Tíminn - 24.10.1976, Qupperneq 12

Tíminn - 24.10.1976, Qupperneq 12
12 TÍMINN Sunnudagur 24. október 1976 M/S ESJA viö bryggju i Reykjavík. Þaö var áriö 1945, að skipið fórst i stórviðri útaf Stafnesi, liðaðist þar i sundur, og með skip- inu fórust yfir 30 manns, þar af um 26 farþegar. — Þetta var mikið áfall fyrir fá- menna þjóð og miklar umræður urðu á alþingi og útkoman varð sú, að kosin var sérstök nefnd, sem gera átti tillögur um endur- bættan skipakost fyrir lands- menn. Niðurstaðan varð sú, að nefndarmennirnir skiluðu áliti i þrennu lagi, en voru þó megin- atriðum sammála um það hvaö gera skyldi. — Það varð úr, að nýttfarþega- skip var smiðað, HEKLA, og tvö minni skip til þess að sinna vöru- flutningum á smærri hafnir, þ.e. HERÐUBREIÐ og SKJALD- BREIÐ. Siðarnefndu skipin tóku 12 farþega hvort, en HEKLA hafði svefnpláss fyrir 166 far- þega. — Það, sem þyngst var á metunum, tel ég hafi verið sú staðreynd, að ESJA hafði reynzt svo ótrúlega mikilvirk á striðs- árunum og þjónustan, sem skipið veitti landsmönnum þá var ómetanleg. HEKLA var mjög svipað skip, en þó örlitið stærri og gangmeiri. Þessi skip komu til starfa árið 1947 og 1948. — Þar með er búið að forma skipaútgerðina, eða skipastól hennar, og stóðu málin óbreytt til ársins 1966, er gerðar voru umtalsverðar breytingar á skipa- kostinum og flutningunum i takt við timann og breyttar aðstæður. — Hvert var meginsjónarmiðið með þvi að aðskilja vöru og far- þegaflutningana, eins og gert var með smiði Breiðanna og Heklu? Mönnum var það ljóst, að það væri naumast unnt að ná árangri i að tryggja farþegaflutninga, ef farþegaskipin þyrftu að biða los- unar og lestunar i hverri höfn. Með þvi að færa vöruflutningana að hluta yfir á HERÐUBREIÐ og SKJALDBREIÐ, þá náðist meiri hraði á siglingar farþegaskip- anna og þau töfðust ekki eins i höfnum á leið sinni. Þetta var mikils virði, a.m.k. fyrir þá, sem ferðuðust með skipunum vegna búsetu eða atvinnu, og höfðu takmarkaðan tima til ferðalaga. Glasgowferðir — Þið siglduð einnig miili landa með HEKLU? — Já, HEKLA var i Glasgow- ferðum á sumrin fyrst eftir að riún var tekin i notkun, en sigldi svo á ströndina aðra árstima. Reyndar var þetta ekki algjört nýmæli, þar eð gamia ESJA hafði verið sett i millilandaferðir áður yfir sumarmánuðina. — A sumrin var auðveldara að ferðast um landið á ibilum og þá Tryggvi Blöndal, skipstjóri hefur langa rcynslu I stjórn farþegaskipa, og er nú elzti skipstjóri útgerðarinnar, a.m.k. hvað starfsaldur varðar. Hér er hann á stjórnpalli ESJU. Nú þessu starfi tók ég við I f jar- veru Eysteins. — Hvernig var aö vinna með Jónasi frá Hriflu? — Hann var merkilegur maður og leiðtogi: að vinna fyrir hann og með honum var merkileg reynsla. — Ég minnist i þvi sambandi merkilegra hluta, varðandi starf mitt. Eitt af verkefnum minum var það að fara yfir póst Jónasar, að opna bréfin, sem skiptu tug- um, raða þeim eftir efni þeirra. Þessi bréf voru alls staðar að af landinu, embættisbréf og einka- bréf, og það var ekki viðlit fyrir hann að annast þetta sjálfur. Þaö hefði með þvi móti tekið allan hans tima. — Það var verk mitt, auk annars að fara yfir þessi bréf, kynna mér efni þeirra og endur- segja aðalefniþeirra.en svo hafði Jónas yfirleitt einu sinni I viku sérstakt „bréfakvöld”. Þá átti þessi bréfafulltrúi að segja hon- um frá meginefni þessara bréfa og Jónas svaraði þeim svo flest- um — auðvitað i stuttu máli, stundum hálfgerðu simskeyta- formi og þannig gat hann kannske svarað 20 bréfum á einu kvöldi. Jónas handskrifaði bréf sin sjálf- ur og má nærri geta, að þetta hef- ur verið mikil vinna, þótt reynt væri að létta þetta með þvi að yfirfara bréfin og búa þau í hend- ur hans. Undirbúningur að Skipaútgerð ríkisins — Um haustið kom Eysteinn Jónsson aftur til starfa og þá tók ég til við að undirbúa stofnun Skipaútgerðar rikisins með Pálma heitnum Loftssyni, skip- stjóra, sem ráðinn var forstjóri. Ég var hins vegar skrifstofustjóri og aðalbókari útgerðarinnar. — Við tókum við útgerð Esju, sem var fyrsta sérsmiðaða: strandferðaskipið sem ts- lendingar eignuðust. Það kom til landsins 1923, og við tókum við rekstri þess af Eimskipjafélagi Is- lands. Alls tókum við þannig við stjórn eða útgerð fimm skipa, varðskipanna, sem voru þá ÓÐINN, ÆGIR og ÞÓR, og vita- skipið HERMÓÐUR. Þessi skip eru nú fyrir löngu horfin úr is- — Það kom til af þvi, að á striðsárunum jukust verkefni skipaútgerðarinnar mjög mikið. Áður, eða fyrir strið, þá höfðu millilandaskipin veigamiklu hlut- verki að gegna i strandferðunum. Nú voru þau bundin við milli- landaferðir svo að segja einvörð- ungu. Til dæmis meir en tvöfald- aðistflutningur á stykkjavöru hjá útgerðinni á árunum 1939-1941, eða úr 15.000 tonnum, eða rúm- lega það, i 39.000 tonn. Aukningin á farþegafjölda var úr 9.500 farþegum i tæp 19.000. Skipaútgerð rikisins átti ekki kost á að fjölga skipum, t.d. með þvi að kaupa hentugt skip, eða láta smiða það, allar fleytur landsins voru i notkun. Það eina, sem við gátum fengið, voru linu- veiðarar og ýms fiskiskip, og við þau ,varð að notast til þess aö flytja nauðsynjar landsins út um land og farþega lika, þareð skipin J^ö ESJA og SÚÐIN, höfðu ekki jjímdan. Að visu má segja sem svo, 7 að miklu hafi það bjargað að hafa ESJU á þessum árum, og oft var hún með mörg hundruð farþega innanborðs, jafnvel á fjórða hundrað. Þormóðsslysið lenzkri eign, en ný með sama nafni eru komin fyrir flest þeirra. Siðan kom SÚÐIN, sem var vöru- flutningaskip og farþegaskip (1930). — Þessi skipastóll var að visu ekki fullkominn, en miðað við aðstæður sins tima voru skipin vinsæl og mikið notuð til flutn- inga, þvi þá var ekkert flug og vegakerfið var ófullkomið og snjómokstur á vetrum að heita má óþekktur. Eiga margir góðar minningar frá þessum skipum. Farþegaflutningur voru miklir með þessum skipum. Fluttu þau 8-10 þúsund farþega á ári á árun- um 1930-1940, um 10.000 tonn af vörum og um 15.000 tonn sum ár- in, eins og t.d. 1937 og 1939. Breyting varð ekki á skipa- stólnum, frá þvi að Súðin var keypt 1930 til ársins 1938, að gamla ESJA var seld og nýja ESJA kom til landsins. Hún var smiðuð i Danmörku og reyndist afburða gott skip, en alls var hún hér i flutningum i 30 ár, en þá var hún seld (1969). Skipið hafðj svefnpláss fyrir 148 farþega ágætt lestarrými að auki. Skipaflotinn efldur. Þormóðsslysið — Nú kemur I ljós, aö skipastóll — Við tókum það til bragðs að útgerðarinnar er aukinn mjög ieigja linuveiðara, eins og áður mikið á árunum 19471 og 1948. var sagt, og þar með var h'nu- Hvernig stóð á þvi? veiðarinn ÞORMÓÐUR. ---- Hver voru helztu málin, sem f jallað var um I þessum bréf- um. — Þetta voru ólikustu málefni. Sumt varðaði rikið, stjómsýslu og annað þess háttar. Annað voru bréf frá ýmsum mönnum, sem skrifuðu honum og sögöu frá hög- um sinum og menntun barna sinna og öðru, er þeim lá á hjarta. Sum þessi bréf voru skrifuð af ótrúlegri einlægni, og Jónas svar- aði þeim öllum og gerði ekki upp á milli manna, eða gys að þeim, sem minna máttu sin. Menn vildu segja Jónasi allt. Sögðu frá tiðindum, miskliö i hjónaböndum, framgöngu fjár, og allt milli himins og jarðar var tekið til meðferðar 1 þessum bréf- um og Jónas tók öllu mannlega. Flóabáturinn BALDUR — Flóabátarnir gegna enn þann dag Idag mikilverðu hlutverki I samgöngum úti á landi, sem og I Faxafióa.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.