Tíminn - 24.10.1976, Page 25
Sunnudagur 24. október 1976
TÍMINN
25
Grænlandsdægur
Ása
i
JG RVK —Asi i Bæ, rithöfundur
frá Vestmannaeyjum hefur sent
frá sér nýja bók, er hann nefnir
„Grænlandsdægur” og er það
önnur bók höfundar frá Græn-
landi, hin kom út fyrir nokkrum
árum, „Granninn i vestri”
(1971).
Við áttum stutt viðtal við Ása i
Bæ i tilefni af útkomu bókar-
innar og hafði hann þetta að
segja:
— Ég dvaldi á Grænlandi
sumarið 1969 og kom ekki
samur maður heim. Ég hreifst
af hrikafegurð þessa lands og
ekki siður af þjóðinni, sögu
hennar og menningu. Það er
mjög erfitt að lýsa þeim
áhrifum, sem maður verður
fyrir þarna og það er ef til vill
lika skýringin á þvi hvers vegna
þetta land er yfirleitt byggt.
— Ef til vill kynntist ég þó
Grænlandi fyrst og fremst hið
ytra á þessu sumri, erfiðu
atvinnulifinu, hörðu, köldu
grjótinu, sem ekkert vinnur i
rauninni á, og þessu glaðværa
fólki, sem við nefnum Græn-
lendinga, til aðgreiningar frá
Dönum, sem lika búa á Græn-
landi.
— Sumarið 1975 fór ég ásamt
fjórum mönnum öðrum til
Grænlands og sat ráðstefnu i
Sisimiút, sem ber hið virðulega
heiti Holsteinsborg á dönsku.
Við ræddum vandamál og þá
kom ýmislegt merkilegt i ljós.
Þá sá ég að hin bókin dugði ekki,
ef ég á annað borð ætlaði að
skrifa mig frá þessu makalausa
landi.
— Er þetta ljóðabók?
— Það held ég ekki, en þó held
ég að tónlist og ljóðlist lýsi
Grænlandi betur en til að mynda
sagnfræðiog útreikningar. Hver
og einn verður að gera það upp
við sig hvort þetta eru ljóð eða
ekki, alveg eins og menn verða
að gera það upp við sig, hvort
það er sjósókn, eða útgerð að
vera á skaki við Vestmanna-
eyjar eitt sumar, eða hvort það
er endurfæðing.
—- Ég hef verið á skaki i
sumar við Eyjar og það voru
dýrðlegir timar. Ef maður er
þunnur, þá læknast það um leið
og maður finnur mastursfiskinn
bærast undir fætinum þegar
maður stigur um borð i trilluna.
Með svipuðum hætti hafa Græn-
lendingar orðið til, maður stigur
á eitthvað sem bærist og maður
finnur að allt hefur breytzt.
— Nú er bókin myndskreytt.
Hver annaðist það?
— Það gerði Tryggvi ólafs-
son, listmálari, en hann býr i
Kaupmannahöfn. Þetta hefur
tekizt mjög vel hjá Tryggva og
Ragnar Lár gerði káputeikn-
ingu og vann upp úr einni af
myndum Tryggva. Setberg
prentaði.
— Hefur þessi bók sérstakt
gildi fyrir islendinga?
— Hún hefur það, og ef til vill
alþjóðlegt gildi lika ef það er
ekki of stórt orð fyrir þá sem
hafa róið á trillu i sumar, og
hafa ekki fiskað alltof mikið.
— Þá hafa vinir minir, sem
búsettir eru erlendis sýnt mik-
inn áhuga á að fá bókina þýdda
á Norðurlandamálin. Er það allt
i athugun, og of snemmt er að
greina frá þvi hér og nú. Það er
áhugi á Grænlandi viðar en á Is-
landi og menn gefa háum norð-
lægum breiddum meiri gaum en
áður var, sagði Asi i Bæ að
lokum.
Þess má geta að Grænlands-
dægur er i allstóru broti, 96
siður. Hún er væntanleg i bóka-
búðir næstu daga.
í tilefni af útkomu bókarinnar
efnir Tryggvi Ólafsson til sýn-
ingar á myndum úr Grænlands-
dægrum og verður sú sýning
opnuð innan skamms á Mokka,
Skólavörðustig. JG
n
Kaupum vel unnar
LOPAPEYSUR
alia fimmtudaga eftir hádegi í Gefjunarbúð-
inni á Akureyri og Gefjun Austurstræti alla
virka daga milli klukkan 1 og 4.
Hugmyndabankinn
SAMVIRKI
tekur að sér raflagnir í:
virkjanir hús
skip verksmiðjur
SAMVmKIS* Kópavogi