Fréttablaðið - 22.11.2005, Síða 62

Fréttablaðið - 22.11.2005, Síða 62
 22. nóvember 2005 ÞRIÐJUDAGUR38 Jón Ólafsson tónlistarmaður. Það sem mér finnst flott við tónlistina þeirra er þessi hráleiki sem þau búa yfir. Reyndar lentu þau í einhverjum græjuvandræð- um um miðbik tónleikanna og þá duttu þeir aðeins niður en þau kláruðu þetta vel í rest- ina. Mér fannst þetta bara mjög skemmtilegir tónleikar. Ólafur Páll Gunnarson dagskrárgerð- armaður. ,,Mér fannst þetta ágætt, Ég stóð aftar- lega og það var svolítið eins og að vera í frímínútum í grunnskóla. Það var enda- laus straumur af unglingum sem gerðu lítið annað en að rápa fram á gang en mér fannst gaman að því þó að ég hafi verið reyndar orðinn frekar þreyttur á því undir lokin. Annars fannst mér tónleikarnir koma nokkuð vel út en ég var samt ekkert heillaður upp úr skónum. Þetta var hin þokkalegasta skemmtun.“ Ævar Örn Jóseps- son dagskrár- gerðarmaður og rithöfundur. Mér fannst þetta bara nokkuð gott. Það var reyndar einhver óværa í gítarnum hjá honum á ákveðn- um tímapunkti en það lagaðist þegar leið á. Mér fannst heildarútkoman bara flott.“ Andrea Jónssóttir dagskrárgerð- armaður og plötusnúður. ,,Mér fannst gaman á þess- um tónleikum. Ég var reyndar svolítið þreytt en þau voru mjög flott á sviðinu. Svolítið mikið ráp á fólkinu í salnum. Þrátt fyrir það fannst mér tónleik- arnir góðir, þeir höfðu bæði rokk og sjarma.“ 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 FRÉTTIR AF FÓLKI Grínvefurinn www.baggalutur.is birtir frétt í léttum dúr um brotthvarf Alfreðs Þorsteinssonar úr borgarstjórn- málum en þar segir að „Reykvíkingar, eins og raunar íslenska þjóðin öll“ séu harmi slegin eftir yfirlýsingu Alfreðs um að hann gefi ekki kost á sér til endur- kjörs. Í frétt Baggalúts segir jafnframt að almennt vonleysi ríki „í höfuðborginni ásamt mikilli óvissu um framtíðina og er reiknað með hruni verðbréfamarkaða á hverri stundu“. Þá er þess getið að Alfreð hyggist snúa sér að „því að stjórna byggingu nýs hátæknisjúkrahúss, en hann hefur mikla reynslu af smíði glæsihúsa á kostnað skattgreiðenda“. Það vakti athygli þegar útvarpsmaður-inn Gústaf Níelsson strunsaði nánast út af Útvarpi Sögu í beinni útsendingu eftir að honum lenti saman við útvarps- stjórann Arnþrúði Karlsdóttur. Það eru vitaskuld fyrst og fremst hlustendur Sögu sem velta fyrir sér framtíð Gústafs og á heimasíðu stöðvarinnar getur fólk nú greitt atkvæði um það hvort fólk vilji hafa Gústaf áfram sem þáttastjórnanda á Sögu. Þegar 134 hafa greitt atkvæði vilja 68,35% halda Gústaf áfram en 31,65% sakna hans ekki. Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, er hæstánægður með helgina og liðna viku sem hann telur hafa verið þá bestu síðan Halldór Ásgrímsson tók við forsætisráðuneytinu. Tilkynning Björns Inga um að hann sækist eftir efsta sæti Framsóknarflokks- ins fyrir borgarstjórnarkosningarnar setti vitaskuld mikinn svip á helgina hjá Birni Inga sem bauð fjölmiðlum heim stil sín á laugardag til þess að kynna framboð sitt. „Baráttan er rétt að hefjast, en ég get ekki annað en verið sáttur við fjölmiðlaumfjöllun helgarinnar. Þá var ég gestur í Silfri Egils í dag og varð aukin- heldur þess heiðurs aðnjótandi að fá Nýju fréttastöðina (NFS) heim til mín í gær í beina útsendingu,“ segir Björn Ingi á heimasíðu sinni. LÁRÉTT 2 plat 6 í röð 8 hæfileikamikill 9 veitt eftirför 11 á líðandi stundu 12 land 14 dans 16 samtök 17 mælieining 18 titill 20 klukkan 21 horfðu. LÓÐRÉTT 1 afl 3 Austfirðir 4 biblía 5 stein- bogi 7 drollari 10 traust 13 bókstafur 15 óskiptur 16 kraftur 19 utan. LAUSN LÁRÉTT: 2 gabb, 6 rs, 8 fær, 9 elt, 11 nú, 12 kórea, 14 rúmba, 16 aa, 17 mól, 18 frú, 20 kl, 21 litu. LÓÐRÉTT: 1 þrek, 3 af, 4 bænabók, 5 brú, 7 slórari, 10 trú, 13 emm, 15 alls, 16 afl, 19 út. HRÓSIÐ ...fær Gísli Örn Garðarsson fyrir að vera boðið að leika með einum virtasta leikhópi Breta. HVERNIG FANNST ÞÉR WHITE STRIPES TÓNLEIKARNIR? Gullkindin, verðlaun sem veitt eru fyrir verstu frammistöðu í fjölmiðlum og hvers kyns afþreyingu, verða afhent á Ölveri næstkomandi fimmtudag við hátíðlega athöfn. Þetta er í annað skiptið sem þessi hátíð fer fram en í fyrra stóð útvarpsþátt- urinn Tvíhöfði að þeim í fyrsta skipti. Hann er nú hættur í þeir- ri mynd og að þessu sinni er það því morgunþátturinn Capone á X - Fm sem tekur við keflinu en umsjónarmenn þáttarins eru þeir Andri Freyr Viðarsson og Búi Bendtsen. „Sigurjón Kjart- ansson kom hingað upp í hljóð- ver og afhenti okkur réttindin formlega,“ útskýrir Andri þegar hann er spurður af hverju þeir standi í þessu þetta árið. Áhugasamir geta kosið á heimasíðu útvarpsstöðvarinn- ar, www.xfm.is. Mun vægi net- kosningarinnar vega 60 prósent til móts við val akademíunnar en mikil leynd hvílir yfir því hverjir skipa hana. „Það verð- ur ekki gefið upp,“ segir Andri dularfullur. Ekkkert verður til sparað svo Gull- kindin verði sem glæsileg- ust úr garði gerð, dúkar verða á borðum og lif- andi tónlistaratriði á milli afhendinga en meðal þeirra sem koma fram er Hairdoctor og Rass en hún ætlar að spila ó r a f m a g n a ð . Það er engin önnur en Silvía Nótt sem verð- ur aðalkynnir en eflaust er það kald- hæðni örlaganna að sjónvarpsmaður ársins frá Eddu verðlaunun- um skuli sinna því hlut- verki þetta árið. „Þetta er auðvitað í léttum dúr en líka smá vísbending um að fólk ætti að hysja upp um sig buxurnar,“ segir Andri og bætir því við að hann vonist til að sjá þá sem eru tilnefnd- ir. „Ef fólk hefur ekki smá húmor fyrir sjálfum sér ætti það bara að fara út í horn,“ bætir hann við. Um er að ræða tíu flokka og býst Andri við ónveju harðri keppni þetta árið. „Ég held að Málið eigi eftir að taka Gullkindina sem versta tíma- ritið og Reykjavíkurnætur sem versti sjónvarpsþátturinn en Kvöldþátturinn gæti líka komið sterkur inn,“ lýsir útvarpsmað- urinn yfir en reiknar þó með því að baráttan um titilinn versti sjónvarpsmaðurinn verði hvað hörðust. „Þar stendur barátt- an á milli þeirra Guðmundar Steingrímssonar og Ragnheið- ar Guðfinnu í morgunsjónvarp- in Stöðvar 2. Ég hallast samt að Ragnheiði,“ segir Andri. Þá verður ekki gefið upp hver hlýt- ur Heiðursverðlaun Gullkindar- innar en Helgi Seljan afhendir þau. freyrgigja@frettabladid.is RAGNHEIÐUR GUÐFINNA GUÐNADÓTTIR Kemur að mati Andra Freys hjá útvarpsþættinum Cap- one sterklega til greina sem versti sjónvarpsmaður ársins. GULLKINDIN: SILVÍA NÓTT AÐALKYNNIR Baráttan um verðlaunin óvenju hörð í ár ANDRI FREYR VIÐARSSON OG BÚI BENDTSEN Hafa tekið við umsjón Gullkindarinnar sem fram fer næstkomandi fimmtudag á Ölveri. FRÉTTABLAÐIÐ / E.ÓL Íslendingar eru komnir í hátíð- arskap ef marka má miðasölu á jólatónleika Frostrósa í Laugardals- höll 10. desember næstkomandi. Um 2400 miðar seldust í sérstakri Visa-forsölu og þegar almenn miða- sala var farin vel af stað í gær voru einungis rúmir þrjú hundruð miðar eftir. Þetta er í fjórða skiptið sem Frostrósir halda jólatónleika en nú á að tjalda öllu til enda er þetta í síð- asta skipti sem þeir verða í þessari mynd. 25 manna stórhljómsveit og 150 manna kór verða söngdívunum sjö innan handar auk Bjarna Ara, Leone Tinganelli og Gunnars Guð- björnssonar. „Þetta er alveg fáránlegt,“ sagði Samúel Kristjánsson hjá 2112 þegar hann var inntur eftir viðbrögðum sínum við góðri miða- sölu og sagði þetta vera mun meiri sala en undanfarin ár. „Við erum að skoða möguleika á því að bæta við tónleikum sem yrðu þá fyrr um daginn,“ bætti hann við en sam- kvæmt tónleikahaldaranum yrði það í fyrsta skipti sem íslenskum tónlistarmönnum tækist að fylla Höllina tvívegis. Samúel sagðist ekki kunna neinar skýringar á þessari góðu sölu aðrar en þær að tónleikar und- anfarinna ára hefðu spurst vel út. Þá skemmdi það heldur ekki fyrir að umgjörðin yrði með glæsileg- asta móti. „Sú staðreynd að þetta eru síðustu Frostrósa-tónleikarnir trekkir örugglega vel að.“ - fgg Örfáir miðar eftir á jólatónleika Frostrósa í Laugardalshöll FROSTRÓSIR Stúlkurnar sjö sem hafa skipað Frostrósir undanfarin fjögur ár koma í fyrsta sinn allar saman til að syngja á síðustu tónleikum dívanna. AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Mest lesna vi›skiptabla›i› G al lu p kö nn un f yr ir 36 5 pr en tm i› la m aí 2 00 5. 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4 [ VEISTU SVARIÐ ] 1 Aðalsteinn Þorsteinsson. 2 Valgerður Sigurðardóttir. 3 Björk Guðmundsdóttir.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.