Tíminn - 24.10.1976, Side 31

Tíminn - 24.10.1976, Side 31
Sanandagnr 24. •kldber 1976 TIMINN 31 Timamyndir: Gunnar. Stuðmanna stuð á Sögu STUÐMENN hafa ný- lokið ferð um landið, og hefur þeim verið vel tekið. í siðustu viku tróðu þeir upp á Hótel Sögu i Reykjavik og voru þessar myndir teknar þar. Hljóm- sveitin lék lög af plötu sinni „Tivoli” en auk þess skemmtu ýmsir aðrir þetta kvöldið, t.d. Sæmi rokk og Didda. Þá var að venju feg- urðarsamkeppni og „Herra Reykjavik” kjörinn (myndin til hliðar) enþað er Henný Hermannsdóttir sem krýnir piltinn. Næstum því eins góður og AAarley Peter Tosh — Legalize It Columbia PC 34253/FACO ★ ★ ★ ★ Á síöustu árum hefur raggea-tón- listin mjög rutt sér til rúms á Vesturlöndum, en hún er sem kunnugt er, upprunnin frá Jama- ica. Sá maöur sem á heiöurinn af þvi aö reaggea-tónlistin nær nú ekki aöeins til fámenns hóps, er Jamaica-búinn Bob Marley, en hann bókstaflega ,,stal senunni” fra öörum tónlistarmönnum i Bretlandi i fyrrasumar. Þóttnokkurt vatn hafirunniö til sjávar siðan er Bob Marly og hljómsveit hans Wailers enn stærsta nafnið i heimi reaggea- tónlistarinnar. En fleiri höggva þar nærri honum, og einn þeirra er Peter Tosh. Hann er enda ekki alls óskyldur Bob Marley, þvi hann var i hljóm- sveit hans Wailers um nokkurt • skeið. Reaggea-tónlistarmenn eru ■! upp til hópa miklir fikniefnaneyt- endur og fara alls ekki i launkofa með það. Marley hafði uppi stór- ar fullyrðingar um ágæti fikni- efna i viðtölum i fyrra, og Peter Tosh gerist enginn eftirbátur hans i þessu tilliti, þvi aðallag þessarar plötu hans heitir „Legalize It” eða „Lögleiddu þaö” — og þetta „þaö” er fíkni- efni. Auk þess sýnir forsiöumynd plötuhulstursins hann sjálfan reykjandi fikniefni. Ég tel þennan áróöur reaggea- tónlistarmanna um ágæti fikni- efna ljóö á þeirra ráði, jafnvel þótt taka verði með i reikninginn, að þetta sé mikiö baráttumáí þeirra — og tónlistin getur jú orö- ' iö þeim mikilvægt tæki i þeirri baráttu. En allt um þaö, tónlist Pet- erTosh er að mörgu leyti svipaðri bandariskri rokktónlist, en tónlist Bob Marley og Wailers, enda hef- ur Tosh dvalið talsvert i Banda- rikjunum. Að þvi leyti getur tón- list hans ekki talist jafn frumleg, en Peter Tosh bætir þaö upp meö mjög góðum melódium og góðum söng. Fyrir þá sem vilja kynna sér reaggea-tónlistina er þvi plata Peter Tosh mjög góð — og eflaust er þetta tónlistarmaður, sem á eftir að „gera það gott”. Beztu lög: Brand New Second Hand Why Must I Cry Legalize It. — G.S. Mistök leiðrétt ÞAU leiðu mistök hafa orðið við umbrot á Nú- tímanum í prentsmiðju tvo síðustu sunnudaga, að stjörnur við hljóm- plötudóma hafa brengl- azt mjög — og skal það nú leiðrétt. Plata Claptons var með fjórum stjörnum, en á að vera með fimm stjörnum. Plata Greatful Dead var með þrjár stjörnur, en átti að vera með tvær stjörnur og plús. Plata Beach Boys vr með þrjár stjörnur, e.i átti að vera með tvær stjörnur og plús. Þetta voru villurnar sunnudaginn 10. októ- ber'. Sunnudaginn 17. októ- ber voru eftirtaldar villur í stjörnum við hljómplötudóma: AAegasarplatan var með f jórar stjörnur, en átti að vera með fjórar stjörnur og plús. Plata Vilhjálms Vil- hjálmssonar var með fjórar stjörnur, en átti að vera með fimm stjörnur. Plata Blood, Sweat & Tears var með þrjár stjörnur, en átti að vera með fjórar stjörnur og plús. ...................................................................... . nýjar plötur Sailor: Third step Ný sailor plata og kasetta. Oft hafa þeir verið sprækir, en nú slá þeir öllum við Tina Charls: I love to love. Verð aðeins 1990 ROKK Eric Clapton: No reason to Cry Ted Nugent: Free for all Verður þetta rokk plata ársins Þeir segja það Steppenwolf: Best Of Aerosmith : Rocks Blue Öyster cult : Agents Of Fortune Tommy Bolin : Private Eyes Bob Dylan : Hard Rain „SOFT" ROKK Sutherland brothers: Reach for the sky AAeð laginu Arms Of AAary John Denver : Spirit Richard Supa : Lifetimes Billy Joel : Turnstiles SOUL OG DISCO TÓNUST Donna Summer: Alove Trilogy Verð 2190 Donna Summer: Love to love you baby Verð 2190 Earth Wind and fire: Spirit Giorgio: Knights in white satin Ein seiðmagnaðasta Disco plata um áraraðir. Verð 2190 Nýjar litlar plötur Tina Charles: I love to love Wild Cherry: Play that funky music Aerosmith: Dream on Albert Hammond: Moonlight lady Sendum gegn póstkröfu Laugavegi 89 Hafnarstræti 17 simi 13008 simi 13303.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.