Fréttablaðið - 22.11.2005, Page 64

Fréttablaðið - 22.11.2005, Page 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 BAKÞANKAR KRISTÍNAR HELGU GUNNARSDÓTTUR Í Sólarlagsborg er meðalaldurinn sjötíu og sjö. Þar svamla íbúar í sundlaugum, bruna um græna velli í golfkerrum, sötra sjerrí á ströndinni, borða plómur af trján- um, fylla pilluskápa af gleðigjöf- um, spila rommí undir pálmun- um og hverfa svo inn í sólarlagið á hvítum kadilakk þegar kallið kemur. Fæstir eldri borgarar fá þó þetta forskot á himnaríki. Víða í henni veröld er svo komið að aldraðir rölta um stræti stórborga með aleiguna í innkaupakörfu og leggjast til svefns undir pappa- spjöldum utan af neysluvarningi nútímans. Aðrir leita í skýli heim- ilislausra og fylla þar svefnsali. Í New York borg búa átján prósent aldraðra við eða undir fátæktar- mörkum. Þrjátíu og fimm þús- und einstaklingar á öllum aldri eru þar heimilislausir. Svona er ástandið þó ekki á landinu bláa, segjum við og dæsum. Löngum hefur þó landinn freistast til að líta fremur vestur en austur í leit að fyrirmyndum, en sérfróðir segja Íslendinga vera nokkrum áratugum á eftir öðrum Norður- löndum hvað varðar vistunarmál aldraðra. Leitin að hinum milda meðalvegi er endalaus. KAUPKRAFTUR landans hefur aukist stórlega, segja ráðamenn á Fróni stoltir og leggja fram skýrslur og línurit. Tölur má lesa eins og ljóð – sitt sýnist hverjum og lesandinn fær það út úr lestr- inum sem hann sjálfur vill. Kjör aldraðra Íslendinga batna minnst, segja talsmenn þessa minnihluta- hóps sem við munum þó vonandi öll fylla í mis náinni framtíð. Kaupmáttur aldraðra hefur í raun rýrnað frá því fyrir sextán árum, segja þessir talsmenn eldri borgara. ÖLDRUÐ kona þjáist af næring- arskorti á elliheimili í Reykjavík. Þar hefur hún brotnað nokkrum sinnum áður en hún mætir dauða sínum eftir hátt fall í hjólastól niður stiga. Á hjúkrunarheimili kúldrast margir í sama herbergi líkt og í sumarbúðum barna. Einkalíf er ekki til staðar og heila- bilaðir eru með heilbrigðum í herbergi. Bil á milli rúma er í 200 millimetrum þar sem hagræð- ingin er mest. Gripið hefur verið til þess að gefa öldruðum svefn- lyf vegna þrengsla. Við reisum háskóla í hverjum hreppi. Það er þjónusta við fólk sem hefur bol- magn til að gera kröfur. Þeir sem byggðu grunninn að hamingjuhöll nútímans ættu kannski að fá að gista hana líka. ■ Sólarlagsfólkið Fagleg ráðgjöf og ítarleg úttekt á stöðu þinni komi til áfalls SPRON Tekjuvernd Núverandi sparnaður, áunnin lífeyrisréttindi og tryggingar vegna alvarlegra sjúkdóma, slysa eða andláts tryggja þér tiltekið hlutfall af núverandi tekjum. SPRON Tekjuvernd Veistu hvernig þú stendur? Pantaðu ráðgjöf í síma 550 1400 eða á www.spron.is SPRON Tekjuvernd er í samvinnu við KB líf – fyrir allt sem þú ert Tryggir þér þær tekjur sem þú kýst komi til áfalls + = Him in n o g h a f / SÍ A

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.