Tíminn - 24.10.1976, Qupperneq 19

Tíminn - 24.10.1976, Qupperneq 19
Sunnudagur 24. október 1976 TiMlNN. 19 wmáwm Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Heigason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason.Ritstjórnarskrifstofur f Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðal- stræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Verð I lausasölu kr. 60.00. Áskriftargjald kr. 1.100.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. Iðnaðurinn norðlenzki Siðasta vika var helguð merkilegri iðnkynningu á Akureyri. Höfuðstaður Norðurlands er mestur iðnaðarbær á landi hér, og er talið, að þriðji hver bæjarbúi sé tengdur framleiðsluiðnaði. Þar er iðn- menning mest og þar hefur þróazt sá þáttur út- flutningsiðnaðar, sem viðamestur er og arð- gæfastur — ullariðnaður og skinnaiðnaður. Kjarni hins mikla iðnaðar á Akureyri eru verk- smiðjur samvinnuhreyfingarinnar, sem i senn skila þjóðinni miklum gjaldeyri og eru ein af megin- stoðum vaxtar og viðgangs Akureyrarbæjar. í rauninni er það ævintýri likast, hversu miklu hefur verið áorkað, einkanlega þegar þess er gætt, að Norðurland hefur um langt skeið verið i orku- svelti. Þegar úr rætist um raforkuna, má vænta nýrrar blómgunar, ef þolanlega verður að Öðru leyti að hin- um norðlenzka iðnaði búið og peningaþörf hans sinnt, og sú blómgun tekur væntanlega ekki til Akureyrarbæjar eins, heldur og annarra byggðar- laga, sem þannig horfa við, að þau geti tekið þátt i iðnþróuninni i hagfelldri samvinnu við höfuð- stöðvarnar á Akureyri eða i sérgreinum, er þau kynnu að geta helgað sér. Slikur fjörkippur i iðnaði Norðlendinga væri sér- staklega mikilvægur nú, þegar gát verður að hafa á þvi, að fiskstofnar, sem i hættu kunna að vera, séu ekki ofveiddir, og aukning veiðiflotans verður fyrir- sjáanlega að biða þess, að þeir rétti við. En auk þess er iðnaður nauðsynlegur þáttur i sérhverju byggðarlagi, þar sem margt fólk hefur búsetu, vegna þeirrar fjölbreytni, er hann veitir fólki, er það kýs sér starfssvið. Iðnaðurinn er eitt af þvi, sem tryggir að fleira fólk uni i heimahögum en ella En það hlýtur alls staðar að vera keppikefli, að bæir og byggðir njóti þess fólks, sem það fóstrar og flutn- ingar landshluta á milli vegna einhæfrar atvinnu séu sem minnstir. Skýrslur og orðafor Ákúrur þær, sem Kurt Waldheim veitti Sam- einuðu þjóðunum og stofnunum þeirra i haust, urðu allfrægar. Hann sagði, að dýrmætum tima væri sóað i endalausar veizlur og boð og kvað starf- semina auk þess vera að kafna i óhemjulöngum skýrslum, sem samdar væru á óskiljanlegu máli, svo að fáir þeirra, sem þessar skýrslur ættu að vera til glöggvunar, hættu sér inn i þann myrkvið. Undir þetta var tekið i mörgum löndum. Þetta er sem sé eins konar farsótt, sem nú gengur yfir heim- inn. Við hér höfum einnig fengið snert af þessum kvilla. Mörg dæmi eru um griðarlega doðranta, sem samdir hafa verið um margs konar málefni, svo fyrirferðarmikla, að vitneskjan, sem þeir eiga að miðla, drukkna i orðamergðinni, og málfarið auk þess næsta keimlikt þvi, sem Kurt Waldheim lýsti: Svo flókið og torskilið, að ærna fyrirhöfn kostar að hafa þess nokkur not, jafnvel þótt öðrum sé ætlaður lesturinn en harðsoðnuðustu sérfræðingunum. Varla getur hjá þvi farið, að sumt af þessum skýrslum sé lengdar vegna og orðafars frekar til þess fallið, að sveigt sé hjá þeim en þær verði til þeirrar glöggvunar, sem þó er markmiðið. —JH. ERLENT YFIRLIT Tekur Kekkonen íhaldið í stjórn? Það vann sigur í sveitastjórnarkosningunum ÚRSLIT sveita- og bæjar- stjórnakosninganna, sem fóru fram i Finnlandi um siðustu helgi, eru ólikleg til að greiða fyrir myndun meirihluta- stjórnar þar, eins og margir gerðu sér vonir um. Helzt væri það möguleiki, ef borgaralegu flokkarnir svonefndu mynduðu stjórn saman, en hingað til hafa Rússar hindrað það bak við tjöldin, að Ihaldsflokkurinn fengi sæti i rikisstjórninni. Sú afstaða Rússa hefur vafalitið orðiö vatn á myllu flokksins, þvi að hann hefur hægt og hægt verið að auka fylgi sitt i undan- gengnum kosningum og náði þvi i kosningunum nú að fara fram úr Kommúnistaflokkn- um og verða annar stærsti flokkur landsins, næst á eftir Sósialdemókrötum. Þingkosningar jtóru fram i Finnlandi á siðastl. hausti. Kekkonen forseti knúði kosn- ingarnar fram, þótt talsvert væri eftir af kjörtimabilinu, þar sem algert ósamkomulag rikti I þinginu. Embættis- mannastjórn fór með völd meðan kosningabaráttan stóð yfir. Eftir þær gekk hvorki né rak hjá flokkunum með- an þeir reyndu að semja um stjórnarmyndun. Kekkon- en kallaði þá helztu flokksfor- ingjana á fund sinn og krafðist þess,að þeir mynd- uðu stjórn innan ákveðins tima, þvl að ella myndi hann mynda utanþingstjórn, Niðurstaðan varð sú, að mynduð var samstjórn Mið- flokksins, Kommúnistaflokks- ins, Frjálslynda flokksins, Sænska flokksins og Sósial- demókrata. Forsætisráðherra var Mietunen aldurhniginn leiðtogi úr Miðflokknum og náinn vinur Kekkonens. Innan Kommúnistaflokksins var mikil andstaða gegn stjórnar- þátttöku þeirra og reyndist samstarfið við ráðherra kommúnista mjög erfitt innan stjórnarinnar. Svo fór lika, að hún rofnaði i sumar og myndaði þá Mietunen minni- hlutastjórn Miðflokksins eins. Yfirleitt var þá gert ráð fyrir, að hún sæti ekki lengur en framyfir sveita- og bæja- stjórnarkosningarnar. ÚRSLIT þessara kosninga urðu þau, að borgaralegu flokkarnir bættu við sig fylgi og þó einkum thaldsflokkur- inn, sem kallar sig Þjóðlega sameiningarflokkinn. Hann fékk nú 20,8% greiddra at- kvæða, en fékk 18,4% i þing- kosningunum i fyrra. Miöflokkurinn fékk nú 18,8%, en fékk i fyrra 17,7% Frjáls- lyndi flokkurinn fékk 4,7% og bætti við sig 0,3% miðað við kosningarnar 1 fyrra. Sænski þjóðarflokkurinn stóð i stað, fékk um 4,7% i báðum kosn- ingunum, þegar reiknaö er með hlutdeild hans i framboö- um með öðrum. Kristilegi flokkurinn hélt einnig óbreyttu fylgi. Fylgisaukning borgaralegu flokkanna varð ekki nema aö litlu leyti á kostnað vinstri flokkanna, heldur ýmissa flokksbrota til hægri. Þannig tapaði Landsbyggðarflökkur Vennomos verulegu fylgi. Hann fékk nú ekki nema 2,1%, en fékk 3,6% I fyrra. Nýr afturhaldssamur ihaldsflokk- ur, sem fékk 1,7% i kosningun- um I fyrra, fékk nú ekki nema 0,8%. Sósialdemókratar héldu ekki aðeins óbreyttu fylgi, heldur bættu við sig 0,1%, og er áfram stærsti flokkurinn með rúm 25% af atkvæða- magninu. Þessi útkoma verð- ur að teljast framar öllum vonum, þvi að skoðanakann- anir höfðu spáð Sósialdemó- krötum fylgistapi. Hins vegar höfðu þær spáð fylgisaukningu hjá kommúnistum, en niður- staðan varð á aðra leið. Þeir fengu nú ekki nema 18,6%, en fengu 19% i þingkosningunum i fyrra. 1 þingkosningunum I fyrra urðu þeir annar stærsti flokkurinn, en nú eru þeir orðnir fjórðu i röðinni. Bæði Ihaldsflokkurinn og Miðflokk- urinn fóru fram úr þeim. FYRIR kosningarnar höföu ýmsir gert sér vonir um, að hægt yrði að nýju að mynda stjórn sömu flokka og eftir þingkosningarnar i fyrra. Þetta verður að teljast úíi- lokað, þvi að kommúnistar munu verða ófúsir til þess eftir kosningaósigurinn, sem hefur styrkt þann arminn, sem var andvigur stjórn- arþátttöku þeirra. Hitt er sennilegra, að Sósialdemó- kratar verði fúsari til stjórn- arþátttöku eftir en áður, þar sem þeir fengu hagstæðari út- komu en spáö hafði verið. Hitt orkar hins vegar tvimælis, að þeir vilji fara i stjórn, ef bæði Rommúnistaflokkurinn og Ihaldsflokkurinn verða utan hennar. Þótt einkennilegt megi virðast, benda kosn- ingaúrslitin nú til þess, að Ihaldsflokkurinn hafi unnið fylgi af Sósialdemókrötum i stærstu borgunum, en þar munu þeir sizt vilja missa fylgi. Ef Sósialdemókratar skerast einnig úr leik, er sá fræðilegi möguleiki fyrir hendi, að borgaralegu flokk- arnir fimm, þ.e. Miðflokkur- inn Ihaldsflokkurinn, Sænski flokkurinn, Frjálslyndi flokk- urinn og Kristilegi flokkurinn myndi stjórn saman. Saman- lagt hafa þessir flokkar 102 þingmenn af 200 alls. Meiri- hluti slikrarstjórnar á þingi má þvi ekki veikari vera, þeg- ar þess er einnig gætt, að hún yrði að styðjast við fimm flokka. Útilokað er ekki, að hún hlyti vissan stuðning frá Sósialdemókrötum, sem kysu að fá þannig aðstöðu til að vera utan stjórnar. Eins og áður segir, hefur stjórnarþátttaka Ihalds- flokksins strandað á andstöðu Rússa fram að þessu. Vel má vera, að sú afstaða Rússa breytist. Ihaldsflokkurinn hefur' að undanförnu gert ýmislegt til að draga úr áróðrinum gegn Rússum. Rússum getur einnig orðið það ljóst, að þeir eru i raun að afla flokknum fylgis með þvi að halda honum utan stjórnar. Liklegt er, að það verði Kekkonen forseti, sem hefur siðasta orðið i þessum efnum. Þ.Þ Mietunen forsætisráðherra og Kekkonen forseti.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.