Tíminn - 24.10.1976, Blaðsíða 36
36
TÍMINN
Sunnudagur 24. október 1976
TÍMA- spurningin
Hvað finnst þér bezt og hvað
verst i þjónustu hins opinbera?
GuOmundur GuOmundsson: — Ég man ekki eftir neinu áberandi
bezt, en verst eru dómsmálin. Þau eru i ólestri.
Siguröur Oddgeirsson: —Þaö týnistallt ikerfinu.
Pétur Magnússon: — Mér finnst verst, hvaö skattarnir eru háir.
En góö þjónusta sýndi sig i landhelgismálinu, enda þótt viö hefö-
um ekki átt að semja bið Breta.
Einar Sigmundsson: — Ætli allt sé ekki ágætt aö öllu leyti.
Stefán Jónsson: — Mér finnst verst, þegar hiisnæöismálastjórn
sendir ekki tilkynningar um lánagreiöslur, og svo er bara hús-
eign manns tekin lögtaki einn daginn.
Annars er okkar lýöræöisskipulag gott. Viö getum þó alltaf
sagt okkar álit.
lesendur segja
Gróa á Leiti
lifir
Gamall AlþýOuflokksmaöur
skrifar:
Alkunn er Sagan um Gróu
gömlu á Leiti, fræg sögupersóna
aö endemum, sannur samnefn-
ari allra þeirra, sem iðka aö út-
breiða róg og nið um samborg-
ara sina með verulegu magni af
lygasögum til áhrifa auka.
Þegar ungur maður, sem ætla
mætti sæmilega vitiborinn, er
að hasla sér völl á sviði stjórn-
málanna, hlýtur hann' aö gera
sér grein fyrir, hvernig hyggi-
legast sé að leggja grundvöllinn
aö pólitisku starfi, svo þaö beri
sem rikulegastan ávöxt fyrir
hann sjálfan og flokk þann, sem
hann ætlar að tileinka krafta
sina.
Maðurinn, sem hér er átt viö
og ég hef i huga, er Vilmundur
Gylfason. — Hann tilheyrir Al-
þýðuflokknum og var i framboði
fyrir hann i siðustu Alþingis-
kosningum. Vilmundur skrifar
harla litið i Alþýöublaðiö og
engar áhyggjur virðist hann
hafa fyrir flokk sinn og blað
þessa stundina þótt allt þar sé
aö kollsteypast. Þar væru vissu-
lega i alvöru stór og brýn verk-
efni fyrir ungan hugsjónarmann
aö glima við. — En i staöinn
fyrir að dytta að hinum hálf-
dauða flokki sinum — Alþýðu-
flokknum — gerist Vilmundur
enn.
leigupenni harðsviruðustu fjár-
málaspekúlanta þjóðarinnar,
sem einskis svifast til þess eins
að koma pólitiskum andstæöingi
á kné.
Vilmundur hefur skrifað til
skiptis I blöð þessara fjár-
spekúlanta. Hann skrifar þá
hinar sóðalegustu ritsmiðar i
Leitis-Gróustil, vitanlega nið og
meira nið um ýmsa bestu menn
þjóðarinnar, framámenn
Framsóknarflokksins eru þar
ekki undanskildir. Fátt eitt af
slúðrinu er fullyrten þvi er sleg-
ið fram sem mögulegu I spurnar
formi svo sem: Hefur þessi ekki
gerst brotlegur? — Þetta er nú
almannarómur ekki satt?
o.s.frv.
Þessum gómsæta rétti fylgir
svo mynd af ungum og mjög
sakleysislegum manni eins kon-
ar Frelsaramynd, sem fæstir
gætu trúað að segði eitt einasta
orð ósatt.
Með þessari viðbjóðslegu aö-
ferð og ódyggð i fyllsta máta er
Vilmundur Gylfason að leggja
hornstein að framtið sinni og
sinum pólitiska frama.
Vilmundur mun heita i höfuð
afa sins, Vilmundar Jónssonar
landlæknis, sem allir töldu stór-
gáfaðan drengskaparmann. Úr
þeirri átt skyldi maður sist ætla,
að litli Vilmundur fengi áhuga
r
og ást til niðinga og þrýsti hópa
fjárglæframanna.
En hvernig væri nú fyrir Vil-
mund litla Gylfason — til að
komast hjá þvi að kafna undir
nafni — að taka upp baráttuaö-
ferðir afa sins og hinna djörfu
og ágætu frumherja jafnaðar-
stefnunnar og gera Alþýðu-
flokkinn að stórveldi i is-
lenskum stjórnmálum? — En
vitanlega yrði þá Vilmundur
fyrir fullt og allt að leggja til
hliðar fjósamennskuna hjá hinu
biksvarta afturhaldi enda þótt
hún sé allsæmilega launuð.
Nokkuð er það hlálegt, að Vil-
mundur skuli ekki skrifa sorp-
greinar sinar i Alþýðublaðið,
hans eigið stjórnmálablað. Ætla
mætti að sala blaðsins. ykist þá
daga i það minnsta ef Frelsara-
myndin fylgdi ritsmiðinni.
Það er dapurlegt fyrir okkur,
sem kusum Alþýðuflokkinn og
dáðum fyrrmeir að sjá hann i
gervi umskiptings i greipum nú-
verandi stjórnarmanna. Þvi
skora ég á alla heiðarlega unga
og eldri Alþýðuflokksmenn að
losa gamla flokkinn okkar úr
álögum og koma honum á ný til
vegs og virðingar i islensku
stjórnmálalifi, og jafnframt
verður þá að frelsa Alþýðu-
blaðið úr einræðisviðjum hins
„Forna Fjanda” — .
Ósmekkleg notkun
skjaldarmerkisins
í auglýsingu á
hermannaflíkum
H.T. hringdi:
Það er ekkert nýtt að i blöðum
hjá okkur birtist ósmekklegar
auglýsingar, sem jafnvel jaðra
við að vera siðlausar.
Verzlunarstéttin hefur að þessu
leyti haslað sé völl á heldur lágu
plani. Þó get ég ekki að þvi gert
að mér finnst nú keyra um þver-
bak, með auglýsingu sem ég sá i
Morgunblaðinu á föstudag.
Þessi auglýsing er hálf siða og
er frá einni af tizkuverzlunum
unga fólksins i höfuðborginni. t
henni eru auglýstar hermanna-
skyrtur til sölu.
Það sem keyrir um þverbak i
auglýsingu þessari er, aö til
þess að auglýsa þessar
hermannaskyrtur, sem raunar
er búningur sem ég tel vart
sæma tslendingum, er notað
skjaldarmerki islenska rikisins,
eins og það kemur fyrir i merki
Flugmálastjórnar tslands.
Upp að merkinu hallar sér
ung stúlka, væntanlega islensk,
iklædd hermannaskyrtu.
Ég hef áður séð ósmekklegar
auglýsingar og það frá þessari
sömu verzlun, en nú þykir mér
of langt gengið.
Hvert stefnir eiginlega hjá
okkur? Við búum við þaö aö
hafa her á Suðurnesjum, er-
lendan her, en á hvaða stigi er
siðferðisvitund okkar niður sett,
ef skjaldarmerki rikisins er
notað til að selja stælingar af
flikum þessa hers, eða annarra
herja?
Onnur spurning vaknar einnig
og hún er sú hvernig siðferðis-
vitund blaðaútgefenda er, ef
þeir birta annað eins og þetta?
Þvi spyr ég enn: Hvert
stefnir?