Fréttablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 36
Bíóhöllin er eitt elsta kvikmynda- hús landsins, byggt árið 1942. Húsið rúmar um 270 manns í sæti og er vel tækjum búið. Kvikmynda- sýningar í húsinu eru fjórum til sjö sinnum í viku en undanfarið hefur húsið verið notað til tónleikahalds, leiksýninga, fundahalda og annarra viðburða. Ísólfur Haraldsson tók við rekstri Bíóhallarinnar fyrir fjórum árum, þegar skemmtanahaldið á Skag- anum var í töluverðri lægð. Hann segir að rekstrarumhverfi hallarinn- ar hafi breyst og nú sé hún rekin eins og hvert annað fyrirtæki. „Inn í þetta er komin tækjaleiga, hljóð- kerfaleiga og umboðsskrifstofa þar sem við erum að hjálpa hinum og þessum að koma upp viðburðum,“ segir Ísólfur. „Við höldum viðburði eins og Lopapeysurnar, sem er árlegt ball á Írskum dögum niðri á bryggju, og síðan höldum við Sept- emberfest í samvinnu við ÍA.“ Dagana 23. og 24. nóvember verður forsýnd í Bíóhöllinni stór- myndin Harry Potter and the Goblet of Fire, á undan öðrum kvikmynda- húsum. „Það er ekkert sjálfgefið að við fáum að sýna svona mynd. Ef ég hefði beðið um það fyrir þremur árum hefði það líklega ekki geng- ið. Við höfum verið að vinna mikið með Sambíóunum, Myndformi og Skífunni og þessi fyrirtæki hafa komið vel til móts við okkur,“ segir Ísólfur og bætir því við að síðustu vikur hafi verið mjög viðburðaríkar. „Það hafa verið fimm tónlistarvið- burðir, eitt leikrit og fullt af bíó- sýningum. Þetta kemur í rosalegum kippum.“ Á meðal tónlistarviðburða voru tónleikar með Írafári, minning- artónleikar um Karl Sighvatsson og tónleikar með Stefáni Hilmars- syni og Eyjólfi Kristjánssyni, sem heppnuðust allir mjög vel. Er Bíó- höllin sögð henta vel til tónleika- halds, sér í lagi vegna stærðarinnar og hljómburðarins sem ekki ómerk- ari menn en Bubbi Morthens hafa hrósað mikið. Aðspurður segir Ísólfur að skemmtanalíf Skagamanna sé orðið mun fjölbreyttara en áður. „Þetta er svart og hvítt miðað við hvernig þetta var 2001. Núna hefur bærinn stækkað og það eru fleiri farnir að gera einhverja hluti. Það spilar allt saman ef fleiri koma að þessum viðburðum en bara við.“ Bíóhöllin á Akranesi hefur verið sífellt meira áberandi í skemmtanalífi Skagamanna að undanförnu. Ísólfur Haraldsson segir að áhuginn á hinum ýmsu viðburðum hafi aukist til mikilla muna. Fjölbreyttara skemmtanalíf Ísólfur Haraldsson hefur séð um rekstur Bíóhallarinnar frá árinu 2001 með hjálp félaga sinna. ■■■■ { vesturland } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Á dögunum fór fram æskulýðs- og forvarnaball í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi sem haldið var á vegum félagsmiðstöðvarinnar Óðals og nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi. Að sögn Indriða Jós- afatssonar, íþrótta- og æskulýðs- fulltrúa í Borgarnesi, var ákveðið að hafa þema tónleikanna að þessu sinni áróður gegn reykingum. Áhersla var lögð á að benda á þá hættu sem reykingar geta valdið eins og til dæmis auknar líkur á krabbameini. Til að minna ræki- lega á þetta voru kirkjurnar í Borg- arnesi og á Borg á Mýrum sem og Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi upp- lýstar með bleikum lit þetta kvöld. Unglingar úr félagsmiðstöðinni Óðali áttu veg og vanda af skreyt- ingum í Íþróttamiðstöðinni og þegar dagur var að kveldi kominn og unglingarnir mættir á skemmt- unina var Íþróttamiðstöðin nánast óþekkjanleg. Alls mættu um 450 ungmenni á ballið frá flestum skólum í sveitinni og tókst skemmtunin afskaplega vel í alla staði. Dagskrá kvöldsins byrjaði með glæsilegum söng- og dansatriðum frá nemendafélögum skólanna. Þar sást bersýnilega að margir ungir og efnilegir lista- menn úr héraðinu eiga áreiðanlega eftir að vekja töluverða athygli í framtíðinni. Þar á eftir lék ein vinsælasta hljómsveit landsins, Í svörtum fötum, fyrir dansi til mið- nættis. Að lokum fengu allir ball- gestir barmmerki að gjöf frá Vímu- varnanefnd Borgarbyggðar sem á stóð ,,Ég hugsa... Ég reyki ekki“. Ljóst er að allir þeir sem sóttu samkomuna geta verið stoltir þar sem engin agavandamál komu upp. „Þessi samkoma gefur mjög jákvæða mynd af unglingum sem tóku þarna þátt í að setja upp for- varnarhátíð eins og unglingar vilja hafa hana og gefur góð fyrirheit um að unglingum er alls ekki sama um að vinir þeirra séu að reyk- ja eða neyta vímuefna. Aldrei má slaka á áróðrinum, alltaf koma nýir unglingar inn á jaðarsvæðin og þetta er meðal þess sem við erum að gera hér í forvarnarmálum,“ sagði Indriði að lokum. Unglingar skemmta sér án vímuefna Rokkhljómsveit frá Borgarnesi á forvarnarballinu sem var haldið á dögunum við góðar undirtektir. Mikið fjör var á ballinu, sem fór mjög vel fram. Stebbi og Eyvi stóðu sig vel í Bíóhöllinni. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.