Tíminn - 24.10.1976, Qupperneq 40

Tíminn - 24.10.1976, Qupperneq 40
r f r Sunnudagur 24. október 1976 Auglýsingasími Tímans er LEIKFANGAHÚSIÐ Skóla vörðus tig 10-Sími 1-48-06 m Póstsendum Fisher Price leikfóng eru heimsfrag Brúðuhús Skólar Benzinttöðvar Sumarhus Flugstóðvar Bilar ^ALLAR TEGUNDIR" FÆRIBANDAREIMA FYRIR r Lárétta færslu Einnig: Færibandareimar úr ryöfriu og galvaniseruöu stáli Arni ólafsson & co. ■ 40088 •s 40098 __ 'W „Afskiptir hvað varðar fjárveitingar frá ríki" HV-Reykjavík. — Sveinseyri viö Táiknafjörð er lítið þorp, þar búa tæplega þrjú hundruð manns. Þorpið ligg- ur norðan við fjörðinn. Þar, sem víða annars staðar, blómstrar mannlíf, í frystihúsi, sundlaug og kvenfélagi, og þaðan eru gerðir út bátar á síld og annan f isk. Timinn hafði i vikunni samband viö Björgvin Sigurbjörnsson, odd- vita Tálknafjarðarhrepps, sem hefur Sveinseyri innan sinna landamæra, og fékk hann til að- segja ofurlitið tiðinda af staönum. Það er nú frekar litið af okkur að segja, sagöi Björgvin, en ef við snúum okkur fyrst að fram- kvæmdum á vegum, eöa heröum sveitarfélagsins, þá er það aöai- lega holræsagerð um þessar mundir. Samkvæmt lögunum um þjóðvegi i þéttbýli fengum viö á okkur tæplega einn kilómetra af þjóðvegi, sem við veröum að und- irbyggja sjálfir undir varanlegt slitiag. Aætlaö var I fyrra, aö full- frágenginn myndi þessi spotti kosta um þrjátiu og nlu milljónir króna, að slitlaginu meðtöldu. Okkar hluti af kostnaöi mun þá vera um átján milljónir króna, sem við getum engan veginn staðið undir. Við erum þó að reyna aö undirbúa hann meö hol- ræsagerð og vatnslögnum undir hann, en það er um þriggja milljóna króna biti I háis. Þetta nær auðvitað engri átt. Þessi þjóövegur er orðinn þrjátiu ára gamall, og i aldarfjórðung hefur ekkert veriö snert við hon- um, utan að hefla hann einu sinni á ári eða svo. Við ráðum ekki við þetta sjálfir. Raunar hef ég rætt þetta við þingmennina okkar, og vonast til aö við fáum sérstaka fjárveitingu i þessu sambandi, þannig aö vegageröin komist einhverntima á rekspöl. Aðrar framkvæmdir eru þær helztar, að nú er unniö aö þvi að koma raflögnum i jörð, og þar þurfum við að kyngja öðrum stór- um bita, þegar götulýsing þarf að koma upp. Þetta kostar allt sitt, og litlir peningar fyrir hendi, sem ekki hefur þegar verið ráðstafaö. Heimild- og þó ekki heimild Nú, framkvæmdir á vegum ein- staklinga eru helzt húsbyggingar, en I ár hefur verið byrjað á bygg- ingu fimm einbýlishúsa hér, sem öll eru nú orðin fokheld. Þá er einnig i byggingu húsnæöi fyrir trésmiðaverkstæði, tæplega fjög- ur hundruð fermetrar, auk þess að haldið er áfram með þær bygg- ingar sem byrjað var á i fyrra. Ekki stafa byggingar þessar þó af mannfjölgun hjá okkur, þvi mér sýnist ibúatalan, sem var 276 við siöasta manntal, ætla að standa þvi sem næst i staö. Ætli það fjölgi ekki um einn eða tvo. Nú, lóðir eru ekkert vandamál hjá okkur, þvi þegar eru tilbúnar einar sex eða átta, sem hefja má framkvæmdir á meö litlum fyrir- vara. Annars erum viö ekkert sér- staklega hressir yfir þessum mál- um. Við fengum heimild til að byggja einar fimm leiguibúöir, það er sveitarfélagiö sjálft, en höfum ekki fengið heimild til að byrja á þeim enn þá. Siðastliðiö haust, það er fyrir rúmu ári, sótt- um viö um heimild til aö byrja á tveim ibúðum, en höfum ekki fengiö svar enn. Það er vist ætl- unin að við byggjum þær allar á einu og sama árinu, hvernig sem það á að vera mögulegt. Útlendingar velkomnir Atvinnuástand er gott hjá okk- ur, þótt atvinna hafi ekki verið al- veg nægileg nú um nokkurn tima i frystihúsinu. Héðan hefur, undanfariö, að- eins róið einn bátur, Tungufell, en Tálknfirðingur er nú að byrja, þannig að nú ætti að birta til að fullu aftur. Afli hefur hins vegar verið fremur tregur, svona þrjú til fimm tonn i róðri. Þriðji báturinn okkar, Sölvi Bjarnason, hefur verið i sildinni i Norðursjó. Hann er nú á heimleið, og fer á sildveiðar við Suðurland. Ég býst fastlega við þvi aö hann komi til með að snúa heimleiöis, það er hingaö til okkar, þegar hann hefur fyllt sildarkvótann sinn, og þá veröur ekki hörgull á atvinnu hér. Hér eru engir útlendingar i vinnu nú, og ég hef ekki heyrt aö búizt sé viö þeim I vetur. Annars hefur fengizt góð reynsla af þeim hér, og þeir eru ákaflega vel- komnir, þegar atvinna er fyrir þá, þvi að af þeim fær sveitarfé- lagið útsvar, ólikt þvi sem gerist með landa okkar, sem lögheimili eiga annars staðar. Kvenfólagið eitt Af félagsmálum er litið að segja hjá okkur. Einna helzt er það Kvenfélagiö, sem lætur eitt- hvað til sin taka, en það vinnur nú, meöal annars, aö byggingu dagvistunarheimilis fyrir börn. Ég held að heimilið sé ætlaö fyrir eitthvað á annan tug barna, og er það mál ákaflega aökallandi, þvi að þegar þaö kemst i gagniö, þá fáum við út i atvinnulifiö þræl- vanar konur, sem horfiö hafa af vinnumarkaðinum, einmitt vegna hjónabanda og barneigna. Þetta dagvistunarheimili stendur þannig núna, aö eftir er að ganga frá þvi að innan, en kon- urnar eru alveg stopp i fram- kvæmdum við það, vegna pen- ingaskorts. Þær hafa sótt um styrk frá rik- inu til byggingarinnar, en gengið heldur treglega. Það vantar ekki aö undirtektir virðast góðar, en framkvæmdirnar láta á sér standa þar. Það er a.m.k. ljóst, að heimilið kemst ekki i gagnið fyrr en ein- hvern tima á næsta ári. Svartsýnir á hitaveitu — Svo er það nú heita vatnið. — Sko — það var boruð sex hundruð og átta metra djúp hola i fyrra, og úr henni fást fjórir sekúndulltrar af fimmtiu og einn- ar gráöu heitu vatni. Eins og er hefur ekki verið hugað að nýtingu á þeirri holu. Hins vegar er fyrirhugað að bora tilraunaholu úti á Sveinseyr- inni, þar sem við tökum vatnið i sundlaugina okkar. Borunin hefst þar núna siðari hluta vetrar. Þarna ætlum við að reyna aö ná okkur i vatn til hitaveitu, en mér skilst að þeir séu ekkert um of bjartsýnir á að það takist. Annars hef ég bara ekkert heyrt um möguleika til að nýta heita vatnið hérna. Þú spyrð um hugmyndir um heilsuhæli af ein- hverri gerö, og þvi er til að svara, að þær hugmyndir hafa ekki kom- izt til okkar. Hins vegar kæmi slikt ábyggilega vel til greina, þvi þótt vatnið nægi okkur ekki til hitaveitu, þá ætti það að nægja til slikra framkvæmda. Afskiptir Að lokum vil ég svo aðeins koma þvi að, að okkur finnst við hafa oröið ákaflega afskiptir hvað varðar fjárveitingar frá rikinu. Það hefur bókstaflega ekkert komiö hér inn i fjörðinn undan- farin fimm eða sex ár, utan þess- ar þrjár eða fjórar milljónir I flugvöllinn. Ég hef átt tal við þingmenn um þetta og þeir, að minnsta kosti sumir, hafa tekið i sama streng — það er að viö höfum veriö afskipt- ir. Vona ég að þeir, sem ráöa fjár- munum þjóðarinnar, fari nú að huesa til okkar hvað úr hverju. — PALLI OG PESI — Hefur þu heyrt um nýja skiltiö scm á að setja upp viö Sverrisbraut? — Nei, hvaö á að standa-á þvi? — Valfrelsl.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.