hefur fram i
fréttum, hefur vatnsskortur af
völdum þurrka i Evrópu i sum-
ar, valdiö þar gifurlegu tjóni, og
þarf ekki aö orölengja þaö. En
þegar rætt er um vatnsskort og
orsakir hans, er annaö atriöi,
sem kemur til en þurrkar, en
þaö er mengun i ám og vötnum.
Vegna þessa siöarnefnda atriöis
er ástandiö oröiö svo uggvæn-
legt, aö meira aö segja hefur
veriö tekiö til alvarlegrar at-
hugunar, hvort sá möguleiki er
ekki fyrir hendi aö draga
borgarisjaka frá Grænlandi aö
strönd Hollands, en taliö er, að
þaö vatnsmagn, sem fengist ef
hann yröi bræddur, nægöi til að
sjá þeim tuttugu milljónum
manns, sem búa i nágrenni
hinnar menguðu Rinar fyrir
drykkjarvatni.
Þá hefur komiö til tals, að
leiöa vatniö I pipum frá Inn i
Austurriki eöa Adige I suður-
hluta Alpanna til Rinardalsins,
og ennfremur aö flytja inn vatn
frá Suður-Sviþjóð. Það sem aö
baki allra þessara hugmynda
stendur, er sú ályktun, aö þau
örlög séu ekki umflúin að Rin
verði bara opið skolpræsi, ein-
göngu til þess fallin að flytja
skemmtiferöabáta og flutninga-
pramma og sjá kjarnorkuknún-
um orkustöövum fyrir vatni.
Dag hvern ber Rin meö sér
niutiu þúsund tonn af úrgangi
framhjá Emmerich á hollenzku
landamærunum, I gegnum Hol-
land og út i Norðursjóinn. Viö
Mainz lengra inni i landinu bæt-
ast viö tuttugu þúsund tonn af
klóriði, sem aö mestum hluta til
koma frá efnaverksmiðjum i
Alsace, og jafnframt eitt-
hundrað tonn af fosfati, eitt þús-
und og sex hundruð tonn af ni-
trati, eitt hundraö og fimmtiu
tonn af ammóniaki og fjörutiu
tonn af karbólsýru. I þvi magni
af þungamálmum, sem áin flyt-
ur með sér fram hjá Lobith á
ári, eru þrjú þúsund tonn af
krómi, tvö þúsund og fimm
hundruð tonn af kopar tólf þús-
und og fimm hundruð tonn af
sinki, tvö hundruö tonn af kadi-
um, eitt hundrað tonn af kvika-
silfri tvö þúsund tonn af blýi og
eitt hundraö og fimmtiu tain af ;
antinomy. En sum þessara úr-
gangsefna eru mjög eitruð.
Þrátt fyrir þetta er neyzlu-
vatn ennþá tekið úr ánni, og er
þvi allt það sem aö framan er
taliö, hluti af þeim 17.000
milljónum kúbikmetrum af
vatni, sem tekinn er til heimilis-
og iðnaðarnota árlega, en með
ári hverju eykst vatnsþörfin um
þrjú prósent. Mengun i Rin er
ekkert nýtilkomin. Fyrst er vit-
aö til þess aö menn hafi farið aö
veita þvi athygli áriö 1789.
Lengi framan af var ekkert
gerttilaö hindra þessa þróun og
þvi fór sem fór. Iðnrskendur
héldu áfram aö dæla úrgangi i
ána viðstööulaust og geröu ekki
minnstu tilraun til aö hreinsa
hann áöur. Þeir komust lika upp
með það, þvi aö staöaryfirvöld
létu sig þaö litlu skipta. Enn
þann dag i dag eru tuttugu og
niu prósent af öllum úrgangi,
sem dembt er i ána algjörléga
óhreinsuð, og aöeins þrjátiu og
niu prósent eru hreinsuö lif-
fræðilega. Þau þrjátiu og tvö
prósent, sem eftir eru, eru
hreinsuö meö vélum, sem þýöir
aö megniö af eitrinu og hættu-
legustu efnunum sleppur i ána.
Fram til 1950 eða þar um bil,
gátu þeir, sem fengu neyzluvatn
úr ánni, leyft sér slikt af-
skiptaleysi i þessu máli, þvi að
steinvölurnar og sandurinn á
bökkum árinnar og I árfar-
veginum verkuöu sem fyrsta
flokks siur, og þurftu vatns-
veiturnar litið annað að gera en
dæla vatninu inn og út. En nú
þegar Rinardalurinn er orðinn
eitt af vinsælustu iönaöar-
svæöunum I Miö-Evrópu og
næstum þvi oröinn sem eitt
samfellt verksmiðjuhverfi, eru
þessir dagar liönir.
Attatiu og ein hollenzk, þýzk,
frönsk, svissnesk og austurrisk
vatnsveita eru meölimir i sam-
bandi vatnsveitna i Rinarhéruð-
unum, og eru höfuðstöðvar þess
i i Dusseldorf. Samband þetta
1 hefur margsinnis sent frá sér
, viövaranir, en þær hafa litinn
j hljómgrunn fengið. í aldarfjórð-
; ung hefur það sent út skýrslur
byggðar á rannsóknum, þar
j sem kemur fram hve ástandiö
er oröiö alvarlegt, en til
skamms tima gerði þaö litið
| annað en aðeins að ýta við al-
menningsálitinu. Almenningur,
yfirvöld og þing uröu ekki veru-
lega uggandi fyrr en á árunum
1969 til 1972 aö fiskur hvarf i
tonnatali úránni vegna skorts á
súrefni. og óttaöist fólk þá, aö
vatnið'væri oröiö hættulegt
mönnum. En forvigismenn
vatnsveitnanna fullvissuöu fólk
þá um þaö aö enn væri öllu
óhætt, þvi að þeir heföu tekiö i
notkun nýjar siur og hreinsi-
tæki, sem gerðu þeim fært aö
halda neyzluvatninu á þvi stigi,
að það væri rétt á mörkunum að
þaö væri drykkjarhæft. Það var
mikill kostnaður viö aö koma
þessum nýju tækjum upp, og
auövitað var það almenningur
sem fékk að borga brúsann, en
ekki bölvaldarnir, sem höfðu
breytt ánni i þann drullupoll,
sem hún er orðin. Þaö er yfir-
leittþannig, aö það eru ekki lög-
brjótarnir i þessum efnum sem
hljóta refsinguna, en þó eru á
þvi undantekningar. Til aö
mynda i Ruhr-Saar og her-
búðunum i kringum Constance-
vatnið, þar er þeim, sem losa
óhreinsaöan úrgang refsað, en
það ekki látiö bitna á almenn-
ingi. Þetta hefur gefið mjög
góða raun, og er nú svo komið
að áin Ruhr, sem er öfugt viö
það sem búast mætti við, orðin
ein af hreinustu ám i Evrópu og
paradís sportveiðimanna og
fólks, sem stundar vatnaiþrótt-
ir.
Það sem þarf aö koma til, eru
sterk samtök meöfram allri Rin
og þverám hennar, sem hafa
rétt til aö sekta þá, sem brjóta
lögin, og verja þvi fé sem þann-
ig fæst til mengunarvarna.
Þetta er eitt af þvi sem sam-
band vatnsveitna hefur lagt til,
en hingaö til hafa uppástungur
þeirra falliö fyrir daufum eyr-
um. Og á þaö aö einhverju leyti
rætur aö rekja til þess aö völdin
eru dreifö og ábyrgöin skiptist á
of margár hendur. En þaö er
ekki hægt að neita þvi, aö þessar
tillögur eru raunhæfar. Þaö er
ekki nema sanngjarnt, aö þeir,
sem menga ána veröi aö standa
straum af hreinsun á henni, og
svo virðist sem þetta sé eina
lausnin, sem getur haft áhrif til
frambúðar.
Veröi ekki fljótt breyting á,
mun þaö kosta milljaröa króna
árlega, ef þaö á aö verða tryggt
aö nægilegt neyzluvatn fáist úr
ánni fram til aldamóta.
A siðustu árum, hefur gifur-
legum fjárupphæðum veriö var-
ið til aö koma upp hreinsunar-
tækjum meðfram Rin og þó aö
þau hafi ekki hreinsað hana, þá
hafa þau i þaö minnsta varnað
þvi að hún yrði enn mengaöri.
En sé raunverulegur vilji fyrir
hendi til að hreinsa hana, þá
ætti það að takast, og þarf i þvi
sambandi ekki annaö en að lita
á ána Thames fyrir fimmtán ár-
um og nú.
Farseðill,
sem vekur fögnuó
erlendis
I desember bjóöum viö sérstök jóla-
fargjöld frá útlöndum til íslands.
Þessi jólafargjöld, sem eru 30% lægri
en venjulega, gera fleirum kleift aö
komast heim til íslands um jólin.
Ef þú átt ættingja eöa vini erlendis,
sem vilja halda jólin heima,
þá bendum vió þér á aö farseðill
heim til íslands er kærkomin gjöf.
Slikur farseðill vekur sannarlega fögnuö.
flucfélac LOFTLEIDIR
/SLAJVDS
Félög með fastar áætlunarferðir