Fréttablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 28
■■■■ { vesturland } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Tónlistarmaðurinn Orri Harðarson, sem hefur búið á Akureyri undanfarin ár, segir að Kalmansvík komi fyrst upp í hugann þegar hann hugsi til heimahaganna á Akranesi. „Þar var ég hálfa bernskuna í fjörunni. Þetta var ekki fjara þar sem flestir voru og því var ég oft einn míns liðs,“ segir Orri. „Þetta er sama hugsun og ég fékk þegar ég gerði Drög að heimkomu. Titillagið átti upphaflega að heita Kvöld í Kalmansvík. Fjaran þar er uppsprettan að því lagi,“ segir Orri, sem bjó í Hjarðarholti og síðan á Vogabraut. Stutt var því fyrir hann að fara út í fjöru að leika sér. „Ólatún var þarna beint fyrir ofan þar sem hægt var að fara í fótbolta. Þarna voru líka hesthús. Þetta var fyrir daga hestahverfisins sem er lengra frá núna,“ segir hann. heima er best } Orri Harðarson, tónlistarmaður Var hálfa bernskuna í fjörunni Útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson á margar góðar minningar frá Akranesi. „Fyrsta minningin var þegar ég var að leita að rauðu skóflunni minni. Ég leitaði að henni í tvö ár öðru hvoru. Ég var tveggja ára eða eitthvað svoleiðis og man mjög vel eftir þessu,“ segir Óli Palli. „Ég var alltaf á þvælingi. Þetta var minni bær þá en í dag. Ég gekk frjáls um göturnar og var kannski full frjáls þegar maður lítur til baka. Ég man að ég hjólaði í leikskólann þegar ég var fimm ára, þegar ég átti heima á Garðabraut 26. Ég fékk hjól í afmælisgjöf þegar ég var fimm ára og kom við í Skaganesti áður en ég fór í leikskólann og keypti mér malt í nesti.“ Óli Palli flutti frá Akranesi árið 1991 en öll fjölskylda hans býr enn þar. Hann saknar þó ætt- móðurinnar Rannveigar Böðvars- son sem lést á dögunum og þykir voðalega skrítið að sjá hana ekki í eldhúsglugganum á Vesturgöt- unni. Óli Palli er mikill rokkari, eins og þáttur hans Rokkland gefur til kynna. Hann segir að mikið af fólki sem starfi við tónlist í dag sé frá Akranesi. „Ef ég væri skólastjóri Fjölbrautaskólans myndi ég nota tækifærið og gera meira til að auka sérstöðu skól- ans sem tónlistarskóla. Hljóm- sveitakeppnin er stórmerkileg og þar er fullt af frábærum hlutum að gerast. Það mætti nýta hana miklu betur. Það er hægt að gera keppnina að aðlaðandi kvöldi fyrir þá sem hafa áhuga á músík og það eru hæg heimatökin myndi ég halda. Það mætti alveg útbúa kerfi þar sem fólk gæti farið á tónlistarbraut í tengslum Fann ekki rauðu skófluna sína Útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson á margar góðar minningar frá Akranesi. Hann vill auka vægi tónlistar við Fjölbrautaskóla Vesturlands. Ólafur Páll Gunnarsson er útvarpsmaður á Rás 2. Þjóðlagasveit Tónlistarskólans á Akranesi hefur notið vaxandi vinsælda undanfarið. Sveitin er skipuð fimmtán stúlkum á aldrin- um þrettán til átján ára sem hafa stundað nám við strengjadeild skólans. Þjóðlagasveitin er óvenjuleg að því leyti að hún er sambland af fiðluspili, söng- og talkór. S. Ragnar Skúlason hefur stýrt sveitinni í núverandi mynd í rúm þrjú ár. „Listgreinin sem ég nota heitir málmótun, eða speech formation. Hún tengist framsagn- artækni sem ég lærði sem felst í því að búa til söngkór, hljómsveit og talkór. Þarna er ég að tengja ljóða- formið við tónlistarformið,“ segir Ragnar, sem setti verkefnið af stað fyrir átta til níu árum síðan. Fékk hann til þess styrk frá mennta- málaráðuneytinu. Að sögn Ragnars er hann að reyna að brjóta upp hina hefð- bundu tónlistarkennslu með því að halda þessari hljómsveit úti. „Þessar fimmtán stelpur eru allar í klassísku námi og til að gera yfir- bragðið léttara hef ég farið þessa leið. Þessar stelpur hafa haldist í þessu, en oft missum við þessa krakka úr tónlistarskólanum á unglingsárunum. En þetta er upp- lifun fyrir þær,“ segir hann. Þjóðlagasveitin, sem leggur aðaláherslu á tónlist frá Írlandi og Skotlandi, hefur farið víða að undanförnu. Á ágúst fór hún í tónleikaferð til Kaupmannahafnar og í sumar spilaði hún á þjóðlaga- hátíðinni á Siglufirði við frábærar undirtektir. Fyrir ári síðan var hún með tónleika í Borgarleikhúsinu og sumarið 2003 var hópnum boðið að spila í Skotlandi sem fulltrúi Akraneskaupstaðar. Einnig spilaði sveitin á vel heppnuðum tónleik- um með Stefáni Hilmarssyni og Eyjólfi Kristjánssyni á Akranesi á dögunum. Þjóðlagasveitin hefur jafnframt gefið út tvær plötur og sú þriðja er væntanleg síðar í vetur. Óvenjuleg þjóðlagasveit frá Akranesi slær í gegn Þjóðlagasveit Akraness er skipuð fimmtán ungum stúlkum auk Bryndísar Bragadóttur píanóleikara, Ragnars Knútssonar bassaleikara og stjórnandans S. Ragnars Skúlasonar. Kvenfélag Stykkishólms heldur basar þann 27. nóvember í tilefni af fyrsta degi aðventu. Kvenfélagskonur hafa komið vikulega saman undanfarn- ar vikur til að undirbúa basarinn og mun afraksturinn líta ljós á sunnudag í formi handgerðra muna. Nemendur tónlistarskólans koma fram, auk þess sem boðið verður upp á heitt súkku- laði og pönnukökur. Allur ágóði af basarnum rennur til góðgerðarmála. Aðventubasar í Stykkishólmi Þjóðlagasveit Tónlistar- skóla Akraness er skipuð fimmtán ungum stúlk- um. Sveitin hefur notið vaxandi vinsælda und- anfarin ár. 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.